Fréttablaðið - 27.10.2005, Síða 68

Fréttablaðið - 27.10.2005, Síða 68
Umsjón: nánar á visir.is Aldurstengd íhaldssemi Egill Helgason, sá ágæti stjórnmálaskýrandi, varð pirraður yfir leiðara Markaðarins í fyrradag, þar sem velt var upp spurningu um hvað væri rétt verð. Egill segir leiðarann, sem hélt því fram að forsendan fyrir núverandi verði væri ekki á hvaða verði hlutir hefðu verið keyptir nokkrum mánuðum áður, stórfurðulegan og kallar nýja hagkerfisbull. Reyndar er það nú svo að nýja hagkerfið var langt undan í leiðaranum og kenningarnar sem lagð- ar voru til grundvallar teljast til klassískra markaðskenninga sem rekja má aftur til Adams Smith og jafnvel enn lengra. Egill hefur að undanförnu sagst hafa færst til hægri í pólitík, en við lestur pistilsins virðist sú hreyfing skoðana hans fremur vera sökum hægari líkamsstarfsemi en hugmyndafræðilegrar gerjunar. Eða með öðrum orðum sú stað- reynd að íhaldssemin vex með aldrinum. Allt kostar en hve mikið? „Hlutir kosta sitt; það kemur barasta ekki alltaf að skuldadögunum fyrr en seinna. Og þá er spurning hverjir borga,“ segir Egill í pistli sínum. Þessar full- yrðingar eru góðra gjalda verðar, Hlutir kosta sitt, um það efast enginn, en hvað þeir eigi að kosta er ekki alltaf augljóst. Skuldadagarnir koma, svo mik- ið er víst og þar hefur Egill enn rétt fyrir sér. Síð- asta setningin er líka rétt svo langt sem hún nær. Þar vantar aftan á ...eða græða. Egill virðist nefnilega gefa sér fyrirfram að fjárfestingin sé óráð og á alltof háu verði. Það er allt í lagi að hafa þá skoðun og þeir sem eru sammála honum selja þá bréf sín í FL Group og þeir sem eru ósammála honum kaupa. Egill veit hins vegar ekkert frekar en flestir aðrir hvað framtíðin ber í skauti sér. MESTA HÆKKUN ICEX-15 4.676 Fjöldi viðskipta: 249 Velta: 2.045 +0,01% MESTA LÆKKUN MARKAÐSFRÉTTIR... Hannes Smárason, forstjóri FL Group, segir í samtali við norska blaðið Dagens Næringsliv að félagið muni ná samningum um áframhaldandi samstarf Icelandair og SAS flugfélagsins. Breyta á nafni Og fjarskipta í Dagsbrún á hluthafafundi 3. nóvember nk. Einnig á að fá heimild til að hækka hlutafé um 1,2 milljarða að nafnverði með útgáfu nýrra hluta. Mósaík hækkaði nokkuð fyrri part dags í gær í Kauphöll Íslands. Fór gengið hæst í 15,9 en stóð í 15,10 klukkan rúmlega tvö. Voru fjölmörg viðskipti þar að baki fyrir um alls 158 milljónir. Sjávarafurðir hækkuðu um 2,8 prósent í september miðað við mánuðinn á undan samkvæmt mælingu Hagstofu Íslands. Greiningardeild Íslandsbanka segir afurð- arverð sögulega hátt mælt í erlendri mynt. 32 27. október 2005 FIMMTUDAGUR Peningaskápurinn… Actavis 43,00 -0,20% ... Bakkavör 44,00 +0,00% ... FL Group 14,05 -1,10% ... Flaga 3,74 +0,80% ... HB Grandi 9,35 +0,00% ... Íslandsbanki 15,10 +0,70% ... Jarðboranir 22,00 +0,00% ... KB banki 605,00 -0,20% ... Kögun 54,00 -0,40% ... Landsbankinn 22,80 +0,40% ... Marel 65,20 +1,10% ... SÍF 4,44 -0,90% ... Straumur 13,25 -0,40% ... Össur 92,00 -1,60% Tölur miðast við stöðu í Kauphöll Íslands kl. 14.45. Mosaic Fashions +4,47% Tryggingamiðstöðin +2,13% Marel +1,09% Atorka Group -1,75% Össur -1,60% FL Group -1,06% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Yfir tuttugu milljar›a fjárfesting. Engra yfirl‡s- inga a› vænta frá FL Group. FL Group hefur bætt við sig hluta- bréfum í breska lággjaldaflug- félaginu easyJet fyrir um þrjá milljarða króna og er þar með orð- inn stærsti einstaki hluthafinn í easyJet með 16,2 prósenta hlut. Bréfin voru keypt á mánudag og þriðjudag þegar gengi easyJet hækkaði skarpt eða um tólf pró- sent. Eignarhlutur FL Group er því orðinn meira en tuttugu millj- arða króna virði en verðmæti hlutabréfa í breska flugfélaginu hefur aukist um 130 prósent síðan kaup íslenska fjárfestingarfélags- ins hófust fyrir ári síðan. Þá keypti það 8,4 prósenta hlut. Óinnleystur gengishagnaður af fjárfestingunni nemur um sjö milljörðum króna. Hannes Smárason, forstjóri FL Group, segir að félagið muni ekki hafa frumkvæði að því að gefa út