Tíminn - 06.09.1974, Qupperneq 9
Föstudagur 6. september 1974.
TÍMINN
9
Hver óskar sér þess ekki að
eignast nóga peninga til að geta
gert það, sem mann hefur
dreymt um allt lifið?
Coral Atkins, sem lék Sheilu i
sjónvarpsmyndaflokknum
brezka, Ashton-fjölskyldunni, lét
sér ekki nægja dagdraumana,
heldur lét þá rætast.
Hún stofnaði barnaheimili i
Englandi. Hún lét allar eignir
sinar og meira til i heimilið, sem
er i Newbury, klukkustundar
akstur frá London. Börnin tiu,
sem hún annast, hafa orðið fyrir
tilfinningalegum áföllum, og eiga
eins og er ekki annað heimili.
Hún hefur eytt milljónum (isl.
kr.) i heimilið. Og þegar henni
varð fjárvant, safnaði hún fram-
lögum frá öðrum. Þegar Coral,
eftir að hafa árum saman átt i
viðtölum og gengizt undir
persúnurannsóknir, fór i læknis-
skoðun til að fá heilbrigðisvottorð
var hún svo örmagna af spennu
að hún féll i yfirlið á þröskuld-
inum!
Coral hefur svo að segja hætt að
leika. Hún tekur þó stundum að
sér vinnu til að geta framfleytt
sinni stóru „fjölskyldu”. Þótt
brezka rikið borgi með börnunum
þarf Coral að leggja mikið að sér
til að halda heimilinu gangandi.
Hún tekur fé úr eigin vasa og
kaupir næstum aldrei neitt handa
sér sjálfri. Hún getur keypt
þrenna skóhanda börnunum fyrir
eina handa sér.
Börnin eru á aldrinum 1-10 ára,
drengir og stúlkur. 1 húsinu eru
um 20 herbergi. Þetta er 350 ára
gamall herragarður, sem Coral
leigði til 14 ára. Fyrirfólkið sem
eru næstu nágrannarnir voru i
fyrstu andvigir stofnun barna-
heimilisins. Það var hrætt um að
börnin skemmdu veiðilöndin,
sem eru einhver þau beztu i
Englandi. En siðar breyttist
afstaða þeirra og stundum finnur
Coral böggla með fötum og skóm
á tröppunum. Sendandi lætur ekki
nafns sins getið.
Við húsið er m.a. japanskur
trjágarður, sem er þvi miður i
megnustu órækt. Áður fyrr sáu
þrir garðyrkjumenn um garð-
löndin.
— Með tiu börn, hund, kött
marsvin og geit, er ekki við öðru
að búast en að trjágarðurinn liti
svona út, segir Coral. Aðalatriðið
er að börnin geti hreyft sig frjáls
og óhindruð.
— Mér hefur skilizt að ekki er
svo auðvelt að gera áætlanir og
setja reglur þegar maður annast
börn. Eg elska börn. Mér finnst
tilgangur lifsins vera að ala upp
börn. Mér nægir það. Eina regla
min er að gefa þeim ógrynni af
ást.
— Eftir að fyrra hjónabandi
minu lauk kynntist ég tveim
börnum, sem voru talin á eftir
andlega. Þegar ég sá hvaða
árangri mér tókst að ná með þvi
aö annast þau og vera með þeim,
fékk ég fyrir alvöru áhuga á
barnasálarfræði. Ég byrjaði að
læra hana, en gifti mig aftur áður
en ég lauk nokkru prófi. Ég bjóst
við að það yrði notað gegn mér. E
n nú hef ég orð fólksins i barna-
verndarnefndinni fyrir þvi, að
það sé einmitt þörf á heimilum
eins og þessu i Englandi.
Það eru nokkur ár siðan Coral
fór að gera áætlanir um barna-
heimilið sitt, þegar hún sá að
hlutverk Sheilu gæti komið henni
af stað fjárhagslega.
Samstarfsfólk úr myndaflokkn-
um hefur hjálpað henni t.d. John
McKelvin Og Colin Douglas, sem
lék eiginmann Sheilu, David, kom
I sumarfri og bjó I tjaldi i garð-
inum og grillaði pylsur með börn-
unum. Hann er einn af Beztu
vinum Coral.
Það tók Coral tvö ár að fá opin-
bert leyfi til að opna heimilið.
Hún fór i ótal viðtöl. Hún hafði
búið sig undir hvers kyns
mótbárur.
— Þeir gátu sagt að ég fengi
ekki leyfi af þvi að ég væri ógift.
Eða af þvi að ég væri leikkona.
Hvað sem var. I tvö skipti fékk ég
neitun án nokkurrar ástæðu. En
ég þráaðist við. Ég hef alltaf sagt
,,Já,’ en”....og það gerði ég lika
núna. Ég lagði mig fram um að
vera töfrandi og beitti allri minni
þolinmæði. — Loks kallaði sál-
fræöingur mig til viðtals. Það stóð
I margar klukkustundir. Hún
komst að þeirri niðurstöðu að hún
gæti ekki hugsað sér manneskju
sem væri hæfari til að veita
barnaheimili forstöðu en ég.
