Tíminn - 05.09.1974, Qupperneq 15
Fimmtudagur 5. september 1974.
TÍMINN
15
*!
Framhaldssaga
IFYRIR
• •
BORN
Orrusta
fuglanna
(Skozkt ævlntýri)
fuglana. Hann fór úti
haga, en illa gengu
honum fuglaveiðarnar.
Um hádegisbilið kom
engin önnur en Kolbrún
til hans.
,,Þú stritar, kóngsson-
ur”, segir hún.
„Já”, svaraði hann.
,,Ég hefi nú aðeins
skotið þessa hrafna, og
þeir eru báðir eins litir”.
„Komdu nú og hvildu
þin lúnu bein hérna á
hólnum fagra”, segir
Kolbrún.
„Ég er fús til þess”,
segir hann. Hann
hugsaði með sér, að hún
myndi sjálfsagt hjálpa
sér aftur úr klipunni.
Settist hann nú við hlið
hennar og sofnaði von
bráðar.
Þegar hann vaknaði,
var Kolbrún horfin.
Hann bjóst þvi til heim-
farar. Þegar þangað
kom, sá hann að búið
var að þekja hlöðuna
með fuglafiðri.
Þegar risinn kom
heim sagði hann: „Þú
ert búinn að þekja
hlöðuna, kóngssonur?”
„Búinn er ég að þvi”,
anzar hann.
„Einhver þakti
hana”, segir risinn.
„Ja, ekki gerðir þú
það”, segir kóngssonur.
„Jæja, jæja”, segir
risinn. „Þarna stendur
furutré niður við vatnið.
Skjór hefur byggt sér
hreiður i toppi þess. Ég
vil fá eggin til morgun-
verðar. Þú mátt ekki
brjóta eitt þeirra. Þau
eru fimm i hreiðrinu”.
Snemma morguninn
eftir fór kóngssonur
þangað, sem tréð óx og
reyndist ekki erfitt að
Leitað að smóbdti í fyrrinót:
Bdturinn fannst
í gærmorgun
— bdtverjar heilir á húfi
Gsal—Rvik — t fyrrakvöld
var óttazt um litinn bát meö
tveimur mönnurn og barni
innanborös. Mennirnir héldu
frá Reykjavik siðari hluta
dags og ætluðu aö æfa skotfimi
sina. Þegar báturinn var ekki
kominn til hafnar á tiisettum
tima, var farið að óttast um
hann og slysavarnafélaginu
gert aðvart. Fór björgunar-
bátur félagsins, Gísli Johnson
af stað og fann bátinn eftir
nokkra leit. Bátverjar voru
allir heilir á húfi og hafði ekki
orðið meint af, — en vélar-
bilun olli þvi, að mennirnir
gátu ekki skilað sér heim á
tilsettum tima.
Leitin hófst um miðnætti, og
fann björgunarbátur SVFl
bátinn, sem saknað var, um
klukkan hálf sex i gærmorgun,
tiu sjómilur austur af Akra-
nesi
Litli báturinn hafði engin
tæki til að láta vita af sér,
hvorki talstöð né blys, og ekki
einu sinni vasaljós eða eld-
spýtur, Hins vegar var
gúmmibjörgunarbátur i
bátnum
Að sögn Hálfdánar Henrýs
sonar hjá slysavarnafélaginu
héldu mennirnir úr
Reykjavikurhöfn um klukkan
fimm i fyrradag,og ætluðu
þeir að vera komnir aftur fyrir
myrkur
— Þegar klukkan var orðin
rúmlega ellefu, hringdu eigin-
konur mannanna til slysa-
varnafélagsins og báðu um
aöstoð, sagði Hálfdán
Mennina sakaði ekki, þvi
veður var gott.
Ný plastverksmiðja d Hjalteyri
Hjalteyrarplast hf. Arnarnes-
hreppi, var stofnsett um s.l. ára-
mót. Tók félagið á leigu efna-
rannsóknarstofu, skrifstofur,
vaktstofu og kaffistofu gömlu
sildarverksmiðjunnar á Hjalt-
eyri. Þar hefur verið innréttuð
aðstaða fyrir starfsemi verk-
smiðju félagsins.
Sildarverksmiðjan á Hjalteyri
hefur ekki verið starfrækt árum
saman og húsnæðið staðið ónotað
og legið undir skemmdum.
Fyrrnefnt húsnæði hefur verið
lagfært og endurbætt. Keyptar
hafa verið vélar til framleiðslu
plastsins, frá Danmörku og
Englandi. Framleiðsluvörur
fyrirtækisins eru: Plastbrúsar
undir ýmsar vörur svo sem
ávaxtasafa, þvottalög, saftir og
fleira. Þá framleiðir verksmiðjan
rafmagnsrör, vatnsrör, ljósa-
kúpla af ýmsum gerðum og
stæröum, einnig bátalampa og
handlampa, raftengi og fleira.
