Tíminn - 15.09.1974, Side 1
Stjórnventlar
Olíudælur
Olíudrif
Landvélar hf
174. tölublað — Sunnudagur 15. september — 58. árgangur
r .
Dömur!
Nýjung!
DRESSFORM fatnaður loks á
Islandi
Pantið bækling núna
33373
Sjálfvirkur simsvari allan
sólarhringinn.
Póstverzlunin
HeimavaL Kópavogi.
■
*
m
Urriðavatn í Fellum:
60 stiga hifi á
vatnsbotninum
— en hörgull d borum tefur fullnaðarkönnun d
möguleikum d hitaveitu d Egilsstöðum
JH-Reykjavik. — Við pöntuðum i
vor bor frá Orkustofnun til þess
að gera rækilega jarðhitakönnun
við Urriðavatn i Fellum, sagði
Ingimundur Magnússon, fram-
kvæmdastjóri Sambands aust-
firzkra sveitarfélaga, við Timann
i gær. En Orkustofnun er illa byrg
að borum, og það er vist ekki von
til þess, að við fáum neinn borinn
fyrr en að vori, þvi að ekki er enn
lokið verkefnum, sem sinna átti á
Norðurlandi.
Ingimundur sagði okkur, að við
botn Urriðavatns hefði mælzt
sextiu stiga heitt vatn, svo að
enginn efi er á, að þar er veruleg-
ur jarðhiti. Þaðan liggur mjög vel
við að leiða heitt vatn að þorpun-
um tveimur á Fljótsdalshéraði,
þvi að þau eru i aðeins fárra kiló-
metra fjarlægð. A Egilsstöðum
eru fbúar nú við hálft niunda
hundrað, en að Brúarhlöðum,
sem er smáþorp við vestursporð
Lagarfljótsbrúar, eiga um
hundrað manns heimili.
— Við viljum kanna það til hlit-
ar, hvort þarna er nóg af heitu
vatni handa hitaveitu, sagði Ingi-
mundur. Annars er Austurland
kaldur landshluti á máli sérfræð-
inganna, og hér um slóðir er þess
vegna stefnt að rafhitun húsa,
þótt auðvitað sé ekki fyrir það
sverjandi, að heitt vatn leynist
viðar en við Urriðavatn, ef aðeins
tekst að finna réttu staðina.
Rögnvaldur Finnbogason hjá
Orkustofnun staðfesti það, að
enginn bor myndi verða aflögu
handa Héraðsbúum i háust.
— Það eru tveir borar norðan
lands, sagði hann — annar víð
Kröflu, er kemst niður á þúsund
metra dýpi, við borun tilrauna-
hola, og hann verður þar, að ég
ætla fram i lok októbermánaðar
— hinn á Hveravöllum i Reykja-
hverfi, þar sem borað er eftir við-
bótarvatni handa hitaveitunni á
Húsavik. Sá bor kemst niður á sex
til átta hundruð metra dýpi. Hann
losnar varla fyrr en um veturnæt-
ur, og þá til að bora eftir meira
vatni handa hitaveitunum á Dal-
vik og Ólafsfirði, sem báðar
þarfnast meira vatns. Það verður
þvi ekki fyrr en einhvern tima i
vetur, að lokið verður þeim verk-
efnum, sem honum eru ætluð á
Norðurlandi. Aftur á móti hefur
borun eystra verið sett á fram-
kvæmdaáætlun næsta sumars,
sem að visu er ekki fullgengið frá.
Senn er sumarið á enda og
haustið tekur við. Þá verður
golan kaldari og úrkoman ill-
hryssingslegri en sumarregn-
ið. Þá höfum við meiri þörf
fyrir félagsskap og vináttu en
nokkru sinni — og hvað sakar
það ungan mann, þótt kólni I
veðri, ef hann hefur fallega
stúlku sér við hlið? Að ekki sé
nú minnzt á öryggið sem það
veitir ungri blómarós að geta
stutt sig við traustan sam-
ferðamann
Tfmainynd Róbert.
Ræða Ólafs
Jóhannessonar
dómsmdlaráðherra
ó fundi Framsókn-
arfélaganna á
mánudagskvöldið
— bls. 8-9-10
DAGUR DYRANNA
DAGURINN i dag er helgaður
dýrunum og cllefu alda sambúð
manna og búfénaðar I landinu.
