Fréttablaðið - 20.10.2005, Side 54

Fréttablaðið - 20.10.2005, Side 54
16 ■■■ { Hafnarfjörður } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ St af ræ na p re nt sm ið jan e hf Sími 565-1213 - www.fjorukrain.is Gisting og jólahlaðborð Gisting og morgunverður með jólahlaðborði í veitingastaðnum Fjörugarðinum. Gisting í tveggja manna herbergi kr. 7.000 á mann. Gildir frá 18. nóvember 2005. Glæsilegt jólahlaðborð Hlaðborðið svignar undan góðgætinu og rammíslensk jólastemmningin svíkur engan. Verð með Grýluglöggi og dansleik kr. 4.400. Á undan borðhaldi býðst gestum að heimsækja Grýlu í Hellinn. Hún býður gestum upp á Grýlumjöð, auk þess að vera veislustjóri. Söngvísir víkingar og valkyrjur syngja íslensku jólalögin með á borðhaldi stendur. Dansleikir um helgar. Ullað af veggnum Hafnarborg státar af einum fallegasta sýningarsal landsins og um þessar mundir er Myndhöggvarafélagið í Reykjavík þar með sýningu á verkum félagsmanna. Félagsmenn í Myndhöggvarafélaginu í Reykjavík eru um eitthundrað talsins og stór hluti þeirra sýnir verk sín á þessari sýn- ingu. Hún er vægast sagt mjög fjölbreytt og er jafnvel eitt vídeóverk á sýningunni, þó sumir myndu ekki telja það til myndhöggv- aralistarinnar. Vídeóverkið sýnir skóglendi og maður kemst ekki hjá því að hugleiða skógarhögg og hvað tré hefur lengi verið efniviður myndhöggvara. Tengingarnar leynast því víða. Húmor og alvara er í verkunum og sum þeirra eru leikur með efnivið. Gamlir skór hanga á einu verkinu og tunga ullar út úr veggnum á öðrum. Verkin eru jafn ólík og þau eru mörg og er ómögulegt að setja fingurinn á hvað einkennir ís- lenska myndhöggv- aralist í dag. Víst er þó að hvergi skortir fjölbreytni og hug- myndaflug. Allar reglur hafa fokið út í veður og vind og ímyndunaraflinu er gefinn laus taumur- inn. Margir gaman- leikarar úr bænum STEINN ÁRMANN MAGNÚS- SON LEIKARI ERU HAFNFIRÐINGAR FYNDN- IR EÐA HALDA ÞEIR BARA AÐ ÞEIR SÉU ÞAÐ? „Það er eins misjafnt og þeir eru marg- ir. Það koma margir gam- anleikarar úr bænum og ætli það hafi ekki með gamla Hafnar- fjarðarmóral- inn að gera?“ Rómantíkin gerði gæfumuninn MAGNÚS KJARTANSSON, TÓNLISTARMAÐUR AF HVERJU FLUTTIR ÞÚ Í HAFNARFJÖRÐ? „Ég get svarað þessu með einu orði og það er róman- tík. Vegna vinnu minnar þurfti fjöl- skyldan að flytja á höfuð- borgarsvæðið og þá lá Hafnarfjörður beint við því hann sameinar það að vera bær en samt á höfuð- borgarsvæðinu. Síðan er þetta fallegasti og veðursælasti hluti höfuðborgarsvæðisins.“ SEGÐU AAAHHH.... EFTIR RAGNHILDI STEFÁNSDÓTTUR FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. BROT ÚR VERKI EFTIR RAGN- HILDI STEFÁNSDÓTTUR SÖGUÞRÁÐUR... ÞÓRDÍS ALDA SIGURÐARDÓTTIR SÖGUÞRÁÐUR EFTIR ÞÓRDÍSI ÖLDU SIGURÐARDÓTTUR TÍMAMÓT EFTIR STEINUNNI G. HELGADÓTTUR ÁN TITILS... ÞORBJÖRG ÞORVALDSDÓTTIR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.