Tíminn - 16.11.1974, Blaðsíða 2

Tíminn - 16.11.1974, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Laugardagur 16. nóvember 1974 Laugardagur 16. nóvember 1974 Vatnsberinn (20. jan.—18. febr.) Þú þarft að afla þér stundarhlés til þess að ganga frá ýmsu þvi, er varðar þig persónulega, og þá sérstaklega vandamálin, svo að þú ættir að reyna aö taka þér fri i dag, ef þess er nokkur kostur. Fiskarnir (19. febr.—20. mai Þú hefur kastað teningunum, svo að ekki verður aftur snúið, en þú ert i það erfiðri aðstöðu, að þú þarft á öllu þinu að halda, ef þú átt að koma upp- réttur úr þessum leik. Aðstaðan er erfið. Hrúturinn (21. marz—19. april) Það er alls ekki að vita, nema þetta verði erfiður dagur fyrir þig, af þvi að það hefur eitthvað gerzt, sem gerir aðstöðu þina erfiða. Þú skalt gæta þin á einhverjum, sem reynir að gera þér lifiö leitt. Nautið (20. april—20. maí) Þaö er einhver vinur þinn, sem þarf sannarlega á þér að halda, og enda þótt þér finnist þú eiga erfitt með að hjálpa honum, skaltu ekkert til spara, þvi að þetta er mál, sem kann siðar að snerta þig sjálfan. Tviburarnir (21. maí—20. júni) Þér ætti að geta orðið vel ágengt i dag, en til þess þarftu að beita skipulagsgáfunum. Þú verður að gera þér ljósa grein fyrir eöli málanna, áður en þú framkvæmir nokkuð, og þú skalt nota kvöldið til að kryfja þau til mergjar. Krabbinn (21. júní—22. júli) Það er eins og skapið i þér sé eitthvað skrýtið i dag, og aö likindum er það farið að valda á- hyggjum hjá þinum nánustu. En það er mikils um vert, að þú kippir þessu i lag. Farðu varlega i umferöinni i dag. Ljónið (23. júlí—23. ágúst) Það er rétt eins og þessi dagur virðist ósköp ró- legur, en það er bara á yfirborðinu. Það eru i vændum mikil átök, sem þú skalt búa þig undir. Þú gerir þér ljóst eðli málsins, og þú einn getur ráöið þvi farsællega til lykta. Jómfrúin (24. ágúst—22. sept.) Mundu, að það eru tvær hliðar á hverju máli. Þetta er mikilvægt i dag. Taktu ekki ákvörðun fyrr en þú hefur kynnt þér eðli málsins niður i kjölinn, og forðaztu aö láta ögrun ákveðinnar persónu fara i taugarnar á þér. Vogin (23. sept.—22. okt.) t dag skaltu hafa það hugfast, að i ákveðnu máli er varasamt að gera nokkuð, nema hafa samráð við þina nánustu. Þú átt i einhverjum erfiðleik- um viö persónu af gagnstæða kyninu, en með til- litssemi er hægt að laga það. Sporðdrekinn (23. okt.—21. nóv.) Þú hefur átt erfitt með að gera þér grein fyrir þvi að undanförnu hvað þaö er, sem þú vilt, en þetta er nokkuð, sem þú verður að gera upp við þig. Þú verður að finna leið og fara eftir henni, þegar þú ert ákveðinn. Bogmaðurinn (22. nóv.—21. des.) Þú skalt vera gagnrýninn á sjálfan þig i dag, svo að þú getir kinnroðalaust kannazt við það, sem þú hefur gert. Það er rétt eins og sumt megi kyrrt liggja af þvi, sem þú hefur fullan hug á að koma á framfæri. Steingeitin (22. des.-19. jan) Það er rétt eins og fyrri hluti dagsins veröi þér þungur i skauti. Þú skalt ekki hafa mikið um- leikis i dag, og ekki taka neinar afgerandi á- kvarðanir. Hitt er annað mál, að kvöldið getur orðið sérlega ánægjulegt. Óskil í Villinga- holtshreppi Svartur kálfur i óskilum. Mark: Bragð aftan vinstra. Verður seldur eftir hálfan mánuð hafi réttur eigandi ekki gefið sig fram. Hreppstjóri. Ný kennslu- bók í dönsku Komin er út hjá Rikisútgáfu námsbóka ný kennslubók i dönsku, eftir Guðrúnu Halldórs- dóttur skólastjóra. Bókin nefnist I talehjörnet og er einkum ætluð 3. og 4. bekk gagnfræðaskóla. Eins og nafnið ber með sé er hér um talæfingabók að ræða. 1 bókinni eru 20 kaflar ásamt leiðbeiningum. Hver kafli er um afmarkaðefni og fylgja köflunum spurningar sem þyngjast stig af stigi. Hverjum kafla fylgja myndir til að auðvelda umræður um efnið. Bókin er hjálparbók, sem hentar með hvaða kennsíubók sem er. Með henni hafa verið gefin út hljómbönd, sem ættu að auðvelda kennurum mjög notkun hennar og tryggja betri árangur. Teikningar i bókinni gerði Þór- hildur Jónsdóttir. • Prentun annaðist Rikisprentsmiðjan Gutenberg. ÍMBMlBflMviögeröir SAMVIRKI Húsavið- gerðir s.f. Látið okkur skoða hús- eignína fyrir veturinn. Sími 12197. Nýtt listaverk blasti við þeim, sem áttu leiö um Austurstræti um helgina. Það var komiö á stallinn, þar sem áöur haföi verið verk eftir Ólöfu Pálsdóttur, en veðurguðirnir munu hafa feykt þvl af stallinum. Listaverkið var upprunnið I Iðnskólanum. Nokkrir nemendur I járn- smiöi tóku sig saman og bjuggu til, og sáu einnig um uppsetningu á þvl. Ekki vitum við.hvort verkið fær að gleðja augu vegfarandanna framvegis, þar sem Iðnskólapiltarnir höfðu smíðað það og sett upp óumbeðnir. (Timamynd Róbert) Skátarnir i Reykjavik dreifa miðunum og fá fyrir það sölulaun til styrktar starfi sinu. Ágóðinn af þessu happdrætti rennur til uppbygging- ar sumardvalarheimilis að Laugarási i Biskups- tungum. Fæst nú í flestum söluturnum bæjarins!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.