Tíminn - 06.09.1974, Qupperneq 12

Tíminn - 06.09.1974, Qupperneq 12
12 TÍMINN Föstudagur 6. september 1974, A Frank Usher: (^) TÆPU VAÐI — Ég get aðeins sagt að möguleikinn er f yrir hendi. — En þiðgetiðekki verið þekktir fyrir að leyfa þeim að gera það! — Um þetta gilda alþjóðalög. Við gerum auðvitað okkar bezta fyrir ykkur. Hvort við höfum sigur er undir því komið hve sterk ákæran er sem yf irvöldin í Kalten- burg leggja fram. Ef það sannast að þið hafið myrt þar mann og stórskaðað annan, verður mjög hæpið að fá því afstýrt að þið verðið send til Kaltenburg og færð fyrir rétt. — En það þýðir það að við verðum fyrir pyndingum leynilögreglunnar. Þið vitið vel um vinnubrögð þeirra. Eruð þér að segja mér að þið munið senda okkur út í slíkt? Bayliss gat ekki gefið henni neina góða von, svo Amanda var gjörsamlega utan við sig þegar hann gekk út. Tveir dagar mjökuðust áfram í sífelldum ótta og örvilnun. Þriðja daginn síðdegis sagði lögreglukonan að Amanda ætti að búa niður dót sitt og vera tilbúin í ferða- lag um kvöldið. Amanda bað konuna að segja sér hvað um væri að vera og hvertætti aðfara, en konan vildi ekki svara því. Sagði að um það hef ði hún enga hugmynd. — Þú stendur á listanum yf ir allra mestu leyndarmál, vina mín, sagði hún um leið og hún fór út. Þessi leynd þótti Amöndu ills viti, því ef hún og Óskar yrði f ramseld til Kaltenburg, mundi það verða gert með leynd. En ef Óskar yrði hins vegar ákærður fyrir morið á Stanislov, mundi það verða gert fyrir opnum tjöldum. Nú var hún komin í algjört stofufangelsi. Ekki mátti hún hringja, ekki einu sinni í Bayliss. Því síður að ganga út úr herberginu. Eigi að síður fékk hún koníak og þótti henni hressingin koma í góðar þarf ir. Hún var búin aðganga frá dóti sínu, settist á rúmstokkinn sinn og keðjureykti. Hún átti sér ills von. Tveir borgaralega klæddir lögreglumenn komu til að sækja hana. Klukkan var orðin rúmlega tíu. Þeir neituðu með öllu að svara spurningm hennar. Sögðu aðeins að það væri „verboten" að tala við hana. Þeir leiddu hana niður í stóran, svartan bíl. í aftursæt- inu sat velþekktur, stórvaxinn maður. Hann snéri sínu stóra, ófríða andliti að henni þegar hún sté inní bíl- inn. — Ó, Óskar, sagði hún og þreif í hina stóru hendi eins og barn. En hann var einnig ráðalaus og gat ekki veitt henni traust né huggun. Hann mundi hafa slegizt til síðasta blóðdropa til þess að vernda hana fyrir því sem beið hennar í Kaltenburg, en han' gat alls ekkert gert. Förunautarnir voru vopnaðir. Hann mundi aðeins láta lífið til einskis ef hann hreyfði sig. Þeir höfðu verið jaf nþögulir við hann og Amöndu. Þeim var fyrirboðið að tala við þau eða segja þeim hvert ferðinni væri heitið. En Óskar vissi hvert ferðinni var heitið. Braun hafði sagt honum nákvæmlega hvað mundi ske ef hann viðurkenndi ekki morðið á Nickolai. Nú var það orðið of seint að bjarga Amöndu með játningu. í fangelsinu höfðu þeir neitað að hlusta á hann þegar hann sagði að hann vildi heldur játa. Nú vildu þeir víst losna við hann sem fyrst. Kannski var þeim orðið Ijóst að þá skorti sannanir til þess að geta leitt hann fyrir rétt, og að falskri játningu mundi verða vísað frá. Amanda sat við hliðina á Óskari, hélt í hendina á honum og horfði á hann vonlausum augum. Hvert sinn er þau opnuðu munninn var þeim sagt að þegja. Bílnum var ekið hratt gegnum umferðina. Ljósin blöktu á fölu og teknu andliti Amöndu. — Æ, óskar, sagði hún, —hvert aka þeir okkur? Hann hristi höf uðið og þrýsti hönd hennar svo fast að hún fann til, en hún svaraði handtakinu — já hún naut þess að finna