Fréttablaðið - 26.10.2005, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 26.10.2005, Blaðsíða 19
MARKAÐURINN MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 2005 H É Ð A N O G Þ A Ð A N 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI Gísli Kjartansson, sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Mýrasýslu, hefur verið kjörinn formaður Sam- bands íslenskra sparisjóða (SÍSP) og tekur við starfinu af Jóni Kr. Sólnes. Gísli segir að starfið felist í því að leiða samstarf sparisjóðanna en sambandið er hagsmunagæslu- aðili þeirra. Eitt brýnasta verkefni SÍSP er að finna varanlega lausn á íbúðalánamálum. „Við leggjum mikið upp úr því að það verði tryggt að bæði bank- ar og sparisjóðir sitji við sama borð við að afla sér fjármagns á ásættanlegum kjörum,“ segir Gísli. Hann segir enn fremur að íbúðalánasjóður sé ekki heilög kýr í þeirra augum en mikilvægt sé að til staðar sé heildsölubanki sem geti fjármagnað spari- sjóðina. Gísli telur að það sé ríkjandi skoðun innan spari- sjóðanna að þeir þurfi að sameinast og búa til sterk- ari einingar. „Þetta er ekkert sem sambandið ætlar að koma fram með boðvaldi. Hver og einn spari- sjóður gerir þetta með sínum hætti. Við hjá Spari- sjóði Mýrasýslu höfum keypt tvo sparisjóði með samkomulagi við seljendur og höfum áhuga að halda því áfram.“ Aðrir í stjórn SÍSP eru Angantýr Jónasson, Carl H. Erlingsson, Geirmundur Kristinsson, Magnús Pálsson, Ólafur Haraldsson, Ólafur Elísson, Páll Sigurðsson og Ragnar Z. Guðjónsson. Á aðalfundinum voru samþykktar miklar breyt- ingar á lögum samtakanna. Áður fyrr hafði hver sparisjóður haft eitt atkvæði innan SÍSP, óháð stærð sjóðsins, og olli það nokkurri óánægju innan sparisjóðahópsins, einkum þeirra stærstu. Til dæm- is átti SPRON ekki stjórnarmann. „Þetta var ein ástæða þess sem olli erfiðleikum í samstarfi spari- sjóða,“ segir Gísli. Fyrirkomulaginu hefur verið breytt: Annars vegar er hverjum sparisjóði gefinn ákveðinn fjöldi atkvæða og hins vegar er miðað við heildareignir áramótin á undan viðkomandi fundi. „Við lítum á að samstarfið sé að verða betra.“ - eþa Tryggja þarf sama aðgang að íbúðalánum Sambúð sparisjóðanna betri eftir lagabreytingar. GÍSLI KJARTANSSON „Við leggjum mikið upp úr því að það verði tryggt að bæði bankar og sparisjóðir sitji við sama borð við að afla sér fjármagns á ásættanlegum kjörum.“ Færeyska ríkið hefur ákveðið að selja fyrirtækið Faroe Seafood. Frestur til að skila inn kauptilboðum í félagið er til 21. nóvember næstkomandi. Faroe Seafood er stærsta framleiðslu- og sölufyrir- tæki sjávarafurða í Færeyjum og varð til úr samruna Føroyoa Fiskasøla og United Seafood. Félagið er fyrst og fremst sölusamtök í sjávarútvegi en ræður ekki yfir aflaheimildum. Félagið selur og kaupir ufsa, þorsk, ýsu og skelfisk. Áætluð velta félagsins á árinu 2005 er um 7,2 milljarðar króna. Það er fyrirtækjasvið KPMG í Danmörku sem annast sölu fyrirtækisins. - hb Einkavæða færeyskt sjávarútvegsfyrirtæki FRÁ FÆREYJUM Færeyingar einkavæða nú sölusamtök í sjávarútvegi.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.