Fréttablaðið - 15.06.2005, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 15.06.2005, Blaðsíða 10
OFURÞOTA Á FLUGI Hér má sjá Airbus 380 ofurþotuna á flugi á 46. flugsýningunni í Le Bourget utan við París. Vélin var afhjúp- uð með viðhöfn í vetur en nokkrar tafir hafa orðið á framleiðslu hennar fyrir þá kaupendur sem nú þegar hafa pantað sér nokkur stykki. 10 15. júní 2005 MIÐVIKUDAGUR Sex borgfirskir hestamenn: Ri›i› yfir Hvítá í fyrsta sinn HESTAMENNSKA Sex borgfirskir hestamenn tóku sig til og riðu þvert yfir Hvítá, frá Hvanneyri að Einarsnesi á sunnudaginn var. Ekki er vitað til þess að þessi leið hafi verið riðin fyrr, enda bæði álar og sandbleytur að fara yfir á þessari þriggja kílómetra leið. „Þetta er örugglega í fyrsta skipti sem þetta er gert,“ segir Jón Ólafsson á Báreksstöðum, einn þeirra sem riðu yfir ána. „Þessi hugmynd kviknaði fyrir tveimur árum þegar verið var að draga rafstreng yfir ána. Ég fór þá yfir með beltavél sem notuð var við verkið og í kjölfarið datt mér í hug hvort þetta væri mögu- leiki.“ Síðan hófust athuganir á ánni úr lofti og með bát, þar sem reynt var að staðsetja álana og grennsl- ast fyrir um dýpt þeirra. Og svo var lagt í hann. „Þetta var ekki alveg greið leið,“ segir Jón. „Við lentum í sandbleytu við ál nærri Einars- nesi og misstum tvo hesta niður. Þá hugleiddum við að snúa við. En það gekk greiðlega að ná hestun- um upp og við skelltum á sund að gamni okkar áður en við komum í land. Það ætti enginn að fara þetta án kunnugra manna og alls ekki að láta sér detta í hug að fara yfir með rekstur.“ -jss OLÍUBÍLL EYÐILAGÐI FÓLKSBÍL Olíubíll ók á kyrrstæðan fólksbíl á Strandgötu á Eskifirði í fyrra- dag og gjöreyðilagði hann. Fólks- bíllinn var mannlaus og honum hafði verið lagt upp við gang- stétt. Ökumaður vörubílsins virð- ist ekki hafa séð bílinn í tíma. BÍLVELTA Í GRÍMSNESI Bíll valt á Sólheimavegi í Grímsnesi stuttu fyrir miðnætti á mánudagskvöld. Bíllinn var dreginn í burtu með dráttarbíl. Ökumaðurinn var einn í bílnum og slapp með minnihátt- ar meiðsli. DRYKKJULÆTI Í VESTMANNAEYJ- UM Kalla þurfti lögreglu á skemmtistað í Vestmannaeyjum á aðfaranótt þriðjudags. Drukkinn karlmaður hafði brugðist illa við því að vera vísað af staðnum og þurfti aðstoð til að koma honum úr húsi. Ráðherra græðir hundruð þúsunda á prestsjörð LÖGREGLUFRÉTTIR Kárahnjúkavirkjun: Tvö verk bo›in út VIRKJANAMÁL Landsvirkjun óskaði í gær eftir tilboðum í tvær stór- framkvæmdir vegna Kárahnjúka- virkjunar. Annað verkefnið er gröftur og gangagerð vegna botn- rásar við Jökulsá í Fljótsdal fyrir væntanlegra Ufsarstíflu. Þau göng eiga að vera 57 metra löng og sjö metra breið. Hitt verkefnið er strengplæg- ing fyrir Hraunveitur og felst í að leggja og tengja átta kílómetra langan rafstreng milli Ufsarstíflu og Kelduárlóns, ásamt lagningu ídráttarröra fyrir ljósleiðara. Nánari upplýsingar má finna á www.landsvirkjun.is. ■ LANDBÚNAÐUR „Segja má að ís- lenska lambakjötið sem stendur til boða í verslunum í dag sé ekki fyrsta flokks því flestar vænustu steikurnar eru uppseldar,“ segir Jóhann Ólafsson, fulltrúi hjá Bændasamtökunum. Grillvertíð landsmanna er að sönnu hafin og léleg birgðastaða lambakjöts veldur því að