Tíminn - 15.09.1974, Qupperneq 10

Tíminn - 15.09.1974, Qupperneq 10
10 TÍMINN Sunnudagur 15. september 1974. sem nti er við að glima. Eða þá hinnkostinn að athuga möguleika á samstarfi við Sjálfstæðisflokk- inn og ég valdi siðari kostinn. Það var af þeim ástæðum eins og ég sagði áðan, að ég taldi og tel enn embættismannastjórn algert neyðarúrræði. Ég tel það alveg frumskyldu Alþingis og þing- manna, sem þangað eru kosnir að mynda stjórn. Þeir eru kosnir til þess m.a. Það hefði verið mjög mikil uppgjöf af hálfu Alþingis á þjóðhátiðarári, ef svo hefði átt að fara, að það hefði ekki verið hægt að mynda hér þingræðislega meirihlutastjórn. Samkomulag við Sjálf- stæðisflokkinn Það þarf svo ekki að rekja það i löngu máli, að það hefur orðið samkomulag við Sjálfstæðis- flokkinn um myndun nýrrar rik- isstjórnar. Það hefur orðið sam- komulag um nauðsynlegar skammtimaefnahagsaðgerðir, en talið sjálfsagt, að hafa samráð um þær við stéttasamtökin eftir þvi sem hægt er, áður en þær eru gerðar. Viðræður um það efni fara nú fram við ýmsa aðila vinnumarkaðarins. Ég geri ráð fyrir þvi, að það sé tekið einna mest eftir þvi, hvað Alþýðusam- bandið og fyrirsvarsmenn þess segja i þessu sambandi. Ég tel það sjálfsagt að hlusta á þeirra ábendingar, gefa þeim færi á að koma á framfæri óskum sinum. Það er algerlega útilokað að greiða fulla kaupgjaldsvisitölu. Af þvi myndi leiða algera stöðv- un, og þaö dettur engum i hug, að það sé hægt. En þ að, sem menn eru að hugsa um, er að taka upp svokallaða launajöfnunaruppbót, þ.e.a.s. greiða tiltekna prósentu- upphæð á lægri launin. Hærri prósentu á þau, sem lægst eru, stiglækkandi svo eftir þvi, sem þau hækka og alls enga á hin hærri laun, sem kalla mætti. Það er auðvitað teygjanlegt hvað kalla má lág laun og hvað miðlungslaun, en það eru hafðar i huga þarna ákveðnar tölur. Ég tel sem sagt sjálfsagt að hevra óskir Alþýðusambandsins og launþega- samtakanna um þessi efni, og fara eftir þeim, ef þær eru settar fram, eftir þvi sem hægt er. Hins vegar verð ég að játa, að ég hef aldrei verið trúaður á, að þessi samtök mundu gjalda einhverju þessu sitt jákvæði. Spurningin verður þvi aðeins um það, hvað þau vilja þola, hvað þau geta sætt sig við, þegar allar aðstæður eru metnar af þeirra hálfu. Málefnasamningurinn Samkomulag tókst enn fremur við Sjálfstæðisflokkinn um mál- efnasamning, sem að visu er stuttorður, en þar er samt að finna málefni, sem við framsókn- armenn höfum mjög borið fyrir brjósti. Þar er það sett fram, að það eigi að vinna að þvi, að skapaður verði heilbrigður grundvöllur fyrir atvinnuvegi- og þar með atvinnuöryggi — og að áframhald velmegunar geti átt sér stað. Enn fremur er lögð áherzla á byggðastefnu, og það undirstrikað svo rækilega með þvi, að það á að sjá Byggðasjóði fyrir auknu fjármagni. f hann eiga að ganga 2% af útgjöldum fjárl. og við það aukast fjárráð þessa sjóðs, sem er og getur verið mjög mikilvægur. Það er enn fremur fjallað alveg sérstaklega um áætlanagerðir, það á að endurskoða lögin um Framkvæmdastofnun og setja ný ákvæði um áætlanagerðir og reyna að koma þeim i fastara horf en verið hefur og talin eru upp tiltekin efni, sem áætlanir á að gera um. Þ.