Fréttablaðið - 08.10.2005, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 08.10.2005, Blaðsíða 18
Umsjón: nánar á visir.is Frumlegur vísir að samstarfi Margir gera ráð fyrir því að keppinautar 365 miðla muni gera tilraunir á næstunni til þess að sameina krafta sína. Þannig hafa verið í gangi sögusagnir um að Blaðið og Mogginn muni fara í eina sæng með Skjá einum. Viðskiptablaðið hefur verið nefnt sem samstarfsaðili í þessari nýju fjölmiðlasam- steypu ef af yrði. Kenningarnar ganga út á það að Síminn verði þá kjölfestan í nýju fjölmiðlafyrirtæki. Þessar kenningar hafa verið í gangi um nokkurt skeið án þess að hlutaðeigandi hafi viljað gefa nokkuð út á þær. Hins vegar mátti sjá skemmtileg- an vísi að samstarfi Blaðsins og Viðskiptablaðsins í gær þar sem síður úr Viðskiptablaðinu voru prent- aðar í Blaðinu. Ástæðan mun vera mistök í prent- smiðju, en ekki „Freudian slip“ eins og einhverjir kynnu að halda. Kátir í Keops Danir klóruðu sér í hausnum þegar Baugur ruddist inn á markaðinn með kaupum á Magasin du Nord. Skrifað var um fyrirtækið eins og þar væru á ferð- inni ævintýramenn með lítið eigið fé sem tækju lítt ígrundaða sénsa í viðskiptum. Tvær grímur runnu á Danina þegar uppgjör Baugs sýndi 46 milljarða í eigin fé og tíu milljarða í hagnað á fyrstu sex mán- uðum ársins. Skömmu eftir að uppgjörstímabilinu lauk fjárfesti svo Baugur í fasteignafélaginu Keops. Það félag hefur verið í mikilli uppsveiflu á mark- aðnum og hækkun síðastliðinn mánuð nemur 47 prósentum. Hagnaður Baugs frá fjárfestingunni er vel á annan milljarð sem mun færast sem hagnað- ur hjá félaginu á síðari árshelmingi. Ætli þá fari ekki að hljóðna raddir um veikburða og skuldsett fé- lag í danskri umræðu. MESTA HÆKKUN ICEX-15 4.462 Fjöldi viðskipta: 310 Velta: 1.697 millj. -0,31% MESTA LÆKKUN MARKAÐSFRÉTTIR... Hlutafé Straums-Burðaráss Fjárfest- ingarbanka var lækkað í gær um tæpar 317 milljónir króna að nafnvirði. Eru það hlutir Burðaráss í Straumi sem eru felldir niður við sameiningu félaganna. Tuttugu stærstu hluthafarnir í Straumi- Burðarási eiga samtals 81,8 prósent hlutafjár. Smærri hluthafar fara með 18,2 prósent hlut. Gangi spá greiningardeildar Lands- bankans eftir verður tólf mánaða verð- bólga í október 4,7 prósent, en hún var 4,8 prósent í september samkvæmt Hagstofunni. Spáð er um þriggja milljarða króna tekjuhalla af afkomu sveitarfélaga árið 2006 segir í hálffimm fréttum KB banka. Á sama tíma gerir fjármálaráðuneytið ráð fyrir því að tekjuafgangur ríkissjóðs verði um ellefu milljarðar. 18 8. október 2005 LAUGARDAGUR Peningaskápurinn… Actavis 40,40 +0,75% ... Bakkavör 42,00 -0,47% ... FL Group 13,90 -1,42% ... Flaga 3,00 +0,33% ... HB Grandi 9,25 +0,54% ... Íslandsbanki 14,45 +0,00% ... Jarðboranir 21,00 +0,00% ... KB banki 580,00 +0,00% ... Kögun 53,50 -1,29% ... Landsbankinn 21,20 -1,40% ... Marel 64,00 +0,00% ... SÍF 4,44 -0,67% ... Straumur 12,90 - 0,39% ... Össur 85,00 -0,59% Mosaic +2,84% Nýherji +0,76% Actavis +0,75% FL Group -1,42% Landsbankinn -1,40% Kögun -1,29% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Langtímavextir hækka og fla› gæti leitt til hærri vaxta á íbú›alán- um. Hækkun verðtryggðra langtíma- vaxta gæti leitt til þess að Íbúða- lánasjóður þyrfti að hækka vexti íbúðalána úr 4,15 í 4,40 prósent. Ástæðan er sú að þegar langtíma- vextir hækka er dýrara fyrir sjóð- in að fjármagna útlán sín til íbúð- arkaupenda. Verðtryggðir langtímavextir hafa hækkað undanfarna daga og allt frá því að Seðlabankinn til- kynnti um ríflega vaxtahækkun sína 29. september. Eru þeir nú komnir upp í 3,8 prósent en voru áður á bilinu 3,5 til 3,6 prósent. Fjármagni Íbúðalánasjóður lán sín á þessum kjörum og leggi á 0,60 prósent álag þarf hann að hækka vexti fasteignalána í 4,40 prósent. Álagið á að standa undir kostnaði vegna reksturs, vara- sjóðs og uppgreiðsluáhættu. Jóhann G. Jóhannsson, sér- fræðingur hjá Íbúðalánasjóði, segir að engin ákvörðun hafi ver- ið tekin um að hækka vexti af íbúðalánum. Þessi lýsing ætti væntanlega við ef útboð á íbúðar- bréfum færi fram í dag. Hins veg- ar sé ekki öruggt hvernig þessi mál þróist þegar á hólminn er komið. Ekki er