Tíminn - 15.09.1974, Side 9

Tíminn - 15.09.1974, Side 9
Sunnudagur 15. september 1974. TÍMINN 9 væri ekki ýkjamikið atkvæða- magn, sem þeir fengu, þá er vafa- laust, að starfsemi þeirra að und- anförnu hefur átt sinn þátt i þvi að veikja stöðu flokksins. Þegar tillit er tekið til aðstæðna, má þó segja, að flokkurinn hafi komið sæmi- lega út úr þessum kosningum. Niðurstaðan varð samt sem áður sú, að jafntefli varð á þinginu, stjórnarandstæðingar voru jafn- margir og stjórnarsinnar, 30:30. Og það lá alveg ljóst fyrir, að við þær aðstæður gæti tekið nokkurn tima að mynda nýja stjórn, starf- hæfa meirihlutastjórn. Samstarf við Alþýðu- flokkinn forsenda nýrrar vinstri stjórnar Ég hafði lýst þvi alveg skýrt yf- ir i sjónvarpi fyrir kosningar, að ég myndi vilja vinna að þvi, að vinstri stjórn væri hér áfram, ef hún fengist til þess að fallast á að gera nauðsynlegar efnahagsráð- stafanir. Framsóknarflokkurinn myndi hins vegar ekki taka þátt i neinni rikisstjórn, nema þvi skil- yrði væri fullnægt. Það lá alveg ljóst fyrir eftir kosningarnar, að vinstri stjórn yrði ekki hægt að mynda hér á landi, nema samkomulag næðist við Alþýðuflokkinn. Það var blá- köld staðreynd, sem horfast varð i augu við, og það strax á stund- inni. Ég hafði þess vegna sam- band við formann Alþýðuflokks- ins og varaformann. Ég beitti mér lika fyrir þvi, að formaður Alþýðuflokksins, Gylfi Þ. Gisla- son, var kjörinn forseti samein- aðs þings, án allra skuldbindinga af hans hálfu. Það átti alls ekki við og var ekki heppileg byrjun á hugsanlegu samstarfi að ætla að setja honum eða flokknum skil- yrði þá i upphafi. Þetta var hugs- að sem leið til þess að laða þá að okkur og reyna að bæta andrúms- loftið, þvi að eftir viðræður minar við Alþýðuflokksmennina taldi ég, að Alþýðuflokkurinn væri þvi engan veginn fráhverfur að at- huga þátttöku i vinstri stjórn. Og það er min persónulega sannfær- ing, að formanni Alþýðuflokksins, Gylfa Þ. Gislasyni, hafi um skeið verið full alvara i þessum efnum. Viðbrögð Alþýðu- bandalagsmanna En hvernig brugðust Alþýðu- bandalagsmenn við þessum til- raunum til þess að skapa það andrúmsloft, sem þurfti að rikja til þess að þessir flokkar, sem höfðu verið i snarpri andstöðu áð- ur fyrr, gætu náð saman? Þeir snerust algerlega gegn Gylfa Þ. Gislasyni sem forseta sameinaðs þings, og kusu þess i stað fram- sóknarmann, enda þótt það lægi fyrir frá okkar hálfu, og hlutað- eigandi manns, að eftir þvi væri ekki óskað. Einkennileg fram- koma i garð fyrrverandi sam- starfsflokks! Og það var ekki fyrr en i siðustu lotunni, sem þeir samþykktu Gylfa Þ. Gislason. Menn geta svo hugleitt það, hvort þetta út af fyrir sig, þótt lftið sé i sjálfu sér, sé heppileg aðferð, ef reyna á að ná saman öflum, sem áður hafa verið i andstöðu. En jafnhliða þessu hóf Þjóðviljinn einar þær hatrömmustu árásir, sem gerðar hafa verið á Alþýðu- flokkinn, og alveg sérstaklega á Gylfa Þ. Gislason, persónulega. Ég held, að óhætt sé að kalla það svivirðingar. Og var þó Gylfi ýmsu vanur úr þeirri átt. Menn geta lika imyndað sér, hvernig sáning þetta hefur verið i þann jarðveg, sem þurfti að vera fyrir hendi. Skrif Þjóðviljans „Fagurt skal mæla, en flátt hyggja”, segir reyndar einhvers staðar. En kannski hefðu Alþýðu- bandalagsmenn getað breytt þessu ofurlitið og sagt: Fagurt skal skrifa. Það vantaði ekki, að þeir hófu bréfaskriftir strax eftir kosningar. Þeir skrifuðu okkur bréf og lýstu eindregnum áhuga sinum á þvi að endurvekja vinstri stjórn. Og mitt i þessum svipting- um skrifuðu þeir meira að segja Alþýðuflokknum bréf, þar sem þeir lýstu áhuga sinum á þvi, að