Tíminn - 06.09.1974, Side 3
Föstudagur 6. september 1974.
TIMINN
3
íslenzk
einingarhús
Edgar Guðmundsson Daði
Ágústsson og Helgi Hafliðason
virða fyrir sér einingarsýnis-
horn af raflagnarnýjunginni,
sem sagt er frá i fréttinni.
Tímamynd: Róbert.
ó markaðinn
— raflagnirnar inni í einingunum
BH—Reykjavík — Þessa
dagana gerast stórtíðindi í
byggingariðnaðinum ís-
lenzka því að bráðlega
verða boðin út til upp-
setningar einíngahús, sem
unnin hafa verið á vegum
nýlegs fyrirtækis, sem ber
nafnið Húseiningar hf. og
starfar á Siglufirði. Sam-
kvæmt upplýsingum, sem
blaðið hefur aflað sér, er
afkastageta fyrirtækisins
mjög mikil, og getur það
framleitt hundruð eininga-
húsa á ári, en ráðgert er að
byrja á framleiðslu um 60
húsa, sem búizt er við að
seld verði í fjórum skor-
um, fimmtán í hverri.
Við hittum að máli þrjá af
fjórmenningunum, sem hafa
teiknað húsin, eða öllu heldur
húsaeiningarnar, og hafa þvi all-
an veg og vanda af gerð þeirra.
Þetta eru þeir Helgi Hafliöason
arkitekt, Edgar Guðmundsson,
vckfræðingur hjá Verk-
fræðiþjónustu Guðmundar
Ólafssonar, Daði Ágústsson raf-
ræknifræðingur og Hafsteinn
Ólafsson, en hann er jafnframt
framleiðslustjóri Húseininga hf. á
Siglufirði. Framleiðsla húsanna
eða húseininganna er á vegum
þess fyrirtækis.
— Það má fyllilega reikna með
þvi, að hér sé um verulega lækk-
un byggingarkostnaðar að ræða,
sögðu þeir félagar, er við hittum
þá að máli og höfðum lagt fyrir þá
spurninguna, sem okkur lá
þyngst á hjarta. — Það kemur til
af þvi, að núna látum við vélvinna
það, sem vinna þurfti i höndunum
áður, auk þess sem samsetningin
er tiltölulega auðveld.
Framleiðnina metum við i
byggingarstundafjöldanum, sem
áður var allt að 60% kostnaðarins
á moti 40% efni, en í okkar tilfelli
er þessu nánast öfugt fariö, og
eykur það vissulega líkurnar á
minni kostnaði.
— Eru þessi hús hagkvæm i
byggingu?
— Þau veita marga möguleika.
Einingarnar eru hugsaðar
þannig, að um talsverða fjöl-
breytni geti verið að ræða og
menn geti ráðið húsum sinum
nokkuð. Það má nánast segja, að
hvert hús geti verð sérskipulagt,
þótt um fjöldaframleiðslu á
einingunum sé að ræða.
— Nokkrar nýjungar?
— Já, okkur langar til þess að
geta sérstaklega þeirra, sem við
teljum markverðastar, en þær
eru i sambandi við raflagnirnar.
Þær eru inni i einingunum, og hér
gefur einmitt að lita slikar
innveggja einingar með raflögn-
inni. Þetta vandamál vitum við
ekki til að hafi veri leyst annars
staðar en hjá okkur, þvi að önnur
einingahús, sem við þekkjum til
eru, með raflögnum utan á veggj-
um, en hagræðið viö að hafa
raflagnir i veggjunum* er að
sjálfsögðu geysimikið.
— Þarf ekki að senda flokk með
hverju húsi til að reisa það?
— Nei, en hitt er annað mál. að
við gerum ráð fyrir að þurfa að
segja mönnum á hverjum stað
fyrir sig til við verkiö til að byrja
með. Að öðru leyti er uppsetning
húsanna ákaflega einföld.
— Er það reynslan af Við-
lagasjóðshúsunum, sem varð
kveikjan að framleiðslu þessara
húsa?
— Nei, við vorum komnir af
stað, áður en gosið I Vestmanna-
eyjum hófst, en skiljanlega er
mikill undirbúningur og teikni-
vinna við svona nokkuð, þannig
að það er fyrst núna, sem fyrstu
húsin fara að sjá dagsins ljós. Hitt
er annað mál, að
Viðlagasjóðshúsin opnuðu augu
manna fyrir gagnsemi
einingahúsa sem slikra, og hafa
sannað ágæti þeirra.
— Eru ykkar hús i miklu
frábrugðin þeim?
— Okkar hús eru skipulögð hér
' á landi og miðuð við islenzkar
aðstæður fyrst og fremst, og þær
hefðir, sem búið er við hér. Þær
prófanir, sem gerðar hafa verið,
hafa sannfært okkur um, að þær
vonir, sem viö gerðum okkur um
ágæti þeirra i upphafi, hafa i engu
brugðizt.
