Fréttablaðið - 12.10.2005, Page 4

Fréttablaðið - 12.10.2005, Page 4
MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 2005 MARKAÐURINN4 F R É T T I R Velta á fasteignamarkaði á höf- uðborgarsvæðinu var 56,3 millj- arðar króna á þriðja ársfjórð- ungi samkvæmt tölum frá Fast- eignamati ríkisins og dróst sam- an um tvö prósent frá öðrum ársfjórðungi. Hins vegar jókst velta um 41 prósent frá sama tímabili í fyrra. Meðalupphæð á hvern kaup- samning var 23,5 milljónir króna. Fjöldi kaupsamninga dróst einnig saman á milli fjórðunga. Á þriðja ársfjórðungi var 2.397 kaupsamningi þinglýst en 2.429 á öðrum ársfjórðungi. - eþa Björgvin Guðmundsson skrifar Erlendir fjárfestar þiggja í raun ókeypis hádegis- verð á íslenskum skuldabréfamarkaði, segir Ásgeir Jónsson, hagfræðingur á greiningardeild KB banka. Þeir nýti sér mikinn vaxtamun við útlönd um leið og verðbólgumarkmið Seðlabankans setji höft á gengi krónunnar næstu sex til tólf mánuði. Það lágmarki gengisáhættu fjárfestanna. Hann segir ekki útlit fyrir að verðbólguþrýsting- ur gangi hratt niður á þessu tímabili og á meðan haldi Seðlabankinn stýrivöxtunum háum. Sam- kvæmt því sem hafi komið fram við síðustu vaxta- hækkun í lok september muni bankinn ekki leyfa krónunni að veikjast hratt með tilheyrandi verð- bólguskoti. Þetta þýði í raun að Seðlabankinn sé kominn nálægt einhvers konar fastgengismarkmiði þar sem hann verði að halda genginu háu. Það séu því töluverðir möguleikir fyrir erlenda fjárfesta að hagnast á þessum viðskiptum án þess að taka mikla áhættu og í því ljósi muni erlend skuldabréfaútgáfa í íslenskum krónum halda áfram. Þegar horft er á þróun óverðtryggðra vaxta fóru þeir niður eftir að erlenda skuldabréfaútgáfan hófst. Þeir hækkuðu á nýjan leik þegar Seðlabank- inn hækkaði stýrivexti sína óvænt meira en spáð var. Ásgeir segir hins vegar að óverðtryggðir vext- ir geti haldið áfram að lækka haldi útgáfan áfram. Sú þróun geti komið í veg fyrir að vaxtahækkanir Seðlabankans hafi tilætluð áhrif á ávöxtunarkröfu styttri skuldabréfa. Í fyrradag var búið að gefa út erlend skuldabréf í íslenskum krónum fyrir áttatíu milljarða króna á sex vikum. Erlendir fjárfestar kaupa bréfin af út- gefanda og taka gengisáhættu í krónum en fá í stað- inn háa vexti á sitt fjármagn þar sem vaxtamunur er um þessar mundir í kringum 7,7 prósent. Eru það háir vextir miðað við vexti í helstu nágrannalönd- um okkar. „Framvindan á þessari erlendu skuldabréfa- útgáfu í íslenskum krónum ræðst töluvert af verð- bólguþróun næstu mánuði,“ segir Ásgeir. Fátt ann- að virðist geta stöðvað þessa útgáfu en vaxtalækk- un Seðlabankans, veruleg lækkun nafnvaxtakröf- unnar hérlendis eða ótti við gengisfall. Ásgeir segir þetta hafa tvenns konar áhrif á ís- lenskan fjármálamarkað. Annars vegar hækki gengi krónunnar og hins vegar lækki skammtíma- vextir þvert á vaxtahækkanir Seðlabanka Íslands. Þó bendi margt til að áhrifin séu ekki að fullu kom- in fram. Það geti sérstaklega átt við áhrifin í gegn- um bankakerfið. Græða á vaxtamuninum Útlit er fyrir að erlendir fjárfestar haldi áfram að kaupa skuldabréf í íslenskum krónum. Breytingar hafa orðið á hluthafa- hópi hjá Reykjalundi-plastiðnaði. Haukur Þór Hauksson, sem leiddi hóp fjárfesta sem keyptu félagið af SÍBS í maí árið 2004, hefur látið af störfum sem fram- kvæmdastjóri og jafnframt selt fimmtungshlut sinn í félaginu til meðeigenda sinna. Meðal hluthafa eru