Fréttablaðið - 11.10.2005, Side 36

Fréttablaðið - 11.10.2005, Side 36
Straumar og stefnur í innréttingum á baðherbergjum eru einfaldar og stílhreinar. Til að brjóta upp einfalt um- hverfi á baðherberginu má nota litrík og hlý handklæði. Nú er hægt að fá stór handklæði sem mætti nota til að fela fílskálf og allt niður í litlu þvottapokana sem allir þekkja og allar stærðir þar á milli. Handklæðin má líka fá í öllum litum, einlit eða mynstruð, með blómum, röndum, eða myndum. Gott er að eiga sparihandklæði fyrir gest- ina sem má draga fram við hátíðleg tækifæri. Munstrin breytast líka eftir árstíðum. Hægt er að fá jólahandklæði eða sumarhandklæði. Fátt er betra en að smeygja sér í dúnamjúkan baðslopp eftir góða sturtu. Þeir sem vilja halda stíl og samræmi innan baðherbergisins geta víða fengið baðsloppa í stíl við handklæðin og baðmott- urnar. Það er alveg óþarfi að vera lummulegur í rauðum sloppi með grændoppótt hand- klæði. Þeir sem vilja ganga enn lengra geta klætt alla fjölskylduna í stíl. Þá er „flæði“ í fjölskyldunni og baðherberginu. 10 { hús og heimili } Handklæðaofnar Verð frá 13.900,- NÝTT Mjúkt, hlýtt og fagurt Handklæðin stór og smá og sloppur í stíl. Debenhams: Dömusloppur hvítur úr 100 prósent bómull. Debenhams: Handklæði úr egypskri bómull. Handklæðin eru til í 15 litum og fimm stærðum. Svo er hægt að fá mottur í stíl. Debenhams: Herrasloppur. Blár með köflóttu mynstri. 100 prósent bómull. Debenhams: Það gerist ekki mikið sætara. Barna- sloppur, ljósblár með mynd af apa á hettunni. Slopparnir eru til í fleiri lit- um með alls konar dýramyndum. Z-brautir og gluggatjöld: Cavö- handklæði. 100 prósent bóm- ull. Litrík handklæði í fimm stærðum. Vaskur í kommóðu GÓÐ LAUSN Á LÍTIÐ BAÐHERBERGI Plássleysi er oft til vansa á litlum baðherbergjum og lausnirnar oft dýrar eða hreinlega ekki til boða. Hér er falleg og mjög notadrjúg lausn úr pínu- litlu baðherbergi í Hlíðunum. Byrjað er á að mæla hæðina og breiddina á vaskinum og lengd frá vegg. Svo er sniðugt að fara í Rúmfatalagerinn og velja kommóðu sem á eftir að setja saman. Gæta þarf þess að kommóðan sé hvorki of há né of lág fyrir vaskinn en það er hægt að stilla það með því að ákveða hvernig fætur maður vill hafa undir. Síðan er gott að setja pappaspjald yfir vaskinn og strika í kring til að fá lögunina á vaskinum og búa svo til skapalón sem óhætt er að minnka um fimmtán prósent en það fer þó eftir hæð kommóðunnar. Svo er bara að saga út úr borðplötunni smám saman þang- að til hún passar miðað við hæð kommóðunnar og setja kommóðuna saman. Ekki er ráðlegt að líma borðplötuna á kommóðuna heldur nægir að kítta meðfram vaskinum og veggnum til að auðveldara sé að ná plöt- unni af seinna meir. Þegar skúffurnar eru settar í þarf að gera ráð fyrir rör- unum bakvið vaskinn og því þarf örugglega að stytta nokkrar skúffur og jafnvel ein eða tvær sem ekki verður hægt að nota. Svo er bara að kaupa fallega hnúða á skúffurnar og þá er komin prýðileg innrétting, falleg lausn á lítið bað. baðherbergi }

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.