Tíminn - 15.09.1974, Qupperneq 20
20
TÍMINN
Sunnudagur 15. september 1974.
Þeir leika með Real
Madrid gegn Fram...
— á Laugardalsvellinum á fimmtudaginn kemur0
BREITNER...sést hér skora sitt
fyrsta mark fyrir V-þýzka lands-
iiðið. Hann skoraöi það gegn Ung-
verjum.
NETNER:
„Raf-
einda-
heilinn"
GUNTER NETZER.maðurinn með
„rafeindaheilann” er einn þekktasti
knattspyrnumaður heims. Það var hann,
sem var potturinn og pannan i v-þýzka
landsliðinu, sem hlaut Evróputitil lands-
liöa 1972. Netzer er geysilegur uppbyggj-
ari og matar hann samherja sina óspart
með nókvæmum sendingum. Þá er hann
skytta góð, og frægur fyrir mörk sin úr
aukaspyrnum í nánd við vitateig. Netzer
kemur hingað með Real Madrid og það er
öruggt að það koma margir áhorfendur til
að sjá hann og Breitner leika á Laugar-
dalsvellinum.
Maðurinn með stáltaugarnar
MAÐURINN MEÐ STALTAUG-
ARNAR......er hinn snjalli bak-
vörður v-þýzka landsliðsins,
PAUL BREITNER, oft kallaður.
Þessi 22ja ára gamli leikmaður
var mikið I sviðsljósinu I HM I
V-Þýzkalandi sl. sumar. Hann
skoraði fyrsta mark HM meö
þrumuskoti, sem söng uppi I sam-
skeytunum hjá Chilemönnum og
það var hann, sem tók hina
þýðingarmiklu vitaspyrnu I úr-
slitaleiknum gegn Hollandi.
Breitner hefur veriö einn aðal-
maðurinn á bak við sigurgöngu
Bayern Munchen og v-þýzka
landsliðsins undanfarin ár. A
fimmtudaginn mun þessi snjalli
leikmaður leika með Real Mad-
rid á Laugardalsvellinum gegn
Fram. Breitner er talinn einn
bezti knattspyrnumaður heims I
dag og hefur oft verið valinn I
heimsliö. Hann varð fyrst heims-
frægur 1972, þegar V-Þýzkaland
varð sigurvegari I Evrópukeppni
landsliða. Eftir að V-Þýzkaland
tókst að vinna England á Wemb-
ley 4:2 i Evrópukeppninni, þá
sagði Sir Alf Ramsey um Breitn-
er. „Hann er maöur framtiðar-
innar — ég á aðeins eitt orð yfir
þennan unga leikmann —
FRÁBÆR”. Með þessum oröum
er Breitner bezt lýst.
Amancio:
Martrö
markvarðanna
MARKAKÓNGUR Real Madrid
ivnH|
’tr
undanfarin ár, er hinn snjalli
spænski landsliðsmaöur Amaro
Amancio. Amancio er einn vin-
sælasti knattspyrnumaður Spán-
ar, hann hefur verið tvisvar sinn-
um markhæstur I spænsku 1.
deildarkeppninni undanfarin ár
og er talinn eiga mikla möguleika
á aö endurtaka þann árangur f ár.
Þegar þessi snjalli sóknarleik-
maður er kominn á ferðina þá
getur fátt stöövað hann — hann
hefur oft verið nefndur martröð
markvarðanna á Spáni. Framar-
ar eiga örugglega eftir að verða f
erfiðleikum með hann á Laugar-
dalsvellinum á fimmtudaginn
kemur.
AMANCIO....sést hér á mynd-
inni, þar sem hann var stöðvaður
á siöustu stundu I leik meö Real
Madrid. Eins og sést þá grlpur
markvöröurinn um fætur hans, f,
eftir aö Amancio hafði leikið á f
hann.