Fréttablaðið - 26.10.2005, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 26.10.2005, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 2005 MARKAÐURINN18 H É Ð A N O G Þ A Ð A N Fyrsta afurð Mjólku fór á markað í upphafi vikunnar. Það er feta ostur sem ber einfald- lega heitið Feti. Ólafur M. Magnússon, fram- kvæmdastjóri Mjólku, segir stóreldhús og veitingastaði fyrst reyna vöruna. Hann vilji fá umsögn fagaðila áður en almennir neyt- endur eigi kost á að kaupa hana. Tilkynnt var í síðustu viku að Vífilfell hefði keypt 34 prósenta hlut í Mjólku. Tveir menn frá Vífilfelli koma inn í stjórnina í kjöl- farið en hingað til hefur Mjólka verið í eigu fjölskyldu Ólafs. Hann vill ekki upplýsa hve mikið greitt var fyrir hlutinn en segir það mjög ásættanlegt fyrir fjölskylduna. „Við erum þarna að fá gríðarlega sterka og öfluga menn inn í stjórnina hjá okkur. Vífilfell hefur líka tekið yfir skrifstofuhald og fjármál, en aðhald í fjármálum er mikilvægt fyrir fyrir- tæki í uppbyggingu. Við fáum líka aðgang að mjög mikilli markaðsþekkingu.“ Ólafur bendir á að Vífilfell sé eitt stærsta framleiðslufyrirtæki landsins og stjórnendur þar hafi mikla reynslu af framleiðsluferlum, framleiðslustjórnun og öðrum þáttum sem nýtast í rekstri Mjólku. Samstarf þessara fyr- irtækja bjóði upp á markaðstækifæri með framleiðslu á nýjum vörum. Hann vill samt ekki upplýsa af samkeppnisástæðum í hverju það samstarf geti falist. Ólafur kallar Mjólku úrvinnslufyrirtæki í mjólkuriðnaði sem rekið sé án opinberra styrkja. Nú niðurgreiðir ríkið mjólkurfram- leiðslu um tæpa fimm milljarða króna sam- kvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2006. Stóru mjólkursamsölurnar hafa hingað til greitt bændum um 45 krónur fyrir lítrann og svo bætir ríkið um 39 krónum við. Í þessu hefur ríkisstuðningurinn meðal annars falist. En Ólafur hafnar þessu kerfi og telur hægt að framleiða mjólkurafurðir án þess að ríkis- stuðningurinn kom til. Í áætlunum Mjólku er gert ráð fyrir að taka á móti tveimur til þremur milljónum lítra fyrsta árið. Innan tveggja ára verði tek- ið á móti fjórum til sex milljónum lítra. Ólaf- ur segir stefnuna tekna á tuttugu pró- senta markaðshlutdeild á fimm til sjö árum. Hann segir styrkja- kerfið svipað upp byggt á Íslandi og í Noregi. Stóru mjólkursamlögin þar hafi verið skikkuð til að selja nýj- um aðilum í úrvinnslu á mjólk ákveð- ið lágmarksmagn til að tryggja samkeppni á markaði. Þessa hugsun þurfi að innleiða á Ís- landi um leið og allt eftirlit og innri stýring í greininni verði færð frá stóru mjólkurfélög- unum undir sjálfstæða eftirlitsaðila. Opin- bert eftirlit á ekki að vera á höndum þeirra sem hafi markaðsráðandi stöðu, búi við mikla innflutningsvernd og njóti gríðarlegra niður- greiðslna í formi opinberra styrkja. Mótlætið hefur ekki látið á sér standa. Ólafur hefur verið gagnrýndur af Landssam- bandi kúabænda og samtökum afurðastöðva. Rekið sé hart áróðurstríð gegn þeim af ótta við samkeppnina. Greiðslur mjólkurfram- leiðenda til bænda hafi hækkað, þeir séu til- búnir að greiða meira fyrir mjólkina og semja strax um greiðslur fyrir umframmjólk sem ekki er til kvóti fyrir. „Bændur eru ekkert of sælir af sínu og ég fagna því að þeir eru að fá auknar greiðslur fyrir sínar afurðir,“ segir Ólafur. Bændur séu í betri stöðu núna og hafa valkost hverjum þeir selji mjólkina. Ekki sé hægt að taka við- skiptum við bændur sem sjálfsögðum hlut eins og áður. Ákvarðanir um hvað bændur séu að hafa út úr vinnu sinni og erfiði eiga ekki að vera teknar einhliða. Hann vill að menn fái að njóta sín í greininni en séu ekki heftir í fjötra opinbers styrkjakerfi. Menn eigi að fá meira um það ráðið hver afkoma þeirra verði. Búin eigi að stækka og taka eigi upp nýja hugsun í fóðrun og ræktun. „Það þarf að afnema þessa miðstýringu og virkja drifkraftinn í þessum einstaklingum.