Fréttablaðið - 09.08.2005, Blaðsíða 17
Smáauglýsingar
Flokkar
Bílar & farartæki
Keypt & selt
Þjónusta
Heilsa
Skólar & námskeið
Heimilið
Tómstundir & ferðir
Húsnæði
Atvinna
Tilkynningar
Góðan dag!
Í dag er þriðjudagurinn 9. ágúst,
221. dagur ársins 2005.
REYKJAVÍK 5.00 13.33 22.04
AKUREYRI 4.31 13.18 22.02
Heimild: Almanak Háskólans
Sólarupprás Hádegi Sólarlag
Hera Ólafsdóttir, leik-
stjóri og pródúsent,
hefur í nógu að snúast í
leikhús- og sjónvarps-
bransanum og því er
lítill tími eftir til að
halda heilsunni við.
Hún reynir þó eins og
hún getur og hugsar vel
um mataræðið.
„Ég geri eiginlega ekki neitt
til að halda mér í formi,“
segir Hera og hlær en blaða-
kona er fullviss um að hún
vanmetur það stórlega. „Já,
ég náttúrulega hlæ, borða
góðan mat, fer í sund og fer
til útlanda.“
„Ég fer í sund þegar ég
kemst í sund. Undanfarin ár
hef ég verið að vinna svo
mikið að ég hef meira að
segja sleppt því að fara í
sund og koðnaði eiginlega
niður en núna er ég að taka
mig á. Mér finnst voðalega
gott að vera úti og fara í sund
en nú er planið að fara í rækt-
ina. Ég er alltaf á leiðinni en
það er bara svo brjálað að
gera. Ég er ein af þeim sem
kaupa kort og mæta síðan
ekki þannig að það má segja
að ég haldi helstu líkams-
ræktarstöðvum bæjarins
uppi,“ segir Hera og hlær
dátt, greinilega í góðu sumar-
skapi.
Hera þeysist mikið um í
vinnunni og má segja að það
haldi henni að vissu leyti í
formi en hún hugsar líka tals-
vert um mataræðið. „Matar-
æðið er svona upp og niður.
Þegar ég flutti til Bretlands
árið 2001 tók ég mig til og
breytti algjörlega um matar-
æði. Ég hætti að borða mjólk-
urvörur og drakk frekar
sojamjólk og borðaði ekkert
hvítt hveiti. Ég tók aldeilis á
því og hef nokkurn veginn
staðið við það,“ segir Hera,
sem hefur þó fundið leið til
að borða bara góðan mat. „Ég
er alltaf meira og meira á því
að maður eigi bara að borða
mat sem gerir mann ham-
ingjusaman. Það er líka svo
gaman að borða eitthvað sem
gerir mann glaðan, eins og
sushi. Síðan verður maður
bara að vona að það sé hollt,
sem það er oftast.“
lilja@frettabladid.is
Matur sem gerir
mig hamingjusama
heilsa@frettabladid.is
Fuglaflensan hefur greinst í
tveimur rússneskum héruðum til
viðbótar og líklegt er að sjúkdóm-
urinn muni breiðast út í Norður-
Kasakstan. Yfirvöld í Rússlandi ótt-
ast að undir-
tegund
fuglaflensunnar
sem er hættuleg
mönnum geti
stökkbreyst í ban-
vænt afbrigði sem
gæti jafnast á við eða
verið skæðari en spænska veikin
sem drap tuttugu til fjörutíu millj-
ónir manns í öllum heiminum í
lok fyrri heimsstyrjaldarinnar. Í
Rússlandi hefur rúmlega tíu þús-
und heimilisfuglum verið safnað
saman á síðustu dögum svo
vírusinn breiðist ekki út.
Mikil hreyfing eins og sund,
hlaup og garðyrkja getur minnkað
líkur á heilablóðfalli, samkvæmt
nýrri finnskri rannsókn. 47.721
Finni á aldrinum 25 til 64 ára tók
þátt í rannsókninni. Í rannsókn-
inni kom fram að líkurnar á að
þeir sem stunduðu hreyfingu á
hverjum degi fengju heilablóðfall
voru 26 prósentum minni en
hinna. Þeir sem stunduðu hreyf-
ingu í hófi voru fjórtán prósentum
ólíklegri til að fá heilablóðfall en
þeir hreyfingarlitlu.
Daglegur skammtur af fjöl-
vítamínum og steinefnum hindrar
ekki öndunar-, maga-, húð- eða
aðrar sýkingar í öldruðu fólki,
samkvæmt nýrri rannsókn í Bret-
landi. Níu hundruð manns tóku
þátt í rannsókninni, sem greint er
frá í British Medical Journal.
Helmingnum var gefin fjölvítamín
og steinefni en hinum gervilyf.
Þegar fjöldi sýkinga og lífsgæði
voru borin saman fannst enginn
munur á þessum tveimur hópum.
Áætlað er að tíu prósent fólks á
sjötugsaldri eða eldra í Bretlandi
og víðar fái ekki nóg af vítamín-
um og steinefnum.
Ákveðin efnasambönd í
spergilkáli geta hindrað eða hægt
framvindu krabbameins í þvag-
blöðru, samkvæmt rannsókn við
Ohio State-háskólann í Bandaríkj-
unum. Vísindamennirnir einangr-
uðu jurtaefni, sem heitir glucosin-
olati, í spergilkáli. Þegar það er
tuggið og melt breytist það í
efnasambönd sem kölluð eru
isothiocyanöt sem talin eru berj-
ast gegn krabbameini. Í rannsókn-
inni kom í ljós að isothiocyanöt
hægðu á
vexti
krabba-
meins-
fruma í
þvag-
blöðr-
unni.
Heru finnst sushi voðalega gott enda gerir það hana hamingjusama.
LIGGUR Í LOFTINU
í heilsu
FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR ATVINNA BRÚÐKAUP FJÁRMÁL TILBOÐ o.fl.
KRÍLIN
Vi› fengum
spennandi
hádegismat, fla›
heitir makkarónur
og er
litlar, hvítar
slöngur me›
tómatsósu!
Varahlutir á brúðkaupsdaginn
BLS. 8
][
SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 OG Á visir.is
ÞÚ GETUR PANTAÐ
SMÁAUGLÝSINGAR
Á visir.is
Konur sem reykja og eiga
einnig maka sem reykja eru
samkvæmt nýrri rannsókn í
sex sinnum meiri hættu á að
fá heilablóðfall en konur sem
reykja og eiga reyklausa maka.
Rannsóknin var gerð í Lækna- og
tannlæknaháskólanum í New Jers-
ey í Bandaríkjunum undir leiðsögn
dr. Adnan I. Qureshi. Hann og fé-
lagar hans greindu gögn frá 5.379
konum. Af þeim voru 2.347 reyk-
ingamenn eða fyrrum reykinga-
menn og 1.904 voru giftar reyk-
ingamönnum. Konurnar sem
reyktu og áttu maka sem reyktu
voru í 5,7 sinnum meiri hættu á
að fá heilablóðfall en hinar.
Konur sem reykja ekki og eiga
maka sem reykja voru ekki í miklu
meiri hættu á að fá heilablóðfall
en reyklausar konur með
reyklausa maka.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
Konur sem reykja í hættu
á að fá heilablóðfall
KONUR SEM REYKJA OG EIGA MAKA SEM REYKIR ERU Í SEX SINN-
UM MEIRI HÆTTU Á AÐ FÁ HEILALÓÐFALL.
M
YN
D
/G
ET
TY