Tíminn - 15.09.1974, Blaðsíða 22

Tíminn - 15.09.1974, Blaðsíða 22
22 TÍMINN Sunnudagur 15. september 1974. Hernumda prinsessan (Irskt ævintýri) Fyrir óralöngu bjó i dalverpi einu i Antrim ungur maður að nafni Hugi. Öllum þótti vænt um Huga. Hann var alltaf glaður og góður við nágrannana og reyndi að hjálpa þeim, ef vanda bar að höndum. Honum þótti lika vænt um öll dýr. Allt fólkið, sem bjó i þorpinu hans Huga, hafði heyrt um hina óhamingjusömu prins- essu, sem vondur risi hafði flutt burt með sér til kastala sins og hélt henni þar nauðugri. Þessi kastali var byggð- ur á stöplum úti i miðju stöðuvatni. Kona risans var norn, og ef einhver gerði tilraun til að kom- ast að kastalanum, kom hún hreyfingu á vatnið og lét myndazt hringiðu, svo að hvorki sundmað- ur né skip gátu komizt til kastalans. Huga langaði mikið til að bjarga prinsessunni, sem hét Maca. Dag einn sat hann inni i litla húsinu sinu og heyrði þá, að einhver rak upp sárs- aukavein fyrir utan. Hann leit út og sá hund haltra framhjá. Hann tók hundinn til sin og fann stóran þyrni i öðrum framfæti hans. Hann fjarlægði þyrninn og þvoði sárið. Hundur- inn reyndi að þakka hon- um með þvi að sleikja á honum höndina, og sýndi Huga siðan, að hann óskaði eftir að hann elti sig. Hundurinn fór töluverðan spöl frá húsinu á þröngan stig, þar sem limgirðing var til beggja handa. Við endann á stignum var litið hús, og á dyraþrep- inu sat gömul kona. Hún var ósköp hrygg að sjá, en þegar hún sá hundinn lifnaði yfir henni. Hann var búinn að vera svo lengi i burtu, að hún hélt, að hann væri alveg glataður. Hundurinn hljóp til hennar og lagði hausinn i keltu hennar. — Ég fann þennan hund fyrir utan húsið mitt. Þyrnir hafði stungizt i aðra framlöppina á hon- um og þegar ég hafði dregið hann út, lét hann mig elta sig hingað. — Góður maður sagði gamla konan. Og góður hundur. Hann vill vera góður við þig, eins og þú varst góður við hann. Þessi gamla kona var mikil kunnáttukona, það er að segja, hún kunni ýmislegt fyrir sér, og hafði töframátt. Hún vissi ýmislegt, sem öðrum var hulið. Hún talaði við Huga um stund, og hann sagði henni frá löngun sinni til að frelsa kóngsdóttur- ina. — Það er mjög erfitt verk, sagði gamia konan. Og margar hætt- ur eru á þeirri leið, en þú ert sterkur og hug- rakkur, og þér mun heppnazt þetta, ef þu fylgir fyrirmælum min- um. Hún fór inn i húsið og kom von bráðar út aftur með stóra skel i höndun- um. Yfir skelina voru þandir silfurstrengir likt og á lútu eða fiðlu. Gamla konan snerti strengina, og Huga fannst þetta vera fegurstu tónar, sem hann hefði nokkurn tima heyrt. — Taktu við þessari skel, sagði gamla konan. Þú munt koma til Hreysikattadalsins. Hreysikettirnir munu koma æðandi á móti þér og ráðast á þig. Snertu þá strengina lauslega, og hreysikettirnir verða þá meinlausir. Þvi næst kemurðu að þéttum, dimmum skógi, og i gegnum hann mun verða ómögulegt, að komast. Snertu þá strengina, og allt verður auðvelt. Næst verður þú að komast yfir djúpa, ógreiðfæra grjótnámu, en við strengjahljómana verður yfirferðin auðveld. Og nú áttu enn langa ferð fyrir höndum, og þú munt þarfnast ein- hverrar fæðu. Aftur fór hún inn i húsið og bar nú út stóra hafraköku. — Taktu þetta, sagði hún. Og vertu svo blessaður. — Ég mun aldrei gleyma góðsemi þinni, sagði Hugi. Og svo lagði hann hugprúður af stað. Ekki leið á löngu þar til hann kom i Hreysi- kattadalinn. Hreysi- kettirnir æddu að honum eins og þeir ætluðu að bita hann á barkann. Hugi dró fingurna yfir strengina á skelinni. Það var eins og við manninn mælt, hreysi- kettirnir mynduðu raðir beggja megin við hann, og þrömmuðu svo áfram með honum, meðan hann'hélt áfram að leika á skelina, allan dalinn á enda. Næst kom hann til skógarins. Trén voru svo há og þétt, að ómögulegt var fyrir DAN BARRY Paddy, óvinir. | Allir til neyðar Þeir hafa náð J stöðva. Læsið lendingarsvæð^f öllum ) öryggis dnu á sitt vald,—\ hurðum. - /1

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.