Tíminn - 16.11.1974, Blaðsíða 11

Tíminn - 16.11.1974, Blaðsíða 11
Laugardagur 16. nóvember 1974 TÍMINN n Leikur Víkings gegn FH var: Hrolivekja... — fyrir dhangendur Víkingsliðsins. A ótrúlegan hdtt sluppu FH-ingar með skrekkinn og sigruðu 19:18 Ertu ánægður með val landsliðs- einvaldsins? Þeir svara TÍMA- spurningu Sitt sýnist hvcrjum um val islenzka landsliðsins í handknattleik/ sem lands- liðseinvaldurinn Birgir Björnsson valdi fyrir landsleikina gegn A-Þjóð- verjum á sunnudags- kvöldið. iþróttasiðan hefur snúið sér til þriggja kunnra áhugamanna um hand- knattleik og lagt eftirfar- andi spurningu fyrir þá: — Ertu ánægður með lands- liðið? Karl Harry Sigurðsson, stjórnarmeðlimur i handknatt- leiksdeild Vals og starfsmaður i La ug a rda lshöllinn i, svarar spurningunni á þessa ieið: — Ég er ekki nógu ánægður með val landsliðseinvaldsins. Það er óskiljanlegt, hvernig hann gat gengið fram hjá Ragnari Gunnarssyni, markverði Ar- manns. Ragnar og Guðjón Er- lendsson, Fram, hefðu átt að fá tækifæri i fyrri leiknum gegn A- Þjóðverjum. Ég veit að Hjalti Einarsson getur varið, en það réttlætir ekki val hans, þvi að ungu markverðirnir geta lika varið. Þá kom það mér nokkuð spánskt fyrir sjónir, að hann skyldi velja Gunnar Einarsson i liðið. Hann hefur verið frá vegna meiðsla og hefur ekki getað leikið með FH-liðinu upp á siðkastið. Annars má deila endalaust um einstaka leikmenn. Þegar á allt er litið, er ég ekki svo óánægður með liðið, að vali markvarðanna undanskildu, og ég óska þvi alls hins bezta i viðureigninni við A- Þjóðverja. Spá min fyrir leikinn á sunnudaginn er 19:17 fyrir A- Þjóðverja. Björn Kristjánsson, millirikja- dómari úr Vikingi, svarar spurn- ingunni þannig: — Já, eftir atvikum er ég ánægður með liðið. Sérstaklega þegar á það er litið, að það eru engin stórmót framundan hjá landsliðinu i vetur. Mér finnst þvi rétt hjá Birgi Björnssyni lands- liðseinvaldi að leyfa ungum leik- mönnum að spreyta sig. — Það er allt i lagi að sjá og reyna sem flesta. 1 beinu framhaldi aö þessu vil ég taka fram, að ég er alger- lega á móti valinu á markvörðun- um — timi ungu markvarðanna erkominn, og ef þeir fá ekki tæki- færi til að reyna sig, þá verða þeir aldrei góðir landsliðsmarkverðir. Annars hef ég sjaldan veriö eins bjartsýnn á getu landsliösins — ég tel, aö það ætti að geta oröið mjög sterkt i vetur. Axel Axels- son og Björgvin Björgvinsson eru nú aftur komnir i hópinn, og i vet- ur bætast svo þeir Geir Hall- steinsson og Bjarni Jónsson I lið- ið. Með tilkomu þessara leik- manna verður liðið geysilega sterkt, og þvi er hægt að lita björtum augum á framtiðina. Ég treysti mér ekki til að spá um úrslitin á sunnudaginn, en ég hef trú á að leikmenn liðsins sýni betri leik en almennt er bUizt viö af þeim. Þorsteinn Björnsson, fyrrver- andi landsliðsmarkvörður úr Fram, svarar spurningunni á þessa leið: — Nei ég er ekki ánægður með liðið. Það hefði átt að gefa ungu markvöröunum okkar tækifæri i fyrri leiknum — þeim Guðjóni Erlendssyni og Ragnari Gunnarssyni. Ég skil ekki, hvernig hægt er að velja mark- vörö i liðið, sem varði ekki skot i landsleiknum gegn Færeyingum. Ef ég hefði fengið að velja i liðið, þá hefði ég valið þá Guðjón og Ragnar, sem eru nU okkar beztu markverðir, ásamt ölafi Bene- KARL HARRY SIGURÐSSON. BJÖRN KRISTJANSSON. ÞORSTEINN BJÖRNSSON. diktssyni — sem er tvimælalaust sá bezti. En þvi miður hefur hann ekki sést ennþá. Þá er ég á móti þeirri framkvæmd Birgis að yngja upp landsliöið, en hingað til höfum við alltaf verið með eitt yngsta landslið Evrópu. Ég tel, að leikmenn liðsins eigi að vera á aldrinum 23-30 ára. Það er bezti aldurinn, og þegar aö er gáö, þá eru beztu lið Evrópu yfirleitt með leikmenn á þessum aldri I liðum sinum. Landsliðið sem leikur gegn