Fréttablaðið - 01.09.2005, Síða 66

Fréttablaðið - 01.09.2005, Síða 66
Blúshljómsveitin The Grinders heldur þrenna tónleika hér á landi á næstu dögum. Sveitin heldur tvenna tónleika á Græna hattinum á Akureyri annað kvöld og á föstudagskvöld og síðustu tónleik- arnir verða á Ljósanótt í Reykja- nesbæ á laugardaginn. Upphaf The Grinders má rekja til þess er Kristján Kristjánsson, KK, kynntist Professor Wash- board og Derrick Big Walker á ferðum sínum um Evrópu undir lok níunda áratugarins og stofn- uðu þeir hljómsveitina í kjölfarið. Sveitin spilaði síðast hér á landi á blúshátíð Reykjavíkur í mars en þar áður spilaði sveitin sex sinn- um fyrir fullu húsi í Rosenberg- kjallaranum árið 1989. Það sumar var tekin upp platan KK-Upphafið sem kom loks út á síðasta ári. The Grinders skipa í dag KK, slagverksleikarinn Professor Washboard, munnhörpuleikarinn Marc Breitfelder og Þorleifur Guðjónsson. „Ég man vel eftir því þegar við hittumst fyrst,“ segir prófessorinn um samstarfið við KK. „Ég var staddur á tjald- stæði í Noregi og heyrði í honum syngja blúslag og hugsaði með mér: „Þetta er ansi gott.“ Síðan fórum við hvor í sína áttina en hittumst svo og fórum að spila saman. Við spiluðum í Stokk- hólmi, meðal annars í sjónvarpi þar, og vorum líka á tónlistarhá- tíð í Svíþjóð þar sem Motörhead og Van Morrison spiluðu líka,“ segir hann. KK man vel eftir þessari hátíð. „Lemmy úr Motör- head var þarna og við gáfum þeim íslenskt brennivín og drukkum það með honum. Hann var mög viðkunnanlegur náungi.“ Aðspurður segir prófessorinn að íslenskir áhorfendur séu frábærir. „Ég heyrði upptöku frá gömlum tónleikum með okkur og var búinn að gleyma því hvað áhorfendurnir voru æstir. Ég hlakka mikið til.“ Prófessorinn og KK bera hvor öðrum vel söguna og svo virðist sem þeir hafi báðir tekið miklum framförum síðan þeir hittust fyrst fyrir rúmum fimmtán árum, þá sem götuspilarar. Marc Breitfelder, sem er að spila í fyrsta sinn með The Grind- ers, er þekkt nafn í blúsbransan- um og varð meðal annars í öðru sæti á heimsmeistaramótinu í munnhörpuleik árið 1993. Þar að auki varð hann Evrópumeistari á svipuðum tíma. Hann segist einnig hlakka mikið til tónleik- anna hér á landi. Þeir félagar í The Grinders vonast til að fara í tónleikaferð til útlanda einhvern tímann á næst- unni og hugsanlega að gefa út nýja plötu. Allt fer það þó eftir því hvað stundatafla þeirra segir. Þess má geta að eftir viðtalið ákváðu þeir KK, prófessorinn og Marc að taka lagið fyrir starfs- fólk Fréttablaðsins við mikinn fögnuð viðstaddra. Að sjálfsögðu var gítartaskan lögð á gólfið eins á götunum í gamla daga og smá- aurum safnað í púkk. Höfðu þeir ágætlega upp úr krafsinu. freyr@frettabladid.is 42 1. september 2005 FIMMTUDAGUR > Ekki missa af ... …opnun á sýningu Ólafar Nordal á ljós- myndaverkum í i8 klukkan 17.00 í dag. …tónleikum hljómsveitanna Plat, Nicolas Britain, Frank Murder og 7berg á Bar 11, Laugavegi 11 klukkan 21.00 í kvöld. …opnun á sýningunni Meistari Kjarval 120 ára í Gerðasafni klukkan 15.00 á laugardaginn. Um er að ræða