Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.09.2005, Qupperneq 29

Fréttablaðið - 01.09.2005, Qupperneq 29
Verslunin IKEA auglýsir nýjan og bættan opnunartíma um þessar mundir sem ætti að koma sér vel fyrir þá sem ætla að taka heim- ilið í gegn. Framvegis verður verslunin opin milli klukkan 10 og 20 alla virka daga. Ekki er opið eins lengi um helg- ar en á laugardögum er opið milli klukkan 10 og 18 og á sunnudögum frá 12 til 18. Tískuvika Smáralindar hefst um helgina og af því tilefni verður margt í boði fyrir þá sem leggja leið sína í Smáralind. Haustlínan í snyrtivörunum er komin í búðir og ýmsar nýjung- ar verða kynntar. Þá er líka til- valið að kíkja á úrvalið í tísku- vöruverslununum sem eru fullar af nýjum haustvörum. Söfnun til styrktar starfi Krabbameinsfélags Ís- lands fer fram dagana 1. til 4. september. Seldir verða vandaðir pennar og lyklakippur og rennur allur ágóði til aðildarfélaga Krabba- meinsfélagsins til þess að efla fræðslu og fé- lagslega þjónustu við þá sem hafa fengið krabbamein. Selt verður við verslanir og gengið í hús þar sem því verður komið við. Almenningur er beð- inn um að taka sölufólki vel og nota tækifærið til þess að efla baráttuna gegn krabbameini. LIGGUR Í LOFTINU [ HEIMILI - TÍSKA - HEILSA ] [ ] SMÁAUGLÝSINGAR Flokkar Bílar & farartæki Keypt & selt Þjónusta Heilsa Skólar & námskeið Heimilið Tómstundir & ferðir Húsnæði Atvinna Tilkynningar Góðan dag! Í dag er fimmtudagur 1. september, 244. dagur ársins 2005. REYKJAVÍK 6.10 13.28 20.43 AKUREYRI 5.49 13.12 20.34 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag Ásta Hrafnhildur Garðarsdóttir stjórnar ekki Stundinni okkar lengur en á þó sína stund með kaffibollanum og útvarpinu um fimmleytið á daginn. „Ég held mikið upp á þvottavélina mína og uppþvottavélina því án þessara tveggja heimilistækja held ég að það væri skelfing að vera til. Ég á þrjá stráka og við þvottavélin mín eigum í mjög nánum samskiptum nokkrum sinnum yfir daginn. Ég er nýbúin að fá mér nýja vél því hin fékk taugaáfall og dó. Þessi nýja er að allan daginn, rosalega dugleg þessi elska.“ En Ásta á líka í nánu sambandi við kaffi- könnuna sína. „Með þrjú börn í heimili og mann sem vinnur mikið er það bara kaffið sem heldur mér gangandi. Svo finnst mér kaffi líka svo gott. Ég hlusta mikið á Rás 1 og um eftirmiðdaginn helli ég mér gjarna upp á gott kaffi og sest og hlusta. Það hefur róandi áhrif þrátt fyrir að kaffið verði oft svolítið sterkt.“ Ásta á ekki von á að hún snúi aftur í Stundina okkar en hún er samt alls ekki búin að fá nóg af börnum. Hún stýrir nú verkefni sem heitir Verndum bernskuna og er átak í uppeldismálum. Hún lofar því að það fari ekki framhjá landsmönnum þegar verkefnið fer af stað 6. sept. Stundin mín me› kaffi og útvarp Ásta Hrafnhildur Garðarsdóttir heimili@frettabladid.is Ásta Hrafnhildur segir kaffikönnuna halda sér gangandi. KRÍLIN Orðabækur eru til þess að einhver staður sé til fyrir stafinn Z! SMÁAUGLÝSINGAR SÍMI: 550 5000 ÞÚ GETUR PANTAÐ SMÁAUGLÝSINGAR Á visir.is FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA ATVINNA BRÚÐKAUP TILBOÐ O.FL. BLÚNDUR Andi liðins tíma BLS 6 HÚÐKRABBAMEIN Sólbruni ekki eini sökudólgurinn BLS 6 LJÓS Skrautleg og skemmtileg lýsing BLS 6 FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.