Alþýðubandalagið og Alþýðu- flokkurinn gætu nú tekið upp samstarf. Þar óskuðu þeir eftir þvi, að Alþýðuflokkurinn kysi nefnd til viðtals við þá, en Al- þýðubandalagið væri af sinni hálfu búið að kjósa slika nefnd. I henni voru að visu ekki ráðherr- arnir, heldur Ragnar Arnalds og Svava Jakobsdóttir. Jú, jú, Al- þýðuflokkurinn tók þessu vel, kaus nefnd og þeir áttu fund. Það hefur nú vist ekki verið gefið út svona beinlinis hvað rætt hafi verið á þessum fundi, en ég veit það. Þar töluðu Alþýðubanda- lagsmenn um auðsyn þess að þeir og Alþýðu- flokkurinn sneru bökum saman i hugsanlegri vinstri stjórn gegn Framsóknarflokknum. Þetta var nú hugarfarið og framkoman i garð okkar framsóknarmanna, sem höfðum starfað heilshugar i vinstri stjórn i rúm þrjú ár. Ég leyfi mér þess vegna að fullyrða, að Alþýðubandalagsmenn hafi með framkomu sinni, að þessu leyti og ýmsu öðru, — þvi að ekki var nú okkur framsóknarmönn- um alveg sleppt á siðum Þjóðvilj- ans á þessum tima, — spillt jarð- veginum fyrir stofnun nýrrar vinstri stjórnar. Tilraunir Geirs til stjórnarmyndunar Stjórnarmyndunartilraunir hófust með þvi, að formanni Sjálfstæðisflokksins var falið að reyna stjórnarmyndun. Við það gerði ég ekki athugasemdir, og segja má, að það hafi verið eðli- legt af forseta að snúa sér til for- manns stærsta flokksins, og þess flokksins, sem mest vann á. Geir Hallgrlmsson þurfti alllangan tima til þess að kynna sér ýmis gögn, og það var ekki fyrr en eftir nokkuð langan tíma, sem hann á- kvað að snúa sér til Framsóknar- flokksins og Alþýðuflokksins og óska eftir viðræðum við þá um myndun stjórnar þessara flokka. Þessum tilmælum höfnuðu báðir flokkar nú á þvi stigi. í bréfi, sem ég skrifaði með samþykki Fram- sóknarflokksins, var það tekið fram, að ég hefði fyllstu ástæðu til að ætla, að Framsóknarflokkur, Alþýðuflokkur, Alþýðubandalag og Samtökin væru fús til þess að kanna möguleika á myndun stjórnar þessara flokka, og ég teldi eðlilegt, að slik könnun færi fram. Unnið að myndun vinstri stjórnar Eftir þetta gafst svo Geir Hallgrimsson upp, en mér var falin stjórnarmyndun. Sneri ég mér þá til allra þessara flokka, sem ég áður nefndi, og gerði til- raun til myndunar nýrrar vinstri stjórnar. En það varð auðvitað að vera ljóst, að ekki var hægt að ætlast til þess, að Alþýðuflokkur- inn, sem hafði verið i hörku- stjórnarandstöðu, gengi einfald- lega inn i fyrri vinstri stjórn. Það þurfti auðvitað nýjan málefna- samning, og þá lika málamiðlun. Það þurfti lika að taka tillit til þeirra sjónarmiða, sem Alþýðu- flokkurinn hafði haft. Annars var enginn möguleiki á þvi að koma saman vinstri stjórn. Ég setti fram allitarlegar til- lögur i ágústbyrjun, liklega 5. eða 6. ágúst. Um þær var fjallað, og það var lika starfað að þessu i undirnefndum, sérstaklega um varnarmálin og utanríkismál, undir forustu utanrikisráðherra. Ágreiningur um varnarmálin Það kom strax fram málefnaá- greiningur, og þá sérstaklega varðandi varnarmálin. Alþýðu- flokkurinn gat alls ekki failizt á þá stefnu, sem fyrrverandi stjórnarflokkar höfðu mótað i þeim efnum. Þar varð þvi að koma til málamiðlun, ef saman átti að ná. Og til þess var þeim mun meiri ástæða að minum dómi, að fyrrverandi stjórnar- flokkar höfðu alls enga möguleika til þess að koma sinni stefnu fram, eins og þingið var nú skip- að. En um þetta var rætt á mörg- um fundum, og lagðar voru fram tillögur um þetta efni. Við fram- sóknarmenn gátum fallizt á það til málamiðlunar að setja upp til- lögu með Alþýðuflokknum, sem við gátum staðið að, og eftir at- vikum töldum við, að málinu mið- aði i rétta átt, þótt þar