Fréttablaðið - 31.10.2005, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 31.10.2005, Blaðsíða 4
4 31. október 2005 MÁNUDAGUR ÆTTLEIÐINGAR Búist er við að fleiri börn verði ættleidd til Íslands á þessu ári en nokkru sinni fyrr, eða um þrjátíu og fimm börn, sam- kvæmt upplýsingum frá Íslenskri ættleiðingu. Flest barnanna koma frá Kína, eða um tuttugu og fimm. Samkvæmt nýrri skýrslu frá Hagstofu Íslands voru 180 börn ættleidd frá útlöndum til Íslands á árunum 1996 til 2004 og hefur ætt- leiðingum frá útlöndum fjölgað tals- vert á undanförnum árum. Lang- flest barnanna, eða 150, voru yngri en tveggja ára. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá Hagstofu Íslands. Á árunum 1994 til 1996 voru að meðaltali tíu til tólf börn ættleidd frá útlöndum á ári hverju en eftir það hafa þau aldrei verið færri en tuttugu á ári. Í fyrra voru tuttugu og sjö börn ættleidd frá útlöndum, nítján frá Kína, sjö frá Indlandi og einn frá Kólumbíu. Undanfarin þrjú ár hafa lang- flest ættleidd börn komið frá Kína, fjörutíu og sex stúlkur og einn drengur. Ef litið er til áranna 1996 til 2004 hafa börn frá Indlandi verið flest. Þaðan hafa komið sextíu stúlk- ur og þrjátíu og tveir drengir. Frem- ur fá börn hafa komið frá öðrum löndum, segir í skýrslunni. Um nokkurra ára skeið á tíunda áratugn- um komu hingað nokkur börn frá Rúmeníu, eða alls sautján á árunum 1996 til 2001, ellefu drengir og sex stúlkur. Ættleidd börn frá Rúmeníu voru eldri en börn frá öðrum lönd- um, ekkert þeirra var á fyrsta ári, einungis fjórir á öðru ári en þrettán á aldrinum þriggja til fimm ára. Ingibjörg Jónsdóttir, formaður Íslenskrar ættleiðingar, segir að fjölgun ættleiðinga frá útlöndum megi helst rekja til sambandsins við Kína sem komið var á 2002 en flest börn sem hingað eru ættleidd koma þaðan. „Ættleiðingar frá Kína ganga hraðar fyrir sig en frá öðrum löndum sem við erum í sambandi við, Indlandi og Kólumbíu,“ segir Ingibjörg. Meðalbiðtími eftir barni frá Kína er eitt og hálft ár en allt upp í þrjú ár frá Indlandi, að sögn Ingibjargar. Að jafnaði eru þrjátíu og fimm til fjörutíu hjón eða fjölskyldur að bíða eftir barni á hverjum tíma. Flestir sem ættleiða eru barnlausir en einnig er nokkuð um að hjón sem eiga börn fyrir, og þá oft eldri börn, ættleiði. sda@frettabladid.is Rólegt á Akureyri Helgin var róleg hjá lögreglunni á Akureyri en tveir voru stöðvaðir aðfaranótt sunnudags grunað- ir um ölvun við akstur. Leiðindafæri var í bænum, hríð og hálka og fóru ökumenn því varlega. Eitt minniháttar umferðar- óhapp varð á sunnudag. Þrír óku ölvaðir Aðfaranótt sunnu- dags stöðvaði lögreglan í Neskaupstað þrjá ökumenn fyrir ölvunarakstur í Fjarðabyggð. Það er nokkuð mikill fjöldi sérstaklega með tilliti til þess að allir ökumennirnir voru stöðvaðir á innan við einni og hálfri klukkustund. LÖGREGLA SAMGÖNGUR Snjóflóð féll úr Eyrar- fjalli við Flateyri upp úr hádegi í gær. Hluti flóðsins rann yfir Flateyrarveg og lokaðist vegur- inn um stund. Flóðið var um 40 til 50 metra breitt en ekki djúpt svo jeppar áttu auðvelt með að komast yfir það. Fólksbíll festist í flóðinu og kallað var á aðstoð lögreglu til að losa bílinn. Vegurinn var fljótlega mokað- ur og snjóflóðaeftirlitsmenn fóru á svæðið til að kanna hvort líkur væru á fleiri flóðum. ■ Flateyri: Snjóflóð féll á Flateyrarveg UPPLÝSINGATÆKNI Fundist hafa tvær nýjar veilur í hugbúnaði net síma fyrir tækis ins Skype sem ógn að gætu öryggi tölva sem bún að inn nota. Önnur veilan á bara við út- gáfu for rits ins fyrir Windows- stýri kerf ið. Hún gengur, að sögn vírus varna fyrir tækis ins Trend Micro, út á að hakk ari geti keyrt lítil forrit falin í VCARD per- sónu upplýs ing um í tölvum fólks á meðan Skype-hug bún aður inn er upptekinn við að vinna úr bið- minnisvanda. Hin veilan á við öll stýrikerfi, en hakk ari gæti sent skilaboð sem orsakað geta hrun í Skype- forritinu. Skype