Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.03.2005, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 05.03.2005, Qupperneq 8
8 5. mars 2005 LAUGARDAGUR Húsmóðir á Egilsstöðum spennt Keppni í Formúlu eitt kappakstrinum hefst um helgina. Freyja Gunnars- dóttir húsmóðir á Egils- stöðum er spennt enda Formúlan hennar líf og yndi. Eftir keppni er hún jafnþreytt og ökumenn- irnir. „Ég er orðin mjög spennt,“ segir Freyja Gunnarsdóttir húsmóðir á Egilsstöðum, sem eins og aðrir Formúluáhugamenn hefur þurft að bíða eftir almennilegum kappakstri síðan í haust þegar keppnistímabil- inu lauk. Freyja skrifaði áður fréttir af Formúlunni inn á vefsíðuna formula1.is en eftir að hún hætti því hefur hún ekki fylgst eins vel með gangi mála yfir vetrartímann. „Ég hef því verið að lesa mér til að undan- förnu og kynna mér allar breyting- arnar sem hafa orðið,“ segir hún. Freyja heillaðist af kappakstrin- um þegar Sjónvarpið hóf að sýna frá keppnunum fyrir nokkrum árum. „Það er svo margt sem er heillandi við þetta. Það er um margt að hugsa, tæknina, hraðann og allt í kringum þetta.“ Hún byrjaði að fylgjast ein með en dró svo bónda sinn í þetta með sér. „Börnin skildu ekkert hvað ég var að gera og fólki fannst svolítið skrítið að miðaldra húsmóðir á Egilsstöðum væri á kafi í þessu og að skrifa fréttir inn á formúlu- vefinn,“ segir hún og hlær. Freyja hefur í fjórgang farið utan til að berja dýrðina berum augum og segir ferðirnar ógleym- anlegar. Hún er ekki einlægur að- dáandi eins ákveðins ökumanns en nefnir Fernando Alonso hjá Renault þegar gengið er á hana. Sjálf á hún þó ekki Renault heldur Nissan og virðir umferðarreglurn- ar, sérstaklega ef hún er með börn- in í bílnum. „Ég hef reyndar sleppt mér á góðum malarvegi úti í sveit,“ segir hún en vill ekki gefa upp á hvaða hraða hún ók. Hún hefur hins vegar setið í rall- bíl með Steingrími Ingasyni rall- kappa og segir það hafa verið ólýs- anlegt. Um keppni helgarinnar vill Freyja sem minnst spá en hún segir stemninguna alltaf sérstaka í kring- um fyrsta mótið. „Fyrsta keppnin er alltaf æðisleg, sama hvernig hún fer. Og svo er alltaf skrítið þegar keppnin er haldin í mjög fjarlægu landi eins og í Ástralíu. Þá vakir maður eftir æfingunum og tímatök- unum og er að fylgjast með í tölv- unni og svona. Ég verð eiginlega jafn þreytt og ökumennirnir eftir svona keppni.“ bjorn@frettabladid.is 72.200 FÓRU Í HVALASKOÐUNAR- FERÐIR 2003 Heimild: Samtök ferðaþjónustunnar SVONA ERUM VIÐ „Ég er fyrir það fyrsta að reyna að forðast að fá flensu því ég á að vera með skífuskank á Dillon um helgina eins og flestar helgar,“ segir Andrea Jónsdóttir, útvarpskona og plötu- snúður, um nýjustu fréttir. Andrea er að eigin sögn með ótrúlega gott ónæmiskerfi og þarf ekki að taka nema eina verkjatöflu á ári. Henni finnst ekkert leiðinlegt að vinna langt fram á kvöld um helgar. „Nei, mér finnst þetta gaman. Það er líka bara opið til þrjú, en það getur ver- ið dálítið erfitt þegar maður er að spila til sex.“ Andrea spilar aðallega rokk og ról en læðir stundum Madonnu og Michael Jackson með. Þá er Andrea á leiðinni til London og ætlar að sjá Stuðmenn taka lag- ið í Royal Albert Hall. „Ég ætla með dótturdóttur minni í apríl. Ég held ég hafi aldrei skipulagt eitthvað svona með jafn miklum fyrirvara.