Það var timafrekt og dýrt að
gera húsið upp. Colin vann þar
stórvirki. Það þurfti að leggja
teppi á öll gólf. Miðstöðvarhitun
var skilyrði. Og við þurftum að fá
ryðfria vas' i og borð i staðinn
fyrir fallega marmarabúnaðinn,
sem var i húsinu, þvi svo stóð
skrifað i reglunum.
— Fyrstu börnin voru frá
London — þeldökk. Þau unnu
þegar i stað hugi nágrannanna og
allt féll i ljúfa löð.
Það er langur biðlisti barna,
sem þarfnast vistar hér. Ég er
alvarlega að hugsa um að stofna
annað heimili i nágrenninu.
100.000 börn i Englandi þurfa að
komast á heimili af þessu tagi.
Samt er hér engin læknismeðferð
eða sálfræðiþjónusta. Allt sem
börnin þarfnast er einhver sem
þykir vænt um þau.
— Ég man eftir sambandsleysi
minu i bernsku. Þótt foreldrum
minum þætti vænt um mig leið
mér illa. Enginn gat við þvi gert.
Striðið kom, ég var flutt i burtu.
Það vakti tortryggni mina. Ar
liöu áður en ég gat trúað þvi að
nokkrum þætti vænt um mig. Það
var ekki nóg að fólk segði það,
heldur varð það að láta verkin
tala, faðma mig, láta mig sitja á
hné sér. Allt þetta geri ég við min
börn.
— Fjögur af börnunum eru
systkini. Móðir þeirra yfirgaf þau
fyrir nokkrum árum. Siðan hefur
faðir þeirra, sem er vörubilstjóri,
reynt að halda saman heimilinu.
tbúöin var aðeins eitt herbergi,
hann hafði ekki ráð á öðru.
Stundum voru börnin ein frá þvi
átta á morgnana til átta á
kvöldin. Elzta barnið bar ábyrgð
á þeim yngri.
— Þegarbörnin komu hingað sá
elzti dengurinn ofsjónir. Ekki
martröð. 1 vöku sá hann ýmislegt
óhugnanlegt, sem gæti komið
fyrir litlu systkinin hans. Nú er
hann i jafnvægi og hamingju-
samur. Faðir barnanna er
dásamlegur maður. Ég ætla mér
ekki að taka börnin hans frá
honum. Ég vil bara veita þeim þá
ást, sem þau þurfa til að geta
staðið á eigin fótum, svo að einn
góðan veðurdag geti fjölskyldan
verið saman á ný. Ég vona að ég
geti alltaf haldið sambandi við
börnin, sem hingað koma, en
ætlunin er að þau fari aftur til
foreldranna strax og vandræði
þeirra eru úr sögunni.
Einu vandamáli hafði Coral
ekki reiknað með, viðbrögðum
sonar hennar Harry. Hann er nú
sjö ára. Hann er sonur Coral frá
öðru hjónabandi. Hún var gift
kvikmyndagerðarmanni, en
skildi þegar Harry var ungabarn.
Harry gat i fyrstu ekki skilið að
önnur börn mættu faðma mömmu
hans. Harry og mamma hans
höfðu alltaf verið tvö ein.
— Við höfum leyst málið þannig
að Harry fékk sjálfur að ákveða
hvort hann vildi sofa i sérher-
bergi eð.a ekki. Fyrst vildi hann
það, en seinna kaus hann að vera
i herbergi með einu hinna barn-
anna. Nú veit hann að hahn hefur
ekki misst mig á neinn hátt. Her-
bergi hans er næst minu. A
hverjum degi þegar hann kemur
heim úr skólanum drekkum við te
saman og spjöllum. Enginn fær
aö trufla okkur. Við gerum
áætlanir um það sem við ætlum
að gera saman. t sumar vonumst
við til að komast i leyfi til
Sviþjóðar. Harry er orðinn nógu
sterkur tilfinningalega til að geta
deilt með öðrum umhyggju
minni.
1
I
1
I
1
■vdSSií’
■
Sæljónabyggð á Seleyju, nærri Sakalineyju.
Selveiði við
Sakalineyju
Sovézku iþróttamennirnir á
vetrarólympiuleikunum i Inns-
bruck 1964 vöktu mikla athygli
fyrir fallega jakka, mussur og
stigvél úr gulleitu hringanóra-
skinni. Tizkuhúsið Centrala i
Moskvu hafði framleitt þessar
fallegu módelflikur. Þær voru
saumaðar I verksmiöju i Kazan,
sem hafði fengiö skinnin frá
Sakaliney við austurströnd Sovét-
rikjanna. 1 Kolmsk á vestur-
strönd eyjarinnar hefur sovézki
selveiðiflotinn heimahöfn.
