Tíminn - 05.09.1974, Qupperneq 6

Tíminn - 05.09.1974, Qupperneq 6
6 TÍMINN Fimmtudagur 5. september 1974. Hvernig lízt þér á nýju stafsetningarreglurnar ? NÝTT skólaár er að hefjast. Nemendurnir streyma inn i skóla sina, sumir I fyrsta skipti og fullir eftirvæntingar, aðrir gamalvanir og þjálfaðir og ef til vill dálitið fegnir að eiga senn von í þvi að losna frá skræðunum. Og kenn- ararnir koma lika, flestir endur- nærðir eftir langt og sólrlkt sumar, en kannski ekki alveg lausir við kviða fyrir þvi, hversu til muni takast að uppfræða þá kynslóð, sem á að erfa landið. Að þessu sinni er sú nýlunda, að stafsetning islenzkrar tungu hefur tekið nokkrum breytingum siðan setzt var á skólabekk I fyrrahaust. öllum eru i fersku minni örlög z-unnar, en auk þess hefur verið gefin út ný reglugerð um setningu greinarmerkja, svo og um notkun upphafsstafa. Af þessu tilefni sneri Timinn sér til nokkurra móðurmálskennara og lagði fyrir þá eftirfarandi spurn- ingu: — Hvernig lizt þér á nýju staf- setningarreglurnar? Þeir, sem svöruðu, voru einn mcnntaskólakcnnari, einn barna- kennari og einn kennari sem meðal annars hefur kennt nemendum á gagnfræðastigi. Fara svör þeirra hér á eftir. Jón S. Guðmundsson menntaskólakennari sagði Þessar nýju reglur eru nú ekki sú stórbvlting i islenzkri stafsetn- ingu, sem af er látið, en vonandi verða þær látnar duga næstu fimmtiu árin að minnsta kosti. Heyrzt hefur um róttækari til- lögur, sem engan hljómgrunn fengu, jafnvel ekki i sjálfri staf- setningarnefnd, hvað þá annars staðar. Við i gamla menntaskólanum i Reykjavik, kennum ekki z, en við lofum nemendum okkar að ráða, hvbrt þeir skrifa hana eða ekki. Við brýnum aðeins fyrir þeim að gæta samræmis. Mér þykir liklegt, að meiri and- staða verði gegn reglunum um stóran staf og litinn, en hjá okkur gildir þar sama reglan og um z- una, að við látum nemendur okkar halda sinni stafsetningu, ef þeir vilja. Annars skiptir sú breyting litlu máli Yfirleitt held ég að segja megi, að við, islenzkukennarar i menntaskólanum i Reykjavik, séu þessum breytingum fremur andvigir, sagði Jón S. Guðmunds- son að lokum. Flosi Sigurbjörnsson islenzkukennari á gagnfræða- stigi, svaraði spurningu blaðsins á þessa leið: — Ég hef lesið reglurnar og mér sýnist, að breytingarnar séu aðal- lega varðandi litinn og stóran staf, og eitt eða tvö orð að auki. Við kenndum ekki z i fyrravetur, svo þar er ekki um neina breytingu að ræða frá þvi sem áður var. Méð þessum nýjum reglum er ekki um neinar grundvallar- breytingar að ræða. Ég get þvi ekki séð að stafsetningarkennslan breytist til mikilla muna frá siðast liðnum vetri. Þótt ég hafi ekki sökkt mér að ráði niður i þessar reglur, sýnist mér i fljótu bragði, sem ekki muni verða neitt aö ráði öðru visi að kenna þær en reglurnar sem áður giltu. Og aukið frjálsræði i kommusetningu tel ég vera fremur til bóta. Fyrst horfið var að þvi ráði að breyta stafsetningarreglum, datt mörgum i hug að þær yrðu gerðar einfaldari, en svo virðist ekki vera. Að lokum skal ég taka það fram, að mér likaði vel að kenna án z-unnar siðast liðinn vetur. Helga Einarsdóttir barnakennari hafði eftirfarandi um málið að segja: Sennilega ætti ég sem kennari að vera himinlifandi yfir þessari einföldun á stafsetningarreglum, sem búið er að kunngera okkur. En þannig er það bara ekki. Mér finnst eiginlega eins og góður vinur hafi svikið mann i tryggðum. Að visu hafði ég, sem kennari á barnaskólastiginu, ekki þurft að kenna z-una, en rik væri ég nú, ef ég ætti mér eins margar krónur og þeir timar eru orðnir margir, sem ég er búin að eyða sfðastliðin þrjátiu ár i að kenna nemendum minum að rita skuli þjóðaheiti þjóðflokkaheiti, nöfn á ibúum landshluta (héraða, hreppa) og ibúum heimsálfa með stórum staf. Og vitanlega með misjöfn- um árangri. Satt bezt að segja, hefur mér nokkurn veginn staðið á sama um hvort mongóli eða hottintotti væri skrifað með stórum staf eða litlum, en heldur þykir mér kollhúfulegt, er við, á sjálfu þjóðhátlðarárinu, látum börnin rita nafn þjóðarinnar á móðins visu þ.e. islendingur — með litlum staf. Hins vegar er ég ekki í vafa um, að börnin fagna. —VS Afskipti lögmanna af sölu fasteigna Greinargerð frd stjórn Lögmannafélags íslands 1 VIÐTALI er dagbiaðið Timinn átti við rannsóknarlögregluna i Reykjavik og birtist á baksiðu blaðsins 1. sept. s.I., undir stór- fyrirsögninni „SVINDL OG BRASK t FASTEIGNAVIÐ- SKIPTUM FER ÖRT VAXANDI — LÖGFRÆÐINGAR OFT VIÐ ÞAÐ RIÐNIR, SEGIR GtSLI GUÐMUNDSSON, RANNSÓKN- ARLÖGREGLUMAÐUR” er mjög höggvið að lögmannastétt- inni almennt. Það athugist, að lögmenn einir reka lögfræðiskrif- stofur. Aðrir lögfræðingar hafa eigi rétt til þess, enda leiðin nokk- uð torsótt að þvi marki, að ioknu almennu lögfræðiprófi. 1 viðtalinu er haft eftir fyrr- nefndum starfsmanni sakadóms Reykjavikur, að fjöldi fólks standi I miklum vandræðum og eigi erfitt með að ná rétti sínum, vegna þess að samningar um kaup og sölu fasteigna standist ekki, þegar á reyni, og verði þá fyrir miklu fjártjóni. Segir orðrétt I viðtalinu eftir lögreglumanninum: „Það alvar- legasta við þessi mál er samt það, að lögfræðingar virðast oftast með i ráðum — og ég vil halda þvi fram, að lögfræðingar beri mikla ábyrgð I sambandi við þessi mál. Það er ansi hart, að menn, sem hafa menntað sig til að gæta laga og réttar, skuli leyfa sér slikt, — og jafnvel standa vörð um þessa hluti. Það er ennfremur ansi hart, þegar hinn almenni borgari getur ekki lengur reitt sig á þessa þjón- ustu, sem lögfræðiskrifstofa veit- ir. Það er furðulegt, að fullkom- lega eðlilegir samningar gerðir á lögfræðiskrifstofu og I viðurvist löglærðra manna, skuli ekki standast, þegar á reynir. Hvert á fólk að leita, þegar menn úr stétt, sem á að vera á varðbergi um rétt einstaklingsins gera sig seka um atferli sem þetta? spurði Gisli að lokum”. Þetta eru ómaklegar aðdrótt- anir I garð Islenzkrar lögmanna- stéttar og með öllu órökstuddar, enda eigi við hæfi að starfsmenn sakadómaraembættis slöngvi þviliku fram til birtingar i fjöl- miðli, þótt þeir kunni að hnjóta um meint mistök eða misferli eins eða tveggja „löglærðra” manna i upphafi rannsóknar máls. Stjórn L.M.F.t. vftir sllk vinnu- brögð hjá virðulegu embætti og mun sérstaklega skrifa yfirsaka- dómaranum i Reykjavik af þessu tilefni með kröfu um að fá tafar- lausar upplýsingar um, hver eða hverjir lögmanna eigi hér hlut að máli, og krefjast nafnbirtinga, ef og þegar sakir eru sannaðar. í lögum um málflytjendur er svo ákveðið, að stjórn félags hér- aðsdóms- og hæstaréttarlög- manna (Lögmannafélags ts- lands) beri að hafa eftirlit með, að félagsmenn fari að lögum I starfa sinum og ræki skyldur sinar af trúmennsku og sam- viskusemi. Sllk mál, ef kærur um þau berast félagsstjórn, tekur hún til tafarlausrar meðferðar og sendir áfram til sakadóms eða dómsmálaráðuneytis, ef eigi fæst leiðrétting frá hendi lögmanns- ins, eða alvarleg þykja. Engin slik kæra hefur félagsstjórn bor- ist I sambandi við ádrepuna i dag- blaðinu Timinn. Skv. lögum um fasteignasölu er engum heimilt að annast kaup og sölu fasteigna fyrir aðra, eða kalla sig fast- eignasala, nema hann hafi fengið til þess leyfi, sem hlutaðeigandi lögreglustjóri gefur út. Er hér átt við þá, sem hafa tekið sérstakt próf sem fasteignasalar, eða eru kandidatar i lögum eða viðskipta- fræðum frá Háskóla Isiands. Hæstaréttar- og héraðsdómslög- menn, svo og lögfræðingar sem gegnt hafa I 3 ár embætti eða stöðu, sem lagapróf þarf til, þurfa þó ekki sérstakt leyfi til að annast fasteignasölu. Lögmannafélag fslands hefur lagt á það áherzlu, að þeim firm- um og einstaklingum, er auglýsa fasteignir til sölu, væri veitt aðhald I starfi þeirra. Sama á við um þá, er selja skip og bifreiðar. Rituðhafa verið af félagsins hálfu á liðnum árum erindi til réttra stjórnvalda um þessi efni, án sýnilegs árangurs, að þvi er eftir- lit varðar. Þó er rétt að fram komi, að gefnu tilefni, að kæra stjórnar L.M.F.