Fréttablaðið - 05.03.2005, Síða 51

Fréttablaðið - 05.03.2005, Síða 51
LAUGARDAGUR 5. mars 2005 35 18. nóvember 2003 Lögreglan gerir húsleit í Neverland. 19. nóvember 2003 Handtökuskipun gefin út. 20. nóvember 2003 Jackson handtekinn. 18. desember 2003 Jackson ákærður fyrir kynferð- isbrot. 25. desember 2003 Jackson fer í fyrsta viðtalið eftir að málið kom upp og sver af sér allar sakir. 6. janúar 2004 Jackson mætir fyrir dómara og lýsir yfir sakleysi. 21. apríl 2004 Formleg ákærða lögð fram. 25. apríl 2004 Jackson skiptir um verjendur. 30. apríl 2004 Jackson lýsir aftur yfir sakleysi fyrir dómara. 28. maí 2004 Dómarinn segir að réttarhöldin eigi að hefjast 13. september. 27. júlí 2004 Dómarinn samþykkir að seinka réttarhöldunum til 31. janúar. 17. september 2004 Móðir hins meinta fórnarlambs ber vitni. 4. desember 2004 Lögreglan gerir aftur húsleit í Neverland. 19. janúar 2005 Martin Bashir sem tók viðtal við Jackson óskar eftir að bera ekki vitni. Það var ekki tekið til greina. 30. janúar 2005 Jackson gefur út yfirlýsingu þar sem hann óskar eftir réttlátri málsmeðferð. 31. janúar 2005 Byrjað að velja í kviðdóm. 23. febrúar 2005 Val í kviðdóm lokið. 28. febrúar 2005 Réttarhöldin yfir Michael Jackson hefjast. MÁLIÐ Í HNOTSKURN • • • • • • • • • • • • • • • • • • HARÐUR Í HORN AÐ TAKA Dómarinn sem stjórnar ferðinni í máli Michael Jackson heitir Rodney Melville. Hann hefur þrettán ára reynslu sem dómari og þykir vera nokkuð harður í horn að taka. Áður en hann varð dómari vann hann bæði á sem lögmaður einkastofu í Santa Monica og sem saksóknari í San Bernardino í Kaliforníu. Melville hefur reynt að gera það sem í hans valdi stendur til að réttarhöldin yfir Jackson verði ekki að fjölmiðlafári. Hann telur að ef það gerist sé aukin hætta á því að Jackson, vegna frægðar sinnar, hljóti ekki réttláta málsmeðferð. Sem dæmi leyfir Melville sjónvarps- stöðvum ekki að taka upp réttarhöldin. Þá hefur hann fellt úrskurð sem tak- markar opinberar umræður þeirra sem taka þátt í málinu með einum eða öðr- um hætti. Þó Melville hafi lýst á- hyggjum af því að Jackson hljóti ekki réttláta málsmeðferð hefur hann ekki tekið poppgoðið neinum vettlinga- tökum. Hann húðskammaði til að mynda Jackson fyrir skömmu fyrir að mæta of seint í réttinn. Þá ávítaði hann stjörnuna einnig fyrir að hafa lýst yfir sakleysi sínu í yfirlýs- ingu til fjölmiðla. FYRRVERANDI HNEFALEIKARI Tom Sneddon saksóknari í máli Jackson hefur verið lýst sem ágengum lögmanni sem gefur aldrei tommu eftir. Bak- grunnur Sneddon segir líka eflaust ýmislegt um manninn því hann stundaði hnefaleika í háskóla og gegndi herskyldu í Víetnam áður en hann varð lögmaður. Leiðir Sneddon og Jackson lágu fyrst saman fyrir rúmum áratug þegar Sneddon var með mál hins þrettán ára gamla Jordan Chandler á sinni könnu. Chandler sakaði Jackson um kynferðis- lega misnotkun en mál hans fór aldrei fyrir dómstóla þar sem sáttir tókust utan dómssalarins. Talið er að Jackson hafi greitt Chandler tugi ef ekki hundruð milljóna króna til þess að forðast réttar- höld. Jackson og stuðningsmenn hans telja Sneddon óbilgjarnan mann sem stjórnist af heift gagnvart stjörnunni. Sem gefur að skilja er Sneddon ekki í neinu sérstöku uppá- haldi hjá Jackson og er almennt talið að DS, eitt laganna á plötunni HIStory, sé tileinkað saksóknaranum. Í laginu syngur Jackson um karakterinn Dom Sheldon sem kaldan mann. Í textanum segir enn fremur: „Þeir vilja ná mér – dauðum eða lifandi.“ FAGURHÆRÐUR OG KRÖFTUGUR Verjandinn Thomas Mesereau tók við máli Michael Jackson í apríl á síðasta ári þegari Jackson sagði lögfræðingunum Mark Geragos og Benjamin Brafman upp störfum. Hinn fagurhærði Mesereau er nokkuð þekktur í Bandaríkj- unum og þá helst fyrir að hafa verið með mál hnefaleikar- ans Mike Tyson í máli sem kom upp árið 2001. Einnig er hann kunnur fyrir að hafa verið verjandi leikarans Roberts Blake, sem sakaður er um að hafa myrt eiginkonu sína. Það mál er enn í gangi en Mesereau hætti störfum fyrir Blake í febrúar. Mesereau er einnig þekktur fyrir að hafa unnið mál í Alabama og Missi- ssippi þar sem skjólstæðingar hans áttu dauðadóm yfir höfði sér. Í þeim málum gaf Mesereau vinnu sína. Mesereau, sem er trúrækinn maður, hefur hlotið lof fyrir kröftuga framkomu í réttarsalnum. Eftir að hann fékk Blake lausan gegn tryggingu á síðasta ári sagði dómarinn að Mesereau væri einn færasti lögmaður sem hann hefði séð. John Potter, saksóknari í Kaliforníu, sagði í viðtali við Los Angeles Times að Mesereau bæri það með sér að hann hefði einlæga og bjargfasta trú á því að skjólstæðingar hans væru saklausir. DÓMARINN Rodney Melville. SAKSÓKNARINN Tom Sneddon. VERJANDINN Thomas Mesereau.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.