Tíminn - 16.08.1974, Page 12
12
TÍMINN
Föstudagur 16. ágúst 1974.
r
A
Frank Usher: (j*)
TÆPU VAÐI
gert. Við getum ekkert gert fyrir Nickolai — ekkert. Ég
mundi gera það ef ég mögulega gæti, það veiztu vel.
Amanda svaraði ekki, hún bara horfði á Óskar. Hún
vissi vel hvers vegna hann talaði þannig. Óskar var mjög
afbrýðisamur út í Nickolai Stanislov. Þetta var tæki-
færið fyrir Óskar að losna við Nickolai, og það var tals-
vert sannleikskorn í því sem hann hafði sagt, þótt það
væri lítil hjálp fyrir Nickolai. Ef þau færu til yfirvald-
anna og gerðu heilmikið uppistand útaf því sem skeð
hafði, gat það hæglega endað með því að þau yrðu,
f ramseld til Kaltenburg. Það gæti meira að seg ja átt sér
stað að þau yrðu afhent þeim Rauðu sem bætur fyrir
hinn ómetanlega Rússa, sem Vesturveldin vildu umf ram
allt haf a hjá sér. Hvar væru þau þá stödd?
Það var rétt hjá Óskari að þau voru hættulega stödd,
og að aðvörun Praslovs um að þegja, var einskonar
þvingun.
En samt sem áður — gat hún litið þetta sömu augum og
Óskar. Hún skildi mæta vel afstöðu Óskars, en hún leit
öðruvísi á málið. Hún var orðin mjög hrifin af Nickolai.
Tilfinningar hennar til hans voru ekki endilega
kynferðislegar. Á þann hátt dró hann hana ekki svipað
því eins sterkt að sér eins og Óskar gerði. Með hinu mikla
afli sínu og lífsorku bar hann af öllum sem elskhugi.
Hann afsannaði það að risavaxnir menn væru lélegir
ástmenn. En hvað sem þessu leið þótti henni einnig vænt
um Óskar, sem ævinlega var henni notalegur og tröll-
tryggur. Hún hefði ekki getað yfirgefið hann vegna
Nickolai, þótt eldri maðurinn væri mjög aðlaðandi að
ýmsu leyti, en nokkuð á annan hátt.
— Manstu eftir kránni í Eastvold, óskar?
spurði hún.
Hann hló stuttum hlátri.
— Ég mun seintgieyma þeim stað. En hvað með hann?
— Nickolai hefði getað komizt f rá okkur þar og sloppið
f rá öllu saman. En hann gerði það ekki. Hefði hans ekki
notið við mundum við nú vera í fangelsi i Kaltenburg og
sætt þar hræðilegri meðferð. Þetta er ein af ástæðunum
til þess að ég tel að við séum honum nokkuð skuldbundin,
Óskar.
— Já, en til þess að komast i gegn um landamærin var
hann háður okkur og pappírum Gabelsberger. Hann gat
ekki flúið til Vesturlanda án okkah, Amanda. Ég er þér
'iVELi'
G
E
Ef ahotnin er á lifi,
þá er hún án efa þar,
Zarkov.
Sennilega Geíri.'NJ
x Fan'garnir’néöanjaffiar.
sammála um það að við megum vera honum þakklát
f yrir það að hann hjálpaði okkur úr vandræðum, en hvað
getum við f yrir hann gert eins og nú er komið?
Amanda sagði nú Óskari frá Peterson.
— Heldurðu að hann sé í brezku leyniþjónustunni,
spurði hann.
— Já. Hann vissi að þú og Nickolai voruð með mér. Ég
hefði gaman af að vita hvernig hann fór að vita það að
við værum hér í Karlsthor.
— Ekki veit ég það.
— Þú hringdir til Figl þegar þú fórst til Mellinger, ekki
satt?
— En þú sagðir honum að við værum í Karlsthor?
Óskar dró svarið við sig. — Hann spurði hvar við
værum. Það getur verið að ég hafi aðeins nefnt
Karlsthor. En hvaða máli skiptir það? Við getum
áreiðanlega treyst Figl.
— Þú ert meirihálfvitinn, Óskar, sagði hún fokreið. —
Allt er þetta þér að kenna.
— En Figl kemur ekki upp um okkur.
— Nei, en hvað gat hindrað Peterson í því að ganga upp
til Figl í leit að sýningarpari sem liktist okkur? Svo getur
Figl hafa sagt við hann: — ,,Ég þekki ekki heimilis-
fangið, en síðast þegar ég heyrði frá þeim voru þau í
Karlsthor". Og svo kom Peterson hingað og Rússarnir
auðvitað í kjölfarið. En Rússarnir urðu fyrri til að koma
hingað inn. Allt er þetta þér að kenna Óskar.
Það varð óþægileg þögn. Hann sat sem dæmdur maður
vegna þess sem hann hafði gert. Hann reyndi ekki að
afsaka sig, né nota nokkurs konar undanbrögð.
— Mig dreymdi ekki um að nokkuð slíkt gæti skeð,
Amanda.
— Nei, auðvitað ekki, sagði hún beiskum rómi. — Þú
ert aðeins heimskur. Að hugsa sér — hringja til Figl.
