Fréttablaðið - 09.08.2005, Blaðsíða 22
6 9. ágúst 2005 ÞRIÐJUDAGUR
Bætt líðan
með betra lofti
Nánari upplýsingar á www.ecc.is og í síma 511 1001
Skúlagötu 63 - 105 Reykjavík
Hreinsar lof t ið | Eyðir lykt | Drepur bakter íur
NÝTT! LOFTHREINSITÆKI
Vertu fallega
sólbrún(n)
- innan frá
Vísindalega staðfest. Imedeen Tan
Optimizer - hylki verka innan frá og
veita gylltan húðlit, sem helst lengur en
þig hefur nokkurn tímann dreymt um.
Hylkin undirbúa húðina fyrir
sólina, minnka roða og viðkvæmni fyrir
sól, verja húðina gegn öldrun af
völdum sólar og örva myndun á fallegri
sólbrúnku.
Einföld, mjúk og áhrifarík meðferð sem farið
hefur sigurför um Evrópu.
Virkar vel á hverskonar vandamál.
Kennt á Akureyri 14. - 17. október 2005
Í Reykjavík 21. - 24. október
Íslenskt námsefni og íslenskur kennari.
Uppl. síma 421 4569 og 897 7469 • Margeir
www.bowentaekni.com • jmsig@simnet.is
Námskeið í
Bowen Tækni
„Klifur skiptist niður í nokkrar
klifurgreinar. Það er fjallaklifur,
erfiðaklifur, keppnisklifur og
alpaklifur. Udo var áður í keppn-
isklifri en sérhæfir sig núna í
tækniþjálfun og kennir fólki að
bæta sig, bæta tæknina og bæta
kraft. Hann ætlar líka að kenna
hönnun á klifurleiðum og keppn-
isleiðum og hvernig búa á til bold-
er-verkefni sem og hann fjallar
hann um keppnisframkvæmdir.
Hann hefur skrifað bækur, gefið
út DVD-diska og myndbönd og
skrifar margar greinar um íþrótt-
ina,“ segir Rannveig Guðmunds-
dóttir íþróttafræðingur, sem
aðstoðar Udo á námskeiðinu. Þau
kynntust þegar þau voru bæði við
nám í íþróttaháskólanum í Köln
fyrir fimmtán árum og hafa
klifrað saman síðan.
„Udo hefur ferðast um allan
heiminn og er með góðar mynd-
bandsupptökur af helstu klifur-
stöðunum sem hann sýnir á nám-
skeiðinu. Hann er nýkominn frá
Nýja-Sjálandi og hefur ferðast til
dæmis til Kína, Suður-Ameríku
og Suður-Afríku,“ segir Rann-
veig, sem hvetur alla áhugasama
um klifur að koma á námskeiðið.
„Hann verður með námskeiðið á
ensku þótt hann sé Þjóðverji
þannig að fólk þarf ekki að vera
hrætt við að skilja ekki tungumál-
ið. Ég myndi segja að námskeiðið
sé fyrir allt áhugafólk sem vill
fræðast um klifur og reyna að
bæta sig. Það geta allir klifrað og
þetta er íþrótt sem þú getur
stundað nánast alla ævi.“
Rannveig hefur tvímælalaust
fundið fyrir aukningu í klifri hér
á landi og telur íþróttina vera í
mikilli uppsveiflu. „Þegar ég kom
hingað fyrst að klifra fyrir tólf
árum voru örfáar hræður sem
stunduðu íþróttina. Það var engin
aðstaða fyrir innanhússklifur og
varla hægt að fá klifurskó. Nú
eru tvær góðar aðstöður fyrir
innanhússklifur, bæði í Klifur-
húsinu í Reykjavík og í íþrótta-
miðstöðinni Björk. Einnig hafa
myndast klifurhéröð hér á landi.
Hnappavellir eru mekka kletta-
klifurs og Fagurhólsmýri er
einnig vinsæll staður. Ég hef líka
tekið eftir því að mikið af börn-
um sækir klettaklifursnámskeið
hjá Björk og hafa mikinn áhuga,“
segir Rannveig, sem er algjör-
lega heilluð af íþróttinni. „Það er
einstakt að klifra og svo margt í
kringum það sem er æðislegt.
Maður fer á fallega staði sem eru
algjörlega ósnertir af ferðamönn-
um og upplifir hluti sem fáir aðr-
ir upplifa.“
Skráning á námskeiðið og nán-
ari upplýsingar eru í síma 899
7452 og 565 2311. Einnig er hægt
að skrá sig á fbjork@fbjork.is.
Námskeiðsgjald er 8.500 krónur.
lilja@frettabladid.is
„Klettaklifur er mjög vinsælt erlendis og með tilkomu klifurhalla er hægt að stunda klifur
á hvaða árstíma sem er þar sem sportið var alltaf háð veðrum og vindi.“
Það geta allir klifrað
Klettaklifur hefur notið síaukinna vinsælla hér á landi og er
geysivinsæl á erlendri grundu. Þýski klettaklifrarinn Udo Neu-
mann heldur námskeið í klettaklifri 10. til 12. ágúst í íþróttamið-
stöðinni Björk, en hann er eitt stærsta nafnið í klifurheiminum.
Udo Neumann er eitt stærsta nafnið í klif-
urheiminum og miðlar þekkingu sinni hér
á Íslandi næstkomandi daga.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
Ein sprauta á
ævinni
VERIÐ ER AÐ ÞRÓA BÓLUEFNI
SEM Á AÐ GETA KOMIÐ Í VEG
FYRIR ÖLL FLENSUSMIT ALLA
ÆVINA.
Árlega geisa flensufaraldrar og
yfirleitt eru þar á ferðinni stökk-
breytt afbrigði af gömlum flens-
um sem mótefnin duga ekki
lengur gegn. Vonir standa nú til
að hægt verði að búa til bóluefni
sem hjálpar líkamanum að
mynda mótefni gegn öllum
mögulegum flensum, meira að
segja fluglaflensunni.
Talið er að á milli hálf og ein
milljón manna deyi árlega í
heiminum úr flensu, einkum þó
aldraðir og veikburða. Óttast er
að fuglaflensan alræmda geti
drepið allt að fjörutíu milljónir
manna ef hún nær að stökk-
breytast þannig að menn geti
smitast af henni. Vísindamenn í
Bretlandi, Bandaríkjunum og
Belgíu rannsaka nú eggjahvítu-
efnið M2, sem unnið með nýrri
tækni ætti að geta unnið á öllum
mögulegum flensuafbrigðum.
Bóluefnið hefur ennþá aðeins
verið prófað á dýrum og vísinda-
mennirnir telja að bóluefni sem
er öruggt fyrir fólk verði ekki á
markaðnum fyrr en eftir í fyrsta
lagi tíu ár. Þangað til þarf að
bólusetja árlega gegn árstíða-
bundnum flensum og vona það
besta.
FRIENDS
VIRKA DAGA KL. 20:30