Fréttablaðið - 27.10.2005, Page 42

Fréttablaðið - 27.10.2005, Page 42
Flott jólaföt á stráka og stelpur stærðir 0-14 ára Opið mán-fös 10-18 Laug 10-16 Laugavegi 51 • s: 552 2201 2 ■■■■ { barnablaðið }■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Staður fyrir foreldra og börn að upplifa eitthvað skemmtilegt saman „Við bjuggum í Danmörku og eftir að við fluttum heim fannst okkur allt snúast dálítið mikið um lífsgæðakapphlaupið,“ segir Júlíus. „Við vorum líka búin að vera að leita að einhverju svona fyrir son okkar sem er fjögurra ára en fundum eitthvað lítið.“ Þau ákváðu því að bæta úr þessari þörf og fóru af stað með Leikhöll- ina. „Leikhöllin er fyrir krakka sem eru sex ára og yngri og við erum með námskeið í myndlist, tónlist og hreyfingu,“ segir Júlíus. Þau eru reyndar að hugsa um að bæta við myndlistarnámskeiðum fyrir sex til níu ára í þessum mán- uði eða næsta. „Svo bjóðum við einnig upp á ungbarnanudd, meðgöngujóga og mömmuleik- fimi. Mömmuleikfimin er fyrir mæður sem vilja koma sér í form en vilja ekki fara á stórar líkams- ræktarstöðvar. Hér eru þær útaf fyrir sig og bara fáar í einu með þolfimikennara,“ segir hann. Júlíus segir að þau hafi opnað Leikhöllina í síðustu viku, þriðju- daginn 18. október. „Við erum búin að vera með prufunámskeið bæði í síðustu viku og í þessari. Það er margt sem er nýtt í þessu þannig að við höfum ekki verið með fulla tíma heldur verið að prófa kennarana áfram og fá smá reynslu á þetta.“ Hann segir að það hafi bara gengið mjög vel. „Prufunámskeiðin klárast núna í þessari viku og mánaðarnám- skeiðin hefjast 31. október. Fólk getur bara hringt eða sent okkur tölvupóst og skráð börnin sín á námskeið hjá okkur,“ segir Júlíus. Hvert námskeið er einu sinni í viku í 4 vikur og hver tími er í 45 mínútur. Foreldrarnir eru með börnunum í tímunum og taka fullan þátt í öllu sem fram fer. „Okkur langaði til að búa til stað þar sem foreldrar og börn eru að upplifa eitthvað skemmtilegt saman.“ Helena Hólm rekur hár- greiðslustofuna Stubbalubbar í Grafarvogi. Hún hefur þurft að snyrta margan barnakollinn og veit hvernig best er að hirða um hár yngri kyn- slóðarinnar. „Grunnreglan með ungabörn er að það á ekki að nota sjampó í hárið á þeim,“ segir Helena. Hún segir að þangað til að þau fari að hreyfa sig mikið sé heldur engin þörf á því. „Lítil börn fá stundum skán í hár- svörðinn og hana er hægt að fjar- lægja með ólífuolíu eða bómolíu sem fæst í apótekum.“ Helena seg- ir að það sé nauðsynlegt að fjar- lægja skánina því að það sé ekki gott fyrir hársvörðinn að láta hana vera. „Þegar börnin eldast og farið er að nota sápu í hárið á þeim er mjög mikilvægt að skola hana vel úr því að oft myndast skán ef hár- ið er ekki skolað nógu vel.“ Helena segir að það sé mjög gott að nota hárnæringu í hárið á stelp- um og strákum sem eru að safna hári. „Hárnæringin ver hárið gagn- vart utanaðkomandi áhrifum. Það er líka gott að nota hreinsisjampó þegar börn fara mikið í sund til þess að ná klórnum úr því að hann skemmir hárið.“ Hún mælir auk þess með því að keypt sé flækjusprey fyrir börn af báðum kynjum með sítt hár. „Það má ekki gleyma því að strákar með sítt hár þurfa alveg sömu hármeðhöndlun og stelpur með sítt hár.“ Helena segir að í dag sé orðið mjög mikið úrval af hárvör- um fyrir börn. „Ég myndi mæla með því að fólk notaði þessar vör- ur,“ segir hún en bætir því við, að ef börn séu mjög góð í sturtu og engin hætta á að neitt fari í aug- un á þeim megi þau alveg nota sömu hárvörur og foreldrarnir. „Allt sem að þú getur notað í þig geturðu notað í barnið þitt.“ Hel- ena tekur þó fram að þetta gildi ekki þegar notaðar eru hárvörur sem eru sérstaklega fyrir litað hár. Helena segir að hárið á barni á leikskólaaldri sé best að þvo svona tvisvar til þrisvar í viku. Það sé líka best að láta klippa það að minnsta kosti á sex til tíu vikna fresti. „Þau þurfa náttúrlega sína umhirðu eins og við til þess að hárið haldist fallegt.“ BÖRN SEM SOFNA MEÐ PELANN. Börn eiga aldrei að sofna með pela með mjólk eða djús. Það getur valdið tannskemmdum. Þegar barnið sofnar, minnkar munnvatnsmyndun og sykur- inn í mjólkinni eða djúsnum á auðveldara með að komast að tönnunum og valda skemmd- um. Ef barnið þitt er háð því að fá pelann, skaltu minnka skammtinn smám saman og jafnvel þynna með vatni. Barn- ið venst því smám saman að drekka vatn, og missir jafnvel áhugann á pelanum. Mjólkin þynnt út Strákar með sítt hár þurfa sömu hármeðhöndlun og stelpur með sítt hár Helena Hólm rekur hárgreiðslustofuna Stubbalubba sem er sérstaklega fyrir börn. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Leikhöllin býður upp á skemmtileg nám- skeið fyrir börn sem eru sex ára og yngri. Hrönn Óskarsdóttir og Júlíus Hafstein opnuðu nýverið Leikhöllina. Umhverfið tekur mið af þörfum barna. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Í Bæjarlind í Kópavogi opnaði nýlega lista- og leikjamið- stöð fyrir börn sem ber nafnið Leikhöllin. Það eru hjón- in Júlíus Hafstein og Hrönn Óskarsdóttir sem eiga Leik- höllina og reka hana.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.