Fréttablaðið - 05.03.2005, Síða 31

Fréttablaðið - 05.03.2005, Síða 31
3LAUGARDAGUR 5. mars 2005 Áfram veginn Einar Elí Magnússon kemst leiðar sinnar Ekki grípa í tómt Þetta átti að vera rólegur sunnudagsbíltúr um hálendið. Og var það. Þangað til einn ferðafélaganna reif dekk. Engar áhyggjur – vant ferðafólk og ávallt viðbúið öllu. Við reddum þessu. Eða hvað? Tveir bílanna voru með varadekk. Hvorugt þeirra náðist undan bíl- unum. Annar þeirra var með tjakk en enga sveif. Hinn með sveif en engan tjakk. Sá þriðji með tjakk og sveif en ekkert varadekk. Allt í lagi, við gætum tjakkað bílinn upp á tveimur stöðum með því að sam- eina stöku sveifina og staka tjakkin. Eftir sem áður vorum við vara- dekkslaus. Reyndum að setja viðgerðartappa í dekkið en rifan var of stór. Hvað nú? Sem betur fer var ekki nema rúmlega tveggja tíma akstur í sið- menningu þaðan sem við fengum sent dekk. Við gátum því beðið róleg með tvö varadekk, tvo tjakka og tvær sveifar. Við höfðum allt til alls en búnaðurinn virkaði ekki eins og hann átti að gera. Hefur þú athug- að búnaðinn í bílnum þínum nýlega? Í hverjum bíl ætti að vera varadekk, tjakkur, felgulykill, lítið verk- færasett með helstu lyklum, toppum og nokkrum skrúfjárnum, drátt- artóg, startkaplar, auka viftureim og rúðuþurrka, smurolía, rúðupiss og dekkjahreinsir. Listinn má vera lengri en það skiptir öllu máli að við athugum reglulega hvort allt sé á sínum stað og virki eins og það á að gera. Þá er ekki síður mikilvægt að við kunnum eitthvað með búnaðinn að fara. Kannt þú að skipta um dekk á bílnum þínum? Veist þú hvar þú mátt setja tjakkinn undir hann? Eða hvað þú þarft að losa til að koma nýrri viftureim fyrir? Er ekki betra að athuga það í rólegheitunum heima í innkeyrslu en að treysta á að það reddist uppi á Hellisheiði í ausandi rigningu og roki? Og mundu að athuga sérstaklega hvort sveifin fyrir tjakkinn sé ekki örugglega með í för. Ég veit að ég mun athuga það reglulega hér eftir. Pólýhúðun ehf * www.polyhudun. is Smið juveg i 1 * S : 544 5700 200 kópavogur * Fax: 544 5701 l f * www.polyhudun. is i j i * S : 544 5700 r * Fax: 544 5701 Innbrennd duftlökkun á alla málma Húsgögn: Skólahúsgögn Skrifborð Auglýsingastanda Skrifborðstóla Rúm Borðplötur Innréttingar. Fataskápa Hillukerfi Eldvarnahurðir Gler Hringstiga Klæðningar Bílahlutir: Felgur Dráttarbeisli Stuðara Vélaparta Mótorhjól Kerrur Byggingar: Utanhúsklæðningar Þakjárn Álglugga Burðarvirki Ljósastaura Handrið Pólýhúðun Með pólýhúðun er átt við að polyester eða epoxy dufti er úðað úr sérstakri byssu sem hleður duftið upp með rafspennu svo það festist við málminn sem verið er að húða. Þar eftir er málmurinn bakaður við 200°C í nokkrar mínútur og er þá tilbúinn til notkunar. Við baksturinn bráðnar duftið og rennur út en um leið herðist og verður að grimmsterku lakki. Eigum á lager 350 RAL liti Aukin ökuréttindi Nú er rétti tíminn til að afla sér nýrra atvinnumöguleika ! Kennt er á leigu-, vöru- og hópferðabifreið, einnig vörubifreið með eftirvagni. Skólinn býður uppá nútíma kennsluaðstöðu og reynda kennara. Innritun alla miðvikudaga, áfangakerfi. Einnig eru í boði námskeið í vistakstri