Selveiði er gömul atvinnugrein
á rússnesku ströndinni viö
norðurhluta Kyrrahafs. í tvö þús-
und ára gömlum handritum er frá
þvi sagt, hvernig þjóðflokkarnir
á þessum slóðum veiddu rostunga
og seli, sem þarna var gnægð af:
Kjöt, spik og innmatur selanna
voru notuð til manneldis, svo og
til að fóðra sleðahunda og sem
agn i gildrur. Lýsið var notað til
aö lýsa upp og hita bústaði fólks-
ins. Úr skinninu gerðu menn sér
klæði, skó, báta, tjöld og ólar fyrir
hundaeykin. Sinarnar voru notað-
ar sem þráður og úr beinunum
bjuggu menn til spjótsodda, boga,
skutla og saumnálar.
Skipulögð veiði
Nú hafa veiðarnar breytzt eins
og alltlif ibúanna á þessu slóðum.
Allt fram að byltingunni 1917 voru
þær þó stundaðar á frumstæöan
hátt. Nú eru selveiðarnar skipu-
lagðar og reknar á iönaðargrund-
velli. Selveiðiiönaðurinn fram-
Þessi kjóll, sem er bryddur skinn-
um af sjávardýrum, er fram-
leiddur i fataverksmiöju I
Magadan.
leiðir hundrað ólikar tegundir af
vörum.
Veiðimennirnir hafa góö laun,
minnst 500 rúblur á mánuði
(stýrimenn og vélamenn hafa
nokkru hærra). Þá leggur rikiö til
fæði og vinnuföt ókeypis. Þriöja
hvert ár geta veiðimennirnir
ferðazt ókeypis til einhvers
sumardvalarstaðar, hvar sem er
i landinu. Þeir hafa 42-48 daga fri
á ári.
Aö tilmælum rannsóknarstofn-
unar Centrala og Kyrrahafsrann-
sóknarstofnunarinnar á sviði
fiskveiöa og haffræði, takmarkar
sovétstjórnin árlega selveiöi. Er
veiðimagnið ákveðið meö tilliti til
ástandsins i Kyrrahafi. Byggist
þetta á rannsóknum, sem gerðar
hafa verið allt frá árinu 1929, er
fyrsti leiöangurinn var gerður út
tii aö rannsaka sjávardýr á þess-
um slóðum.
Sovézkir visindamenn hafa
safnaö miklu efni. Þeir hafa
rannsakað gaumgæfilega út-
breiðslu selanna og feröir þeirra.
Þeir hafa fundiö að,ferð til aö
ákveða aldur þeirra eftir rann-
sóknum á tönnum og beinum.
Þetta hefur gert þeim kleift að
draga fram mörg atriöi i liffræði
dýranna, svo sem vaxtarhraöa,
kynþroska, æxlunartima o.s.frv.
Visindamennirnir hafa þannig
safnað nákvæmum upplýsingum
um hverja selategund og geta
gefið ábendingar um, hve mikil
veiðin megi ve,ra, án þess aö
skaða stofninn.
Eftirlitsmenn frá rikinu, sem
eru um borð i veiðibátunum,
fylgjast með 'þvi að veiðitak-
mörkununum sé fylgt. Hafa þeir
heimild til að sekta skipstjórana,
eða jafnvel að stöðva veiðarnar,
við minnstu frávik frá ákveðnum
veiðitakmörkunum.
Skinnaverkun i Noregi
Urtuveiöar eru alveg bannaðar.
Rostungaveiði er mjög óveruleg
og aðeins til eigin nota fyrir eski-
móa, tjuktja, korjaka og
itelmena. A mörgum svæðum á
norðaustur strönd Sovétrikjanna
við Kyrrahaf eru selveiðar alveg
Bliftlegur selur, — en rándýr eigi
aft siftur.
bannaðar. Veiðimenn á Sakalin
mega aðeins veiöa fjórar selateg-
undir, þ.á.m. hringanóra og útsel.
Hluti skinnanna af selum sem
veiöast við Sakalin, er fluttur til
iðnfyrirtækis i Magadan og til-
raunaverksmiðju innanlands-
iðnaðarins i Juzjno-Sakalinsk.
Þar eru framleidd föt, skór og
minjagripir úr skinnunum.
Mestur hluti skinnanna er eftir
fyrstu verkun fluttur til norskra
fyrirtækja til endanlegrar verk-
unar. Siftan fara þau aftur til
norskra fyrirtækja til endanlegr-
ar verkunar. Siðan fara þau aftur
til Sovétrikjanna i loðfeldaverk-
smiöjur eða eru seld á skinna-
uppboðum I Leningrad.
Samstarfið er gott, segir Jev-
genij Drozdov, yfirmaður veiði-
deildar fiskveiöastjórnarinnar á
Sakalin. Vinna norsku fyrirtækj-
anna er fyrsta flokks.
Frá þvi i april þar til I júli veiðir
selveiðiflotinn i Okotskahafi og
Beringshafi. Þá eru veiðarfærin
tekin I land og veiðiskipin og
áhafnir þeirra skipta um starf,
þær taka á móti sild af togurum og
veiðibátum og salta hana i tunn-
ur. 1 nóvember hverfa þær aftur
til heimahafna og búa sig undir
næstu vertið.
K.Rendel, (APN).
t Juzjno eru búnir til minjagripir úr hringanóraskinnum.