á.m. eru mál, sem eru mikil áhugamál okkar fram- sóknarmanna. Skipting ráðuneyta — Þegar kom að sjálfri stjórn- armyndunni, þá var það eins og gengur og alltaf á sér stað i sam- bandi við myndun samsteypu- stjórnar, að það var nokkur ágreiningur, — þó ekki mikill — um skiptingu ráðuneyta. Það, sem ég fyrir mitt leyti lagði mesta áherzlu á, var það, að þessi stjórn væri mynduð á jafnræðis- grundvelli, — að við værum viðurkenndur jafnrétthár aðili, og það kæmi fram, þótt við séum fámennari sem þingflokkur, þá værum við nauðsynlegir til þessa starfs engu siður en þeir. Það kæmi fram með þeim hætti, að viö fengjum jafnmörg ráðuneyti og Sjálfstæðisflokkurinn og jafn- marga ráðherra, — og þdtta náð- ist. Það hafa sjálfsagt margir óskað eftir þvi. að við gætum haldið forsætisráðherraembætt- inu áfram og mönnum hefði þá meir fundizt þeir sigla áfram undir sama merki og áður, og ein- hverjum finnst kannski, að það hafi kennt of mikillar eftirgjafar af okkar hálfu i þvi að leggja ekki enn þá meiri áherzlu á að halda forsætisráðherraembættinu. Ef til vill eru einhverjir, sem imynda sér það, að ég hafi verið hrakinn úr þvi gegn vilja minum. En til þess að fyrirbyggja allan mis- skilning, þá vil ég segja það, að þetta var einmitt samkvæmt minni tillögu. Og ég álit án þess að ég fari nú, eða vilji fara nánar út i það á þessu stigi, að það hafi verið skynsamlegt að skipta verkefnum á þá lund, sem gert var, að Sjálfstæðisflokkurinn hafi forsætisráðuneytið og fjármála- ráöuneytið. Hins vegar fengum við i okkar hlut ráðuneyti, sem ég tel mjög mikilvæg, eins og til dæmis menntamálaráðuneyti, sam- göngumálaráðuneyti og við- skiptaráðuneyti, sem sjálf- stæðismenn höfðu talsverðan áhuga fyrir að fá, auk svo ann- arra ráðuneyta, sem við höfðum fyrir. Fyrstu aðgerðir ! efna- hagsmálum Þessi stjórn er þannig komin á laggirnar og tekin til starfa. Hún hefur þegar gert nokkrar ráðstaf- anir. Þær hafa mönnum nú ekki þótt sérstaklega gleðilegar. Að visu var og er sumt af þeim ráðstöfunum aðeins ráðstafanir, sem vinstri stjórnin var búin að leggja til að gerðar yrðu, eins og verðjöfnunargjald á rafmagni, og benzinskattur til þess að hafa eitthvað til þess að leggja vegi fyrir, en hins vegar er nú hækk- unin á söluskattinum, sem er i raun og veru aðeins.fjáröflun til dýrtiðarráðstafana, til þess að hafa eitthvað upp i þær niður- greiðslur, sem hefur orðið að halda áfram lengur en gert var ráð fyrir i upphafi. Blandnar tilfinningar Það eru sjálfsagt blandnar tilfinningar hjá framsóknar- mönnum i garð þessarar rikis- stjórnar, og ég efast ekkert um það, að meiri hluti framsóknar- manna hefði fyrirfram kosið, að það væri hægt að halda áfram eins konar vinstra stjórnarsam- starfi. En ég held, að þegar menn átta sig á þvi, að sá möguleiki var ekki fyrirhendi, og það var i raun og veru ekki um neitt annað að ræða heldur en þetta, ef átti að vera hægt að mynda þingræðis- lega stjórn, þá sjái menn, að þetta varö að gera. Alþingi gat ekki skotið sér undan þvi að mynda þingræðislega stjórn. Segjum, að þetta sé tilraun. Það er langt siðan við framsóknarmenn höfum unnið með Sjálfstæðisflokknum, 18 eða 20 ár. En við höfum unnið með öllum flokkum sitt á hvað. Þannig verður okkar pólitik að vera. Ekki pólitik — heldur heimska Ég er á móti þvi, að þvi sé yfir- lýst af hálfu Framsóknarflokks- ins I eitt skipti fyrir öll, að hann muni bara vinna i þessa átt en aðrar ekki. Ég er á móti þvi, að þvi sé lýst yfirleitt yfir fyrir kosningar — nema alveg sérstak- lega standi á, — að svona muni flokkurinn vinna og ekki öðruvisi. Sllkt er ekki pólitik. Slikt er heimska, þvi að hann er þá alveg úr leik á annan veginn og getur litla kosti sett á