“ Tónlistarunnendur komu vel undan síðasta ári, enda margir tónleikar, og Andrea telur árið fram undan ekki síður spennandi. Hún hlakkar mikið til að sjá Robert Plant en hún sá hann rokka á tónleikum hér á landi með Led Zeppelin árið 1970. „Ég ætla samt ekki að reyna að fá eitthvað nostalgíukast. Plant þarf ekki að taka gömul Led Zeppelin- lög til að skemmta fólki, hann er svo frábær tónlistarmaður. Þeir sem kunna ekki að meta Robert Plant og ætla ekki að sjá hann eru asnar,“ klykkir hún út kokhraust. Forðast flensu og fer á Stuðmenn HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? ANDREA JÓNSDÓTTIR ÚTVARPSKONA Á Flughóteli í Keflavík er gó› a›sta›a til fundar- og veisluhalda auk fless sem hóteli› er mjög gó›ur kostur fyrir flá sem eru í leit a› afflreyingu og endurnæringu. Veri› velkomin! Sími: 421 5222 www.icehotels.is N O N N I O G M A N N I I Y D D A / s ia .i s / N M 1 5 2 4 7 Nordica • Loftlei›ir • Flughótel • Flú›ir • Rangá • Klaustur • Héra› 52 KM TIL REYKJAVÍKUR SAUNA OG HEITUR POTTUR SALIR TIL FUNDAR- OG VEISLUHALDA UPPHITU‹ BÍLAGEYMSLA FYRSTA FLOKKS VEITINGAR FLUGHÓTEL fiEGAR HALDA Á GÓ‹AN FUND ÞJÓÐARSÓMI Þessi gallharði stuðningsmaður hollenska landsliðsins í vetraríþróttum fylgdist spenntur með sínum mönnum keppa í skautahlaupi í Inzell í Þýskalandi í gær. Group-væðing íslenskra fyrirtækja ríður húsum og hvert fyrirtækið á fætur öðru tekur upp group-ending- una. Í gær bárust fréttir af að Flug- leiðir væru að breytast í FL Group og Skífan er orðin Dagur Group. Group er enska og þýðir hópur eða flokkur. Magni Magnússon, kaupmaður í versluninni hjá Magna, fylgist vel með gangi mála og er að velta fyrir sér að breyta nafni verslunar sinnar í Hjá Magna Group eða jafnvel Magnað Group. „Auðvitað verður maður að fylgjast með tískunni í þessu eins og öðru,“ segir Magni en er í raun ekki mikil alvara. Þvert á móti. „Mér finnst þetta aulalegt og tel að menn ættu heldur að reyna að finna íslensk nöfn sem hljóma vel erlend- is. Þetta group er næsti bær við grúppíur, sem er nú ekki sérlega gott,“ segir hann en grúppíur kall- ast konur sem laðast að hljómsveit- um og fylgja þeim eins og skugginn. „Kannski flugfreyjurnar hjá Flug- leiðum verði kallaðar grúppíur eftir breytinguna,“ segir hann og hlær. Sjálfur nefndi Magni verslun sína Hjá Magna árið 1979 og tók Báru bleiku á Hverfisgötunni sér til fyrirmyndar en hún kallaði kven- fataverslun sína Hjá Báru. „Þetta er gott nafn, það er hægt að segja: Þú færð það hjá Magna og það hljómar vel.“ Og Magni rifjar upp tvær sögur af þessu tilefni. „Við Bolli Davíðs- son í Frímerkjahúsinu vorum að spá í að opna saman búð sem þá myndi heita Bolmagn í höfuðið á okkur. Svo var það hljómsveitin Sjálfsfró- un sem mátti ekki auglýsa nafnið sitt í útvarpinu því það þótti ósið- legt. Þeir leituðu til ráðagóðs manns sem ráðlagði þeim að nota nafnið Handrið. Það gekk og þeir fengu að auglýsa,“ segir Magni, sem ætlar að hætta verslun og viðskiptum í haust eftir áratuga höndl með spil, púsl, frímerki og mynt. - bþs Bylgja nafnabreytinga gengur yfir íslenskt viðskiptalíf: Magni að spá í Magnað Group MAGNI MAGNÚSSON KAUPMAÐUR „Kannski flugfreyjurnar hjá Flugleiðum verði kallaðar grúppíur eftir breytinguna.“ FREYJA GUNNARSDÓTTIR Slappað af eftir spennandi kappakstur á Silverstone-brautinni í Englandi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.