Tíminn - 06.09.1974, Page 4

Tíminn - 06.09.1974, Page 4
4 TÍMINN Föstudagur 6. september 1974. Heimsborgaraleg borg „Fær maður aö hitta döm- una?”, er ein fyrsta spurningin, sem gestir i höfuöborg sam- bandslýöveldisins bera fram, þegar þeir koma til Bonn. Þar meö eiga þeir aö sjálfsögöu viö eiganda rauöu varanna, sem á meöfylgjandi skilti koma i staö „o” i Bonn. Bonnsku varirnar eru sendar út um allan heim i þúsunda upplagi og hafa haft sin áhrif til þess aö lokka feröa- langa til borgarinnar. Varirnar tilheyra frú Doris Schluter, en þaö var eiginmaöur hennar, sem fékk hugmyndina að auglýsingamyndinni. Þaö eru þau hjónin, sem sjást hérna á myndinni. Og það er naumast nokkurt launungarmál, aö eng- an, sem aö auglýsingaher- ferðinni stóö, óraði fyrir þvi, aö þetta myndi vekja slika athygli, sem raun bar vitni. T.d. má geta þess, að i sumar hurfu 200.000 limmiðar á bifreiöar með merk- inu eins og dögg fyrir sólu á nokkrum dögum. Um skiltiö hefur verið sagt, aö þaö lýsi Bonn mæta vel sem heimsborg- aralegri borg með hjarta og smekkvisi. H 11 llll Sjóorrusta d Lundúnahöfn Þegar erfðir og venjur eru ann- ars vegar, eru Englendingar til alls visir. Þaö vissum við áöur. En nú hafa Bandarikjamenn tekið sjúkdóminn, meö tilheyr- andi ærslum, eins og þeirra var von og vlsa. t sumar gerðist þaö, aö nákvæm eftirliking af þvi tigulega skipi Sir Francis Drake, The Golden Hide, sigldi inn i Lundúnahöfn. Þaö var Bandarikjamaður einn, sem eyddi milljónum dollara i aö láta gera skipið, sem að sjálfsögðu varö að koma viö I London, áöur en það héldi til sins heima i San Francisco. Og nú gátu Englendingarnir ekki veriö eftirbátar i þessum efnum. Þar er nefnilega starf- andi hreyfing, sem nefnir sig „The Sealed Knot” og gengur um i gömlum herklæönaöi, a.m.k. viö hátiöleg tækifæri, ef ekki oftar, og heyr þá gjarna hasar á miöalda visu. tÞó þaö fylgi ekki fréttinni, getum viö okkur þess til, að þetta sé eins og i Valhöll, aö þeir dauðu setj- ist bara að drykkju um kvöldið með hinum og byrji svo hasarinn aö morgni eins og ekkert sé, — nema þeir séu bara aö leika sér!) En hvaö um þaö, félags- skapurinn mætti I fullum skrúöa við höfnina og hleypti af nokkr- um skotum til aö heilsa skipinu, — og var sérstaklega tekiö fram, aö um púöurskot hefði veriö aö ræöa! hjálp. — Þú ert fæddur foringi! DENNI DÆAAALAUSI Heyrðu Magga, ég er meö einn handa þér. Honum finnst þú vera sæt.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.