hefur gert aðgengi- legan uppfærðan búnað sem tekur á báðum veilum, en honum má hlaða niður af slóðinni www.skype.net/download/. - óká Tvær öryggisveilur í Skype: Ný og öruggari útgáfa fáanleg NÍKARAGVA Fellibylurinn Beta skall á strönd Níkaragva í gær og olli talsverðu tjóni. Byggingar skemmdust, tré rifnuðu upp með rótum og ár flæddu yfir bakka sína. Engar fregnir báust af manntjóni en fjöldi fólks þurfti að yfirgefa heimili sín. Veðurfræðingar spáðu því að Beta skylli á norðausturhluta landsins og voru stjórnvöld hvött til þess að flytja fólk á brott þaðan. Snemma í gær breytti Beta hins vegar um stefnu og skall á miðri strandlengju Níkaragva um 310 kílómetra frá höfuðborg- inni. Þá var Beta fellibylur af annarri stærðargráðu og náði 168 kílómetra hraða á klukku- stund. Fellibylurinn olli einnig talsverðum usla í Hondúras en þar þurfti að flytja um 4.000 manns frá heimilum sínum vegna flóða. Ólíklegt þykir að fellibylur- inn valdi meira tjóni því Beta hefur færst lengra inn í land- ið og dregið hefur verulega úr styrk hennar. Beta er þrettándi fellibylurinn sem veldur usla á þessu fellibyljatímabili. Fellibylurinn Beta skellur á Níkaragva: Ekki vitað um manntjón FJÖLSKYLDUR SNÚA AFTUR TIL SÍNS HEIMA Betur fór en á horfðist þegar Beta gekk yfir Níkaragva. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Þrátt fyrir spennuna milli Ind- lands og Pakistans, og hryðjuverk- aárásirnar á laugardag, tókust samningar um að opna landamæri ríkjanna í Kasmír til að hleypa þar neyðarbirgðum í gegn. Það auð- veldar hjálparstarfið en dugir þó hvergi nærri til. Þúsundir munu deyja úr sjúk- dómum, niðurgangi og saklausum sárum sem sýking berst í berist ekki hjálp þegar í stað. Þetta er skoðun Ann Veneman, yfirmanns barnahjálpar Sameinuðu þjóð- anna, sem er að kynna sér aðstæð- ur í Kasmír. Í gær opnuðu Pakistanar og Indverjar landamæri sín í Kasm- ír þannig að hægt verður að flytja neyðargögn þangað með auðveld- ari hætti en verið hefur. ■ Hjálparstarf í Pakistan: Landamæri Kasmírs opnuð Víða hálka Mikil hálka er víða um land og fyllsta ástæða til að aka varlega. Á Sauðárkróki hefur verið ákaflega hált og þar varð árekstur á laugardagskvöldið vegna hálku. Engin meiðsli urðu á fólki. Þá var mikill snjór á Siglufirði og nær ófært um bæinn nema á vel búnum bílum. SAMGÖNGUR Aldrei fleiri útlensk börn verið ættleidd Búist er við því að 35 börn verði ættleidd til Íslands frá útlöndum á þessu ári og er það metfjöldi. Alls voru 27 börn ættleidd frá útlöndum í fyrra. Flest þeirra voru frá Kína, eða nítján, en einnig komu börn frá Indlandi og Kólumbíu. BÖRN FRÁ KÍNA Flest ættleidd börn hérlendis síðari ár koma frá Kína. 19 7 1 8 26 12 7 6 2 1 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 0 VENESÚELA Hugo Chavez, forseti Venesúela, hefur hvatt foreldra til þess að klæða börn sín ekki upp í búninga á hrekkjavökunni. Í sjónvarpsþætti sínum í gær gagnrýndi Chavez hrekkjavökuna og sagði hana dæmi um banda- ríska heimsvaldastefnu og tilraun Bandaríkjamanna til að vekja ótta meðal annarra þjóða. Fyrir viku síðan fundu stjórn- völd nokkur hrekkjavökugrasker með vafasömum skilaboðum og pappírsbeinagrindur með nei- kvæðum slagorðum um forsetann hafa víða skotið upp kollinum. Forsetinn minntist ekkert á þessi atvik í þætti sínum. ■ Hugo Chavez: Gagnrýnir hrekkjavökuna HREKKJAVÖKUBÚNINGAR Bandarískir hrekkjavökusiðir fara víða. FRÉTTABLAÐIÐ/AP GENGIÐ GENGI GJALDMIÐLA 28.10.2005 Gengisvísitala krónunnar 60,56 60,84 107,95 108,47 73,58 74 9,859 9,917 9,417 9,473 7,727 7,773 0,5252 0,5282 87,91 88,43 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR USD GBP EUR DKK NOK SEK JPY DR HEIMILD: Seðlabanki Íslands KAUP SALA 103,0884 0 INDLAND RÚMENÍA KÍNA ÖNNUR LÖND ÆTTLEIÐINGAR Á ÍSLANDI FRUMÆTTLEIDDIR EFTIR KYNI, ALDRI OG FÆÐINGAR LANDI 1996-2004
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.