afmælis- sýningu úr einkasafni Ingibjargar Guð- mundsdóttur og Þorvaldar Guðmunds- sonar. Verk Jóhanns Freys Björgvinssonar, Játningar minnisleysingjans, er meðal þess sem boðið verður upp á í kvöld á nútímadanshátíð í Borgarleikhúsinu. „Ég er með fimm dansara frá Íslenska dansflokknum sem ætla að dansa á sviðinu í kvöld,“ segir Jóhann Freyr en dans- verk hans fjallar um minnisleysi. „Ég fjalla um hvernig við nýtum okkur minnisleysi í dag- legu lífi til þess að lifa af. Hvernig við gleym- um því sem við viljum ekki muna og búum að lokum til okkar eigin raunveruleika með þessari hagræðingu í sjálfinu.“ Í kvöld verða auk Játninga Minnisleysingjans tvö sólódansverk á boðstólnum. Verkið Postcards from home eftir bandaríska dansar- ann Cameron Corbett verður flutt af henni sjálfri og breski dansarinn Fred Gehrig flytur einnig frumsamið verk sem hann nefnir Im Panzer. Reykjavík Dance Festival stendur yfir í Borgarleikhúsinu og Regnboganum frá 1.-4. september. Laugardaginn 3. september verður opnuð í Listasafni Íslands klukkan 15.00 sýningin Íslensk myndlist 1945-1960: Frá abstrakt til raun- sæis. Sýningin er fjórða sýning safnsins í sýningaröð sem er ætlað að gefa yfirlit um þróun myndlistar á Íslandi innan afmarkaðra tíma- bila frá aldamótunum 1900. menning@frettabladid.is Nútímadansveisla í Borgarleikhúsinu THE GRINDERS Þeir félagar Professor Washboard, KK og Marc Breitfelder héldu stutta tónleika fyrir Fréttablaðið við mikinn fögnuð viðstaddra. Frábærir áhorfendur ! STÓRA SVIÐIÐ KL. 20:00 Klaufar og kóngsdætur mið. 31/8 kl. 20:00 uppselt, sun. 4/9 kl. 14:00, sun. 18/9 kl. 14:00, sun. 25/9 kl. 14:00. Edith Piaf fös. 2/9, lau.3/9, sun. 18/9, fim. 22/9, fös. 23/9, lau. 24/9. Kirsuberjagarðurinn – gestasýning fim. 8/9, fös. 9/9. Að eilífu – gestasýning lau. 10/9, sun. 11/9. SMÍÐAVERKSTÆÐIÐ KL. 20:00 Rambó 7 fös. 2/9, lau. 3/9, fös. 11/9, lau. 12/9. LITLA SVIÐIÐ KL. 20:00 Koddamaðurinn fim. 8/9, fös. 9/9, lau. 10/9, sun. 11/9. Miðasalan er opin kl. 13:00-18:00 mánudaga og þriðjudaga. Aðra daga kl.13:00- 20:00. Símapantanir frá kl. 10:00 virka daga. midasala@leikhusid.is. Sími 551-1200 www.leikhusid.is Klaufar og kóngsdætur Edith PiafRambó 7 STÓRA SVIÐ KALLI Á ÞAKINU e. Astrid Lindgren Lau 3/9 kl 14, Su 4/9 kl 14, Su 11/9 kl 14, Su 18/9 kl 14 EYJÓLFUR KRISTJÁNSSON Stórtónleikar Fö 2/9 kl 20 - UPPSELT Fö 2/9 kl 22:30 - UPPSELT KYNNING LEIKÁRSINS Leikur, söngur, dans og léttar veigar Su 11/9 kl 20 Opið hús og allir velkomnir NÝJA SVIÐ/LITLA SVIÐ/ÞRIÐJA HÆÐIN REYKJAVIK DANCE FESTIVAL Nútímadanshátíð 1.-4. September Í kvöld kl 20 Játningar minnisleysingjans, IM PANZER, Postcards from home Fö 2/9 kl 20-Crystall, Wake up hate Lau 3/9 kl 15 og 17-Videoverk í Regnboganum Su 4/9 kl 14-Heima er best-barnasýning kr. 800 Kl 20-Who is the horse, Love story Almennt miðaverð kr 2000 Passi á allar sýningarnar kr 4000 ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR Lau 3/9 kl 20, Fi 8/9 kl. 20, Fö 9/9 kl 20, Lau 10/9 kl 20, Su 11/9 kl 20-uppselt, Fi 15/9 kl. 20 Miðasölusími 568 8000 midasala@borgarleikhus.is