Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.03.2005, Qupperneq 54

Fréttablaðið - 05.03.2005, Qupperneq 54
38 5. mars 2005 LAUGARDAGUR Við hrósum... ... stjórn KSÍ sem hreinlega malar gull þessa dagana. Þar á bæ starfa menn með gott peninganef eins og sjá má á gróðanum sem KSÍ fékk fyrir skynsamar fjárfestingar í hlutabréfum í KB Banka. Vonandi verður gengi landsliðsins álíka gott og stjórnarinnar. Við hrósum... ... Gauta Jóhannessyni úr UMSB fyrir að halda uppi heiðri Íslendinga á Evrópumeistaramótinu í frjálsum íþróttum innanhúss í Madrid áSpáni. Gauti varð ellefti í sínum riðli í 1500 metra hlaupi í gær og komst því ekki í úrslit. Gauti var nokkuð frá sínu besta, en hljóp vegalengdina á þremur mínútum og 50,67 sekúndum. Gauti var eini fulltrúi okkar Íslendinga á mótinu.sport@frettabladid.is FÓTBOLTI Knattspyrnusamband Ís- lands hefur verið gagnrýnt fyrir að hafa fjárfest í hlutabréfum í KB banka fyrir 100 milljónir á síð- asta ári. Talað hefur verið um að áhættan sé of mikil og pening- arnar ættu frekar að fara til félag- anna í landinu sem sum hver berjast í bökkum. Eggert Magnússon, formaður KSÍ, sagði í samtali við Frétta- blaðið að stjórn sambandsins liti á það sem skyldu sína að reyna að ávaxta fé sambandsins sem best og hún liti á þessa fjárfestingu í KB banka sem skammtímafjár- festingu. „Við munum innleysa þessi bréf á næstunni og miðað við gengi bréfanna í dag er ljóst að þessi fjárfesting skilar ágætis hagnaði,“ sagði Eggert. KSÍ keypti hlutabréf í KB banka fyrir um 100 milljónir í hlutabréfaútboði bankans í októ- ber á síðasta ári. Hver hlutur kostaði 480 kr þá en í gær stóð hluturinn í 512. Hann hefur hækk- að um 6,25% á þessum rúmum fjórum mánuðum sem gefur KSÍ hagnað upp á rúmar sex milljónir ef sambandið myndi selja hlut sinn í dag. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins telst það vel viðun- andi ávöxtun á ekki lengri tíma. „Þetta er ekki stór hluti af þeim peningum sem við erum að sýsla með og því lítum við ekki á þetta sem einhverja áhættu. Það var okkar mat að það væri betra að kaupa bréfin heldur en að geyma peningana inni á bók,“ sagði Eggert. oskar@frettabladid.is KSÍ hefur grætt rúmar sex milljónir króna Knattspyrnusamband Íslands keypti hlutabréf í KB banka fyrir um 100 millj- ónir í hlutafjárútboði í október á síðasta ári. Þau hafa hækkað um 6,25% síðan þá og þessi skammtímafjárfesting skilar góðum arði til sambandsins. Valsmenn efna öðru sinni tilveglegrar Vorgleði í Valsheimilinu í kvöld. Valsmenn ætla að tjalda öllu til og stuðbandið Júdó og Stefán, sem Jón Ólafsson og Stefán Hilmarsson skipa, munu taka nokkur lög meðan gestir háma í sig dýrindis kræsingar frá Jóhannesi í Múlakaffi. Sálin Hans Jóns Míns mun síðan leika fyrir dansi fram á nótt en einnig mun hljómsveitin Igore stíga á stokk. Jón Ólafsson verður veislustjóri en sérstakur heiðursgestur verður Ian Ross, fyrrum þjálfari