Tíminn - 17.12.1974, Blaðsíða 10

Tíminn - 17.12.1974, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Þriðjudagur 17. desember 1974. 2. umræða um fjárlagafrumvarpið 1975 fór fram í gær: 800 milljón kr. hækkun á gjaldaliðum frá 1. umræðu I gær fór fram 2. um- ræða um fjárlagafrum- varpið fyrir 1975. Það kom fram i ræðu Jóns Árnason- ar, formanns f járveitinga- nefndar, að verði breytingatillögur þær, sem nef ndin, leggur til að gerð- ar verði milli 1. og 2. umræðu, samþykktar, hækki gjaldaliður fjár- lagaf rumvarpsins um rúmar 800 millj. króna. Það kom ennfremur fram i ræöu Jóns Arnasonar (S) að enn- þá á eftir að fjalla um nokkra málaflokka, sem heyra undir Iðnaðarráðuneytið, svo sem Raf- magnsveitur ríkisins. Ennfrem- ur orkumál, en þar á meðal er Kröfluvirkjun og væntanleg virkjun Bessastaðaár i Fljótsdal, Sjóefnaverksmiðjan á Reykja- nesi og fleira. Þá á nefndin eftir að fjalla um málaflokka eins og Almannatryggingar, en þar verð- ur veruleg hækkun frá þvi, sem nú er i frumvarpinu, að sögn Jóns Arnasonar, bæði hvað varðar sjúkratryggingar og lifeyris- tryggingar. Þá á enn fremur eftir að endurskoða tekjur vegasjóðs og málefni Pósts og sima. Gcir Gunnarsson (Ab)sagði, að þeir liðir, sem fjárveitinganefnd á eftir að kanna, myndu gera það að verkum, að gjaldaliöir fjár- lagafrumvarps- ins myndu hækka um aðr- ar 800 milljónir k r ó n a . I nefndaráliti minni hluta fjárhagsnefnd- ar segir, að með þessu fjárlaga- frumvarpi sé gert ráð fyrir þvi, að skattheimta rikisins aukist á árinu 1975 um rúmlega 16 mill- jarða króna frá fjárlögum þessa árs. Þannig muni skattheimta rikissjóðs hækka um 52-54 þúsund á hvert mannsbarn i landinu. Þá segir i nefndaráliti minnihluta fjárhagsnefndar, að hækkun f jár- laga milli áranna 1974 og 1975 nemi 17,5 til 18.0 milljörðum en það sé 1 milljarði króna hærri upphæð en heildarniðurstöðutölur fjárlaga fyrir 1972 hafi numið. Sem fyrr segir, gerði Jón Arna- son grein fyrir breytingartillög- um fjárhagsnefndar frá 1. um- ræðu. Sagði hann, að ekki hefði náðst sam- komulag innan nefndarinnar um afgreiðslu fjárlaga. Hins vegar hefðu nefndarmenn orðið sammála um þær breytingartil- lögur, sem fram koma við 2. um- ræðu fjárlagafrumvarpsins. Það kom fram I ræðu hans, að sam- kvæmt siðustu útreikningum Þjóðhagsstofnunarinnar munu atvinnutekjur á mann 1974 verða nokkuð hærri en gert hafði verið ráð fyrir áður, en 50% i stað 45%. Þau Ragnheiður Svcinbjörns- dóttir (F), Sverrir Bergmann (F) og Helgi Seljan (Ab) flytja breytingartillögur við 2. umræðu. Ragnheiður gerir það að tillögu sinni, að nýr liður bætist i frum- varpið, fjárveiting að upphæð kr. 1 millj. til Sjóminjafélags Islands vegna björgunar og varðveizlu gamalla báta og annarra sjó- minja fyrir væntanlegt Sjóminja- safn Islands. Tillaga Sverris er um hækkun vegna sjúkrahúsa- mála i Reykjavik og fjárveitingu til hönnunar B-álmu- Borgar- sjúkrahússins. Tillögur Helga Seljan eru um hækkun ó styrk til islenzkra urigtemplara og um fjárveitingu til Styrktarfélags vangefinna á-Austurlandi. Hér á eftir verður gerð grein fyrir breytingartillögum þeim, sem fjárveitinganefnd leggur til. Allar upphæðir, sem nefndar eru hér á eftir, eru i þús. króna: Menntamálaráðuneyti „Aðalskrifstofa: Lagt er til, að liðurinn endurskoðun námsefnis lækkium 3000 þús., en tekin verði upp