Tíminn - 15.09.1974, Qupperneq 8

Tíminn - 15.09.1974, Qupperneq 8
8 TÍMINN Sunnudagur 15. september 1974. FRUMSKYLDA ALÞINGIS OG ÞINGMANNA AÐ MYNDA RÍKISSTJÓRN Tíminn birtir hér í heild ræöu þá, sem ólafur Jóhannesson, formaður Fram- sóknarflokksins, flutti á fjölmennum fundi Framsóknarfélaganna í Reykja- vík, sem haldinn var á Hótel Sögu sl. þriðjudagskvöld. Ræðan veitir glöggt yfirlit um þróun stjórnmála frá siðustu áramótum og allt þar til núverandi ríkisstjórn var mynduð. Ólafur Jnhanncsson. Þegar gera á grein fyrir mynd- un núverandi stjórnar og stjórn- málaviðhorfinu, verður tæplega komizt hjá þvi að horfa ofurlitið um öxl og rifja upp aðdraganda þeirra atburða, sem átt hafa sér staö. Það má hiklaust segja, að árin 1971, 1972 og 1973 hafi verið sér- staklega hagstæð fyrir tslend- inga, að þvi er ytri skilyrði varð- ar. Þá var hægt að gera mikið, þá var gert mikið. Og ég hygg, að þessara ára verði minnzt sem eins mesta framfaratimabils i sögu þjóðarinnar, þrátt fyrir Vestmannaeyjaáfallið, sem dundi yfir og hefur haft miklu, miklu meiri áhrif heldur en menn al- mennt gera sér grein fyrir. En um siðustu áramót tók að syrta i álinn. Þá var augljóst, að hættu- merki voru fram undan. Það átti ekki að dyljast neinum, að hag- sældarlægð var á leiðinni. Þess vegna var þá ástæða til aðhalds- semi á ýmsum sviðum og var- færni i kjaramálum. Á það benti ég i áramótagrein minni siðast og i áramótaávarpi. Þvi miður var þeim varnaðarorðum i engu sinnt, og það fór svo, að þessi hættumerki, sem framundan voru, reyndust ekki nein villuljós, heldur raunveruleg, og þó þannig, aö öll hefur þróunin á þessu ári oröið miklu óhagstæðari heldur en jafnvel þeir svartsýnustu sáu fyrir um siðustu áramót. Oliukreppan Þessu valda i stórum dráttum augljósar ástæður, sem sumar hverjar létu á sér bera um sl. ára- mót, og þá auðvitað fyrst og fremst oliuverðssprengingin. Menn voru kannski sumir hverjir svo bjartsýnir að halda, að þar væri um stundarfyrirbæri að ræða. En þvi miður hefur hún reynzt varanleg. Og það eru stór- kostleg áhrif, sem þessi oliu- verðshækkun hefur á þjóðarbú- skap og þjóðarhag okkar íslend- inga. Það er auðsætt af þvi, að t.d. árið 1972 fluttum við inn oliur fyr- ir einn milljarð, 1973 fyrir tvo milljarða, og á þessu ári, 1974, verður oliuinnflutningurinn sennilega um 5 1/2 milljarður, þ.e.a.s., að á einu ári munar hvorki meira né minna en 3 1/2 milljarði, sem Islendingar verða að leggja út meira fyrir oliu en áriö áður. Þetta er auðvitað lang- samlega stærsta verðhækkun á innfluttum vörum, sem átt hefur sér stað. Versnandi viðskipta- kjör En auk þess var það svo um sið- ustu áramót, að fjöldi innfluttra vara var farinn að stiga mjög i verði, og sú þróun hefur haldið á- fram á þessu ári, þannig að verð á innfluttum vörum hefur hækkað geysimikið, og þetta byggist á þvi, að i öllum viðskiptalöndum okkar er bullandi verðbólga, eins og hér. Þaðþarf t.d. ekki að nefna i þessu sambandi aðrar vörur heldur en járn og timbur. Það geta allir séö, hve stórkostleg á- hrif hækkun þeirra vara hefur haft, en auk þess má bara nefna matvæli. Samhliða þessu gerðist það svo, sem menn báru ofurlit- inn ugg i brjósti um við siöustu