hinn veginn. Þannig geta menn ekki spilað. Það er eins og að leggja spilin á börðið fyrir andstæðinginn, áður enfarið eraðspila úrþeim.En það er náttúrlega eftir að sjá hvernig okkur kemur saman eftir öll þessi ár. Það getur gengið á ýmsu og það sést ekki nú eftir fyrstu vik- urnar. Það var llka margt, sem skildi að okkur og t.d. Alþýðu- bandalagsmenn og gátum við þó unnið saman þennan tima, og ég vil segja nokkuð heils hugar. Skylda við umbjóðendur Það getur vel verið, að menn áliti þetta hættuspor fyrir flokk- inn, vegna þess hugarfars, sem sé rikjandi almennt hjá framsókn- armönnum. En þá vil ég benda á það, að það var um þetta að velja eða standa utan við og vera áhrifalaus. Hvernig rækjum við okkar trúnað gagnvart okkar umbjóö- endum bezt? Með þvi að segja nei, við viljum ekki koma nálægt þessu, við viljum ekki koma nálægt ráðstöfun á sameiginlegu búi þjóðarinnar? Við viljum ekki hafa þar áhrif á, við látum það afskiptalaust, — drögum okkur út úr pólitik, eins og einn flokkur gerði á sinum tima? Eða er það skylda okkar gagnvart umbjóð- endum okkar að gæta hagsmuna þeirra með þeim hætti, sem við getum og koma fram þeim áhugamálum þeirra, sem þeir hafa mestan áhuga á i hvaða stjórnarsamstarfi sem er? Ég svara þvi játandi. Ég vel þann kostinn, ég tel það skyldu okkar gagnvart kjósendum. Og sag- an sýnir okkur reyndar, að Fram- sóknarflokkurinn hefur yfirleitt heldur farið betur út úr þvi, að taka þátt I stjórn heldur en vera i stjórnarandstöðu. Sannleikurinn er sá, að ég held, að kjarni Fram- sóknarflokksins sé þannig fólk, að það vill heldur vera i ábyrgri stöðu og axla byrðar, þegar þvi er að skipta, heldur en vera i stjórnarandstöðu sem hér á landi — þvi miður — virðist oft fara út i það að vera heldur neikvæð, og vera bara á móti. Það er nú ekki farið að örla litið á þvi hjá fyrr- verandi samherjum okkar, þegar þeir ganga á móti sinum eigin málum og vilja reyna aö fella þau. En sem sagt, það er ekki hægt aö spá um það hvernig þetta tekst. Úr þvi verður reynslan að skera. Þetta er einnig tilraun að öðru leyti, mjög merkileg tilraun. Þetta er sterk stjórn að þvi leyti til, að hún hefur á bak við sig háa þingmannatölu. Hún hefur á bak við sig mikið kjósendafylgi, yfirgnæfandi i landinu. Og meira en 2/3 þingsins. Prófsteinn á þingræðið En það er sagt, að þessi stjórn muni ekki geta stjórnað, af þvi að launþegasamtök, og verkalýðs- samtök, muni snúast gegn henni og hér muni allt fara i verkföll, og vinnufriður haldist ekki. Þvi segi ég það, þetta er prófsteinn á það, hvort réttkjörin, sterk, þingræðisleg stjórn, — Alþingi, — á að ráða þeim málum, sem það á að ráða samkvæmt okkar stjórnskipun, eða hvort það eru önnur öfl i þjóðfélaginu utan Alþingis. Ég skal engu spá um það, hvernig það fer. Það er ekki gott aö segja á þessu stigi. En það er alveg vist, að ef það fer á þann veginn, þá verður það hnekkir fyrir þingræðið og lýðræðið I þessu landi. Það er von min, að ábyrgð öfl, i stéttasamtökum hugsi sitt ráð og meti málin af skilningi. Það sem framundan er Hvað er fram undan eða hvað er að segja um stjórnmálavið- horfið á næstunni? Það er nú heldur erfitt að svara þvi, hvað sé fram undan. Það má þó segja það, að það eru framundan aðgerðir, óhjákvæmilegar að- gerðir til viðbótar þeim, sem þegar hafa verið gerðar. Þær að- gerðir verða ekki vinsælar, a.m.k. ekki i bili, en hitt er vonandi, að fólk taki þeim af skilningi. Það er sem sé alveg staðreynd, sem