ljóst hvort viðskipta- bankarnir þurfi líka að hækka vexti á sínum íbúðalánum. Það fer eftir því hve góðan aðgang bank- arnir hafa að fjármagni á hagstæð- um kjörum. Skiptar skoðanir eru um það. Hins vegar myndi einung- is greiðslubyrði nýrra lána hækka en ekki þeirra sem þegar hafa verið tekin. Þó gætu vextir hús- næðislána, sem eru endurskoðaðir á fimm ára fresti, hækkað þegar að endurskoðun kemur. Ef framhald verður á því að Íbúðalánasjóður fjármagni fast- eignaveðlán Landsbankans og SPRON má búast við að vextir þeirra lána hækki um leið og Íbúða- lánasjóðs. bjorgvin@frettabladid.is DÝRIR FERMETRAR Fermetraverð á íbúðarhúsnæði hefur hækkað í miðbænum. Líkur benda til þess að íbúðaverð lækki ef íbúðalán hækka að mati greiningardeildar KB banka.. Líklegt að íbúðalán hækki KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf ] Yfirgefur Skandia Stjórnarformaður Skandia, Bernt Magnusson, hefur sagt sig úr stjórn félagsins í kjölfar þess að hann lenti, ásamt tveimur öðrum stjórnarmönnum, í minnihluta innan stjórnar þegar hún gaf út álit sitt á yfirtökutilboði Old Mutual í samsteypuna. „Ég get ekki verið í forsvari stjórnar þar sem uppi eru svo ólíkar skoðanir eru í jafn mikil- vægu máli,“ segir Magnusson í viðtali við Dagens Industri. Lennart Jeansson tekur við stjórnarformennskunni en hann leggst gegn áformum Old Mutual. Ákvörðun Magnussonar er talin styrkja stöðu andstæðinga til- boðsins. Straumur-Burðarás Fjárfest- ingarbanki er meðal stærstu hlut- hafa í Skandia og vill ganga að boðinu. - eþa FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA BT-verslunarkeðjan áformar að opna sína stærstu verslun innan tíðar þegar hún færir sig úr nú- verandi verslun í Smáralind í stærra rými á neðri verslunar- miðstöðvarinnar við hlið Deben- hams. Heildarstærð nýju verslun- arinnar er um 820 fermetrar að flatarmáli. Bjarni Kristinsson, fram- kvæmdastjóri BT, segir í tilkynn- ingu frá félaginu að þetta sé „nauðsynlegt skref sökum gríðar- legrar söluaukningar í BT versl- unum og ekki síst í Smáralind- inni.“ Með nýrri verslun gefst einnig tækifæri til að auka vöru- úrval. - eþa BT stækkar í Smáralind N‡ ba›a›sta›a opnu› og lóni› sjálft ver›ur sjö flúsund fermetrar. „Þetta verður í raun alveg nýtt Blátt lón,“ segir Grímur Sæmund- sen, framkvæmdastjóri Bláa lóns- ins, en nú stendur til að stækka búnings- og baðaðstöðu við lónið. „Það er brýn nauðsyn að bæta úr aðstöðu svo við getum veitt gest- um okkar betri þjónustu og fengið þá til að dvelja lengur.“ Húsnæði heilsulindarinnar mun ríflega tvöfaldast, er nú 2.700 fermetrar en verður 5.700. Einnig mun lónið sjálft stækka um helming og verða sjö þúsund fermetrar en nú er það fimm þús- und fermetrar. Áætlaður kostnað- ur verksins er 800 milljónir króna. Grímur segir að rúmbetra hús geri þeim kleift að bjóða upp á ýmsar nýjungar, sem of snemmt sé að segja frá nú. Þjónustan verði fjölbreyttari og fólk geti upplifað nýja hluti í kringum lón- ið. Ráðist sé í þetta verkefni nú meðal annars til að mæta vaxandi fjölda gesta. „Það verður byrjað á jarðvegs- framkvæmdum um áramótin,“ segir Grímur. „Við stefnum að því að vera búin með stækkunina vor- ið 2007. Það verður sérstaklega vandað til verksins svo þetta trufli ekki gesti okkar á meðan. Þau verk sem geta truflað gesti mikið verða framkvæmdar á nótt- unni.“ Breytingar verða gerðar á veit- ingasal og nýr 250 manna veislu- salur tekinn í notkun. Þá verður aukið rými undir verslun og skrif- stofu- og starfsmannaaðstöðu. – bg SÆTASKIPTI Bernt Magnusson, til vinstri, segir starfi sínu sem stjórnarformaður Skandia lausu en við honum tekur Lennart Jeansson, til hægri. GREIÐSLUBYRÐI ÍBÚÐALÁNA Mismunur á greiðslubyrði 30 ára íbúða- lána miðað við 4,15 og 4,40 prósent vexti. Miðað er við 2,5 prósent verðbólgu. Lánsfjárhæð Hækkun Hækkun 1 milljón 219 kr. 2.619 kr. 10 milljónir 2.182 kr. 26.194 kr. 15 milljónir 3.274 kr. 26.194 kr. 20 milljónir 4.366 kr. 52.387 kr. á mánuði á ári Bláa lóni› tvöfaldast TEIKNING AF NÝJA HÚSINU Til hægri á myndinni má sjá nýju álmuna sem mun rísa við Bláa lónið og hýsa búnings- og baðaðstoðu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.