áramót, en höfðu þó alls ekki gert sér grein fyrir, að það varð verð- hrun, beinlinis verðhrun á viss- um, þýðingarmiklum útflutnings- afuröum okkar. Þetta á viö um fiskblokkina á Bandarikjamark- aði, og þetta á við um mjölið, loðnumjölið og fiskmjölið yfir- leitt, sem var i góðu verði þá. En menn vildu vona, að enn ætti það eftir að hækka, og drógu að selja, meö þeim afleiðingum, að mjög mikið er óselt af þessari vöru, og veröið hefur fallið um meira en helming frá þvi, sem það var hæst. Hækkun á saltfiski og skreið vegur hér ekki á móti. Við þetta hefur það svo bætzt, að sölutregða hefur verið á mörgum útflutnings afurðum, t.d. á frystiafurðum, þannig að þær hafa safnazt upp i frystihúsum og frystigeymslum, og þess vegna hefur komið til vandræða hjá þessum fisk- vinnslustöðvum vegna versnandi rekstrarfjárstöðu þeirra og greiðsluerfiðleika. Ofan á þetta bættust svo algerlega óraunhæfir kjarasamningar i febrúar sl. Kjarsamningarnir ifebrúar Um áramótin var talið, að hægt væri að reikna með, að meðal- talskauphækkun gæti orðið um 10%. Reyndin varð hins vegar sú, að I þessum febrúarsamningum var samið um meðaltalskaup- hækkun, sem var um það bil 20 og upp i 30%, og jafnvel meira. Og ofan á þetta umsamda grunn- kaup, sem átti svo siðar að hækka i áföngum, og á að hækka, bættist 1. marz-visitala, sem nam 6.18%. Ef ekkert hefði verið að gert til stöðvunar á skrúfunni á milli verölags og kaupgjalds, þá hefði kauphækkun á einu ári, þessu ári, getað orðið um 60%. Það sér hver heilvita maður, að slikt stökk er ekki hægt að taka, það er útilok- að. Þaö þola atvinnuvegirnir ekki. Þessir kjarasamningar fóru lika verr úr hendi heldur en til haföiverið ætlazt, að þvi leyti til, að það hafði verið yfirlýst stefna Alþýðusambandsins, að nú skyldi lögö áherzla á að hækka laun þeirra, sem lægst voru launaðir. Niðurstaöan varð hins vegar, þvi miður, þveröfug. Launabilið breikkaöi, og þeir hækkuðu mest, sem hæst launin höfðu fyrir. í kjarasamningunum fyrir opin- bera starfsmenn hafði verið reynt aö framfylgja þessari stefnu, sem hafði verið mótuð af Alþýðusam- bandinu, og það hafði að nokkru leyti tekizt. En þvi miður voru ýmsir lausir endar þar, og vegna áhrifanna frá kjarasamningun- um 1 febrúar hefur það nú orðið svo i reyndinni, að kauphækkanir hjá þvi opinbera, riki og bæ, hafa orðið öllu meiri heldur en menn gerðu ráð fyrir. Snúizt gegn vandanum Það var þess vegna alveg auð- sætt, i vetur, að við þessu varð að snúast og gera sérstakar ráðstaf- anir. Ég lét vinna að frumvarpi um það efni, og lagði það fram i rikisstjórninni 18. marz. Þar var það svo rætt, — ég vil ekki segja, að þvi hafi verið þvælt þar fram og aftur, en það tók þó nokkuð langan tima að komast að nokk- urri niðurstöðu þar. Það var ekki fyrr en 17. april, sem Alþýðu- bandalagsráðherrarnir lögðu loks fram nokkrar breytingartillögur við það, og það var svo ekki fyrr en daginn eftir, sem Samtökin töldu sig lika þurfa að leggja fram breytingartillögur. Nokkrar breytingar voru á þvi gerðar, en þó ekki miklar, þvi að ég vildi ekki fallast á miklar breytingar. Þegar ég hafði svo lýst yfir þvi i rikisstjórninni, að ég myndi leggja frumvarpið fram sem for- sætisráðherra, fékkst loks sam- þykkt þar, að.