Vals og núverandi fjölmiðlafulltrúi Everton. Upplýsingar um miða og borðapantanir eru í síma 551-1134. Shaun Wright-Phillips, leikmaðurManchester City og enska lands- liðsins, verður frá keppni í allt að tvo mánuði vegna meiðsla sem hann hlaut í leik gegn Norwich á mánudaginn síð- asta. Þegar læknar skoðuðu leikmanninn kom í ljós að hann þarf að fara í uppskurð á hné og verður því frá í keppni í fyrrgreindan tíma. Þetta er liði Manchester City mikið áfall og ekki síst enska landsliðinu, sem leikur tvo leiki í undankeppni HM á næstunni. ÚR ÍÞRÓTTAHEIMINUM Stálsleginn Nokia 6170 Rafhlaða og þyngd - 4 klst. í tal - 260 klst. í bið - 121 g Minni og samskiptamöguleikar - Myndskilaboð - GPRS - Tri-Band (virkar í USA) - Innrautt - Bluetooth Leikir og tónlist - Java-leikir - Fjöltóna hringingar (40 radda) Skjár og myndavél - 128x160 díla, 65 þúsund lita skjár - VGA 640x480 díla myndavél - Tekur við myndskeiðum Annað - Annar skjár utan á símanum - Vekjari, klukka, skeiðklukka, reiknivél Finnska stálið Nokia 6170 er nú á hörkugóðu tilboði fyrir viðskiptavini Og Vodafone. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U RV 2 75 88 03 /2 00 5 *Skuldfært mánaðarlega af kreditkorti. 29.900 kr. eða 2.990 kr. í 12 mánuði* Komdu í Og Vodafone verslun, smelltu þér á www.ogvodafone.is eða hringdu í 1414 fyrir nánari upplýsingar. TRI BAND MYNDAVÉL BLUETOOTHJAVA-LEIKIR VEKJARI MYNDSKILABOÐ DAGBÓK INNRAUÐUR GEISLI LEIKIR GÆRDAGSINS EGGERT MAGNÚS- SON, FORMAÐUR KSÍ Getur verið sáttur við ávöxtun bréfanna í KB banka. DHL-deild karla VALUR–ÞÓR 36–29 Mörk Vals: Sigurður Eggertsson 8, Baldvin Þorsteinsson 8, Heimir Örn Arnarson 5, Vilhjálmur Halldórsson 4, Kristján Þór Karlsson 3, Fannar Þór Friðgeirsson 2, Ásbjörn Stefánsson, Brendan Þorvaldsson 2, Hjalti Pálmason 1, Ingvar Árnason 1. Mörk Þórs: Árni Þór Sigtryggsson 8, Sindri Haraldsson 5, Aron Gunnarsson 4, Arnór Þór Gunnarsson 4, Atli Þór Ragnarsson 4, Aigars Lazdins 4, Bjarni Gunnar Bjarnason 3, Sindri Viðarsson. STAÐAN: HAUKAR 10 6 1 3 316-292 13 HK 10 6 0 4 316-297 12 VALUR 11 6 0 5 297-305 12 KA 10 4 2 4 298-298 10 ÍR 10 5 0 5 305-306 10 ÍBV 10 4 1 5 300-290 9 VÍKINGUR 10 4 0 6 278-288 8 ÞÓR 11 4 0 7 313-347 8 1. deild karla FRAM–AFTURELDING 26–20 Mörk Fram: Jón Björgvin Pétursson 7, Stefán B. Stefánsson 5, Ingólfur Axelsson 5, Guðlaugur Arnarsson 4, Þorri Gunnarsson 3, Gunnar Harðarson 1. Mörk Aftureldingar: Ernir Arnarson 5, Vlad Trufan 3, Daði Jónsson 3, Ásgeir Jónsson 2, Einar Hrafnsson 2, Hrafn Ingvarsson 2, Magnús Einarsson 2, Jens Ingvarsson 1. STAÐAN FRAM 7 5 0 2 180–16910 FH 6 5 0 1 170–140 10 GRÓTTA/KR 7 4 0 3 174–170 8 AFTURELDING7 3 0 4 190–192 6 STJARNAN 6 1 1 4 154–169 3 SELFOSS 7 1 1 5 176–204 3 Deildarbikar karla VÍKINGUR–ÍBV 2–1 1–0 Vilhjálmur Vilhjálmsson, víti (5.), 2–0 Hörður Bjarnason (13.), 2–1 Steingrímur Jóhannesson (31.).
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.