ómögulegt er að komast hjá, að þegar viðskipta- kjör þjóðar eins og okkar íslendinga, sem erum háðari viðskiptum við aðrar þjóðir heldur en flestar aðrar, versna, og versna jafnstórkostlega eins og þau hafa gert á þessu ári, þá er alveg sama, hvaða stjórn situr að völdum að þvi leyti til, að hún getur ekki afstýrt þvi, að það komi til skerðingar á lifskjörum frá þvi, sem verið heföi, ef engin viðskiptakjara- breyting hefði átt sér stað. Það er alveg sama hvaða pappirsboð eru send út, þetta er lögmál, sem er ekki hægt aö komast fram hjá. Og þess vegna verður ekki komizt hjá þvi, að það verður að draga eitthvað saman seglin og úr lifskjörum okkar á næstunni það þýðir ekki annað en segja þetta hreinskilnis- lega. En ég held, að lífskjörin hér á landi almennt séu það góð, að^. það ætti engum að vera ofraun að minnnka ofurlitið við sig I bili. Ég sagði það áðan, að þróunin á þessu ári hefði orðið lakari og verri heldur en menn gerðu sér grein fyrir um síðustu áramót, jafnvel þótt þeir gerðu sér grein fyrir, aö þá hallaði mjög á ógæfuhlið. Og þetta kemur fram i mörgum myndum. Þetta kemur t.d. fram i þvi, að ,jafnvel eftir þá gengislækkun, sem búið er að gera, þá bera frystihús og fiskvinnslu- stöðvarnar sig almennt illa. Auðvitað eru þau misjafnlega á vegi stödd. Þið hafið e.t.v. tekið eftir nýlegri samþykkt, sem frystihús kaupfélaganna hafa látiö frá sér fara. Þau telja sig ekki of sæl, og ég er hræddur um, að það sé þvi miður sú raunin á, að þó að árið i fyrra væri gott ár hjá þeim, þá munu þau hafa heldur litið af lausafé nú yfir að ráða. En jafnvel þó að aðstaðan hjá frystihúsunum sé slæm og það slæm t.d., að þau hafi ekki getað borgað það hráefni, sem skipin hafa aflaö þá sé aðstaðan þó hjá skipastólnum enn þá verri og lakari og þar verði að gera ráðstafanir sem geta orðið erfiðar viðfangs, þvi að allar milli færslur þýða það, að það verður að færa frá einhverjum, ef það á að færa til einhvers. Og þó að þessi gengishagnaðarsjóður sé nú nokkur, sem myndazt hefur við þessa gengisfellingu, þá er ég hræddur um, að það muni fljótt ganga á hann. Enn fremur er það, að þaö hefur verið reynt að vinna gegn veröbólgunni með þvi að beita mjög aðhaldssamri stefnu I alls konar verðlagningu á verði, á þjónustu gagnvart bæjarfélögum og sveitarfélögum. Afleiðingin er sú, að flestir þessara aðila eru komnir með lausar skuldir og langan skuldahala i bönkunum. . Bæjarfélögin, alls konar fyrirtæki og einkafyrirtæki og opinberir aðilar lika. Verður rikisstjórnin langlif Ég skal ekki gerast neinn spámaður um það, hversu lengi þessi stjórn kann að standa. Það fer eftir mörgum atvikum. Það er heldur ekki neitt aðalatriði, hversu lengi stjórnir standa, og má ekki vera neitt aðalatriði. Auðvitað verða samsteypustjórnir að byggjast á málamiðlun en lika á skilningi á þvi, að það hljóta alltaf að vera einhver takmörk fyrir þvi, hvað langt er hægt að ganga i mála- miðlun, og þess vegna getur alltaf kontið til þess, að upp úr slitni hjá samsteypustjórnum. Við þvi er ekkert að segja. Þar verður að láta málefni ráða. Ég skal heldur engu spá um það, hvort þessari stjórn, þrátt fyrir það þó að hún sé þetta sterk eins og hún er, tekst að ráða við þessa erfiðleika, sem óneitanlega er við að glima og framundan eru. Erfiðleika: , sem mörgum gengur enn þá illa að skilja af þeirri ástæðu, að menn hafa haft handa á milli mikið fé og eytt miklu t.d. i utanfarir, og þarmeðl dýrmætum