það skyldi Iagt fram sem stjórnarfrumvarp, en þó með þeim fyrirvara, að einstakir ráð- herrar hefðu óbundnar hendur um einstök atriði. Þvi miður stóð svo á, að einn ráðherrann, Björn Jónsson, var þá kominn á sjúkra- hús. Þaðan sendi hann þá orð- sendingu strax á eftir, þrátt fyrir þaö sem hann hafði áður sagt i rikisstjórn, að hann væri þessu algerlega andvigur, og siðan lét hann Hannibal Valdimarsson lesa upp yfirlýsingu um það efni i rikisútvarpinu. Efni frumvarpsins Það er kannski rétt, af þvi að hlutirnir gleymast fljótt og á næst unni standa til efnahagsráðstaf- anir, að rifja upp i örfáum atrið- um aðalefni þessa frumvarps til þess að menn geti haft það til samanburðar. Segja má, að aðal- efni þess hafi verið binding eða frestun á hækkunum á kaup- gjaldsvisitölu, á vörum og þjón- ustu, á landbúnaðarverði og á fiskverði, til 30. nóvember i ár. Það átti sem sagt að vera bundið þennan tima. Þó var gerð sú til- slökun á þvi, að heimilt var að greiða sérstakar láglaunaupp- bætur á mánaðarlaun, sem ekki næðu 36 þús. kr. á mánuði. Jafn- framt var svo ákveðið, að þeirri kauphækkun, sem um hefði verið samið og væri umfram 20%, skyldi frestað. Svo var það á- kvæði um skyldusparnað að þeir, sem hefðu yfir 400 þús. kr. skattskyldar tekjur, skyldu leggja 4% af mörkum til skyldu- sparnaðar, sem áttu svo að greið- ast þeim eftir ákveðinn tima. Það átti að skera niður rikisútgjöld um allt að 1500 millj. kr., það átti að hækka niðurgreiðslur og fjöl- skyldubætur til þess að bæta mönnum nokkuð upp þá rýrnun, sem fólst i þvi, að visitöluuppbót var ekki greidd, eins og um hafði verið samið. Og loks var svo á- kvæöi um að lögskylda ýmsar peningastofnanir til að kaupa skuldabréf, ýmist fyrir 15% af ráðstöfunarfé sinu, þ.e.a.s. banka og þvilikar stofnanir, eða jafnvel allt upp i 35%, eins og lifeyris- sjóöi, og átti með þessum hætti að reyna að útvega fé til ýmissa framkvæmda, og komast að sama skapi hjá erlendum lántök- um. Það var skýrt tekið fram, bæði i athugasemdum með þessu frum- varpi og i framsöguræðu minni, að þetta væri aðeins hugsað sem fyrsti áfangi og ætti að veita svig- rúm til þess að leita varanlegri úrræða i þessum efnum. Jafn- framt var viðurkennt, að auk þessa þyrfti að gera vissar ráð- stafanir, sem löggjöf þyrfti þó ekki til, þ.á.m. það, sem kallað hefur verið gengissig. Samkvæmt útreikningum, sem sérfræðingar gerðu þá, hefði gengið ekki þurft að siga nema svona um 6% yfir sumarið, ef þetta hefði náðst fram. Nú skal ég ekki segja um, hvort þeir útreikningar hefðu staöizt, jafnvel þótt þetta hefði orðið aö lögum, vegna þeirra breytinga, sem að öðru leyti hafa orðið siðan. Viðbrögð stjórnar- andstöðunnar Þetta frumvarp hafði verið kynnt stjórnarandstæðingum, áð- ur en það var lagt fram. Það var lagt fram i maibyrjun, og þá beitti ég mér fyrir þvi að reyna að mynda stjórn allra flokka, sem vildu fallast á þá lausn i meginat- riðum, sem þetta frumvarp hafði að geyma, eða ráðstafanir, sem næðu sama markmiði. En viðtök- urnar, sem þetta frumvarp fékk i þinginu, voru vægast sagt kaldar og óvenjulegar. Þingmenn Al- þýðuflokksins lýstu yfir þvi, að þeir myndu greiða atkvæði