Valdimar Gíslason og OSN lagnir í Kefla- vík auk einstaklinga sem starfa hjá fyrirtækinu. „Gríðarlegur umsnúningur hefur verið í rekstri félagsins og var hagnaður á fyrstu sex mánuðum þessa árs og lítur út fyrir að allar áætlanir stand- ist,“ segir Haukur Þór. Áætluð velta Reykjalundar-plastiðnað- ar á þessu ári er um 550-600 milljónir króna. Félagið fram- leiðir meðal annars lagnir og rör fyrir lagnaiðnaðinn og um- búðir fyrir umbúðaiðnaðinn. „Við erum búnir að eyða einu og hálfu ári í það að snúa rekstri félagsins við. Eftir breytingarn- ar hafði ég áhuga á að selja minn hlut og niðurstaðan varð að aðrir hluthafar keyptu mig út.“ Við starfi Hauks Þórs tekur Hlöðver Hlöðversson aðstoðar- framkvæmdastjóri. - eþa ÁSGEIR JÓNSSON Seðlabankinn fylgir einhvers konar fastgengis- markmiði í núverandi stöðu. M ar ka ðu rin n/ E. Ó L Breytingar hjá Reykjalundi Mikill umsnúningur í rekstrinum. HAUKUR ÞÓR HAUKSSON Lætur af störfum sem framkvæmdastjóri Reykja- lundar-plastiðnaðar og selur hlut sinn. SÍF fær nýtt nafn „Rekstur félagsins er í þeim farvegi sem stefnt var að,“ sagði Ólafur Ólafsson, stjórnarformaður SÍF, á að- alfundi fyrirtækisins. Þetta var annar aðalfundur SÍF á árinu en félagið breytti reikningsskilum sínum um mitt ár og lauk síðasta rekstrarári í lok júní. Miklar breytingar hafa orðið á SÍF-samstæðunni undanfarin misseri, þunga- miðja starfseminnar hefur færst til Evrópu og til marks um það vinna aðeins sjö starfsmenn af 3.700 á Íslandi. Í máli Ólafs kom fram að unnið væri að því að gefa félaginu nýtt nafn. Rekstur félagsins var undir væntingum á síðasta rekstrarári, einkum vegna hás afurðaverðs á laxi sem rauk upp úr öllu valdi þegar Evrópusambandið setti refsitolla á norskan lax. Rekstrar- horfur eru þó góðar fyrir fjórða ársfjórðung en falla og standa með jólasölunni. Rekstur frystiafurða er erfiður og sagði Ólafur að það væri eðlilegt að endurskoða aðkomu félagsins að þeirri starfsemi. – eþa ÓLAFUR ÓLAFSSON OG JAKOB SIGURÐS- SON SÍF fær nýtt nafn á næstunni í tengslum við miklar skipulagsbreytingar. Hugbúnaðarfyrirtækið TM Software hefur fest kaup á hollenska hugbúnaðarfyrirtækinu Falcon Atomat- isering og styrkir þar með stöðu sína í Evrópu. Hol- lenska félagið sérhæfir sig í framleiðslu og sölu hug- búnaðarlausna fyrir heilbrigðisgeirann og eru kerfi þess í notkun hjá helmingi hollenskra sjúkrahúsa. „Við erum búnir að vera þessum markaði í heil- brigðislausnum síðan 2001 og með eigin vöru sem hefur gengið vel og kallast Theriak. Eftir að hafa kynnst markaðnum betur sáum við aðrar vörur sem styðja við okkar vöru og sameinaðar verða þær sterk- ari. Falcon var einmitt með slíka vöru. Kaupin voru til að styrkja okkar vöruframboð,“ segir Axel Ómarsson, framkvæmdastjóri TM Software í Evrópu. Axel segir að félagið hafi fjárfest mikið á þessum markaði og ætli sér enn stærri markaðsstöðu. Félag- ið starfi mikið í fjórum löndum, Danmörku, Hollandi, Íslandi og Þýskalandi, með sínar heilbrigð- islausnir. Kaupverð fékkst ekki uppgefið. - eþa Kaupir hol- lenskt fyrirtæki KAUPIN FRÁGENGIN TM Software hefur fest kaup á hollenska hugbúnaðarfyrirtækinu Falcon og nær sterkri stöðu innan hollenska heilbrigðisgeirans. Fasteignavelta dróst saman FASTEIGNAMARKAÐUR STENDUR Í STAÐ Bæði velta og fjöldi þinglýstra kaup- samninga drógust saman á þriðja ársfjórð- ungi frá öðrum fjórðungi.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.