“ Ólafur var sölustjóri hjá Osta- og smjör- sölunni í tíu ár áður en hann ákvað að söðla um. Á meðan hann var að koma hugmynd sinni um Mjólku á koppinn stofnaði hann fyrirtækið Kynning. Það sér um kynn- ingar á ýmsum vörum, með- al annars í matvöruverslun- um. Hann þekkir því vel markaðinn fyrir mjólk- urvörur og ákvað að s t i n g a sér í d j ú p u l a u g i n a . Hann dreif systkinin sín með sér sem eru fjölbreytta reynslu að baki sem nýtist vel í rekstrinum. „Ég vil vera í verkefnum sem ég hef brennandi áhuga á. Sérstaklega ef ég sé tæki- færi til að breyta einhverju til betri vegar og þarf að fara ótroðnar slóðir. En þetta reynir auðvitað á fólkið í kringum mann en ég hef verið mjög heppinn,“ segir Ólafur. Það er nóg að gera hjá Ólafi og síminn hringir reglu- lega meðan á hádegisverðinum stendur. Að- spurður segir hann að þau hjónin taki sér stundum frí og skreppi til útlanda eina helgi eða stingi af út í sveit með dætrum sínum. Hann sé mikill söngunnandi og noti þá tæki- færið til að fara að sjá óperur. Sjálfur hefur hann verið í söngnámi og sungið í karlakór- um. Það gefi honum mikið og sé afslappandi. Þá þyki þeim hjónum gaman að renna fyr- ir lax. Fengu þau sjö laxa á fyrsta klukkutím- anum í Rangánum fyrst þegar þau fóru fyrir nokkrum árum. Síðan var ekki aftur snúið og segist Ólafi vera nokkuð sama eftir þetta hvort hann fái lax eða ekki. Hann njóti þess að slappa af við árbakkann og anda að sér ferska loftinu. Samhliða öðrum störfum hefur Ólafur leigt út jólasveina yfir hátíðarnar. Það var í gegnum það starf sem hann komst fyrst í kynni við Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna fyrir tólf árum. „Þegar ég byrjaði að leika jólasvein fyrir styrktarfélagið kynntist ég þessum málstað. Ég sá í hvaða sporum fólk stóð með lítil börn mikið veik. Ég hafði tækifæri til að gera eitthvað fyrir þetta fólk og leggja mitt af mörkum,“ seg- ir hann. Fyrir tveimur árum voru svo haldnir jólatónleikar til styrktar samtökunum í til- efni af tíu ára samstarfi. Ólafur segir að KB banki hafi styrkt þau vel í þessu verkefni og nú sé stefnt að því að halda tónleikana í þriðja sinn. „Á þessu ári hafa sextán börn greinst með krabbamein. Félagið munar mjög mikið um þessa fjármuni sem við erum að leggja til.“ Þó að margt beri á góma er komið að leiðarlokum. Ólafur þarf að fara að sinna bændum sem hugsanlega verða í viðskiptum við hann í framtíðinni. Hann vinnur hörðum höndum til að sjá hugmynd sína verða að veru- leika. Hann er greinilega framkvæmdamaður sem kemur hlutunum í verk. Hugur fylgir máli. Um það verður ekki deilt. „Ég hef trú á því sem ég er að gera og tel mig vera að gera rétt,“ segir Ólafur M. Magn- ússon. „Ég er mjög sáttur og rosalega ánægð- ur að við fórum út í Mjólku-ævintýrið. Ég trúi því að íslenskir bændur muni standa með þessu verkefni og íslenskir neytendur hafa tekið okkur mjög vel. Við munum ekki bregð- ast væntingum þeirra.