Fréttablaðið - 05.03.2005, Síða 1

Fréttablaðið - 05.03.2005, Síða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI LAUGARDAGUR KA Í BREIÐHOLTIÐ Tveir leikir verða í DHL-deild karla í dag. Klukkan 14.15 tekur ÍR á móti KA og klukkan 15 sækja Haukar lið ÍBV heim. DAGURINN Í DAG 5. mars 2005 – 62. tölublað – 5. árgangur SEGIST IÐRAST Hákon Eydal sagðist iðrast þess að hafa myrt Sri Rahmawati. Saksóknari sagði Hákon hafa sýnt litla iðr- un og krefst hámarksrefsingar. Sjá síðu 10 VATNSORKUVER MENGA Ný rann- sókn bendir til að úr uppistöðulónum Vatnsorkuvera geti streymt meira magn gróðurhúsalofttegunda en kolaorkuver framleiða. Sjá síðu 2 IDOL VINSÆLAST Idol-stjörnuleit er vin- sælasta sjónvarpsefni landsins, samkvæmt nýrri fjölmiðlakönnun IMG Gallup. Fréttablað- ið er mest lesna dagblaðið. Sjá síðu 4 BARIST GEGN FUGLAFLENSU Hafin er vinna tveggja ráðuneytisstjóra til að verja Ísland gegn fuglaflensufaraldri. Nægt bólu- efni er grundvallaratriðið í baráttunni gegn vágestinum. sjá síðu 6 Kvikmyndir 46 Tónlist 44 Leikhús 45 Myndlist 45 Íþróttir 36 Sjónvarp 46 Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 Páll Dagbjartur Sigurðsson: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Jeppanum fylgir frelsi ● bílar 67% 52% Dagblaðalestur á laugardögum* *Landið allt skv. fjölmiðlakönnun Gallups, feb. 2005. VEÐRIÐ Í DAG SÚLD EÐA RIGNING VESTAN tIL Nokkuð bjart á austurhelmingi landsins. Hiti 5-10 stig á láglendi. Sjá síðu 4 Björn Hlynur Haraldsson leikari loks í viðtali: Mjólk og smákökur eða vodka og klám SÍÐUR 34 & 35 ▲ Mamma er orðin ýmsu vön SÍÐA 28 ▲ Mál Michael Jackson: ● sigur jakkalakka yfir gúanórokkaranum Valur Gunnarsson: ▲ SÍÐA 54 Jarðaði tuttugu Bubbaplötur GÆLUDÝR Ung kona á Álftanesi heldur óvenjuleg gæludýr, fimm fullorðnar rottur. Tvær þeirra felldu hugi saman og í fyllingu tímans fæddust þrettán ungar. Þeir eru nýbúnir að opna augun og rétt svo farnir að taka sín fyrstu skref. Kristbjörg Sara Thorarensen, sem á rotturnar, flutti þær inn frá Danmörku í ágúst. Þær eru úr góðri ræktun, en víða um lönd hafa rottur lengi verið ræktaðar sem gæludýr og mikið vandað til þess. Gælurotturnar hafa þróast út frá þeim villtu í tímans rás og stofnarnir eru nú orðnir gjöró- líkir. „Það er búið að rækta ýmsar tilhneigingar villtra dýra úr þeim svo sem grimmdina,“ sagði Kristbjörg Sara. „Það er margt svipað með þeim og hundum og annað sem svipar til katta. Þær þurfa til dæmis að kynnast fólki og samþykkja það áður en hægt er að taka þær upp. Þá þefa þær af viðkomandi og viðurkenna hann. Ég er með þær allar á gólfinu hjá mér núna. Ef ég kalla í þær þá koma þær þjótandi. Þær eru miklar félagsverur, skemmtilegar og forvitnar.“ Kristbjörg Sara sagði að það þurfi að gefa rottunum góðan tíma á degi hverjum. „Þær eru svo rosalega klárar, að þær þurfa talsverða örvun. Þess vegna er gott að hafa tvær saman, af sama kyni auðvitað, svo þær fái félagsskap hvor af annarri. Ég hleypi þeim út í klukkutíma, einn og hálfan á dag. Svo eru þær hlaupandi innan á mér og leika sér þegar ég er að horfa á sjónvarp.“ Rottukallarnir geta orðið um 600 grömm að þyngd en kerling- arnar nær helmingi léttari. Rott- urnar hafa skýra goggunarröð í sínum hópi. Kristbjörg Sara sagði það greinilegt hvaða rotta væri „svölust“ og hefði foryst- una fyrir hópnum. Þá væru rott- urnar mjög ólíkar í sér. Hún sagði mikla eftirspurn eftir rottuungum, sem hún kvaðst selja á 2-3 þúsund krónur stykk- ið. Hún hefði getað selt mun fleiri en þessa þrettán. jss@frettabladid.is Rottur seldust strax Nú tegund gæludýra, rottur, er að nema land hér. Þrettán rottuungar í ræktunarbúi á Álftanesi seldust strax eftir fæðingu. Ræktandinn annar ekki eftirspurn. Gælurotturnar á Álftanesi eru innfluttar frá Danmörku, en rottur eru ræktaðar víða um lönd. VATNSMÝRI Ríkisstjórnin mun fjár- magna lagningu Hlíðarfótarvegar í Vatnsmýri og einni flugbraut Reykjavíkurflugvallar verður lok- að strax á þessu ári. Þetta kemur fram á minnisblaði samgönguráð- herra og borgarstjóra um málefni flugvallarins og fyrirhugaðrar samgöngumiðstöðvar sem undir- ritað var fyrir þremur vikum. Á minnisblaðinu koma fram forsendur samkomulags ríkis og borgar. Þar er bókað að með bygg- ingu miðstöðvarinnar sé ekki tekin afstaða til framtíðar flug- vallarins. Þar er auk þess gert ráð fyrir að NA/SV flugbrautinni á Reykja- víkurflugvelli verði lokað á þessu ári og að ríkið fjármagni nýjan Hlíðarfótarveg sem leggja verður vegna miðstöðvarinnar. Að undanförnu hefur starfs- hópur unnið að tillögum um sam- göngumiðstöðina og var skýrsla hans kynnt í ríkisstjórninni í gær. Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri segir að samkom- lagið þýði að loks hafi verið höggvið á hnútinn á milli ríkis og borgar í flugvallarmálinu. „Það er mín skoðun að flugvöllurinn verði ekki þarna til eilífðarnóns og ég vonast til að með samkomulaginu hafi hopun vallarins verið flýtt og hann fari í áföngum.“ - shg Samkomulag ríkis og borgar: Reykjavíkurflugvöllur fari í áföngum RÆKTANDINN Kristbjörg Sara Thoraren- sen með Iliu mömmu undir vanganum. Kristbjörg Sara segir rotturnar mjög klárar og þurfa talsverða örvun. ROTTUMAMMA Rottan Chirie's Ilia, ásamt ungunum sínum þrettán. TILÞRIF Mamman þreif í ungana og flutti þá til ef þeir voru eitthvað að óþekktast.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.