Hjalteyrarplast hf. hefur samið
við BASF i Westfalen i Þýzka-
landi (Badische Anilin und
Sodafabriken) um hráefni til
framleiðslunnar og framleiðir
eftir stöðlum þeirrar verksmiðju.
Framleiðsla fyrirtækisins full-
nægir gæðakröfum Rafmagns-
eftirlits Rikisins.
Hönnuður handlampans, sem
verksmiðjan framleiðir, hyggur á
lítflutning og hefur aflað sér
einkaleyfis.
Sjö manns starfa i verksmiðj-
unni og eru þeir allir búsettir á
Hjalteyri. Stofnendur Hjalteyrar-
plast hf. eru: Magnús Þórisson,
Akureyri, Baldur Þórisson,
Kópavogi, Asmundur Jóhannes-
son Akureyri, Gunnar Sólnes
Akureyri og Guðmundur Eiðsson,
Hólmavik.
Það verður aldrei nægilega
brýnt fyrir ökumönnum, að
stöðva ekki bila sina nálægt
gangbrautum, þvi það skapar
þá hættu, og þeir ökumenn sem
aka á vinstri akrein, hafa enga
yfirsýn yfir gangbrautina, og
geta ekki séð vegfarandann fyrr
en hann kemur að þeirri akrein
— og það vill þvi miður, oft verða
of seint.
Nú fer senn i hönd sá timi á
árinu, sem slysatiðni er mest.
Það er þvi ástæða til aö brýna
fyrir ökumönnum, aö sýna sér-
staka gætni i umferöinni.
GENGISSKRÁNING
Nr. 157 - 4. sept. 1974.
SkráC frá Einlno KL 12. QQ Kaup Sala
2/9 1974 1 Bandaríkjadollar 118, 30 118, 70
4/9 - 1 SterllnasDund 273, 80 275, 00 ♦
- - 1 Kanadadollar 119, 90 120, 40 *
- - 100 Danskar krónur 1923, 55 1931,65 *
- - 100 Norskar krónur 2127, 30 2136, 30 *
. - 100 Sænskar krónur 2642, 75 2653, 95 *
3/9 - 100 Flnnsk mörk 3104, 50 31 17, 60
4/9 - 100 Fransklr frankar 2465, 85 2476,25 *
- - 100 Bela. frankar 301, 10 302, 40 *
- - 100 Svlssn. frankar 3936, 45 3953, 05 #
- - 100 GvlHnl 4373, 95 4392,45 *
- - 100 V. -Þyzk mörk 4456, 80 447S 69 *
- - 100 l.frur 17, 91 17, 98 *
- - 100 Auaturr. Sch. 629, 30 632, 00 *
_ - 100 Escudoa 458, 30 460, 30 *
_ _ 100 Pesotar 205, 15 206, 05
_ _ 100 Yen 39, 08 39, 24 X
2/9 - 100 Re lkc.tng akróni: r - Vörusklptalönd 99, 86 10). 14
- 1 Relknlng adollar - Vörusktptalönd 118, 30 1 1 9, 70
* Breytlng frá »Í8uetu ekránlngu.
J
Vestfirðir
Kjördæmisþing Framsóknarmanna I Vestfjarðakjördæmi verð-
ur haldið i Bjarkarlundi dagana 7. og 8. september n.k. og hefst
það kl. 1 e.h. fyrri daginn.
Austurland
Kjördæmisþing framsóknarmanna á Austurlandi verður haldið i
Nesjaskóla Hornafirði dagana 7. og 8. sept. Þingið hefst kl. 14.00
laugardaginn 7. sept.
Stjórn Kjördæmissambandsins.
Miðstjórn SUF
Miðstjórn Sambands ungra framsóknarmanna kemur saman til
aukafundar laugardaginn 14. sept. i Leifsbúð, Hótel Loftleiðum,
kl. 2 e.h.
Miðstjórnarmenn eru hvattir til að fjölmenna.
Mikið úrval af hárkollum
Einnig fléttur og hártoppar og nokkrar
ginu-kollur á mjög lágu verði.
Sent i póstkröfu um allt land.
GM-BÚÐIN
' Laugavegi 8 — Simi 2-46-26
Skrifstofustúlka óskast
Landnám rikisins óskar að ráða skrif-
stofustúlku nú þegar eða 1. okt. n.k., þarf
að hafa verzlunarskóla- eða hliðstæða
menntun.
Upplýsingar á skrifstofu Landnáms rikis-
ins, Laugavegi 120, Reykjavik.
Blaðburðarfólk
vantar í Kópavogi
aðallega í austurbæ.
— Upplýsingar í síma 4-20-73
Það er nú
þægilegra
að vera
áskrifandi
og fá blaðið
sent heim