“ Hádegisverður fyrir tvo á Perlunni Smurbrauð með rækjum, salati og kotasælu Smurbrauð með reyktum laxi, salati og kotasælu Tveir vanilluhringir með möndlum og marsipani Drykkir pepsi og kaffi Alls: 2.960 krónur ▲ H Á D E G I S V E R Ð U R I N N Með Ólafi M. Magnússyni framkvæmdastjóra Mjólku Af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá Það leika svei mér ferskir vindar um Flugleiðir þessa dagana. Í sumar hættu allir í stjórninni og nú hætti forstjórinn og í kjölfarið keyptu Flugleiðir útlenskt flug- félag á fimmtán milljarða króna – aðeins örfáum mánuðum eftir að vinur helstu hluthafa keypti sama félag á þriðjung af þeirri upphæð. Það er ekki skrítið að hlutabréfin rjúki upp í verði. Þeir eru margir í gamla hagkerfinu sem skilja hvorki upp né niður í því sem Flugleiðir eru að gera þessa dagana. En Aurasálin tilheyrir ekki gamla hagkerfinu heldur því nýja. Aurasálin skilur að þau fyrirtæki sem hafa það að markmiði að selja vörur og þjónustu eru dauðadæmd – aðeins þau sem stunda fjárfest- ingar í öðrum fyrirtækjum munu blómstra og færa landi, þjóð og hluthöfum einhverja gæfu og gróða. Það er skemmtilegt að fylgjast með honum Hannesi Smárasyni, forstjóra Flugleiða. Maðurinn er hámenntaður og þekktur fyrir af- burðagáfur sínar. Þessar gáfur hefur Hannes notað til þess að gera rekstur Flugleiða gjörsamlega óskiljanlegan á aðeins örfáum mán- uðum. Geri aðrir betur. Hér í eina tíð var auðvelt að svara spurning- unni um hvað Flugleiðir gerðu. Nú veit það enginn nema Hannes – og kannski Jón Ásgeir, og svo auðvitað Aurasálin. Pálmi Fons græðir ellefu milljarða á því að kaupa Sterling og selja það strax aftur. Flugleiðir græða vita- skuld líka verulega á því að hafa keypt Sterling á þessu gjafverði. Semsagt: Allir græða. En hvað varðar Aurasálina um það? Ekki græðir Aurasálin á þessu frekar en öðru hlutabréfabraski hér í þessu samfélagi. Aldrei býðst nokkur maður til að kaupa hluti af Aurasálinni á þreföldu kaupverði þótt það myndi vitaskuld oft koma sér vel. Til dæmis kæmi það sér ákaflega vel ef einhver byðist til þess að kaupa hlut Aurasálarinnar í deCode á genginu 198 dollarar á hlut. Eða bílinn á 300 þúsund kall. Samfélag þar sem menn græða milljarða í einum viðskiptum er brenglað. Hér á landi er allt úr hófi gengið og tekur Aurasálin heils hugar undir málflutning þeirra sem telja að nú þurfi að spyrna við fótum með lagasetningu. Að mati Aurasálarinnar væri eðli- legt að miða vikulegan gróða kaupahéðna við árslaun leikskóla- kennara á mánuði. Dettur annars einhverjum í hug að menn eins og Hannes Smárason, Jón Ásgeir, Björgólfur og Pálmi Fons skili meiru til samfélagsins heldur en þeir sem bera ábyrgð á því að ala börnin okkar upp? Þing og þjóð hljóta að geta komist að samkomu- lagi um þetta viðmið Aurasálarinn- ar, enda væri með því ekki komið í veg fyrir að þessi ofvöxnu börn í Kauphöllinni leiki sér með „stokk- ana“ sína en á sama tíma væri við- haldið eðlilegu jafnvægi í þjóð- félaginu. A U R A S Á L I N Ólafur M. Magnússon Fæddur: 27. ágúst 1964 Maki: Sigrún Bjarnadóttir skólastjóri Dætur: Ingibjörg Ólafía (‘86), Ásdís Rún (‘90), Jórunn Lára (‘98) FJÖLGAR Í HLUTHAFAHÓPI MJÓLKU „Ég hef trú á því sem ég er að gera og tel mig vera að gera rétt,“ segir Ólafur M. Magnússon. Fetinn kominn á markað „Ég hræðist aldrei nein verkefni,“ segir Ólafur M. Magnússon framkvæmdastjóri Mjólku. Hann hef- ur líka mörg járn í eldinum. Fyrir utan að sinna rekstri tveggja fyrirtækja hefur hann um árabil lagt Styrktarfélagi krabbameinsjúkra barna lið. Björgvin Guðmundsson snæddi hádegisverð með Ólafi. Fr ét ta bl að ið /P je tu r

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.