væri ekki náð þeim áfanga, sem gert hafði verið ráð fyrir áður. En það er skemmst frá þvi að segja, að Al- þýðubandalagsmenn gátu ekki fallizt á þá málamiðlun, sem til þurfti að koma. Og þeir stóðu fast á sinum tillögum i þessu efni, þannig að allan timann þokaðist i raun og veru ekkert i samkomu- lagsátt i þessu efni. Þeir vildu ekki hverfa frá þvi skilyrði að brottför ákveðins hluta varnar- liðsins yrði timasett og einnig hvenær tekin væri endanleg á- kvörðun um brottför alls hersins. Þetta var skílyrði, sem fyrirfram var vitað, að gersamlega ómögu- legt var að fá Alþýðuflokkinn til að fallast á. Og þannig stóð það fram á siðasta dag. Kreddufesta Alþýðu- bandalagsins Þá var lika ágreiningur nokkur um skammtimaaðgerðir i efna- hagsmálum, þó að þar megi segja, að nokkuð hafi þokazt i samkomulagsátt, eftir þvi sem á leið. En það, sem að mlnum dómi einkenndi viðræðurnar, var það, að Alþýðubandalagsmenn voru tregir til að horfast i augu við vandann allan, og mér fannst þeir hafa tilhneigingu til þess að miða tillögur sinar við það að fleyta hlutunum áfram alveg á tæpasta vaði og i von um bata á.viðskipta- kjörum. Það skal játað, að við vorum reiðubúnir að ganga til móts við þá i ýmsu, þó að okkur væri ljóst, að þar væri teflt á tæpt vað. En jafnframt þessu héldu þeir svo, frá öndverðu og til hins siðasta, fram tillögum um ýmsar framtiðaraðgerðir, sem þeir áttu að vita, og vissu, að við fram- sóknarmenn gátum ekki fallizt á, eins og þjóðnýtingu oliufélaga, þjóðnýtingu tryggingafélaga og þjóðnýtingu ýmissa greina inn- flutningsverzlunar almennt. t landhelgismálinu voru þeir einstrengingslegir að þvi leyti til, að þeir vildu rigbinda sig við á- kveðna dagsetningu og loka al- gerlega fyrir það, að nokkrir samningar við Vestur-Þjóðverja kæmu til greina. Þarna var um málefnaágrein- ing að ræða, sem að takmörkuðu leyti tókst að þoka i samkomu- lagsátt. Afstaða Alþýðu- flokksins A hinn bóginn var svo afstaða Alþýðuflokksins. Hann tók það fram munnlega, og I skjali, sem hann lagði fram snemma i við- ræðunum, að hann, eða viðræðu- nefndin, gæti að visu I grund- vallaratriðum falizt á ýmsar þær skammtimaaðgerðir i efnahags- málum, sem ég hafði lagt til i minum tillögum, en taldi þá þeg- ar, að hafa yrði um þær samráð við launþegasamtökin. Afstaða Alþýðuflokksins til einstakra at- riða myndi svo mótast af þvi, hverjar undirtektir þessar tillög- ur fengju hjá launþegasamtökun- um, eða fyrirsvarsmönnum þeirra. Ég tók það að sjálfsögðu fram þá strax, að i stjórnarmynd- unarviðræðum myndi ég ekki fara að ræða við aðila utan þings- ins, ég teldi slikt fordæmalaust, og ekki ná nokkurri átt. Þeirrar skoðunar er ég, og þá sannfær- ingu hef ég. En hitt geta menn svo Imyndað sér, hvaða útreið maður hefði fengið, ef það hefði átt að fara með tillögur á þessu stigi til Alþýðusambandsins og fara að láta það verða einhvern dómara um þær. Hermann Jónasson gekk einu sinni á Alþýðusambandsþing i góðri trú, og fékk ekki góðar við- tökur. Það varð nú endirinn á fyrri vinstri stjórn. Það nær auð- vitað ekki nokkurri átt að taka aðila utan þings inn i stjórnar- myndunarviðræður. Hvar ætti þá að enda? Og hvaða umboð hefur maður, sem er að reyna að mynda stjórn til samráðs? Ég vil taka þetta skýrt fram, vegna þess að Alþýðuflokksmenn hafa sætt nokkrum ásökunum fyrir það, að hafa ekki sett fram þetta skilyrði fyrr en á siðasta stigi málsins og að þeir hafi viljað láta lita svo út, að það hafi eiginlega aðeins verið formsatriði. En þetta er hvort tveggja skakkt. Þeir settu þetta fram snemma, og það var alveg augljóst, að þvi var ekki ætlað að vera