A-Þjóðverjum á sunnudag- inn, kemur aldrei til með að verða þannig skipaö, þegar farið verður Ut I harða keppni. —SOS Vikingar misstu illilega sigurinn gegn FH-liðinu úr höndunum á sér á fimmtudagskvöldiö — heppnin var ekki með leikmönn- ura liðsins, þeir áttu aragrúa af góðum skotum, sem smullu I stöngum FH-marksins, og það vakti oft undrun, hvernig mark FH-inga gat sloppið. Það var ekki nóg, að Vikingar ættu i striði við FH-inga, þeir áttu einnig I striði viðdómara leiksins, sem FH-ing- ar geta þakkað sigurinn gegn Vlking — það var oft furðulegt, hvað FH-ingar gátu leyft sér I skjóli dómaranna, sem áttu lé- legan dag. Leikurinn, sem lauk með sigri FH-liðsins, var hrollvekja fyrir á- hangendur Vlkingsliðsins. Vik- ingar fengu óskabyrjun, þeir komust i 4:1. Rósmundur varði þá eins og herforingi i marki Vikings — varði hvað eftir annað glæsi léga. Vikingar létu það ekki á sig fá, þó að strangar gætur væru hafðar á Einari MagnUssyni, en FH-vörnin lék 5-1 vörn, þannig að bakverðirnir gengu Ut á móti hon- um. Vikingar fundu ráð við þessu, þeir léku nálægt vörninni og skor- uðu með góðum langskotum, sér- staklega var Páll Björgvinsson Þau mætast STRAKARNIR hans Tommy Docherty mæta Middlesborough i 8-liöa úrslitum ensku deildar- bikarkeppninnar og eiga þeir að leika á heimsvelli „Boro”. Drátturinn var þannig i 8-liða úrslitunum: Middlesborough —Man. Utd. Newcastle —- Chester Sheff.Utd. eða Norwich —- Ipswich Colchester eða Southampton — Hartlepool eða Aston Villa. — hjó heimsliðinu í handknattleik JUGÓSLAVAR geröu jafntefli við heimsliðið i handknattleik, 24:24, i leik, sem fór fram i Ljubljana i Júgóslaviu. Heimsliðið hafði yfir 14:10 i hálfleik. Einn Norður- landabúi, Harald Tyrdal frá Noregi, lék með heimsliðinu. Þetta er i annað sinn, sem heimsliðið hefur leikið. Fyrri leikurinn fór fram i Tékkó- slóvakiu 1968, og léku þá Tékkar gegn þvl I Karviná — þeim leik lauk með sigri heimsliðsins, 24:21. Þá léku tveir Norðurlanda- bUar með þvi, þeir Larsten Lund frá Danmörku og Lennart Eriks- son frá Sviþjóð. —SOS drjUgur, en hann lék mjög vel. Vikingar léku aftur á móti flata vörn og á 10 min. fann Viðar Simonarson leiðina i gegnum hana — hann skoraði skemmtileg mörk fyrir framan hægri bak- vöröinn. Þegarfyrri hálfleikurinn var hálfnaður, var staðan orðið 5:5. Siðan 6:6, en þá taka Viking- ar kipp, þeir áttu ekki I erfiðleik- um með að skora fram hjá lands- liösmarkverðinum Birgi Finn- bogasyni, og á 20. min. var staðan 8:6 fyrir Viking. Vikingar fá þá viti. Hjalti Einarsson kom þá I markið, og stóö hann eins og dávaldur fyrir framan Einar, sem tók vitakastið — knötturinn small I stöng og þaðan Ut til Stefáns Halldórsson- ar, sem stökk inn I vitateig FH — aftur skot I stöng. FH-ingar minnka muninn I 8:7. Þá kemur að Einari MagnUssyni — hann rif- ur sig lausan og sfendir knöttinn i mark FH með þrumuskoti — 9:7. Stuttu siðar tók hann vitakast — skauti stöng. Mikil spenna er nU i leiknum og allt i suðumarki. Ólaf- ur Einarsson minnkar muninn i 9:8, en siðan smullu þrjU skot i röð frá Vikingum, i stöngum FH- marksins, og lauk hálfleiknum með 9:8 fyrir Viking. FH-ingar fóru að sýna klærnar i síðari hálfleik. Þá tóku þeir tvo leikmenn Ur umferð — Einar og Pál Björgvinsson, en hann stjórn- aði leik Vikingsliðsins I fyrri hálf- leik og skoraði þar að auki 4 góð mörk. FH-ingar jafna og komast yfir, 10:11, með mörkum frá Geir (fyrstu mörk hans i leiknum) og Gunnari. Siðan halda FH-ingar forustunni, og þegár 18 min. voru bUnar af siðari hálfleik, var stað- an 14:13 fyrirFH. Þá fékk Viking- ur viri, er Einar tók, en Hjalti varði. Vikingum tókst ekki að jafna, þrátt fyrir góð tækifæri — það var ekki fyrr en rUm min. var til leiksloka, að Páll jafnaði 18:18 Ur vitakasti, og var þá allt i