HAUSTSYNING AÐ
GB— — Haustsýning Félags is-
lenzkra myndlistarmanna verður
opnuð n.k. laugardag klukkan
fimm, og stendur sýningin til 21.
september. Opið verður frá kl. 4-
22 daglega.
Þaö er I fyrsta skipti sem
haustsýning Félags isl. myndlist-
armanna er I báðum sölum Kjar-
vaisstaða. Á sýningunni eru sýnd
197 verk eftir 60 höfunda, 39
félagsmenn og 21 utanfélags-
mann. Það eru ellefu listamenn
sem sýna i fyrsta skipti á haust-
sýningu. Verkin eru allflest til
sölu, örfá eru þó i einkaeign.
Þetta eru málverk, höggmyndir,
myndvefnaður, teikningar,
grafik, steind gier og pastel-
myndir.
A sýningunni eru einnig sýnd
verk eftir islenzka leikmynda-
teiknara og er það i fyrsta skipti.
Leikmyndasýning þessi er þannig
tilkomin, að samtök leikmynda-
teiknara á Norðurlöndum,
ákváðu að halda sýningu á verk-
um norrænna leikmyndateikn-
ara, i tengslum við norræna leik-
húsþingið i Alaborg, og buðu þeir
Islendingum að vera með. Nor-
ræna leikhúsþingið var i ár haldiö
i Alaborg dagana 23.-26. mai s.l.,
en leikmyndasýningin stóö til 6.
júni.
1 islenzku sýningardeildinni,
var þess minnzt að i ár eru liðin
100 ár frá dauða Sigurðar málara,
sem talinn er hafa málað fyrstu
leiktjöld hér á landi viö
Otilegumenn Matthiasar i latinu-
skólanum. Leikmyndasýningin
sem nú er sýnd að Kjarvals-
stöðum, er svotil óbreytt frá þvi
sem var i Alaborg, og þeir sem
sýna ljósmyndir af verkum sinum
eru: Lárus Ingólfsson, Sigfús
Halldórsson, Magnús Pálsson,
Steinþór Sigurðsson, Gunnar
Bjarnason, Björn B. Björnsson,
Snorri Sveinn Friðriksson, Jón
Þórisson, Birgir Engilberts og
Sigurjón Jóhannsson. Ljós-
myndirnar eru alls um eitt hundr-
að, frá um fimmtiu uppfærslum i
leikhúsum, sjónvarpi og kvik-
myndum.
Félag isl. myndlistarmanna vill
sérstaklega geta þess að þeir hafa
fengið verk Louisu Matthiasdótt-
ur til sýningar á haustsýningu
sinni. Hún hefur lengi verið búsett
i Bandarikjunum og er þar að
góðu kunn.
Louisa Matthiasdóttir er fædd i
Reykjavik 1917. Var hún viö nám i
Fall vinstri stjórnarinnar
i forustugrein Dags 4. þ.m. segir á þessa leið:
„Vinstri flokkana skorti þrek tii þess að fylkja sér einhuga um
þær efnahagsaðgerðir, sem ólafur Jóhannesson, fyrrv. forsætisráö-
herra, flutti á Alþingi i vetur, og nokkrir stjórnarþingmenn hlupu
beinlinis undan merkjum. Á frumvarpinu um efnahagsmálin féll
vinstri stjórnin. Hræðslan við að segja fólkinu sannleikann um efna-
hagsmálin og þær ráðstafanir, sem ný rikisstjórn hlaut að gera,
kom einnig i veg fyrir myndun nýrrar vinstri stjórnar, svo sem
opinberlega var stefnt að fvrir og eftir kosningar.
Alþýðubandalagið studdi að visu efnahagsmálatiilögur þáverandi
forsætisráðherra, en með hangandi hendi. Nú er það í stjórnarand-
stöðu og hefur snúizt gegn hliðstæöum ráðstöfunum núverandi
stjórnar. Sjálfstæðisflokkurinn þorði i hvorugan fótinn að stiga,
þegar efnahagsmálatillögurnar komu fyrir Alþingi, taldi þær og
stjórnina óalandi og óferjandi og fékkst ekki einu sinni til að ræða
þær á hinu háa Alþingi. Nú flytur og styður Sjálfstæöisflokkurinn
gengisfellingu, hækkun söluskatts og bótalausa hækkun búvara. En
þvi miður verða efnahagsaðgeröir nú miklu djúptækari en þurfti i
vork , vegna hinnar iöngu stjórnarkreppu. Af Alþýðuflokki og
Samtökunum var aldrei mikils vænzt”.
Forusta Ólafs Jóhannessonar
,,Af þessu hlýtur almenningur að daga þá
rökréttu áiyktun, að stjórnmálaflokkum sé litt
að treysta. Þetta verður þó ekki sagt um
Framsóknarflokkinn, sem menn bera nú vax-
andi traust til, undir djarfri og drengilegri
forystu formanns sins. Ólafur Jóhannesson og
flokkur hans hefur sýnt þjóðinni meira traust
en fyrri forsætisráðherrar, og hefur jafnan
unnið fyrir opnum tjöldum. Sigurinn i land-
helgisdeilunni við Breta er hans verk öðrum
fremur, þriggja ára vinstri stjórn undir forsæti
lians jók atvinnu, framfarir og trú manna á
landið sjálft og atvinnuvegi þess, svo sem sjá má hvar sem er á
landinu, vanda efnahagsmála lagöi hann fyrir þjóðina fyrir kosn-
ingar, en breiddi ekki yfir hann, eins og fyrr var stundum gert.
