Fréttablaðið - 04.10.2005, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 04.10.2005, Blaðsíða 33
21 Skoski kylfingurinn ColinMontgomerie er kominn á topp tuttugu á styrkleikalista kylfinga í kjölfar sigurs á Dunhill-meistaramót- inu á sunnudag. Montgomerie, eða Monty eins og hann er ætíð kallaður, er nú í sextánda sæti heimnslistans en hann hafði verið út- lægur frá topp tutt- ugu sætum hans í rúm tvö og hálft ár. Skotinn, sem nú er 42 ára, var í 83. sæti heimslistans um áramótin en hann var í öðru sæti á heimslistanum árið 1996 og 1997. Hann er af mörgum álitinn besti kylfingurinn sem aldrei hefur unnið risamót. Íslenska landsliðið í knattspyrnuskipað leikmönnum 19 ára og yngri, tapaði í gær fyrir Búlgaríu 1-0 í undankeppni EM sem fram fer í Sarajevó í Bosníu Herzegóvínu. Mark- ið kom á 50. mín- útu leiksins úr víta- spyrnu, en Haukur Páll Sigurvinsson, leikmaður Þróttar, fékk að líta rauða spjaldið eftir að hafa handleikið knöttinn innan teigs sem leiddi til vítaspyrnunnar. Kópa- vogsbúarnir Rúrik Gíslason og Guð- mann Þórisson fengu báðir að líta gula spjaldið. Næsti leikur liðsins er á morgun gegn Króötum. Knattspyrnugoðsögnin GeorgeBest liggur nú þungt haldin á sjúkrahúsi vegna magasýkingar. Roger Williams læknir sagði í gær að ástand hans væri alvarlegt. „Best er alvarlega veikur ennþá en virðist þó vera á hægum batavegi.“ Best hefur um árabil glímt við áfengissýki og hefur drukkið mikið síðustu mánuði eftir að kona hans fór frá honum. Sonur George Best, Calum, segir föður sinn þurfa á stuðningi að halda. „Hann hefur alltaf sýnt vilja til þess að ná sér að fullu.“ ÚR SPORTINUSynd a› Ívar sé ekki í landsli›inu Brynjar Björn Gunnarsson, hetja Reading í uppgjöri efstu li›anna í ensku 1. deildinni, segir a› samherji sinn Ívar Ingimarsson eigi heima í landsli›inu. FÓTBOLTI „Það er algjör synd að Ívar Ingimarsson gefi ekki kost á sér í landsliðið. Það vantar ansi mikið í vörnina hjá okkur gegn Pól- verjum og Svíum. Her- mann [Hreiðarsson] er til dæmis ekki með en þótt all- ir væru klárir í leikinn ætti Ívar heima í byrjunarliði Íslands. Hann hefur spilað mjög vel fyrir Reading og ekki bara í haust heldur einnig í fyrravetur,“ sagði Brynjar Björn Gunnarsson í samtali við Fréttablaðið en Brynjar Björn er sam- herji Ívars hjá Reading, sem er í 2. sæti ensku 1. deildarinnar og lagði topp- lið Sheffield United um helgina 2-1. Brynjar Björn var á skotskón- um, skoraði bæði mörk Reading og var valinn maður leiksins í flestum enskum fjölmiðlum. Ívar hefur fengið afbragðs- dóma fyrir frammistöðuna á leik- tíðinni með Reading. Hann hefur spilað frábærlega vel sem mið- vörður en Reading hefur aðeins fengið á sig sjö mörk í þrettán leikjum. „Það er ljóst að Ívar er einn af þeim fyrstu sem Steve Coppell [stjóri Reading] velur í liðið í hvern einasta leik. Coppell treyst- ir honum greinilega enda hafa þeir unnið lengi saman. Þetta er þriðja liðið sem Coppell stýr- ir með Ívar innanborðs. Vörn- in er gríðarlega sterk og Ívar hefur spilað mjög vel,“ sagði Brynjar Björn, sem gekk til liðs við Reading í sumar frá Watford. Ívar ákvað í fyrra- haust að gefa ekki kost á sér í landsliðið þar sem hann var meðal annars ósáttur við að fá ekki fleiri tækifæri í byrj- unarliðinu og hefur hans ver- ið sárt saknað í vörninni sem hefur verið eins og gatasigti. Brynjar Björn er annars mjög ánægður með dvölina hjá Reading. „Eigandi Read- ing hefur lagt mikinn pening í liðið undanfarin ár og það er ákveðin pressa að koma því upp í úrvalsdeild. Hér er nýr leikvangur og ný og glæsileg æf- ingaaðstaða og því ekkert til spar- að. Það kitlar að komast upp í úr- valsdeildina og spreyta sig þar. Við eigum að geta farið alla leið.