suðu- marki. Gunnar Einarsson gerði siðan Ut um leikinn, þegar aðeins 12 sek. voru til leiksloka. Vikingar byrja með knöttinn og sækja — Jón Gestur Viggóson braut þá á einum leikmanna Vikings. Dóm- arar stöðvuðu leikinn (en ekki klukkuna) og ráku Jón Gest af leikvelli, en á meðan tifaði klukk- an og leiknum lauk, áður en Jón var bUinn að yfirgefa leikvöllinn. Hefði ekki verið rétt að stöðva klukkuna þarna? „Aðalástæðan fyrir tapinu gegn FH er, að við skoruðum ekki Ur þeim dauðafærum, sem við feng- um”, sagði Karl Benediktsson, þjálfari Vikings, eftir leikinn. Og hann bætti við: Við höfum ekki getað haft skotæfingar i vetur, þar sem við höfum ekki haft það mikið af æfingum. Æfingamögu- leikar eru ekki miklir hjá 1. deildarliði i handknattleik — það vantar einfaldlega fleiri tima fyrir liðin.” Þrát fyrir æfingaerfiðleikana hjá Viking, þá er liðið á réttri braut og verður það örugglega með I baráttunni um Islands- meistaratitilinn. Lið, sem hefur leikmenn á borð við Stefán Hall- dórsson, Pál Björgvinsson og Einar MagnUsson, þarf ekki að kviöa. Þeir léku vel gegn FH, sér- staklega Páll og Stefán, sem er einn skemmtilegasti handknatt- leiksmaður okkar nU — snöggur og hreyfingamikill. Rósmundur átti góðan leik i Vikingsmarkinu, sömuleiðis Hjalti I FH-markinu i siðari hálfleik. Þá lék Viðar Simonarson vel hjá FH — hann var góður i fyrri hálfleiknum, en Geir Hallsteinsson og Gunnar Einarsson, sýndu góðan leik i sið- ari hálfleiknum. Mörkin i leiknum skoruðu: FH: Viðar 7 (1 viti), Gunnar 6, Geir 3, Þórarinn 1 (Viti), Jón Gestur og Ólafur, eitt hvor. VÍKINGUR: Páll 6 (1 viti), Stefán 6, Einar 3 (2 viti), Ólafur J. Skarphéðinn og SigfUs eitt hver. Hannes Þ. Sigurðsson og Karl Jóhannsson dæmdu leikinn — þeir skiluðu hlutverki sinu ekki nUgu vel, hafa oftast gert betur. — SOS Ármenningar: Rass- skelltu — áhugalausa IR-inga AHUGALAUSIR IR-ingar voru flengdir af Armenningum á fimmtudagskvöldiö i 1. deildar- keppninni i handknattleik. Armann fór létt með 1R, 25:20, og sýndu leikmenn liðsins, sérstak- lega ungu leikmennirnir Pétur lngólfsson og Jens Jensson, góðan leik — þarna eru mjög efni- legir handknattleiksmenn á ferð- inni. Þá varði Ragnar Gunnars- son mjög vel i Armannsmarkinu. ÍR-ingar léku mjög lélegan leik, og voru leikmenn liðsins algjör- lega lausir við áhuga á þvi, sem þeir^, voru að gera, að undan- skildum Gunnlaugi Hjálmars- syni, sem er eini baráttumaöur- inn i liðinu. Stór- leikir — í körfuknattleik ÞRIR stórleikir verða leiknir I 1. deildarkeppninni i körfuknattleik um helgina. AUir leikirnir fara fram I iþróttahúsinu á Seltjarnar- nesi — kl. 4 í dag leika KR og HSK, en strax á eftir verður fyrsti stórleikurinn ÍR — Njarðvik, og koma um 200 áhangendur Njarö- vfkinga á leikinn, til að hvetja sina menn. A morgun veröa svo tveir stórleikir leiknir — kl. 6 mætast KR og ÍS og síðan Valur og 1R. Jón skildi eftir sig stórt skarð Akureyrarliðið IMA í körfuknattleik lagðist niður, þegar Patreksfirðingurinn fór til Reykjavíkur KÖRFUKNATTLEIKSMAÐUR- INN snjalli, Jón Héöinsson, frá Patreksfirði, sem leikur með 1. deildarliöi tS, hefur skilið eftir sig stórt skarð á Akureyri, en hann hefur undanfarin ár leikið með 2. deildarliöi menntaskólans á Akureyri. Þegar hann yfirgaf liðið og fór til Reykjavíkur til að stunda nám við Háskóla islands, sáu mentskælingar á Akureyri sér ekki annaö fært, en að hætta keppni I 2. deild IMA-liðið hefur verið Iagt niður og hafa leikmenn liðsins gengið i raðir Þórsara. NU verða aðeins 5 lið i 2. deild i vetur, en næsta vetur verða þau aftur 6, — Það lið, sem verður neðst i 2. deild i vetur, mun leika aukaleik við það lið, sem veröur nUmer 2 I 3. deild, um það, hvaða liö leiki i 2. deild næsta vetur. —sos

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.