gegn þvi, að þetta frumvarp færi til 2. umræðu og nefndar, sem er ákaf- lega óvenjuleg aðferð. Sjálf- stæðismenn voru að visu varkár- ari i orðum á þinginu, en af við- ræðum við þá varð mér hins veg- ar kunnugt um það, að þeir ætl- uðu að hafa sömu aðferðina. Þeir ætluðu að fella þetta frumvarp við 1. umræðu og vildu alls ekki ljá máls á þvi að fjalla um þau al- vörumál, sem þarna var um að ræða. Þess i stað brugðu þeir við og lögðu fram tillögu um van- traust á rikisstjórnina, og þá gerðist sá einkennilegi atburður, að i lið með stjórnarandstæðing- um gengu Samtakamennirnir, að Magnúsi Torfa undanskildum, og gerðust aðilar að þessu van- trausti, þ.á.m. sá maðurinn, sem siðar reyndist svo flotholt þeirra tvimenninganna, sem komust inn á þetta þing af hálfu Samtakanna, Karvel Pálmason. Én Magnús Torfi stóð einn og með prýði. Og svo segir Visisritstjórinn i dag, að það hafi ekki verið vegna and- stöðu við efni frumvarpsins, sem stjórnarandstæðingar lögðust á móti þvi. Nei, það hafi verið vegna þess, að þeir hafi viljað knýja fram kosningar. En hvað gerðist? Ég taldi þessi vinnu- brögð algerlega ósiðleg, sérstak- lega af hálfu Samtakanna, sem höfðu staðið að þvi að mynda stjórn, og ætluðu nú að svikjast undan merkjum með þessum hætti. Þess vegna greip ég til þess ráðs, — sem öllum er kunnugt, — að rjúfa þingið og skjóta málinu undir þjóðardóm. Og þeir fengu kosningar. Hvað var þá sagt um mig? Hvað sagði Visisritstjórinn þá? hann sagði, jú, að þetta jaðr- aði a.m.k. við lögbrot, og i öllu falli væri það siðleysi, að skjóta málinu til dóms þjóðarinnar. Nei, það var enginn ákafi I kosningar þá hjá stjórnarandstöðunni. Það var þvert á móti vitað, að auðvit- að ætluðu þessir menn, sem höfðu svikizt undan mérkjum, að ganga i lið með stjórnaraandstöðunni á stundinni og mynda stjórn. Þeirra vandi var aðeins sá, að Magnús Torfi vildi ekki vera með, og þess vegna hefðu þeir verið i alveg sömu aðstöðunni og við. Þeir hefðu ekki haft meirihluta i annarri deildinni, en það var það einmitt sem á skorti hjá okkur, eftir að Bjarni Guðnason hafði yfirgefið sinn stól i Samtökunum. Maður stendur nú eiginlega orðvana gagnvart þessari með- ferð Visisritstjórans á sannleik- anum. Bráðabirgðalög og kosningar Eftir þingrofið gaf svo stjórnin út bráðabirgðalög, þar sem farið var eins naumt i sakirnar og mögulegt var. Til þess að reyna að halda atvinnurekstri gangandi yfir sumarið, var kaupgjaldsvisi- tala þó bundin til 30. ágúst, niður- greiðslur voru stórauknar, og greitt var niður um 8 stig af þeirri visitölu, sem átti að koma, án þess þó að gert væri ráð fyrir nokkru fé i þvi skyni á fjárlögum. Rikið tók þá á sig sérstaka bagga, en gat hins vegar ekki farið i neina fjáröflun, eins og á stóð. Kosningarnar fóru svo fram, og um kosningaúrslitin skal ég ekki fjölyrða hér. Það má þó segja, að þau hafi verið okkur framsóknar- mönnum nokkur vonbrigði, og þá sérstaklega úti á landi, þar sem manni fannst, að verk okkar væru ekki metin sem skyldi. En ástæð- ur eru til alls. Nokkur klofningur var i flokknum, vegna þess að svonefndir Möðruvellingar höfðu sagt skilið við hann, og þótt það

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.