“ Þess má geta að Brynjar Björn var valinn í lið vikunnar í ensku 1. deildinni hjá mörgum enskum fjölmiðlum. - þg Ívar Ingimarsson segir að ekkert hafi breyst varðandi íslenska landsliðið: FÓTBOLTI „Það hefur ekkert breyst varðandi landsliðið hjá mér. Ás- geir [Sigurvinsson] kom og hitti mig en þar við situr,“ sagði Ívar Ingimarsson, leikmaður Read- ing, í samtali við Fréttablaðið. Ívar neitaði því ekki að hann væri til í að endurskoða ákvörð- un sína á seinni stigum. Ívar hefur verið eins og klett- ur í vörn Reading í 1. deildinni og Steve Coppell lét hann hafa fyrir- liðabandið gegn Sheffield United um helgina. „Bakvörðurinn Graeme Murty, sem verið hefur fyrirliði, meiddist í þarsíðasta leik gegn Southampton í fyrri hálfleik og þá fékk ég fyrirliða- bandið því varafyrirliðinn Steve Siddwell var einnig meiddur. Það má því segja að ég sé annar vara- fyrirliði. Þetta var stórleikur um helgina og virkilega gaman að vinna efsta liðið fyrir landsleikja- fríið,“ sagði Ívar, sem fær þriggja daga frí um helgina. Hann hrósar Brynjari Birni í hástert og segir að liðið hafi spil- að mun betur eftir að hann jafn- aði sig af meiðslum og kom inn í liðið. „Brynjar hefur smollið rosalega vel inn í þetta og gaman fyrir hann að skora gegn Sheffi- eld United. Hann hafði ekki einu sinni skorað á æfingum fyrir leikinn.“ - þg Ívar fyrirli›i Reading gegn Sheffield United ÞRIÐJUDAGUR 4. október 2005 HAGKAUP SMÁRALIND HAGKAUP SKEIFUNNI HAGKAUP KRINGLUNNI HAGKAUP SPÖNGINNI HAGKAUP GARÐABÆ HAGKAUP EIÐSTORGI HAGKAUP AKUREYRI NETTÓ, AKUREYRI NETTO, MJÓDD NETTÓ, AKRANESI NÓATUN SELFOSSI KJARVAL KIRKJUBÆJARKLAUSTRI FJARÐARKAUP HAFNAFIRÐI ÚRVAL KEFLAVIK ÚRVAL HAFNAFIRÐI ÚRVAL EIGILSSTÖÐUM ÚRVAL HRÍSALUNDI ÚRVAL HÚSAVÍK ÚRVAL DALVIK ÚRVAL ÓLAFSFIRÐI ÚRVAL ÍSAFIRÐI ÚRVAL SIGLUFIRÐI ÚRVAL BORGARNESI ÚRVAL, BLÖNDUÓSI STRAX, FÁSKRÚÐSFIRÐI KAUPFÉLAG V-HÚNV. AG V-HÚN HVAMMST. KAUPFÉLAG SKAGF. SAUÐÁRKR. KAUPFÉLAG STEINGRÍMSFJARÐAR, HÓLMAV. KAUPFÉLAG STEINGRÍMFJAR. DRANGSN. LÆKURINN NESKAUPSTAÐ EFNALAUG DÓRU, HÖFN HEIMAHORNIÐ, STYKKISHÓLMI LYFJA, PATRÓ. PALOMA GRINDAVIK FATABÚÐIN ÍSAFIRÐI VERSLUNN RANGÁ, SKIPAS. 56 H-SEL LAUGAVATNI ÞÍN VERSLUN, SELJABRAUT RVK. PLÚS MARKAÐURINN, HÁTÚNI 106 GAMLA BÚÐIN, HVOLSVELLI DALAKJÖR BÚÐARDAL KASSINN ÓLAFSVÍK VERSLUNIN STRAX, FLÚÐUM KLAKKUR VÍK RAFLOST, DJÚPAVOGI BJARNI EIRÍKS, BOLUNGARVÍK EINAR ÓLAFSS, AKRANESI ÚTSÖLUSTAÐIR SLOGGITILBOÐ MAXI: U21 árs landsliðið valið: firír n‡li›ar í hópnum FÓTBOLTI Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari, valdi fjóra ný- liða í U21 árs landsliðið sem mæt- ir Svíum í undankeppni HM 11. október sem fram fer í Eskilstuna en þrír þeirra eru í hópnum í fyrsta sinn. Hrafn Davíðsson, markvörður ÍBV, var valinn í stað Magnúsar Þormars hjá Keflavík. Þá valdi Eyjólfur þrjá leikmenn sem leika þessa dagana með U19 ára landsliðinu í undankeppni EM í Bosníu þessa vikuna, þá Theodór Elmar Bjarnason, Bjarni Þór Við- arsson og Rúrik Gíslason en þeir eru allir nýliðar. ÍVAR Í BARÁTTUNNI Ívar Ingimarsson er hér í leik með Reading gegn Southampton. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY LANDSLIÐSHÓPUR ÍSLANDS Markverðir: Ingvar Þór Kale Víkingur Hrafn Davíðsson ÍBV Aðrir leikmenn: Hannes Þ. Sigurðsson Stoke City Sigmundur Kristjánsson KR Davíð Þór Viðarsson FH Emil Hallfreðsson Tottenham Hörður Sveinsson Keflavík Steinþór Gíslason Valur Gunnar Þór Gunnarsson Fram Tryggvi Sveinn Bjarnason KR Jónas Guðni Sævarsson Keflavík Pálmi Rafn Pálmason KA Ragnar Sigurðsson Fylkir Garðar Gunnlaugsson Valur Helgi Pétur Magnússon ÍA Bjarni Þór Viðarsson Everton Rúrik Gíslason Charlton Theódór Elmar Bjarnason Celtic BJARNI ÞÓR VIÐARSSON Í U-21 árs landsliðinu þrátt fyrir ungan aldur.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.