Miðasala á netinu www.borgarleikhus.is Miðasalan í Borgarleikhúsinu er opin: 10-18 mánudaga og þriðjudaga, 10-20 miðviku-, fimmtu- og föstudaga 12-20 laugardaga og sunnudag Endurnýjun áskriftarkorta er hafin! Sala nýrra áskriftarkorta hefst laugardaginn 3. september - Það borgar sig að vera áskrifandi- 11. sýn. í kvöld kl. 19 örfá sæti laus 12. sýn. sun. 4/9 kl. 16 nokkur sæti laus 13. sýn. fim. 8/9 kl. 19 sæti laus JÁTNINGAR MINNISLEYSINGJANS Verk eftir Jóhann Frey Björgvinsson verður sýnt á Reykjavik Dance Festival í kvöld. „Maurice Ravel, eitt mesta tón- skáld Frakka, var hér á landi árið 1905 því hann sendi póstkort frá Þingvöllum 2. september það ár. Þetta kort hefur verið grafið upp í Yale-háskóla í Bandaríkjunum. Póstkortið stílaði Ravel á velunn- ara sinn sem hét Ida Godbedska og það eina sem kemur fram í því er að hann hafi samband við hana þegar hann komi aftur til Frakk- lands. Það er hins vegar ekkert vitað hvað Ravel var að gera hér á landi,“ segir Rut Ingólfsdóttir, fiðluleikari og listrænn stjórn- andi Kammersveitar Reykjavík- ur, en Kammersveitin heldur tón- leika í Þjóðmenningarhúsinu á morgun, föstudaginn 2. septem- ber klukkan 20.00, í tilefni af því að hundrað ár eru liðin frá veru Ravels hér á landi. Einleikari á tónleikunum er Elísabet Waage hörpuleikari og Sesselja Krist- jánsdóttir messósópran syngur. Á tónleikunum verða leikin ýmis verk eftir Ravel svo sem strengjakvartett í F-dúr og sónata fyrir fiðlu og selló. Pétur Gunnarsson rithöfundur leiðir áheyrendur á tónleikunum um menningarheim Frakklands og reynir að geta sér til um af hverju Ravel lagði leið sína hing- að. „Tónleikarnir á föstudaginn marka upphaf starfsársins hjá okkur í Kammersveit Reykjavík- ur og má segja að Mozart verði yfirgnæfandi hjá okkur í ár í til- efni af því að árið 2006 verða 250 ár liðin frá fæðingu hans. Eins munum við halda tónleika í des- ember þar sem við munum leika verk eftir föður Mozarts, Leopold Mozart sem sjálfur var gott tón- skáld,“ segir Rut og bætir því við að hingað til lands verði fenginn franski glerhörpuleikarinn Thomas Bloch sem muni leika með sveitinni á tónleikum í mars. Kammersveit Reykjavíkur fer einnig nokkrum sinnum út á land á árinu og líklega tvívegis út fyrir landsteinana. „Við erum í sam- vinnu við nokkur bæjarfélög um að koma til þeirra og leika á tón- leikum þar, þannig eigum við kost á að spila verkin okkar oftar en einu sinni og eins að efla tón- menningu á viðkomandi stöðum. Við munum einnig fara á bassa- klarinetturáðstefnu í Rotterdam og til Kína þar sem við munum ferðast um og spila á fimm til sex tónleikum,“ segir Rut. KAMMERSVEIT REYKJAVÍKUR Sarah Buckley, Sigurður Bjarki Gunnarsson, Rut Ingólfsdóttir og Sigurlaug Eðvaldsdóttir leika verk eftir franska tónskáldið Maurice Ravel á tónleikum í Þjóðmenningarhúsinu á föstudaginn klukkan 20.00. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E IN AR Ó LA 100 ár frá fiingvallakorti Ravels FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H EI Ð A
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.