Sérstök dagskrá everður I út-
varpinu af þessu tilefni, og að
minnsta kosti sumir prestar
landsins munu taka mið af þessu I
stólræðum sinum. Er það raunar
gömul hugmynd, sem Jón
Þórarinsson fræðslumálastjóri
bar fyrir brjósti á sinum tima, að
einn sunnudagur á ári yrði
helgaður dýraverndun i krikjum
landsins.
Það er Samband dýra-
verndunarfélaga á íslandi, sem
gengst fyrir þessum degi, og er
raunar ekki vonum fyrr, að til
sliks d'ags er efnt meðal þjóðar,
sem frá upphafi vega hefur svo
mjög haft lifsframfæri sitt af bú-
fénaði, og samskiptin þó ekki ver-
ið sem skyldi, meira að segja allt
fram á þennan dag.
Sannarlega er timi til þess
kominn, að dýraverndunarmál-
um sé gefinn meiri gaumur en
verið hefur og betur til þess séð,
að meðferð dýra sé á þann veg, að
enginn þurfi að blygðast sin fyrir
hana.
Mannvirki framtíðar-
innar úr gjallsteypu
HJ-Reykjavik — Ein eru þau
verðmæti sem við islendingar
eigum nóg af. Gjall og vikur
finnst viða á landinu, og um ára-
bil, allt frá 1950, hafa á vegum
Rannsóknarstofnunar byggingar-
iðnaðarins verið gerðar tilraunir
með, hvernig við gætum bezt nýtt
þessi verðmæti.
Að sögn Óttars P. Halldórs-
sonar, yfirverkfræðings
Rannsóknarstofunar byggingar-
inðarins, hafa verið gerðar mjög
miklar rannsóknir á þessu sviði
núna á yfirstandandi ári I fyrra
kom hingað til lands mjög þekkt-
ur ungverskur verkfræðingur,
sem starfar á vegum Sameinuðu
þjóðanna. Tilgangur hans með
förinni var að gera rannsóknir á
perlusteini og fleira, en hann fékk
áhuga á gjallrannsóknunum og
var islenzkum rannsóknarmönn-
um mjög hjálplegur og gat veitt
þeim ýmsar gagnlegar
upplýsingar.
Meginmarkmið rannsókna
þessara kvað Óttar vera að finna,
með hvaða hætti þessi verðmæti
yrðu bezt nýtt. Miklar tilraunir
hafa verið gerðar á þvi, hvernig
gjallið reynist i steypu, en
steypan, sem framleidd er úr
gjallinu, er mun léttari en sú
steypa, sem venjulega er notuð
hérlendis. Meðalþyngd þeirrar
steypu, sem við eigum að venjast,
ér um það bil tvær og hálf lest á
rúmmetrann, en með notkun
gjallsins gæti sú tala farið allt
niður i eina lest á rúmmetra.
Hlutfallið milli þyngdar og
burðarþols gjallsteypunnar er
mun hagstæðara en i venjulegri
steypu.
I Bandarikjunum er þegar
farið að nota léttsteypu við
byggingu háhýsa, en i þvi er
fólgin mikill sparnaður, þar sem
ekki þarf á jafnviðamiklum
undirstöðum aö halda. Megin-
kostir gjallsteypunnar fyrir
okkur eru þeir, að hún er miklu
léttari, hún veitir betri einangrun
og auðvitað er aðalkosturinn sá,
hversu greiðan aðgang við eigum
að hráefni. A hinn bóginn hefur
komið fram, að sprunguhætta er
töluvert meiri i gjallsteypunni, og
núna standa einmitt yfir
rannsóknir á þvi, hvort hægt er að
minnka hana með einhverju móti.
Tilraunir Rannsóknarstofnunar
byggingariðnaðarins eru afar
viðfeðmar og beinast einkum að
hlutfallinu milli styrkleika og
þyngdar, einangrunargildi,
þurrkrýrnun og öðrum eðliseigin-
leikum. Gjallið má hugsanlega
nýta á mun fleiri sviðum en i
húsagerð, og má I þvl sambandi
benda á gatna- og vegagerö.
Þjóð-
menning
á kólf-
skinni
bls. 14 og 15
Tumi
þumall
á
Búðarhóli
bls. 11
íþróttir
bls. 20