fjárveiting til námsskrár- gerðar í verkfræðslu samtals 6000 þús. kr. undir fyrirsögn iðn- fræðsluráðs sbr. siðar. Tekinn er upp nýr liður, 1000 þús. kr. vegna námskeiða fyrir barnakennara, sem ekki hafa full réttindi. Háskóli Islands: Lagt er til, að launaliður Orðabókar háskólans hækki um 555 þús. kr. og er það til ráðningar sérfræðings i stöðu, sem hefur ekki verið skipuð um skeið. Menntaskóli á Austurlandi: Gjaldfærður stofnkostnaður hækki um 15000 þús. kr. — Launa- liður almennra menntaskóla hækki um 1500 þús. kr. ætlað til greiöslu launa i leyfum kennara, sem eru i orlofi við samningu kennslubóka. — Viðhaldsliður menntaskóla hækkar um 5000 þús. kr. Stýrimannaskólinn: Gagnfræð- ur stofnkostnaður hækki um 3000 þús. kr. vegna kaupa á ratsjár- tækjum. Iðnfræðsluráð: Launaliður hækkar um 4000 þús. kr. og önnur rekstrargjöld um 2000 þús. kr. Báðar fjárhæðirnar eru veittar til þess að hefja námsskrárgerð i verkfræðslu i samráði við menntamálaráðuneytið. Ætlast er til, að námsskrá iðnfræðslu sé endurskoðuð og hún samræmd námsskrá framhaldsskólastigs- ins. — Önnur rekstrargjöld Iðn- | skólans i Reykjavik hækka um I 328 þús. og gjaldfærður stofn- kostnaður iðnskóla i landinu um 4000 þúr. kr. Fiskvinnsluskólinn: Lagt er til að gjaldfærður stofnkostnaður hækki um 3000 þús. kr. Verzlunarskólar: Liðurinn til Verzlunarskóla Islands hækki um 11400 þús. til Samvinnuskóla ís- lands um 1600 þús. og enn fremur til Bréfaskóla SÍS og ASl um 240 þús. kr. Héraðsskólar: Gjaldfærður stofnkostnaður hækki um 27000 þús. kr. ' Skálholtsskóli: Áfjárl. 1974 var styrkur til skólans 6000 þús kr., en i frv. er ekki gert ráð fyrir styrk til skólans. Lagt er til, að tekinn verði upp nýr liður: Styrkur til Skálholtsskóla 7000 þús. kr. Grunnskólar: Gjaldfærður stofnkostnaður hækki um 218884 þús. kr. Styrkur til útgáfustarfa hækki um 150 þús. kr. sem er hækkun á framlagi til Hins. isl. bök- menntafélags. Styrkur til Myndlistarskólans i Reykjavik hækki um 90 þús. kr. Lagt er til, að framlög til jöfnunar námskostnaði hækki um 10000 þús. kr. Laun i Landsbókasafni hækki um 280 þús. vegna ráðningar manns I hálft starf til vörzlu i ■ lestrarsal. Lagt er til að styrkur til byggðasafna hækki um 500 þús. Listasafn tslands: Fjárveiting hækki um 300 þús. kr. vegna við- gerða á málverkum Jóns Stefáns- sonar. Styrkur til Visindasjóðs hækki um 2000 þús. kr. Lagt er til, að styrkur til Leik- félags Reykjavikur hækki um 1200 þús., til Bandalags leikfélaga um 200 þús., styrkir til lúðra- sveita um 470 þús. og leiklistar- starfsemi um 2000 þús.kr þar af 1000 þús til Leikfélags Akureyr- ar. Styrkir til leiklistarskóla hækki um 800 þús. Styrkur til Rit- höfundasambands tslands hækki um 50 þús. kr. Lagt er til að taka upp eftirfar- andi nýjá liði: Söngskólinn i Reykjavik 200 þús. Tónlistarskól- inn i Arnessýslu vegna endurbóta á húsnæði 100 þús. Tónlistarskól- inn i Garðahreppi 500 þús. og Tón- listarskólinn i Reykjavik og Barnamúsikskólinn, byggingar- styrkur 3000 þús. Lagt er til, að framlag til jökla- rannsókna og mælinga hækki um 50 þús. til Norræna félagsins, um 100 þús. og Norræna vatnsfræði- félagið fái 100 þús. kr. styrk, sem er nýr liður til undirbúnings ráð- stefnu norrænna vatnafræðinga á íslandi árið 1976. Framlög til iþróttamannvirkja hækki um 13000 þús. kr. Lagt er til, að