Tíminn - 15.09.1974, Page 18
18
TÍMINN
Sunnudagur 15. september 1974.
lírusilin-
jfttl
kötturinn
eftir
Arthur Conan Doyle
Tommy? Hananú, þarna heyrði hann að miðdegisverð-
urinn er á ferðinni".
Fótatak heyrðist á steinlögðum ganginum. Dýrið
sprattuppog spígsporaði með léttum, mjúklegum hreyf-
ingum til og f rá í hinu þrönga búri. Gul augun tindruðu,
og þegar það opnaði ginið, sást blóðrauð tungan titra lítið
eitt milli tveggja raða af ægilega hvössum mjallhvítum
rándýrstönnum. Vinnumaður kom inn með hrátt kjöt-
stykki í trogi og ýtti kjötinu milli rimlanna til dýrsins.
Það stökk fram og greip flykkið bar það út í eitt horn
búrsinsog hélt því föstu með bognum og hvössum klóm,
meðan það reif i sig kjötið. Við og við leit dýrið til okkar
um leið og það sleikti með tungunni yf ir blóðugt trýnið og
kampana. Sjónin var ekki fögur, en bar þó í sér vissa
töfra. „þú getur varla undrazt, þótt mér þyki vænt um
dýrið", sagði frændi minn, er við gengum á brott. „Ég
hef alið það upp frá fyrstu, og það var ekki neitt léttur
leikur að flytja kettlinginn frá Suður-Ameríku hingað,
án þess að neitt yrði að honum. Nú er hann f ullkomnasta
sýnishorn sinnar tegundar í allri Norðurálfunni. Um-
sjónarmenn dýragarðsins hafa brennandi áhuga á því að
fá dýrið hjá mér, en ég get ekki f engið af mér að láta það
af hendi. — En nú hygg ég að við höf um dvalið nógu lengi
við þetta áhugaefni mitt, svo við skulum fara að dæmi
Tommy og fá okkur miðdegisverð".
Þessi frændi minn f rá Suður-Ameríku virtist vera svo
önnum kafinn við jarðeign sína og hinar furðulegu
skepnur sem þar áttu heima, að í f yrstu hélt ég að hann
hefði ekkert annað f yrir staf ni en að sinna þessu. En ég
komst brátt að raun um, að hann hafði f leiri störf um að
gegna, og virtist svo sem sum þeirra væru mjög áríð-
andi, um það vitnaði mikill f jöldi símskeyta er hann fékk
á öllum tímum dagsins. Hann opnaði þau jafnan og las
með þeim svip, er bar vott um allmikinn áhuga eða eftir-
væntingu. Mér kom stundum í hug, að þessi skeyti væru
varðandi kauphallarsýsl og verðbréfakaup, eða þá að
þau væru um veðmál á kappreiðum. Einhver áríðandi
mál var um að ræða önnur en þau, sem voru viðkomandi
búrekstrinum á Greyland Court. Þessa sex daga, sem ég
dvaldi þar, fékk húsráðandi aldrei færri en þrjú eða
fjögur símskeyti á dag, og stundum voru þau sjö eða
átta, suma dagana.
Dagana sex, sem ég dvaldi þarna, hafði mér liðið á-
gætlega, og vorum við frændi minn og ég orðnir beztu
vinir og mjög samrýmdir. Á hverju kvöldi sátum við
lengi frameftir í knattborðsstof unni og sagði hann mér
þá undraverðar sögur f rá ferðum sínum og ævintýrum í
Suður-Ameríku. Sumar þessar sögur voru svo glæf raleg-
ar og fífIdirfskukenndar, að eg átti nærri erfitt með að
trúa því, að litli, hnubbaralegi maðurinn með brúnleita
andlitið, hefði komizt í slík ævintýri. Ég sagði honum
aftur á móti frá ýmsu, sem fyrir mig hafði komið í
London, og skemmti hann sér svo vel við það, að hann hét
því að heimsækja mig í Grosvenor Mansions og dvelja
þar nokkra daga. Hann langaði til að kynnast stór-
borgarlífinu í London. og til þess gat hann varla fengið
betri leiðsögumann en mig, þótt sjálfur segi ég frá. Það
var ekki f yrr en síðasta daginn, sem ég dvaldi þarna, að
ég vogaði að hreyfa málinu, sem mér lá þyngst á hjarta.
En nú skýrði ég honum hreinskilnislega f rá f járhagsörð-
ugleikum mínum og öllum þeim óþægindum, sem yfir
mér vofðu, og bað hann að gefa mér nú góð ráð. Satt að
segja vonaðist ég jafnvel eftir einhverju staðbetra frá
hans hendi. Hann hlýddi með eftirtekt og þegjandi á frá-
sögn mína jaf nf ramt því, er hann svæidi vindil sinn. „ En
hversu má þetta vera?", mælti hann. „Þú ert þó einka-
erfingi frænda okkar, Southertons lávarðar?".
„Rétter þaðað visu, en hann vill samt ekkert gera fyr-
ir mig", svaraði ég.,, Já, ég hef heyrt talað um sviðings-
hátt hans. Veslings Marshall frændi, þú ert í alveg af-
leitri kreppu. En meðal annarra orða, hefur þú haft
nokkrar fréttir nýlega af heilsufari Southertons lávarð-
ar?" „Hann hefur ævinlega verið mjög heilsuveill, eða
svo hef ég ávallt heyrt síðan ég var í barnæsku".
„Einmitt það. Brákaður reyr, eins og þar stendur.