Í. á hendur ólöglegum fasteignasölum á árinu 1971 bar þann árangur, að ríkissaksóknari fol dómsmálaráðuneytinu ath- hugun málsins og ráðuneytið siðan einstökum lögreglustjórum, og er þeim athugunum vlðast hvar lokið. Má vænta þess, að ráðuneytið herði aðhaldið og gefi fyrirmæli um, að raunverulegir, ábyrgir rétthafar til fasteigna- sölu gangi frá samningum um sölu fasteigna, en ekki réttinda- lausir menn eða tilkvaddir ihlaupamenn, þótt réttindi hafi. Þá ætti og að halda I heiðri hið lögboðna ákvæði i 8. gr. 1. nr. 47/1938 um fasteignasölu: „Hverju sinni er fasteignasali gengur frá kaupsamningi, afsali eða skuldabréfi með veði i fast- eign, er honum skyldt að senda hlutaðeigandi héraðsdómara (þinglýsingadómara) tilkynningu um löggerninga þessa. Skal I til- kenningu taka fram um nafn kaupanda og seljanda og upphæð kaupverðs eða skuldar, ef um veðbréf er að ræða, svo og útgáfu- dag bréfsins.” Þessu ákvæði hefur ekki verið fram fylgt af opinberri hálfu og þess aldrei krafist af þinglýsing- ardómurum, þegar skjal berst til þinglýsingar, að á það sé stimpl- að hvaða lögmaður eða annar ábyrgur aðili hafi samið skjalið eða annast samningsgerð. Þetta ætti þó að vera auðvelt I fram- • kvæmd. Slæleg framkvæmd laganna og eftirlitsleysi hafa valdið þvi, að til lögmanna leita oft á tíðum aðilar, með illa gerða samninga, er þeir hafa að mestu sjálfir gert eða réttindalausir „fasteignasalar”, eftir að allt var komið I óefni, og biðja ásjár. Þannig er i raun og veru málinu álgjörlega snúið við i margnefndu blaðaviðtali. Mjög hefur verið rætt um það I stjórn L.M.F.t. af ofannefndu tilefni að gefa út almenna aðvör- ún til einstaklinga, er standa I veigamiklum viðskiptum, svo sem fasteignakaupum eða sölum, að láta sig ekki muna það að láta lögmann, sem hlutaðeigandi hefur ástæðu til að treysta og fella sig við, af kunnugleik eða orð- spori (erlendis er það regla að hver fjölskylda hefur einhvern lögmann sem trúnaðarmann að leita til ekki siður en framtelj- anda, lækni eða prest) að lita yfir samninginn, áður en undirritað er, enda tiðka margir það hér- lendis, þó að fleiri láti það ógert. Slíkt getur sparað mikið fé og fyrirhöfn. Það er ekki nema eðlilegt, að lögfræðingum sem hafa lög- mannsstörf að aðalatvinnu og hafa gert sér þar um að byggja upp starf sitt og stéttar sinnar á sem trúverðugastan hátt sé annt um að ekki sé haldið röngum hug- myndum að almenningi um þessi efni. Þvi hvernig fer þá um rétt- aröryggið? Reykjavik, 4. sept. 1974. í stjórn Lögmannafélags fs- lands eru: Páll S. Pálsson, hrl. Sveinn Haukur Valdimarsson, hrl. Skúli Pálsson, hrl., Guðjón Steingrimsson, hrl., Ragnar Aðalsteinsson, hrl. Meinatæknar Sjúkrahús Skagfirðinga, Sauðárkróki, óskar eftir meinatækni til afleysinga frá 1. október i 4-5 mánuði. Upplýsingar gefa yfirlæknir og meinatæknir sjúkrahússins i sima 95-5270. Tónlistarskóli Garðahrepps verður settur sunnudaginn 15. september i söngstofu Barnaskóla Garðahrepps kl. 2 e.h. Innritun fer fram daglega kl. 5-7 e.h. i söngstofu barnaskólans (gengið inn um norður dyr) Nánari upplýsingar i sima 4-22-70. Skólastjóri.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.