starfsstyrkur til Ungmennafélags Islands hækki um 800 þús. kr. og tekinn upp nýr liður, starfsstyrkur til KFUM og KFUK 500 þús. kr. Framlag til íþróttasambands íslands hækki um 3200 þús. kr. Tekinn verði upp nýr liður: Til íþróttafélags fatl- aðra 250 þús. kr. Lagt er til að styrkur til Lög- bergs—Heimskringlu hækki um 108 þús. kr. Tekinn verði upp nýr liður: Náttúrugripasafnið i Borgarnesi 100 þús. Styrkur til Skáksambands íslands hækki um 350 þús. til Bandalags isl. skáta hjálparsveita hækki um 600 þús. til Dýraverndunarfélags Islands um 50 þús. kr. Lagt er til, að framlag til Kvenfélagasambands Islands hækki um 800 þús. kr. Styrkur til Zontaklúbbs Akur- eyrar vegna Nonnahúss hækki um 25 þús kr., Landakotsskóla um 500 þús. Hliðardalsskóla um 600 þús, til sumarnámskeiða i Leirárskóla um 400 þús. og til Is- lenzka dýrasafnsins um 100 þús. kr. Teknir verði upp nýir liðir: Til Bridgesambands tslands 100 þús. til varðveizlu gamla verzlunar- hússins á Flateyri 100 þús. og barnaheimilis i Kumbarvogi, byggingarstyrkur, 125 þús. kr.” Landbúnaöarráðuneyti Lagt er til, að launaliður Búnaðarfélags Islands hækki um 600 þús. kr. vegna tölvuritara i nautgriparækt. Við rannsóknastofnun land- búnaðarins verði hækkanir til eftirgreindra viðfangsefna: 500 þús. i búfjárræktardeild til upp- setningar á tækjum, sem gefin eru af Alþjóðakjarnorkumála- stofnuninni i tengslum við FAO, 5000 þús. i bútæknideild til byggingar ibúðarhúsnæðis á Hvanneyri, 790 þús. vegna ráðningar starfsmanns við gróðurrannsóknir 3000 þúr. til tilraunastöðvarinnar á Akureyri, vegna flutnings stöðvarinnar að Möðruvöllum, og nýr liöur til ylræktarverkefnis i Hverageröi i tengslum við FAO 1000 þús. kr. Framlag til Landgræðslu rikis- ins, gjaldfærður stofnkostnaður hækki um 6000 þúr. kr. vegna byggingar starfsmannahúss. Tekinn veröi upp nýr liður: Fóður- og fræframleiðsla i Gunnarsholti, yfirfært til B-hluta, 6000 þús. kr. vegna endurnýjunar á vélum grænfóðurverksmiðj unnar. Framlag til Fiskræktarsjóðs hækkar um 1000 þús. kr. Lagt er til, að jarðræktarfram- lög hækki um 7192 þús. kr. sem renni til þess að auka greiðslu framlags á framkvæmdaári um 5000 þús, en að ööru leyti vegna nýrra héraðsráðunauta. Framlag til Veðdeildar Búnaðarbankans hækki um 3000 þús. kr. Lagt er til, að framlag til Landssambands hestamanna- félaga til leiðbeininga um hesta- mennsku hækki um 75 þús. fram- lög til Efnarannsóknastofu Norð- urlands hækki um 150 þús. og til Tilraunastöðvar Búnaðarsam- bands Suðurlands um 1200 þús. kr. vegna byggingarfram- kvæmda. Framlög til Garðyrkjuskólans á Reykjum hækki sem hér grein- ir: Laun nýs kennara 843 þús., viðhald um 500 þús. og til skipu- lagsgerðar, þ.e. gjaldfærður stofnkostnaður um 500 þús. Sjévarútvegsráðuneyti Lagt er til, að liðurinn Fiski- félag tslands, skýrsludeild hækki úr 7042 þús. kr. i 7642 þús. kr. Hækkunin stafar af óhjákvæmi- legri hækkun þóknunar til trúnaðarmanna Fiskifélagsins i verstöðvum landsins. Hefur þóknum þessi veriö óhæfilega lág undanfarið. Á liðnum Hafrannsóknastofnun er lagt til áð gerðar verði fjórar breytingar: a. Við 12 Bjarni Sæmundsson r/s RE 130, að fyrir 70488 þús. kr. komi 76488 þús. kr. b. Við 15 Dröfn r/s RE 135 , að fyrir 20250 þús. kr. komi 22250 þús. kr. c. Við 16, að fyrir orðalagið „titibú 3481” komi: Ctibú á Húsavik 4431 