gjaldeyri og fleira af þvi tagi. Ég fyrir mitt leyti held, að þurfi að gera vissar ráðstafanir til þess að hafa einhvern hemil á sliku. En reynslan mun léiða þetta allt i ljós og mér finnst, að við verðum að bíöa a.m.k. nokkurn tima, áður en við fellum dóm um þetta stjórnarsamstarf. Hvers vegna féll vinstri stjórnin? Ég vil aðeins að lokum nefna hérna örfá atriði, sem ég held, að hollt sé að menn hafi i huga, og spurningar, sem menn eru spurðir og velta gjarna fyrir sér. Það er i fyrsta lagi þessi: Hvers vegna féll vinstri stjórnin? Ég lét þess getið á sinum tima, að ég ætlaði að reyna að halda svo á málum I þeirri stjórn, að það væri ekki hægt að saka Framsóknar- flokkinn um það, ef upp úr slitnaði. Ég tel, að það hafi staðizt. Framsóknarflokkurinn stóð heils hugar að þvi stjórnar- samstarfi, og hann verður aldrei sakaður um að það hafi verið honum að kenna, að vinstri stjórnin féll. Auvitað á öllum að vera ljóst, hvers vegna vinstri stjórnin féll. Hún stóð ekki, vegna þess að eitt hjólið undir henni bilaði: fyrst með brottför Bjarna Guðnasonar, og seinna með brott- för allra Samtakamannanna, að Magnúsi Torfa undanskildum. Þetta er mjög einföld skýring, og það þarf ekkert að leita að þvi, hver ber ábyrgð á þvi, að vinstri stjórnin féll Af hverju tókst ekki að mynda nýja vinstri stjórn? Og þá er það hin spurningin: Hvers vegna var ekki mynduð vinstri stjórn nú? Þeirri spurningu hef ég reynt að svara hér, og vil aðeins segja það, að Framsóknarflokkurinn gerði sitt ýtrasta til þess að svo mætti verða, og reyndi að miðla málum á milli þeirra aðila, sem þar áttust við og andstæðastir voru, en það tókst ekki. Og það er alveg sama, þó að á okkur séu bornar þær sakir, t.d. i Þjóðviljanum, að við höfum staðið I vegi fyrir myndu vinstri stjórnar. Það er þá gert gegn betri vitund. Sannleikurinn er sá, að Alþýðu- bandalagið mun frá öndverðu hafa verið mjög tviátta i þvi, hvort það vildi axla þær byrðar, sem fylgdu þvi, og fylgja þvi nú, að taka sæti i rikistjórn. Ég verð að segja það, og skal bera þvi vitni hvar sem er, að af einka- viöræðum við ráðherra Alþýðu- bandalagsins að dæma, þá held ég, aö þeir hafi viljað halda vinstri stjórn áfram. En það voru einhver önnur öfl á bak við þá i flokknum, sem voru á annarri skoðun oggerðu þeim erfitt fyrir. Lokaorð Og svo að lokum: Hvers vegna var mynduð samstjórn Sjálf- stæðisflokksins og Framsóknar- flokksins, þessara tveggja höfuð- andstæðinga og höfuðandstæðna i islenzkum stjórnmálum, að mörgu leyti a.m.k.? Það er blátt áfram af þvi, að það var ekki annar möguleiki til þess að mynda þingræðislega meirihluta- stjórn, og það hefði að minum dómi verið óbætanleg niður- læging fyrir Alþingi, ef ekki hefði tekizt að mynda þingræðislega meirihlutastjórn. Og sumum finnst nú vist, að Alþingi megi illa við þvi að hrapa I áliti. Og ég endurtek það, aðég tel það tvi- mælalaust réttara af Framsóknarflokknum að gera þessa tilraun og taka þátt i þessu samstarfi, heldur en að ætla sér að standa álengdar og eiga ekki þátt i þvi að leysa málin og eiga ekki aðild að stjórn. Og að þessu samstarfi, sem til hefur verið stofnað, mun Framsóknar- flokkurinn standa af fullum drengskap. Reykvíkingor Sækið opna klúbbfundinn okkar að Hótel Borg mánudagskvöld kl. 20,30. Umræður — Verðlaun — Veitingar — Ný umferðarlitkvikmynd. Allir alltaf velkomnir! KLÚBBURINN ÖRUGGUR AKSTUR REYKJAVÍK

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.