Fréttablaðið - 11.10.2005, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 11.10.2005, Blaðsíða 32
6  { hús og heimili } Íslendingar eru mikil flísaþjóð og eru farnir að leggja meira upp úr því að flísarnar séu bæði fallegar ásamt því að þær gegni sínu hlut- verki. Þótt tískan nú einkennist af ein- faldleika þá er fólk farið að sýna meiri kjark og nota meira af list- um, mósaíkflísum eða steinum til að brjóta upp það einfalda án þess það komi niður á því stílhreina. Við þekkjum öll hugtakið „gott flæði“ sem kunn sjónvarpskona notar títt, en það á einmitt vel við í umræðunni um flísar. Fólk flísa- leggur nú í hólf og gólf svo bæði innrétting og flísar myndi heild. Umgjörð baðkara og sturtubotnar eru flísalagðir í sama stíl. Fólk er jafnvel farið að nota sama gólfefni og veggefni og brýtur þá upp með mósaík eða listum eða ólíkri lögun og samsetningum. Flísaheimurinn er sannkallaður frumskógur en þess virði að berjast í gegnum hann, því eftir stendur að flísarnar sem valdar eru á baðherbergið eru umgjörð þess og sá hluti herberg- isins sem er hvað mest áberandi. 1. ÁLFABORG: Multicolor Acer, 20x31,6. Veggflís frá PORCELANOSA. Nokkrir litir í boði sem og samsetning- ar. 2. ÁLFABORG: Tartar Ossidi Negro, 20x33,3. Veggflís frá VENIS. Ílangt mósaík með skemmtilegri áferð. 3. ÁLFABORG: Ossidi Blanco, 20x33,3. Veggflís frá VENIS. Mósaíkflísar til í sömu seríu. 4. FLÍSABÚÐIN: Azuví glerlisti 5x20 blár. Serían er til í fleiri litum. Sería white fashion. 5. FLÍSABÚÐIN: Azuví – Med Duo Blanco 20x31. Veggflís frá Azuví. Sería white fashion. 6. FLÍSABÚÐIN: Panaria Bloom Warm 5x30. Skrautlisti frá Panaria. Sería Mods. Hægt að fá mismunandi áferð og lit. 7. FLÍSABÚÐIN: Panaria Mayfair Blades 30x30 mottur. Gólfflísar. Sería Mods. Hægt að fá mismunandi áferð og lit. 8. FLÍSABÚÐIN: Panaria Mayfair Bars 30x30 mottur. Veggflísar. Sería Mods. Hægt að fá mismunandi áferð og lit. 9. VÍDD: White riverstone boxer. Notað til skrauts. Sett sem listar á milli flísa eða notað á stærri fleti. Fáanlegt með fleiri áferðum. 10. VÍDD: Sicis, hnetubrúnar mósaík- flísar. Fáanlegar í mörgum litum. 11. VÍDD: Waterglass, rauðar mósaíkflísar. Fáanlegar í mörgum lit- um. Notaðar í lista eða á stærri fleti, til að brjóta upp og gefa lit. 12. VÍDD: Argent-veggflís 30x30 frá Eiffelgres. Flís úr argent-náttúrusteini með álskreytingu í miðju. 10. 12. 9. 2. 4. 5. 8. 6. 7. 3. 1. 11. Í hólf og gólf Einfaldleiki er ráðandi í vali á flísum fyrir baðherbergið. Fólk kýs að flísarnar myndi heild og að herbergið sé stílhreint. Vinsælt er að flísaleggja í hólf og gólf. • Settu eina hillu meðfram veggnum sem hefur myndaramma, vasa eða falleg ilmvatnsglös. • Settu fallegar sápur, baðsölt eða aðra smáhluti í antíkskálar. • Sé nóg pláss í baðherberginu má setja inn húsgagn eins og borð eða tágastól. • Stórir speglar stækka lítið herbergi til muna. • Bættu við blómum og plöntum í baðherbergið. Endurhönnun bað herbergisins snýst ekki eingöngu um flísar og borðplötur. • Mósaíkflísar eru litríkar og gefa baðherberginu nýtt líf. Skemmtilegra er að hafa mósaíkskreytinguna heimagerða. Hugaðu að smáatriðum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.