Fréttablaðið - 11.10.2005, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 11.10.2005, Blaðsíða 20
Umsjón: nánar á visir.is MESTA HÆKKUN ICEX-15 4.467 Fjöldi viðskipta: 199 Velta: x.xxx milljónir +0,11% MESTA LÆKKUN Skuldabréfin vinsæl Í gær voru gefin út skuldabréf í ís- lenskum krónum fyrir alls fimm millj- arða króna. Útgefendurnir voru sam- kvæmt fréttum KB banka lánasýsla Austurríkis og Deutsche Bank. Í heild hafa þá verið gefin út skulda- bréf erlendis fyrir um áttatíu milljarða íslenskra króna. „Ljóst er að allir hvatar eru fyrir hendi að áframhald verði á útgáfunni þar sem nafnvaxtamunur við útlönd er 7,7 prósent og almennt gert ráð fyrir því að krónan haldist sterk næstu 6-12 mánuði,“ segir í fréttum KB banka. Ekki muni draga úr útgáfunni fyrr en nafnvaxtamunur við útlönd minnki frá því sem nú er eða gengisáhætta enda- fjárfestisins aukist. - bg 11. október 2005 ÞRIÐJUDAGUR Actavis 40,20 +0,00% ... Bakkavör 42,10 +0,00% ... FL Group 13,80 -0,70% ... Flaga 3,01 +0,30% ... HB Grandi 9,25 +0,00% ... Íslandsbanki 14,45 +0,00% ... Jarðboranir 20,70 -1,40% ... KB banki 582,00 +0,40% ... Kögun 53,50 +0,00% ... Landsbankinn 21,30 +0,50% ... Marel 64,50 +0,80% ... SÍF 4,44 +0,00% ... Straumur 12,70 -1,60% ... Össur 85,00 +0,00% Mosaic Fashions +3,45% Icelandic Group +1,56% Marel +0,78% Atorka Group -1,72% Straumur -1,55% Jarðboranir -1,43% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Greining Íslandsbanka telur st‡rivexti ná tólf prósentum á næsta ári. Talsver›ar líkur eru á a› gengisvísitala krónunn- ar fari í tveggja stafa töku og dollarinn fari ni›ur fyrir sextíu krón- ur. Stýrivextir Seðlabankans munu verða tólf prósent á næsta ári og líkur eru á að gengisvísitala krón- unnar fari tímabundið undir hundrað, að mati Greiningar Ís- landsbanka. Miðað við núverandi gengi milli mynta myndi dollarinn fara niður fyrir sextíu krónur og evran niður fyrir 72 krónur miðað við að geng- isvísitalan yrði hundrað. Ingvar Arnarson, hagfræðingur hjá Greiningu Íslandsbanka, segir að Seðlabankinn meti það svo að peninglegt aðhald hafi ekki verið nægjanlegt í síðustu uppsveiflu og ofþenslan sé meiri nú en þá. Vextir Seðlabankans eru nú 10,25 prósent, en raun styrivextir þegar tillit er tekið til verðbólgu eru 5,5 prósent. Raunstýrivextir í síðustu upp- sveiflu voru ríflega sjö prósent. Greining Íslandsbanka telur því að miðað við að aðhaldsstig nú megi ekki vera minna nú en það var um aldamótin muni stýrivextir verða tólf prósent. Ingvar segir að vaxtahækkun Seðlabankans hafi þá óhentugu hliðarverkun að hún hvetji til út- gáfu erlendra skuldabréfa í ís- lenskum krónum. Það megi því bú- ast við að krónan styrkist enn frek- ar frá því sem nú er. „Það að geng- isvísitalan færi í tveggja stafa tölu er eitthvað sem hvarflaði ekki að neinum fyrir einu eða tveimur árum síðan, en nú erum við komin mjög nálægt því.“ Hann segir að það megi velta því fyrir sér hvort Seðlabankinn hafi tekið nægjan- legt tillit til erlendrar skuldabréfa- útgáfu sem nú er komin yfir áttatíu milljarða króna. Ingvar segir líklegt að dragi úr verðbólgu á næstunni. Verðbólg- an hafi verið drifin áfram af hækkun fasteignaverðs og elds- neytishækkunum. „Manni sýnist mestur hasarinn búinn á fast- eignamarkaði og jafnvel þótt verðið standi í stað þá hækkar það ekki verðbólguna.“ Hann seg- ir trúverðugleika Seðlabankans vera bankanum ofarlega í huga og það muni hafa áhrif á það að Seðlabankinn muni hækka vexti áfram til að stofna honum ekki voða. „Það er alla vega ekki hægt annað en að taka mark á stóru orðunum hjá Seðlabankanum í Peningamálum.“ haflidi@frettabladid.is MIKILVÆGUR TRÚVERÐUGLEIKI Seðlabankanum er annt um trúverðugleika sinn og telur að aðahaldsstig þurfi að verða meira nú en í síðustu uppsveiflu. Það bendir til þess að stýrivextir verði tólf prósent þegar þeir ná hámarki á næsta ári. Vextir í tólf prósent og vísitalan undir hundrað KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf ] ...skemmtir þér ; ) NIGHTWISH Á TILBOÐI! Skífan Laugavegi 26 opið alla daga til 22 · Skífan Smáralind · Skífan Kringlunni CD • Highest Hopes: Best Of Nightwish CD+DVD • Highest Hopes: Best Of Nightwish 2.499kr NÝTT! 1.999kr CD • Wishmaster 1.299kr CD • Over The Hills And Far Away 1.299kr CD • Angels Fall First 1.299kr CD • Century Child 1.299kr CD• Oceanborn 1.299kr DVD • From Wishes To Eternity 1.799kr DVD • End Of Innocence 1.799kr Lokavika fyrir Somerfield Fresturinn sem yfirtökunefnd í Bretlandi veitti bjóðendum í bresku verslunarkeðjuna Somerfield rennur út á föstudag- inn. Baugur var upphaflega í hópi áhugasamra kaupenda en heltist úr lestinni. Aðeins einn hópur er nú eftir sem hefur lýst áhuga á að kaupa keðjuna sem er fimmta stærsta matvöruversl- anakeðja Bretlands. Hópurinn, sem skipaður er frumkvöðlinum Robert Tchenguiz, Apax Partners og Barclays-bankanum, er talinn munu leggja fram tilboð í vikunni. Breska blaðið The Guardian segir í gær að búast megi við því að stjórn Somerfield muni hafna tilboði sem hljóðar upp á 200 pens á hlut eða minna en Baugur bauð í upphafi um 190 pens fyrir hvern hlut í félaginu. Segir jafn- framt í blaðinu að Tchenguiz og hópurinn muni hugsanlega leggja fram tilboð upp á 205 pens á hlut en allsendis sé óvíst um hvort að stjórnin munu taka slíku tilboði. Fyrir það verð væri heildarvirði Somerfield um 121 milljarður íslenskra króna. - hb FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL G AR Ð U R SOMERFIELD-VERSLUN Frestur til að skila inn tilboðum í matvöruverslanakeðjuna Somerfield rennur út í vikunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.