þús. kr. Útibú Hafrannsóknastofnunarinnar á Húsavik er tekið til starfa og gengur fjárveiting öll til rekstr- ar þess. d. Þá er lagt til að samþykktur verði nýr liður: Otibú á Höfn i Hornafirði 1500 þús. kr. Verður fé þessu varið til þess að undir- búa stofnun útibús Hafrann- sóknastofnunar á Höfn. Lagt er til um Rannsóknastofn- un fiskiðnaðarins, útibú, að fyrir 3168 þús. kr. komi 4118 þús. kr. en hækkunin varöar launagreiðslu til starfsmanns útibús Rannsóknastofnunar fiskiðnaöar- ins á Isafirði. Viö liðinn Ýmislegt á sviði sjávarútvegs er lögð til sú breyt- ing að niður falli liöurinn 05 25000 þús. kr. vegna rekstarhalla togara 1973, en liðurinn 04 vegna rekstrarhalía togara 1974 hækki úr 25000 þús kr. i 45000 þús. Dóms- og kirkjumálaráðuneyti | Löggæzlukostnaður við sýslu- mannsembættið á Blönduósi hækkar um 900 þús. kr. vegna ráðningar eins lögrégluþjóns á Skagaströnd. Kostnaður við sýslumanns- embættið á Hvolsvelli hækkar þannig: Yfirstjórnum 600 þús. kr. vegna aukinnar aðstoðar á skrif- stofu og löggæzla um 900 þús. kr. vegna ráðningar lögregluþjóns. Við embætti sýslumannsins og bæjarfógetans i Keflavik eru ráðnir 2 lögregluþjónar i Keflavik og hækkar löggæzlukostnaður um 1800 þús. kr. og einn lögreglu- þjónn i Grindavik 900 þús. kr. Laun eins kvenfangavarðar, sem ráðinn er við fangelsið I Siðu- múla nema 700 þús. kr. Gert er ráð fyrir að kaupa hús- næði i Grindavik fyrir fangelsi og hækkar liðurinn til byggingar rikisfangelsa og vinnuhæla um 4000 þús. kr. af þeim sökum. Til skrifstofuaðstoðar við embætti biskups hækkar liðurinn yfirstjórn um 300 þús. kr. Kostnaður við Kirkjuþing hækkar um 2000 þús. kr. Liðurinn Prestar og prófastar hækkar um 1050 þús. kr. vegna nýs prestsembættis i Breiðholts- hverfi i Reykjavik. Til Skálholtsstaðar er framlag hækkað um 800 þús. kr. en það var nauðsynlegt til viðhalds á kirkju staðarins, einkum gluggum, þaki o.fl. Þá er framlag til Hallgrims- kirkju i Reykjavik vegna kaupa á stólum 635 þús. kr. og er það nýr liöur. Einnig eru vegna 300. ártiðar Hallgrims Péturssonar veittar til Hallgrimskirkju i Saurbæ 1000 þús. kr. Framlag til Kirkjubygginga- sjóðs hækkar um 3000 þús. kr. Félags málaráðuneyti Lagt er til, að skipulagsstjóra- embættið fái hækkun á launaliðn- um sem nemur 2000 þús. kr. önn- ur rekstargjöld hækki um 1000 þús. kr. og liðurinn til sveitar- félaga um 6000 þús. kr. Er þessi hækkun samkvæmt nýsettum lög- um. Vatnsveitur skv. lögum hækka um 4500 þús. kr. vegna aukins framlags til vatnsveitu Vest- mannaeyja. Framlag til Landssambands verzlunarmanna hækkar um 50 þús. kr. Félagið Heyrnarhjálp fær hækkað framlag um 500 þús kr. og Foreldra- og styrktarfélag heyrnardaufra 100 þús. kr. Stéttarfélag félagsráðgjafa fær 250 þús. kr. styrk til ráðstefnu- halds. Heilbrigðis- og try ggingamá laráðuney ti Lagt er til, að stofnkostnaðar- framlag til Landspitalans hækki um 35000 þús. kr. i 187000 þús. kr. Liðurinn verður sundurliðaður i B-hluta. Lagt er til, að i Fæðingardeild Landspitalans verði veittar 60000 þús. kr. i byggingarframkvæmdir og verður liðurinn 80000 þús. kr. Nýr liður: Vifilsstaðaspitali. Lagt er til, að veittar verði til byggingar dagvistunarheimilis við spitalann 10000 þús. kr. Lagt er til, að framlag til byggingarframkvæmda á Krist- neshæli hækki um 4000 þús. kr. i 10000 þús. kr. Lagt