yfirlýsingu um frekari fjárfest- ingar í flugfélaginu nema stjórn easyJet óski eftir slíku. Ef FL Group fer upp í tuttugu prósent verður félaginu heimilt að færa easyJet inn í bækur sínar sem hlutdeildarfélag. Samanlagt eiga Stelios Haji- Ioannou, stofnandi easyJet, og tvö systkina hans um 40 prósent. Ekki er hlaupið að því að komast yfir hlut þeirra systkina þar sem Steli- os hefur lýst því yfir að gengi easyJet þurfi að hækka nokkuð áður en hann íhugi að selja. Hann hefur bent á að gengi easyJet hafi eitt sinn farið yfir 500 pens á hlut en það stendur nú í 300 pensum. Það er vanmetið að hans mati. Greiningardeild Landsbankans hefur bent á að í samþykktum fé- lagsins sé að finna ákvæði um að erlendir aðilar megi ekki eiga meira en 40 prósent af hlutafé þess. Deildin hefur reyndar bent á hægt sé að komast fram hjá þess- um kvöðum með því að taka upp samstarf við bresk fyrirtæki sem sérhæfa sig í áhættufjármögnun. Um helgina var tilkynnt um kaup FL Group á norræna lággjaldaflugfélaginu Sterling fyrir tæpa fimmtán milljarða króna og ætlar fyrirtækið að fjór- falda eigið fé sitt á næstunni eða í 65 milljarða króna. Geta FL Group til enn frekari kaupa í easyJet er því fyrir hendi. eggert@frettabladid.is FL Group or›i› stærst í easyJet KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf ] Sænska fjármálaeftirlitið hefur veitt Kaupþing banka í Svíþjóð áminningu fyrir meðferð á eignar- hlutum í tveimur sjóðum bankans. Rannsókn á meðferð eignarhlut- anna hófst árið 2003 en um er að ræða bókhaldslega meðferð í tveimur sjóðum sem bankinn rek- ur, Kaupthing Bas og Kaupthing Småbolag. Í báðum tilfellum varð- ar málið meðferð eignarhluta sjóð- anna í fyrirtækinu Airsonett AB. Í tilkynningu frá Kaupþingi banka segir að félagið taki áminn- inguna alvarlega og það hafi frá upphafi rannsóknarinnar veitt öll þau gögn sem rannsakendur hafa óskað eftir. Bankinn segir enn fremur að reikningslegri meðferð á eignarhluta í félaginu Airsonett AB hafi verið breytt strax á árinu 2003. „Ef einhver okkar viðskipta- vina hefur beðið fjárhagslegt tjón vegna þessa, munum við bæta tjón þeirra,“ segir í tilkynning- unni. Alls er um að ræða um bók- færðan eignarhlut fyrir um eina milljón sænskra króna eða um sjö milljónir íslenskra króna. - hb Hagnaður Össurar var 52 milljón- ir króna á þriðja ársfjórðungi eða 812 þúsund bandaríkjadalir. Á sama tíma í fyrra nam hagnaður- inn 338 milljónum króna. Félaginu hafði verið spáð heldur slöku upp- gjöri af greiningardeildum bank- anna en uppgjörið er um 62 pró- sentum lakari en meðaltalsspá greiningardeildanna. EBITDA-hagnaður lækkar um rúmlega 360 milljónir nettó vegna óvenjulegra liða en stærsti ein- staki liðurinn er kostnaður við endurskipulagningu og samþætt- ingu á rekstri Royce Medical eða tæplega 260 milljónir. Gert er ráð fyrir því að endurskipulagningin komi til með að lækka rekstrarút- gjöld um allt að 220 milljónir frá og með árinu 2007. Ef litið er fram hjá óvenjuleg- um rekstrarliðum var framlegð um 62 prósent og EBITDA-hlut- fall um 23 prósent. Félagið telur að rekstrarhorfur fyrir fjórða ársfjórðung séu ágæt- ar en vekur athygli fjárfesta á því að rekstrarleg áhætta til skamms tíma er nokkru meiri en verið hef- ur vegna samþættingar á rekstri Royce Medical. - hb Kaupfling fær áminningu sænska fjármálaeftirlitsins Össur undir væntingum HÖFUÐSTÖÐVAR KB BANKA Á ÍSLANDI Kaupþing í Svíþjóð hefur nú fengið áminn- ingu sænska fjármálaeftirlitisins. JÓN SIGURÐSSON, FORSTJÓRI ÖSS- URAR Afkoma Össurar á þriðja ársfjórð- ungi varð heldur lakari en greiningardeild- irnar höfðu búist við að jafnaði. AFKOMA OG SPÁ ÖSSURAR Á 3. ÁRSFJÓRÐUNGI (í milljónum króna) Hagnaður Össurar 52 Íslandsbanki 127 KB banki 76 Landsbankinn 45 Meðaltal 83 Sama tímabil 2004 338 STÆRSTIR Í EASYJET Hannes Smárason, forstjóri FL Group, segir að engra yfirlýsinga sé að vænta frá félaginu eftir að tilkynnt var um að félagið hefði farið yfir fimmtán prósenta hlut í easyJet. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.