Hann og flokkur hans unnu opinberlega að myndun nýrrar vinstri
stjórnar og reyndu þá leið til þrautar, og að siðustu myndaði hann
meirihlutastjórn þá, er nú situr, og setti ekki persónulegan metnað
sinn ofar þjóðarhag við tilurð þeirrar stjórnar. Þetta er hollt að hafa
i huga, er menn hugleiða taflborö stjórnmálanna, og hverjum sé
bezt treystandi”.
Þ.Þ.
Fleiri bíó breyta
sýningartíma
BH—Reykjavik — Sýningartimi
kvikmyndahúsa á höfuöborgar-
svæðinu mun breytast eitthvað
með haustinu, enda þótt við
höfum enn ekki haft fregnir af
þvi, að önnur kvikmyndahús en
Hafnarbió taki upp miðnætur-
sýningar. Hins vegar mun Kópa-
vogsbió taka upp sýningartimann
kl. 6,8 og 10 á laugardögum, á
sunnudögum ki. 4, 6, 8 og 10 og kl.
8 og 10 aðra daga vikunnar.
Stjörnubió hefur nú um
mánaðarskeið haft sýningartima
sinn kl. 6, 8 og 10.
— Það er ekki gott að segja um,
hvernig þessi sýningartimi hefur
falliö fólki i geð, sagði Þorvarður
Þorvarðsson, forstjóri Stjörnu-
biós, þegar blaöið hafði samband
við hann i gær. — Þetta hefur ekki
staðið nema i mánuð, og þó að
aðsóknin hafi verið góð, þá verður
að.taka tillit til þess, að við höfum
verið með myndir, sem búast
mátti við góðri aðsókn að, fólk er
að koma úr sumarleyfum, sem
enn hefur ekki séð húsið eftir
lagfæringuna, sjónvarpið hefur
lika sitt að segja. En ég held nú
samt, að þetta mælist nokkuð vel
fyrir, og vona, að reynslan verði
okkur hliðholl að þessu leyti.
— Við breytum sýningartiman-
um núna á laugardaginn, sagði
Magnús i Kópavogsbiói, þegar við
ræddum við hann i gær. — Við
erum að prófa eitthvað nýtt meö
nýjum myndum, og við höldum,
að þessi sýningartimi sé hentug-
ur. Það kemur þá i ljós, ef svo er
ekki.
KJARVALSSTÖÐUM
Kaupmannahöfn og i Paris hjá
Gromaire, en fór til Bandarikj-
anna 1942 og lærði þar hjá Hans
Hoffman við The Art Students’
League i New York. Louisa hefur
tekið þátt i fjölda sýninga vestra,
auk einkasýninga. Gift er hún Le-
land Bell listmálara. Louisa sýnir
sautján verk á haustsýningunni.
Þetta mun vera stærsta sýning
Félags isl. myndlistamanna til
þessa, en i sýningarnefnd eru:
Einar Þorláksson formaður,
Guðm. Benediktsson, Hallsteinn
Sigurösson, Hringur Jóhannes-
son. Leifur Breiðfjörö, Ragnheiö-
ur Jónsdóttir Ream, Sigurjón
Ólafsson og Svavar Guðnason.
Gerð sýningarskrár annaðist
Björgvin Sigurgeir Haraldsson.
MÝVETNINGAR AÐ
KOMA Á ÍTÖLU
JH—Reykjavik — Þingeysk for-
sjálni lætur ekki að sér hæða. Um
þessar mundir er á döfinni að
koma á itölu, bæöi I afrétt og
heimalöndum Mývetninga. Var
samþykkt þegar I fyrrasumar að
hverfa að þessu ráði.bæði á
hreppsnefndarfundi og al-
mennum sveitarfundi, sem
flestir ábúendur i Mývatnssveit
sóttu, án nokkurra mótatkvæða.
Fjórir eöa fimm bændur munu
ekki hafa greitt atkvæði á
sveitarfundinum.
1 sumar hefur Yngvi Þorsteins-
son unnið að gerð gróðurkorts af
löndum Mývetninga, er kemur
sér vel, þegar itala veröur
ákveðin Þrir menn. sem eiea að
undirbúa tillögur um itöluna og
skila áliti um framkvæmd hennar
— Sveinn Runólfsson Iand-
græðslustjóri, Arni Pétursson
sauðfjárræktarráðunautur og
Stefán Skaftason i Arnesi, jarð-
ræktarráðunautur Búnaðar-
sambands Þingeyinga — fóru i
Frh. á bls. 15