Tíminn - 15.09.1974, Qupperneq 5
Sunnudagur 15. september 1974.
TÍMINN
5
Charlotte Klingspor 3% Meta Bergquist 2%
Hver giftist hverjum
Ekki veit Spegillinn hve margar
prinsessur hafa verið kallaðar
þær fegurstu i heimi siðan hann
hóf göngu sina, en um þessar
mundir ber flestum eða öllum
timaritum, sem bera ástamál
kóngafólks og filmstjarna fyrir
brjósti, saman um að sú feg-
ursta i heimi hér sé Caroline
Prinsessa af Monacó, dótttir
Rainers fursta og hennar
hátignar Grace, sem eitt sinn
var kvikmyndaleikkona.
Caroline er nú 17 ára gömul og
hefur ofboðslegan kynþokka
(super-sexet), eins og heimild
vor, danskt vikublað, kallar
fyrirbrigðið, en Danir hafa sem
kunnugt er bæði vit á prinsess-
um og kynlifi, og fara ekki dult
með það.
Caroline býr um þessar
mundir i litilli ibúð i Paris, sem
hún deilir með vinkonu sinni.
Hún gengur berfætt um götur
stórborgarinnar og kærir sig
kollótta um það, hvort slikt hæf-
ir prinsessum eða ekki.
Likur eru taldar á að ekki
verði nein vandræði fyrir
stúlkuna að krækja sér i mann
af sinu standi, þegar þar að
kemur, en hún mun ekkert vera
á þeim buxunum að giftast, enn
sem komið er. Áhugafólk um
ástir konungborinna persóna
telja, að það sé ekki fjærri skapi
•>
•
Karls Bretaprins að ganga að
eiga Caroline, og fyrir allmörg-
um árum tókst allgóður
kunningsskapur með þeim. En
móðir prinsins, Elisabet II,
kvað vera mótfallin ráðahagn-
um, vegna þess að prinsessan er
rómversk-kaþólskrar trúar.
Sænskar heimildir telja, að
vel geti komið til mála, að Caro-
line verði drottning Sviarikis, en
Karl Gústaf hefur verið orðaður
við allmargar stúlkur. Sænskt
blað gerði nýlega lesendakönn-
un til að ganga úr skugga um,
hverja sænskur almenningur
vildi helzt fá fyrir drottningu.
Niðurstaðan varð sú, að flestir
vilja að kóngur kvænist sænsku
stúlkunni Silviu Sommerlath,
eða 66%. 17% lesenda vilja
Caroline fyrir drottningu, og
16% vilja Liv Porje 5 af hverju
hundraði völdu Titi Wacht-
meister fyrir drottningu, en hún
er reyndar ekki á lausu sem
stendur þvi að hún er öllum
stundum með enska leikaranum
Peter Sellers. 3% lesenda vilja,
að kóngurinn kvænist Charlotte
Klingspor, og Meta Bergquist
hlaut 2% atkvæða i skoðana-
könnuninni.
Ekki er þess getið hvort við-
komandi stúlkur kæra sig yfir-
ieitt nokkuð um að kvænast
Karli Gústafi kóngi og verða
drottningar.
Alsæl — Nóg
af dst og
peningum!
Þetta unga fólk, sem hér sést
dansa vangadans broshýr og
sæl á svipinn eru einir frægustu
tennisleikarar i heimi — og svo
eru þau nýtrúlofuð i þokkabót!
Þau heita Chris Evert og
Jimmy Connors og voru svo sig-
ursæl i mótum atvinnutennis-
leikara á siðastliðnu ári, að
tekjur þeirra urðu eitthvað um
það bil 500.000 dollarar það árið
(margfaldið það með 120 og þá
fáið þið út krónutöluna i isl.
krónum!). Þau hittust i mörg-
um keppnum og urðu ástfangin,
svo sem sjá má. Jimmy pantaði
demantshring frá Suður-Afriku
handa elskunni sinni., — og lik-
lega eru þau gift núna, þegar
þetta er skrifað.