fyrir einstaklinga og hópa. Sími 567-0300 Þarabakka 3 109 Reykjavík Netfang mjodd@bilprof.is www.bilprof.is • SUMARDEKK • HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA • HEILSÁRSDEKK • RAFGEYMAÞJÓNUSTA • OLÍS SMURSTÖÐ • BREMSUKLOSSAR • BÓN OG ÞVOTTUR • PÚSTÞJÓNUSTA ALLT Á EINUM STAÐ SMUR- BÓN OG DEKKJAÞJÓNUSTAN SÆTÚNI 4, SÍMI 562 6066 Fegurð og einstök hönnun SÝNING VERÐUR Á BÍLUM ÚR EINKA- SAFNI RALPHS LAUREN Á LISTASAFN- INU Í BOSTON. Nokkrar bifreiðar úr einkasafni tískukóngsins Ralphs Lauren verða sýndar í listasafni Boston í næsta mánuði, og þykja þessar bifreiðar meðal þeirra fallegustu sem fram- leiddar hafa verið. Þar á meðal verður 1938 árgerð af Bugatti Type 57SC Atlantic Coupe, en aðeins þrír þannig bílar voru framleiddir og þykja þeir einstakir fyrir fallega hönnun. Mercedes-Benz SSK frá árinu 1930 verður einnig á sýning- unni, Jaguar XKD, sportlegur Porsche 550 Spyder, og fræg módel af Ferrari eins og Ferrari 250 Testa Rossa. Bílarnir eru fyrst og fremst rómaðir fyrir fegurð sína og segir í fréttatilkynningu frá lista- safninu að sumir þeirra jaðri við að vera skúlptúrar. Sýningin stend- ur til 3. júlí og munu reglulega vera sérstök kvöld þar sem húddið er opnað á bílunum og vélarnar sýndar. Bílaáhugamenn sem eiga leið um Boston ættu að kíkja á þessa sýn- ingu, en þetta er í fyrsta sinn sem þessir bílar eru sýndir saman. Ríkarður Sigmundsson er for- maður LÍV, Reykjavíkurdeildar Landssambands íslenskra vélsleðamanna, og hefur stundað vélsleðaakstur síðan árið 1999. Hann segir vélsleðasportið skemmtilegt fyrir margra hluta sakir. „Nálægðin við náttúruna og fjöllin er skemmtileg auk þess sem óvissuþættirnir eru spenn- andi þar sem maður þarf að takast á við mismunandi aðstæð- ur hverju sinni,“ segir Ríkarður. Rík áhersla er lögð á öryggis- málin að sögn Ríkarðs. „Brýnt er fyrir mönnum að hafa öryggis- búnað í lagi og keyra ekki undir áhrifum,“ segir Ríkarður. Hann segir þessi mál rædd á mánaðar- legum fundum en þar sé einnig rætt um ýmsa skemmtilega við- burði – eins og til dæmis viðburð sem var á Vetrarhátíð í Reykja- vík. „Við vorum með sleðastæla, eins og við köllum það, við Hús- gagnahöllina þar sem settur hafði verið upp stökkpallur og risastór snjóskafl. Menn sýndu þarna ýmsar kúnstir við mikinn fögnuð áhorfenda,“ segir Ríkarður. Í framhaldi af því var haldin keppni næsta dag þar sem keppt var um Reykjavíkurmeistaratitil- inn. „Keppnin er svipuð og í motorcross þar sem keppendur keyra í gegnum brautina undir dúndrandi tónlist og tveir kynnar lýsa keppninni í hátalarakerfi. Það er mikil keyrsla á þessu og mikið fjör,“ segir Ríkarður. Hægt er að kynna sér starfsemi sam- bandsins á liv.is. ■ Nálægðin við fjöllin skemmtileg Vélsleðamenn þeytast um fjöll og firnindi í vetrardýrðinni. En þeir gera meira en það því þeir hafa stofnað samtök og hittast reglulega og skipuleggja skemmtilega viðburði. Ríkarður Sigmundsson í brynju sem að hans mati er sá öryggisbúnaður sem vélsleðamenn eigi ekki að vera án. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R » BETRI SJÓNVARPSDAGSKRÁ Á FÖSTUDÖGUM

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.