— Hvernig átti mér að detta þetta í hug? Ég sagði að
við ættum erfitt fjárhagslega. Hvað getum við gert til
þess að hjálpa Nickolai? Farðu og reyndu að hafa upp á
Peterson.
Það var ekki nauðsynlegt, þvi Peterson hringdi dyra-
bjöllunni í þessu.
12. kapítuli.
Peterson, sem var einn síns liðs í Karlsthor, hafði ekki
verið þess megnugur að hindra K.G.B. í því að ræna
Stanislov, en hann hafði fylgzt með því sem gerðist og
séð að bifreiðin, sem Shanski ók, tók hraðbrautina til
Munchen, með Stanislov í aftursætinu.
Hann hringdi Whitehall upp frá opinberum símklefa,
og gaf major Seacombe upplýsingar um það sem gerzt
hafði, á þeirra ,,ferðamállýzku". Hann fékk í staðinn að
heyra nokkuð af ráðagerð K.G.B. um hvernig smygla
skyldi Stanislov til baka, sem brezka fréttaþjónustan i
Lundúnum hafði komizt yf ir. Til vara ætluðu Rússarnir
Hvernig eigum viö að farai Og axarmennirnir ■ Þaö er þar sem
aö þvi aö komast Js biöa eftir okkur? J fjarstýrðu skipin
i®'tirpeirra r _ f3í\ V .....J Korria ínn. Geiri.
Jæja, vertu þá\
ekki að flækjastumj
áþessum stöðum/
lllíiUllt:
Föstudagur
16. ágúst.
7.00 Morgunútvarp Veður-
fregnir kl. 7.00, 8.15, 10.10.
Fréttir kl. 7.30, 8.15, (og for-
ustugr. dagbl.), 9.00 og
10.10. Morgunbæn kl. 7.55.
Morgunstund barnanna kl.
8.45 Svala Valdimarsdóttir
byrjar að lesa þýðingu sina
á sögunni „Malena byrjar i
skóla” eftir Maritu Lind-
quist. Tilkynningar kl. 9.30.
Þingfréttir kl. 9.45. Létt lög
milli liða. Spjallað við
bændur kl. 10.05. Morgun-
popp kl. 10.25. Morguntón-
leikarkl. 11.00: Melos hljóð-
færaflokkurinn ieikur
Septett i B-dúr fyrir
strengja- og blásturshljóð-
færi eftir Berwald, Erling
Blöndal Bengtsson og Kjell
Bækkelund leika Sónötu fyr-
ir selló og píanó i a-moll op.
36 eftir Grieg.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar.
13.00 Við vinnuna: Tónleikar.
14.30 Síðdegissagan: „Katrin
Tómasdóttir” eftir Rósu
Þorsteinsdóttur Höfundur
les. (11).
15.00 Miðdegistónleikar:
Janet Baker syngur nokkur
lög eftir Schubert: Gerald
Moore leikur á pianóið. Mil-
an Turkovic og Eugene
Ysaye-strengjasveitin leika
Konsert i C-dúr fyrir fagott
og kammerhljómsveit eftir
Johann Gottfried Muthel:
Bernhard Klee stj.
15.45 Lesin dagskrá næstu
viku.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
(16.15 Veðurfregnir).
16.20 Popphornið
17.10 Tónleikar.
17.30 í leit að vissum sann-
leika Dr. Gunnlaugur Þórð-
arson lýkur lestri ferða-
þátta sinna. (8)
18.00 Tónleikar. Tilkynning-
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.35 Spurt og svarað. Ragn-
hildur Richter leitar svara
við spurningum hlustenda.
20.00 Samkeppni barna og
unglingakóra Norðurlanda
III. Guðmundur Gilsson
kynnir.
21.00 Gerð kjarasamninga og
visitölukerfið Baldur Guð-
laugsson ræðir við Björn
Jónsson forseta ASI og Jón
H. Bergs formann Vinnu-
veitendasambands íslands.
21.30 Útvarpssagan: „Ar-
minningar” eftir Sven Del-
blanc Heimir Pálsson is-
lenskaði. Sverrir Hólmars-
son og Þorleifur Hauksson
lesa. (17).
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir. Búnaðar-
þáttur: tJr heimahögum.
Gisli Kristjánsson ræðir við
Gisla Andrésson hrepp-
stjóra og bónda á Hálsi i
Kjós.
22.35 Slðlakvölds. Helgi Pét-
ursson kynnir létta tónlist.
23.20 Fréttir i stuttu máli.
Dagskrárlok.
Föstudagur
16. ágúst 1974
20.00 Fréttir.
20.25 Veður og auglýsingar.
20.30 Lögregluforinginn •
Þýskur sakamálamynda-
flokkur. Lik I mýrarfeni.
Þýðandi Briet Héðinsdóttir
21.25 Balzac. Frönsk
heimildamynd um rit-
höfundinn Honoré de Balzac
(1799-1850) og æviferil hans.
Þýðandi Kolbeinn
Sæmundsson.
21.45 tþróttir. Myndir og
fréttir frá erlendum og inn-
lendum iþróttaviðburðum.
Dagskrárlok óákveðin.