handtak eina mannsins í heiminum, sem þótti virkilega vænt um hana. — Oh, Óskar, mig langar svo til að æpa, sagði hún. Hann horfði lengi á hana. Það var kökkur í hálsinum á honum. — Gerðu þaðekki. Ég mun alltaf muna þetta ferðalag, Amanda. Þegar við hugsum til baka seinna verður ekki þægilegt að minnast þess að þú hafir æpt. Hún beit sig í vörina og snéri sér undan, deplaði augun- um og lét tárin drjúpa meðan bíllinn þaut áf ram í áttina að Riem-flugvellinum. Ekki var meira talað. Bifreiðin ók framhjá byggingum flughafnarinnar og að Vanguard-f lugvél f rá B.E.A. sem stóð tilbúin til f lug- taks. Þeim var skipað útúr bílnum og gengu að vélinni með tvo menn f raman við sig og tvo fyrir aftan. Amanda hélt enn fast um hönd Óskars. Hún sá að töskurnar hennar voru bornar inní f lugvélina. Hvað hafði hún með töskur að gera eins og komið var? — Er þetta ekki ein af flugvélum B.E.A. Óskar, spurði hún. — Hún flýgurhéðan til Kaltenburg, svaraði hann. — Það er endastöðin frá Lundúnum. Þau gengu upp landgöngustigann talsvert lotin. HVELL G E 1 R I D R E K I K U B B U R íii iiitii FÖSTUDAGUR 7.00 Morgunútvarp Veö- urfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00 ’ Morgunbæn kl. 7.55, Morgunstund barn- anna kl. 8.45: Ingibjörg Jónsdóttir lýkur lestri sögu sinnar um „Lusindu og Dabba” (5). Tilkynningar kl. 9.30. Þingfréttir kl. 9.45. Létt lög milli liöa. Spjailaö viö bændur kl. 10.05 Morg- unpopp kl. 10.25. Morgun- tónleikarkl. 11.00: Victorla De Los Angeles og Sinfónlu- hljómsveit Lundúna flytja þætti úr „Canto a Sevilla” eftir Joaquin Turina / Eve- lyne Crochet leikur á pianó Prelúdiur op. 103 eftir Gabriel Fauré / Sinfónlu- hljómsveitin I Detroit leikur Svitu i F-dúr op. 33 eftir Al- bert Roussel. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veöurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Viö vinnuna: Tónleikar. 14.30 Siödegissagan: „Smiö- urinn mikli” eftir Krist- mann Guömundsson Höf- undur les (8). 15.00 Miödegistónleikar. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veöurfregnir). 16.25 Popphorniö 17.10 Tónleikar ’ 17.30 Frá sjóferöum viöa um heim Jón Aðils leikari byrj- ar aö lesa úr ferðaminning- um Sveinbjarnar Egilsson- ar 18.00 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Spurt og svaraö Svala Valdimarsdóttir leitar svara við spurningum hlust- enda. 20.00 Kvöldtónleikar: Frá út- varpinu í Stuttgart 21.00 Peninga- og gengismál sem hagstjórnartæki Bald- ur Guölaugsson ræöir viö Sigurgeir Jónsson aðstoðar- bankastjóra Seðlabanka ís- lands, siöari hluti. 21.30 Otvarpssagan: „Svo skal böl bæta” eftir Oddnýju Guðmundsdóttur Guðrún Ásmundsdóttir leikkona les (8). 22.00 Fréttir. 22.15 Veöurfregnir. Búnaöar- þáttur: Framleiðsla fugla- kjöts Gisli Kristjánsson ræöir við Jón Guömundsson bónda á Reykjum 22.35 „Afangar” I umsjá Ásmundar Jónssonar og Guðmundar Rúnars Agnarssonar. 23.20 Fréttir I stuttu máli. Dagskrárlok. FÖSTUDAGUR 20.00 Fréttir 20.25 Veður og auglýsingar 20.30 Aö utan. Fréttaþáttur um Gerald Ford Bandar. forseta, aörir þættir falla niöur. Um- sjónarmaður Sonja Diego. 20.50 Stjórnmálaumræöur I sjónvarpssal um stjórn- málaviöhorfiö viö lok sum- arþingsins. Þátttakendur veröa talsmenn allra þing- flokkanna. Umræöum stýrir Svala Thorlacius. 21.25 Kapp meö forsjá. Bresk- ur sakamálamyndaflokkur. Þýöandi Kristmann Eiðs- son. 22.15 tþróttir. Meðal efnis I þættinum verður mynd frá leik Vals og Vikings I bikar- keppni Knattspyrnusam- bandsins. Umsjónarmaður Ómar Ragnarsson. 23.10 Dagskrárlok

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.