Fréttablaðið - 12.10.2005, Side 24

Fréttablaðið - 12.10.2005, Side 24
Súmósamlokurisinn Strax og að fréttist af mögu- legri sameiningu stærstu sam- lokufyrirtækjanna Júmbó og Sóma fóru gárungarnir á stjá að leita að nafni á fyrirtækið. Nið- urstaðan var Súmó, sem visar til hinna íturvöxnu glímukappa Japana sem eftir vaxtarlaginu væru sjálfsagt góður markhóp- ur fyrir samlokufyrirtæki. Deildar meiningar eru hins vegar um það hvort samlegðar- áhrif af sameiningu fyrirtækj- anna muni birtast í betri og ódýrari vöru. Samkvæmt skóla- bókinni er fákeppni á samloku- markaði líklegri til þess að leiða af sér færri rækjur, meira mæj- ónes og hærra verð. Um slíkt hafa verið skrifaðar lærðar langlokur Það er þó háð innræti og stefnu þeirra sem munu halda um smjörhnífinn hvernig Súmósamlokurnar verða úti- látnar í framtíðinni. Nafn og kennitala Svo haldið sé í japanskar hefðir má orða það svo að manna- nafnanefnd hafi framið harakíri eftir að hafa samþykkt með semingi kvenmannsnafnið Ele- onora. Eleonora beygist eins og hóra og fellur því vel að ís- lensku beygingakerfi. Sama má segja um kvenmannsnafnið Ebidta sem einnig fellur vel að beygingakerfinu. Miðað við vin- sældir EBIDTU í mælikvarða á rekstrarárangur sætir það nokkurri furðu að enginn sé bú- inn að sækja um nafnið hjá mannanafnanefnd. Einnig mætti hugsa sér karlmanns- nafnið Ebidtar sem beygist eins og Fannar. Það er reyndar ekki eins vinsæl kennitala, en þykir vel nothæf við árangursmæling- ar í rekstri flugfélaga. Undanfarar á markaði Talandi um flugfélög þá er sú kenning lífseig á markaðnum að Pálmi Haraldsson hafi keypt Sterling og Mærsk sem undan- fari fyrir kaup Flugleiða. Þeir sem styðja kenninguna eru sannfærðir um að Pálmi hafi gegnt þessu hlutverki fyrir Haga með kaupum á Skeljungi. Einhverjir hafa verið að rifja það upp að Vilhjálmur Bjarna- son hafi óskað bókunar á því á stjórnarfundi Kauphallarinnar að Baugur ætti hlut Kaupþings í Skeljungi hérna um árið. Bókun- inni var hafnað og mótmælti Ingólfur Helgason, núverandi forstjóri KB banka á Íslandi, þessum aðdróttunum harðlega. Vilhjálmur rifjaði upp þessa bókunarbeiðni á fundi Kauphall- arinnar nýverið. Ingólfur var þá aftur viðstaddur en hreyfði eng- um mótmælum í þetta sinnið. 7,7% 5% 100Nafnvaxtamunur Íslands við útlönd. Hlutur Landsbankans í Íslandsbanka. Fyrirtæki hafa gefið út skuldabréf fyrirrúma 100 milljarða króna á árinu. SÍMANÚMER MARKAÐARINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@markadurinn.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@markadurinn.is Veffang: visir.is 410 4000 | www.landsbanki.is B2B | Banki til bókhalds Betri þjónusta og upplýsingagjöf til viðskiptavina og lánardrottna Fyrirtækjabanki B A N K A H Ó L F I Ð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.