hætta er á að kjötið klárist áður en nýslátrað kemur aftur á markaðinn í byrjun ágúst. Jóhann segir það af sem áður var þegar birgðir af lambakjöti hlóðust upp ár eftir ár. Margir bændur hafi snúið sér að öðru og vegna þess hve fáir séu eftir er hætta á að lambakjöts- birgðirnar í landinu klárist áður en sláturhús hefja aftur slátrun í ágústmánuði. Hann segir tilraunir hafa verið gerðar til að hefja slátrun fyrr á sumrin til að anna þeirri auknu eftirspurn sem orðið hefur undan- farin sumur en þær hafi tekist misvel. „Það er hægara sagt en gert. Auðvitað væri óskandi að slíkt næðist en þessar tilraunir hafa gengið upp og niður og því ein- hver tími enn áður en tekst að bjóða neytendum nýtt kjöt fyrr á sumrin en nú er.“ -aöe Grillvertíðin að ná hámarki: Lambakjöti› er ó›um a› klárast VART MÁ SJÁ TIL SÓLAR ÞESSA DAGANA ÁN ÞESS AÐ ÞÚSUNDIR GRILLMEISTARA VÍÐA UM LAND ÞEYSI ÚT Í GARÐ MEÐ STEIKUR. Blikur eru á lofti um það hvort magn lamba- kjöts í landinu dugi öllum sem vilja. IBRAHIM AL-JAAFARI Ríkisstjórn hans fékk afgerandi umboð frá íraska þinginu í gær. Íraska þingið: Trausti l‡st á stjórnina BAGDAD, AP Yfirgnæfandi meiri- hluti íraskra þingmanna lýsti yfir trausti á ríkisstjórn Ibrahim al- Jaafari en slík yfirlýsing var á dagskrá þingsins í gær. Stjórnin hefur átt undir högg að sækja að undanförnu þar sem henni hefur ekki tekist að slökkva ófriðarbálið sem geisar í landinu þrátt fyrir að hafa sagt að það væri hennar helsta verkefni. Yfir þúsund manns hafa fallið síðan hún tók við völdum 28. apríl síð- astliðinn. Miklar deilur hafa staðið á íraska þinginu að undanförnu um hlut súnnía í stjórnarskárgerðinni en þeir telja sig bera skarðan hlut frá borði í stjórn landsins. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P EVRÓPUSAMBANDIÐ, AP Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sagði í gær að það yrði erfitt að leysa þann ágreining sem ríkir milli ráðamanna Evrópusambandsríkj- anna um fjárhagsramma sam- bandsins næstu árin. Kallaði Blair eftir víðtækri umræðu um fram- tíðartilhögun fjármögnunar sam- bandsins. Blair átti viðræður við Jacques Chirac, forseta Frakklands, í Par- ís í gær og dró enga dul á það á blaðamannafundi að í viðræðun- um hefði komið skýrt í ljós að ágreiningurinn væri djúpstæður. Hagsmunaárekstrar Frakka og Breta í þessu sambandi hafa kom- ið mjög skýrt fram í aðdraganda leiðtogafundar ESB sem hefst í Brussel á morgun, en á honum stóð til að ganga frá samkomulagi um fjárlagaramma ESB fyrir árin 2007-2013. Blair hefur lagt áherslu á að ekki komi til greina fyrir Breta að hreyft verði við milljarðaendurgreiðslum sem þeir fá úr sjóðum ESB og Chirac hefur á móti ekki tekið í mál að hreyft verði við landbúnaðarnið- urgreiðslunum sem franskir bændur njóta einkum góðs af. ■ KOMNIR YFIR Komnir yfir sandbleytur og ála, á leið í land, Jón Ólafsson, Sigursteinn Sig- ursteinsson, Einar Karelsson, Karl Björgúlfur Björnsson, Ari Ingimundarson og Jóhann Hólmar Ragnarsson. Hvanneyri í baksýn. Bretar og Frakkar deila um fjárhag ESB: Samkomulag ekki í sjónmáli KÝTA UM KOSTUN ESB Tony Blair og Jacques Chirac á tröppum forsetahallarinnar í París í gær. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.