er til, að Læknishéraða- sjóður verði hækkaður um 2500 þús. kr. i 7500 þús. kr. Er það vegna tækjakaupa. Lagt er til, að byggingarstyrk- ur til St. Jósepsspitala i Hafnar- firði hækki um 1500 þús. kr. i 5000 . þús kr. Liðurinn Bygging sjúkrahúsa, sjúkraskýla, læknamiðstöðva, elliheimila og læknisbústaða, annarra en rikissjúkrahúsa hækkar um 168.200 þús. kr. i 599.400 þús. kr. Þar af eru til elli- heimila 38300 þús. kr. Lagt er til, að framlag til héraðslækna og heilsugæzlu- stöðva hækki um 2270 þús. kr. i 6000 þús. kr. ætlað til tækjakaupa i heilsugæzlustöðvum. Liðurinn Matvælarannsóknir hækki um 512 þús. kr. 1 5500 þús. kr. Liðurinn Narftskeið sjúkraliða hækkar um 1400 þús. kr. i 3000 þús. kr. Lagt er til, að tekinn verði inn nýr liður, vegna ráðstefnuhalds háls-, nef- og eyrnalækna á árinu 1975 300 þús. kr. Framlag til sjúkraflugs er áætlað I frumvarpi til fjárlaga 2000 þús. kr. en lagt er til, að fjárhæðin hækki um 500 þús. kr. i 2500 þús. kr. Lagt er til, að breyting verði gerð á framlagi til Gæzluvistar- sjóðs, ^annig að til drykkju- mannahælis á Vifilsstöðum verði varið 20000 þús. kr. og til Vist- heimilisins i Viðinesi 8000 þús. kr. Óbreytt stendur ráðstöfun fjár til Bláa bandsins 1200 þús kr. og Verndar 500 þús. kr. Samgönguráðuneyti Lagt er til að liðurinn Hafnar- mannvirki og lendingarbætur hækki úr 533 þús. kr. i 584610 þús. kr. Liðurinn Ferjubryggjur hækkar úr 7000 þús. kr. i 10000 þús. kr. Liðurinn Hafnarbótasjóð- ur hækkar úr 64000 þús. kr. I 70192 þús. kr. sem leiöir eðlilega af hækkun framlaga til hafnar- mannvirkja og lendingarbóta. Liðurinn Sjóvarnargarðar hækkar úr 2700 þús. kr. I 3500 þús. kr. Um liðinn Sjóslysanefnd er lagt til að laun hækki úr 954 þús. kr. i 1254 þús. kr. Við liðinn Flugmálastjórn er lögð til sú breyting, að framlög úr rikissjóði hækki úr 466125 þús. kr i 485725 þús. kr. Hækkun þessi skiptist þannig, að 18000 þús. kr. ganga til fjárfestingar (flugvalla- gerðar), en 1600 þús. kr. til snjó- moksturs á flugvöllum. Alls verð- ur varið til snjómoksturs á flug- völlum 5000 þús. kr. og er gerð til- laga um, að sú upphæð verði á sérstökum fjárlagalið, sem er nýmæli. 1 þvi sambandi leggur nefndin til, að fjárveiting til Reykjavikurflugvallar lækki úr 50874 þús. kr. i 49874 þús. kr. og til annarra flugvalla úr 41643 þús. kr. i 39243 þús. kr. Fjárfestingar flugmálastjórnar eru áætlaðar 184000 þús. kr. i frv., en samkv. tillögum nefndarinnar nemur fjárfestingarupphæðin 202000 þús. kr. A liðnum Veðurstofan er lögð til sú breyting, að gjaldfærður stofn- kostnaður verði hækkaður úr 6120 þús. kr. i 7120 þús. kr. Er hækkun- in óhjákvæmileg vegna verðhækkunar á tækjum til Veðurstofunnar vegna gengis- lækkunar. ’ Þá gerir nefndin tillögu um, að framlág til flugbjörgunarsveita hækki úr 150 þús. kr. i 500 þús. kr. iðnaðarráðuneyti Eins og fyrr er getið biða mörg erindi, er varða þetta ráðuneyti, frekari athugunar nefndarinnar, og er ráðgert að tillögur liggi fyrir við 3. umr. málsins. Skal. þar m.a. minnt á málefni Raf- magnsveitna rikisins, virkjanir við Kröflu og Bessastaðaá i Fljótsdal, sjóefnaverksmiðju á Reykjanesi og starfsfé iðnþróun- arnefndar. Nefndin leggur til, að framlag til útflutningsmiðstöðvar iðnað- arins hækki úr 9000 þús. kr. i 10000 þús. kr.”

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.