Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.03.2005, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 05.03.2005, Qupperneq 18
Árangur Reykjavíkurborgar í for- varnarmálum er nú orðinn útflutn- ingsvara í evrópsku samstarfsverk- efni, þar sem leitað er til þeirra sem taldir eru hafa náð markverðum ár- angri hér í borg. Þekking og árang- ur í Reykjavík eru útflutningshæf verðmæti að mati samstarfsþjóða okkar. Þetta og margt annað kom fram á fundi í Ráðhúsinu þar sem komu saman fulltrúar mennta-, tómstunda- og velferðarmála ásamt fræðimönnum til að ræða stöðu vímuvarna í borginni. Árangur hin síðari ár er markverður. Inga Dóra Sigfúsdóttir frá Rannsóknum og greiningu notaði orðin ,,umtalsverð- ur sigur“ fyrir Reykjavík þegar hún fór yfir árangur síðari ára og stöðu forvarnarmála. Vímuefnaneysla unglinga í grunnskólum borgarinn- ar hefur minnkað verulega. Árangurinn felst í mörgum ólík- um þáttum. Öflugt foreldrasam- starf skilar árgangri, sterkt vensla- net í skólum, vel skipulagðar tóm- stundir – margt stuðlar að þessum sigri sem Inga Dóra nefndi. Sjálfum fannst mér fyrirlestar og upplýs- ingar sem fram komu á fundinum benda til ákveðinnar viðhorfsbreyt- ingar. Áður hétu ,,forvarnir“ eitt- hvað sem merkti ,,fræðsla og áróð- ur“ sem áttu að skila því að ungling- ar létu ekki freistast. Rannsóknir sýna okkur að í raun þarf að taka á miklu fleiri þáttum sem saman geta kallast mannrækt. Hún felur í sér að unglingum sé gefin hæfni og geta að taka ábyrgð á eigin lífi. Við sjáum að árangur í vímu- vörnum er háður ýmsum þáttum, og niðurstaða er breytileg eftir hverf- um borgarinnar. Við teljum að með nýjum þjónustumiðstöðvum í öllum hverfum verði enn betur mögulegt en áður að samþætta og efla for- varnastarf á ýmsum sviðum og taka mið af aðstæðum í hverjum borgar- hluta. Því verða haldnir fundir í hverfum borgarinnar á næstunni þar sem farið verður yfir stöðu mála í hverjum borgarhluta, upp- lýsingum miðlað og sótt í smiðju þeirra sem vel þekkja til á vett- vangi. Hverfisráðin munu standa fyrir þessum fundum, enda einmitt hlutverk þeirra að miðla upplýsing- um og kalla saman fólk þar sem vænlegt er að þekking og reynsla muni skila enn betri árangri. Til mikils er að vinna og óska má þeim sem unnið hafa að þessum málum til hamingju, en helst þó unglingum í borginni sem langflestir sýna vilja sinn í verki á svo jákvæðan hátt. Höfundur er formaður mennta- ráðs Reykjavíkur. Söngvarinn Bubbi Morthens seldi sál sína í vikunni. Minna þarf til að verða „maður vikunnar“ í Fréttablaðinu! En hinkrum annars við. Er það ekki fulllangt gengið að segja að hann hafi selt sál sína? Lýsir það ekki svolítið gamaldags hugsun- arhætti að túlka samning Bubba og Sjóvár með þessum hætti? Má ekki allt eins segja að söngvarinn hafi með miklum klókindinum há- markað kynningu á tónlist sinni og þjóðfélagsboðskap? Allir hafa skoðun á Bubba Morthens. Hann öðlaðist heims- frægð á Íslandi fyrir aldar- fjórðungi með plötunni Ís- bjarnarblús. Áður hafði hljómsveit hans Utangarðs- menn gert garðinn frægan á hljómleikum og böllum, ekki síst þar sem róttækir vinstrimenn komu saman til að djamma og djúsa. Dagblaðið Þjóðviljinn hampaði Bubba mjög á þessum tíma. Hann var „reiður ungur maður“, kynntur sem „farandverka- maður, galeiðuþræll, frysti- húsverkari og neðanjarðar- blúsari“. Á frægum tónleikum í Laugardalshöllinni haustið 1980, „Rokkað gegn her“, voru Bubbi og Utangarðsmenn í sviðsljós- inu. Sama haust kom út plata þeirra Geislavirkir, sem popp- fræðingar telja marka tímamót í íslenskri rokksögu. Ekki þóttu öllum textar Bubba ýkja merkilegir. Jafnvel einstaka gáfumaður í röðum vinstri menningarvita efaðist um að hægt væri að tala um raunverulega sam- keppni hans við Jónas Hallgrímsson og Matthías Jo- hannessen. Málið var tekið til umfjöll- unar á málþingi í þá- verandi höfuðvígi ís- lenskra rauðliða, heim- spekideild Háskóla Íslands. Bubbi varði sitt, talaði um „gúanótexta“ þar sem áherslan væri á inntakið en ekki formið. Og hann sigraði. Hann bræddi hjörtu lærdómsmannanna í deildinni og boðskapurinn var látinn út ganga að Bubbi væri nýtt þróunarstig skáldskapar á Íslandi. Síðan hefur ríkt þokkaleg sátt um textagerð söngvarans. En ferill hans hefur verið skrykkjóttur eins og þjóðin veit því óregla setti mark sitt á líf Bubba um árabil. Eftir honum eru þessi orð höfð: „Þegar ég byrjaði í bransanum dreymdi mig um að verða frægur fyrir tónlistina mína. Alveg frá því ég var polli komst ekkert annað að. Svo gerð- ist það að ég v a r ð frægur á einni nóttu og fékk sjokk þegar ég vaknaði upp við það morguninn eftir að ég var sami maðurinn og hafði farið að sofa kvöldið áður. Þá fór ég að leita: Hvar er þessi sælutilfinning? En hún var bara ekki þarna og þá tók ég það til bragðs að búa hana til.