Samt getur erfðavon þín verið í allmikilli f jarlægð enn-
þá. Já, þú ert í af leitri klípu, drengur minn". „Ég var að
vona, kæri f rændi, að þar sem þér er kunnugt um allar á-
stæður, þá mundir þú kannski eitthvað...." „Segðu ekki
meira, heillavinurinn", svaraði f rændi minn mjög ástúð-
lega.,, Við skulum ræða málið í kvöld og ég lofa þér því,
aðég skal gera allt, sem í mínu valdi stendur til að hjálpa
þér".
Ég var mjög ánægður yfir þvi, að heimsóknartími
minn var bráðum á enda. Það er ávallt óþægilegt, þegar
maður finnur, að annar hvort húsráðendanna beinlínis
óskar eftir brottför gestsins sem allra fyrst. Ég var bú-
inn að fá óbeit á kulalegu andliti húsf reyjunnar og f jand-
samlegu augnaráði hennar, er hún leit á mig. Hún sýndi
mér ekki lengur beina ókurteisi, — það þorði hún ekki
fyrir manni sínum, —en hún sýndi mér andúð sína í því
að láta sem ég væri ekki til, tala aldrei til min og gera
mér dvölina á Greyland Court eins óþægilega og henni
Brjálaðir úr reiði og ruglaðir af hávaðanum....
......gera axar
mennirnir árás'
á innrásarmennina.
En, þeir verða heldur betur
hissa þegar þeir sjá að vopnin
fljúga út I loftið....
þá.
K®g verð að finnaY" Er það"\f J ,Hresstu
}/j Dreka. Færa honum þess vegna
þennanmiða.i,,, / sem þú ert
1 svona eymda
ÍÍlo
IMWflii i
I
SUNNUDAGUR
15. september
8.00 Morgunandakt Séra
Pétur Sigurgeirsson flytur
ritningarorð og bæn.
8.10 Fréttir og veðurfregnir.
8.15 Létt morgunlög Hljóm-
sveit Rikisóperunnar i
Hamborg og Sinfóniuhljóm-
sveit Lundúna leika vinsæl-
ar lagasyrpur.
9.00 Fréttir. Útdráttur úr
forustugreinum dagblað-
anna.
9.15 Morguntónleikar. (10.10
Veðurfregnir).
11.00 Prestvígslumessa i
Dómkirkjunni
12.15 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar. Tónleikar.
13.25 Mér datt það í hug Séra
Bolli Gústafsson rabbar við
hlustendur.
13.45 islensk einsöngslög
Ólafur Þ. Jónsson syngur
lög eftir Markús Kristjáns-
son. Árni Kristjánsson leik-
ur á pianóið.
14.00 Dagur dýranna — sam-
felld dagskrá
15.00 Miðdegistónleikar —
Frá tónlistarhátiðum I
Schwetzingen og Bratislava
I sumar.
a. Philipp Hirschhorn og
Helmut Barth leika
„Poéme’,’ fyrir fiðlu og
planó op. 25 eftir Ernest
Chausson og Tzigane og
Konsertrapsódíu fyrir fiðlu
og planó eftir Ravel.
b. Ken Ara planóleikari frá
Japan og Sinfóniuhljóm-
sveit Slóvakíu flytja Pianó-
konsert nr. 5 I Es-dúr op. 73
eftir Beethoven, Horoshi
Wakasugi stjórnar.
16.00 TIu á toppnum örn
Petersen sér um dægur-
lagaþátt.
16.55 Veðurfregnir. Fréttir.
17.00 Barnatími: Eirikur
Stefánsson stjórnar
a. 1 berjamót er gaman
Guörún Árnadóttir les m.a.
smásöguna „í berjamó”
eftir Sigurbjörn Sveinsson.
Sagan „Ormurinn I bláber-
inu” lesin og leikin.
b. Útvarpssaga barnanna:
„Strokudrengirnir” eftir
Bernhard Stokke Sigurður
Gunnarsson heldur áfram
lestri þýðingar sinnar (10).
18.00 Stundarkorn með
bandarisku söngkonunni
önnu Moffo.sem syngur lög
frá Auvergne I Frakklandi.
Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.25 Eftir fréttir Jökull
Jakobsson við hljóðnemann
I þrjátlu minútur.
19.55 Frá útvarpinu I Berllna.
Ýmsir kórar syngja þýsk
þjóðlög. b. Werner Tast,
Helmut Pietsch, Hugo
Fricke og Peter Zimmer-
mann leika Kvartett nr. 1
op. 11 fyrir flautu og
strengjahljóðfæri eftir
Francois Devienne.
20.30 Frá þjóðhátið Húnvetn-
inga I Kirkjuhvammi við
Hvammstanga 6. og 7. júli
s.l. Ólafur Kristjánsson
skólastjóri flytur setningar-
ávarp. Ræður flytja: Séra
Guðmundur Þorsteinsson
og dr. Valdimar J. Eylands.
Húnvetningakórinn i
Reykjavik, samkór kirkju-
kóra Húnaþings og karla-
kórinn Vökumenn syngja.
Söngstjórar: John A.
Speight, Sigriður Schiöth og
Kristófer Kristjánsson.
Lúðrasveit Blönduóss leikur
undir stjórn Jóns Sigurðs-
sonar. Flutt þjóðhátiðar-
kvæði eftir Eðvarð Hall-
dórsson frá Stöpum.
Kristján Hjartarson á
Skagaströnd og Pétur Aðal-
steinsson frá Stóru-Borg.
Auk Kristjáns flytja kvæðin
Ingólfur Guðnason og Árni
Þorsteinsson. Jóhannes
Torfason á Torfulæk flytur
lokaorð. Kynnir með honum
er Þórður Skúlason sveitar-
stjóri á Hvammmstanga.