Fréttablaðið - 27.10.2005, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 27.10.2005, Blaðsíða 44
Hrafnhildur Sigurðardóttir hefur sett saman skemmti- legt tónlistarnámskeið fyrir börn fimm ára og yngri sem hún kennir í fallegri tónlist- arstofu í Garðabæ. „Börnin eru kynnt fyrir tónlist á skemmtilegan og fjölbreyttan hátt, og ég nota brúður, söngva, þulur, leiki og fleira,“ segir Hrafnhildur Sig- urðardóttir sem hannað hefur tón- listarnámskeiðið Með á nótunum fyrir börn á aldrinum 0-5 ára. For- eldrarnir mæta með börnunum á námskeiðið og telur Hrafnhildur það mikilvægt að þeir læri að nota tón- list í uppeldinu. Hún segir einnig samverustundina vera mikilvæga og allir njóti hennar. „Mér finnst mjög gaman þegar ég heyri að það sem við gerum í tímun- um heldur áfram og ég veit til þess að börnin eru að syngja lögin heima hjá sér og foreldrarnir að fara með þulur,“ segir Hrafnhildur. Sjálf er hún menntuð sem grunnskólakennari og einnig í söng og píanóleik, þannig að það lá vel fyrir henni að setja saman þessi námskeið. Hún notaði einnig efni sem hún kynntist í Englandi og er notað þar við tónlistarkennslu fyr- ir börn. „Ég nota mikið af hreyf- isöngvum, þar sem við hreyfum okk- ur um leið og sungið er. Mikið af söngvunum hef ég þýtt sjálf úr ensku og hafa þeir ekki heyrst hér á landi áður,“ segir Hrafnhildur og bætir við að til standi að gefa út bók með söngvunum eftir jól. 4 ■■■■ { barnablaðið }■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Hrist ofan í sokkabuxurnar Algengt er að ungabörn séu snemma sett í göngu- grindur sem hjálpar þeim að komast leiðar sinnar. Hinsvegar getur of mikill tími í göngugrind haft slæm áhrif á fótheilsu barnsins. Einnig þarf að passa að skórnir séu góðir og sokkarnir ekki of þröngir. „Of mikið álag verður á stoðkerfið í ungum börnum ef það er látið nota göngugrind,“ segir Ólöf Högnadótt- ir fótaaðgerðafræðingur. Beinin segir hún ekki fullhörðnuð og því getur álag orðið of mikið á fætur og bak ef börn eru í göngugrind eða hoppurólum. „Börn eiga að ráða ferðinni sjálf, og við eigum ekki að hvetja þau til að ganga of snemma. Þau gera þetta þegar þau eru tilbúin og líkami þeirra, fætur og bak, er tilbúinn til að þola það að ganga,“ segir Ólöf. Börn þurfa ekki skó fyrir en þau eru fara að ganga og telur Ólöf það mikilvægt að velja skóna vel. „Fyrsti skórinn þarf að styðja vel við hælinn. Hann þarf að vera rúm- ur, þannig að allar tærnar geti hreyft sig vel í skónum og hann má samt ekki vera of stór þannig að fóturinn skrölti í skónum. Það þarf að passa að það sé vaxtarými fyrir framan lengstu tána. Og það er tal- að um að þegar skór eru keyptir að þeir eigi að vera 1,5 cm. lengri en lengsta táin. Táhettan þarf að vera það há að neglurnar rekist ekki upp undir hana. Sólinn má ekki vera það stífur að hann beygist ekki undir táliðnum. Ef hann er of harð- ur og stífur, þá reynir barnið of mikið á tábergsliðina,“ segir Ólöf. Slæmir skór geta valdið því að börn fá tábergssig og þröngir skór geta orðið til þess að táneglurnar verði niðurgrónar. Hún leggur einnig áherslu á að setja börn ekki mikið í sokkabuxur, og notast frekar við gammósíur. „Það er alltof algengt að við hrist- um börnin ofan í sokkabuxurnar til að lengja líftíma buxnanna. En um leið getur maður mótað fótinn með þröngum sokkum, því hann er bara eins og deig,“ segir Ólöf. Það sama gildir um sokka og passa þarf að þeir séu ekki of þröngir. Ólöf Högnadóttir segir börnin fara að ganga þegar þau eru sjálf tilbúin til þess, óþarfi sé að ýta á eftir þeim. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA skólabörn } Sleppa báðum höndum Rúna Dögg Didriksen í 5-k í Ísaksskóla finnst gaman að vera í skóla. Í frístundum sínum finnst henni gam- an að því að fara í sund og bíó. „Ég púsla, lita, leik mér, læri og er líka í leikfimi og tónmennt,“ segir Rúna Dögg Didriksen í 5-k þegar hún er spurð hvað hún geri í skólanum. „Ég fór og keypti skólatösku og svo verður maður að hlýða því sem regl- urnar gera í skólanum,“ bætir hún svo við og fullyrðir að hún fari alltaf eftir reglunum. Rúna segist eiga bróður í Ísaksskóla en hann leiki sér bara við vini sína svo að hún leiki sér við vinkonur sínar í staðinn. „Mér finnst skemmtilegast að leika mér úti með vinkonum mínum og sleppa báðum höndum,“ segir Rúna þegar hún er spurð hvað henni finn- ist skemmtilegast að gera í skólanum. Þegar hún er ekki í skólanum finnst henni hins vegar skemmtilegast að fara í sund, bíó, húsdýragarðinn, tívolí og til útlanda. Þegar Rúna verður stór ætlar hún að verða snyrtifræðing- ur. „Ég ætla að verða herbal-snyrtifræðingur eins og mamma.“ Rúna segist alltaf fara eftir reglunum í skólanum. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Hrafnhildur Sigurðardóttir ásamt dóttur sinni. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI Mikið er notast við brúður í tímum. Börnin með á nótunum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.