Fréttablaðið - 18.04.2005, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 18.04.2005, Blaðsíða 74
FRÉTTIR AF FÓLKI Mean Creek er óhugnanleg saga sem gerist einhvers staðar í smábæjarbakgarði Bandaríkj- anna. Hún virkar sönn á mann vegna þess hversu svipuð hún er þeim fregnum sem maður fær þaðan reglulega. Það er að segja fregnum um morð sem framin eru af börnum eða unglingum. Rory Culkin leikur strák sem er barinn af feita hrekkjusvín- inu í skólanum sínum. Hann klagar í hassreykjandi unglings- bróður sinn sem byrjar strax að skipuleggja hefnd, enda eru þeir bræður nánir og góðir vinir. Þeir plata feita hrekkjusvínið í bátsferð ásamt tveimur vinum eldri bróðursins og kærustu þess yngri. Í þessari ferð eru áformin þau að niðurlægja hrekkjusvínið allhressilega. En það þarf ekki nema nokkrar mínútur á bátnum svo krakkarn- ir sjái að sá feiti á niðurlæging- una ekki endilega skilið. Mann- legar hliðar fórnarlambsins koma í ljós og sumir meðlimir samsærisins fara að efast um ágæti hefndarinnar. Þessi mynd er ekki predikun yfir unglingum í Bandaríkjun- um. Hún er frekar nokkurs kon- ar pæling um það, hvernig svona atburðir geta átt sér stað. Grimmd og viðkvæmni eru í há- marki hjá mannskepnunni á unglingsárunum og stríðni virð- ist oft fara yfir strikið. Leikar- arnir, sem allir eru börn og ung- lingar, standa sig frábærlega. Culkin er fæddur leikari og er ein af þessum barnastjörnum sem hafa gamla sál. Einnig ber að vekja athygli á Scott Mechlowicz (Eurotrip) sem fer á kostum sem skíthællinn í hópnum. En það er Josh Peck sem vinnur leiksigur í hlutverki aumkunarverða hrekkjusvíns- ins/fórnarlambsins. Það er langt síðan ég hef vorkennt hálfvita jafnmikið. Hugleikur Dagsson Ljótt að stríða MEAN CREEK SÝND Á IIFF 2005 KVIKMYNDAHÁTÍÐINNI LEIKSTJÓRI: JACOB AARON ESTES AÐALHLUTVERK: RORY CULKIN, RYAN KELLEY, JOSH PECK, SCOTT MECHLOWICZ NIÐURSTAÐA: Þessi mynd er ekki predikun yfir unglingum í Bandaríkjunum. Hún er frekar nokkurs konar pæling um það, hvernig svona atburðir geta átt sér stað. Grimmd og viðkvæmni eru í hámarki hjá mannskepnunni á unglingsárunum og stríðni virðist oft fara yfir strikið. [ KVIKMYNDIR ] UMFJÖLLUN HUGSAÐU STÓRT SÍMI 564 0000 GÆTI HUGSANLEGA VAKIÐ ÓTTA UNGRA BARNA Sýnd kl. 8 og 10.30 S.V. MBL J.H.H. kvikmyndir.com Sýnd kl. 4 og 6 m/ísl. tali Sýnd kl. 4 og 6 m/ensku tali ÓÖH DV K&F X-FM SV MBL ÓHT Rás 2 Sýnd kl. 8 og 10.30 B.I. 14 ára Hættulegasta gamanmynd ársins ÓÖH DV Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 B.B. Sjáðu Popptíví M.J. Kvikmyndir.com Með Dennis Quaid í fantaformi ásamt Topher Grace (That’s 70s Show) og Scarlett Johnsson (Lost in Translation). Hann fær nýjan yfirmann óreyndan strák sem dóttir hans fellur auk þess fyrir Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15 B.I. 16 ára Sýnd í lúxus kl. 5.45, 8 og 10.15 FRÁ SÖMU OG FÆRÐU OKKUR SCREAM MYNDIRNAR! Hún fær þig til að öskra! Magnaður hrollvekjutryllir frá Wes Craven! SÍMI 551 9000 Sýnd kl. 8 B.i. 16 Iceland International Film