“ Bubba tókst þó að vinna sig út úr vímunni og varð í framhaldinu boðberi heilbrigðs lífernis. Er ekki að efa að sem slíkur hefur hann haft góð áhrif á marga ung- linga sem líta upp til hans. Bubbi hefur komið víða við. Hann hafði um skeið mikinn áhuga á því að stæla líkama sinn. Hann var vinur lyftingakappans fræga Jóns Páls Sigmarssonar, sem er látinn. Bubbi varð annar í millivigt á íslenska meistara- mótinu í ólympískum lyfting- um vorið 1990. Hann er líka kunnur fyrir áhuga sinn á hnefaleikum. Grunur leikur á því að hann boxi í leyni við Ómar Ragnarsson. Samningur Bubba og Sjóvár kveður á um að fyrirtækið eignist höf- undarrétt að verkum hans. Sjóvá tekur áhættu og veðjar á að plöturnar hans seljist í framtíðinni og að hann eigi eftir að halda áfram áhugaverðri tón- listarsköpun meðan hon- um endist líf og heilsa. Í staðinn fær söngvarinn ríf- lega fyrirframgreiðslu. Hann getur gert upp skuldir sínar og lifað þokkalegu lífi. Einhverjir virðast hafa áhyggjur af því að þetta þýði að Bubbi muni framvegis framleiða músík sem peninga- valdið og borgarastéttin séu sátt við. Sumir telja að jafnvel þótt Bubbi ætli sér þetta ekki muni hann óafvitandi gera þetta. Þess vegna er talað um að hann hafi selt sálu sína. En þeir eru ekki síður margir sem trúa því að Bubbi Morthens muni ekki láta þetta hafa nein áhrif á sig. Hann muni jafnvel verða enn róttækari í tónlist og texta nú þegar hann þarf ekki að hafa áhyggjur af því hvort afurð- irnar seljist eða falli einhverjum í geð. Hann muni halda áfram að vinna gull úr gúanóinu sínu og gefa borgarastéttinni langt nef. Framtíðin ein sker úr um það hvað rétt er í þessu efni. ■ 5. mars 2005 LAUGARDAGUR Gull upp úr gúanó Reykvískir unglingar standa sig vel Upphafsorð féllu niður í grein Hannesar G. Sigurðssonar hag- fræðings „Rangfærslur um tekjuójöfnuð“ sem birtist í blaðinu í gær. Greinin átti að hefjast þannig: „Í umræðu um efnahags- og kjaramál er iðu- lega staðhæft að ójöfnuður sé mikill í landinu og aukist stöðugt. Þessu er gjarnan hald- ið fram í umfjöllun um stöðu fátæks fólks eða háar tekjur til- tekinna hópa. En er þetta rétt? Hvað segja fyrirliggjandi heimildir um þróun tekjuskipt- ingar á Íslandi og stöðu Íslands gagnvart öðrum þjóðum í þess- um efnum?“ Beðist er velvirð- ingar á þessum mistökum. ■ LEIÐRÉTTING Bls. 26-27 sorg skilnað Sátt eftir Guðfinna Ragnheiður Björgólfur Thor í DV Nærmynd: Töffari úr Vesturbænum og einn ríkastimaður heims & LAUGARDAGUR 5. MARS 2005 Hér og nú bls. 52 Bls. 38Helgarblað Kraftaverk AÐALHEIÐI VAREKKI HUGAÐ LÍF Hafdís Lára Kjartansdóttir lést úr heilablóðfalli líkt og móðir hennar fyrirskemmstu. Fjölskylda hennar er samheldiní sorg sinni en hún hefur þurft að þolaótrúlegar hremmingar út af arfgengu ogbanvænu geni sem rakið er til Vestfjarða. DAGBLAÐIÐ VÍSIR 53. TBL. – 95. ÁRG. – VERÐ KR. 295 Réttarhöld yfir morðingja DV fylgist náið með réttarhöldunum yfirHákoni Eydal sem viðurkenndi í viðtali við DV að hafa myrt Sri Rahmawatimeð hrottafengnum hætti. Fyrir rétti ígær sagði Hákon alla söguna. Lýsingarhans veita óhugnanlega innsýn íhugarheim morðingja. Bls. 8 Hafdís vissi að hún myndi deyja ung AUSTUR- VÖLLUR ALÞINGI INGÓLFTORG SÓL 101 A U STU R STR Æ TI H A FN A R STR Æ TI HÉRNA ERUM VIÐ AÐALSTRÆTI 9 - SÍMI 551 0256 2 FYRIR 1 ALLA HELGINA! Krullurnar komnar aftur Hafdís vissi að hún myndi deyja ung STEFÁN JÓN HAFSTEIN BORGARFULLTRÚI UMRÆÐAN FORVARNIR MAÐUR VIKUNNAR BUBBI MORTHENS SÖNGVARI TE IK N IN G : H EL G I S IG . – H U G VE R K A. IS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.