formsatriði. Þeir taka það skýrt fram i sinu skjali, að af- staða þeirra til einstakra atriða mótist einmitt af þvi, hverjar undirtektir þetta fái hjá laun- þegasamtökunum. Ég er hræddur um, að það hefði seint verið mynduð vinstri stjórn með þess- um hætti. ófrávikjanlegt skil- yrði Alþýðuflokksins, Að lokum svo, eftir að viðræðu- nefnd Alþýðuflokksins, hafði farið með þessi mál i það, sem þeir kalla flokksstjórn þá komu þeir og lýstu þvi yfir, að það hefði ver- ið einróma samþykkt á þessum flokksstjórnarfundi, að það væri skilyrði af þeirra hálfu, að sam- ráð væri haft við launþegasam- tökin, — Alþýðusambandið og BSRB held ég að hafi verið sér- staklega til nefnd. Þegar svona var komið og þess- ar stjórnarmyndunarviðræður höfðu staðið yfir alllengi og ljóst lá fyrir, að ekkert hefði þokazt i samkomulagsátt um varnarmái- in, og var ekki liklegt til að það breyttist og ágreiningur var einn- ig um önnur málefni, og svo lá fyrir, að það var skilyrði af Al- þýðuflokksins hálfu, að samráð yrði haft við launþegasamtökin, þá taldi ég tilgangslaust að halda þessum viðræðum áfram. Ég sagðist myndi skýra forseta frá þvi daginn eftir. Ég taldi það að- eins timaeyðslu, vegna þess að það lá á, þvi að bráðabirgðalögin um viðnámsaðgerðir áttu að renna út I ágústlok. En ég tók það jafnframt fram, að ég væri til við- tals, ef menn vildu koma ein- hverjum nýjum viðhorfum á framfæri við mig, og þeir höfðu a.m.k. nóttina og vel það til þess að hugsa sig um og breyta um af- stöðu, ef þeir vildu. En það kom ekkert nýtt fram og þar með var þessari tilraun lokið. Þáttur Samtakanna Ég hef ekki minnzt á Samtökin hér, en þau höfðu sérstöðu. Þau lögðu fram sinar tillögur og ég vil alls ekki segja, að þær tillögur hafi verið út i bláinn. Þeir lögðu aðaláherzlu á svokallaða niður- færsluleið. Hún getur verið góð og i frumvarpinu i vor var i raun og veru stigið spor i þá átt, til verð- hjöðnunaráttar. En þaðhafði sýnt sig þá, að það átti engu fylgi að fagna hjá launþegasamtökunum, — hjá engum, að þvi er virtist. Og það var alveg vonlaust mál að fara að taka upp þá stefnu nú, þótt hún jafnvel geti átt rétt á sér, vegna þess að hún hafði ekkert fylgi. Ég skal ekkert fullyrða um það, hvort þeir hefðu haldið þessu til streitu. Ég hygg, að þeir hafi yfirleitt verið viðmælanlegir i þessum efnum. Að visu hefðu komið til einhver vandkvæði, ef þetta hefði komizt lengra áleiðis um ráðherrastól, vegna þess að Samtökin kusu að fá sæti i rikis- stjórn. En hjá öðrum var á þvi takmarkaður áhugi. Þó höfðum viö vissulega skyldur að rækja við Magnús Torfa i þessu efni, vegna þess hve drengilega hann hafði komið fram i öllu stjórnarsam- starfinu, svo að það hafðu getað orðið vandkvæði I þessu efni, ef á það hefði reynt, en til þess kom nú aldrei. Málið komst ekki á það stig. Valkostir Ég tei þess vegna, að það hafi verið fullreynt, að eins og allt var I pottinn búið, þá var ekki grund- völlur til myndunar nýrrar — eig- um við ekki að segja endurbættr- ar, — vinstri stjórnar, þ.e.a.s. með þátttöku Alþýðuflokksins. Ég gekk þess vegna á fund for- seta og skýrði honum frá þessu. Þá fól forseti mér að halda áfram að kanna aðra möguleika til myndunar meirihlutastjórnar. Þá átti ég um tvennt að velja: neita að taka það að mér og gef- ast upp og hefði þá afleiðingin af þvi eflaust orðið sú, að það hefði verið mynduð embættismanna- stjórn, sem hefði að öllum likind- um aðeins staðið skamma hrið og kosningar farið fram innan skamms. embættismannastjórn, sem hefði verið með öllu ófær til að takast á við þau vandamál.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.