Festival Melinda - Sýnd kl. 8 Nýjasta meistaraverk Woody Allen. Gagnrýnendur eru sammála um að þetta sé hans besta mynd í mörg ár. Mynd sem engin sannur kvikmyndaáhugamaður má missa af! Aðrar myndir sem eru til sýningar: Hotel Rwanda - Sýnd kl. 5.40 Woodsman - Sýnd kl. 4 Dear Frankie - Sýnd kl. 4 House of the Flying Daggers - Sýnd kl. 10.15 Rokk í Reykjavík - Sýnd kl. 6 What the Bleep do we Know - Sýnd kl. 4 Mean Creek - Sýnd kl 4 Darkness - Sýnd kl. 6 O.H.T. Rás 2 Downfall - Sýnd kl. 8 Magnþrungið meistaraverk um síðustu dagana í lífi Hitlers séð með augum Traudl Junge sem var einkaritari Hitlers. Túlkun Bruno Ganz á Hitler er stórkostleg. Ein besta stríðsmynd allra tíma. Nýjasta mynd meistara Pedro Almódavar. “Sterkasta mynd Almódavar í tvo áratugi.” (Village Voice). Í aðalhlutverki er latneska súperstjarnan Gabriel Garcia Bernal og Fele Martinez. Bad Education- Sýnd kl. 6 og 10 Sýnd kl. 8 og 10.40 J Ó N S S O N & L E ’M A C K S Sjáðu þessar í dag! www.icelandfilmfestival.is Iceland International Film Festival Skoðaðu dagskrá hátíðarinnar nánar: www.icelandfilmfestival.is Mayor of Sunset strip - eftir George Hickenlooper Darkness - eftir Jaume Balagueró Melinda and Melinda - eftir Woody Allen Rokk í Reykjavík - eftir Friðrik Þór Friðriksson Gwyneth Paltrow segir minniðhafa versnað síðan hún átti barn. Hún var að tala við nemendur í leiklistarskóla í London þegar hún minntist á þessa stað- reynd þegar nemandi spurði hana um hvernig henni gengi að læra handrit. „Ég var alltaf hrikalega góð í að læra handrit en eftir að ég átti barn þá get ég varla munað neitt. Ég var með ótrúlega gott minni en nú get ég ekki einu sinni munað hvaða dagur er,“ sagði Gwyneth sem fæddi sitt fyrsta barn, Apple, í maí á síðasta ári. Hún er núna við tökur á myndinni Running with Scissors. Britney Spears stendur í kaupumá 1.3 milljón dollara heimili í Las Vegas nálægt staðnum þar sem hennar fyrsta barn fæddist. Sam- kvæmd New York Post, fæddist fyrsta barn Britneyjar í herbergi 248 á Hard Rock hótelinu og aðeins stuttum labbitúr frá nýju heimili söngkonunnar. Kevin Federline og Britney fóru nýverið og keyptu sér ís í Flórída og uppgötvuðu þar að þau væru ekki með nægan pening. Federline skrapp þá út úr ísbúðinni og bað einfaldlega einn af paparazzi ljósmyndurunum um pening og lof- aði að borga hon- um aftur. Ljósmynd- arinn lét Kevin fá tíu dollara og óskaði honum til hamingju með barnið. Mariah Carey vonast til þess aðfá hlutverk í nýju Ricky Gervais þáttunum sem nefnast Extras. Söng- konan hefur víst talað við framleið- endur BBC þáttanna um að fá hlutverk í þátt- unum. „Við héldum að þetta væri plat þegar við fengum hringingu og okkur var sagt að Mariah vildi tala við okkur. Við vorum að taka upp þenn- an dag en hyggjumst tala við hana seinna ef hún er á land- inu,“ sagði tals- maður BBC. Kate Winslet og Samuel L. Jackson hafa nú þegar fengið hlut- verk í þáttunum. FRÉTTIR AF FÓLKI SJÓNVARPSDAGSKRÁ VIKUNNAR »
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.