Tíminn - 22.01.1976, Blaðsíða 16

Tíminn - 22.01.1976, Blaðsíða 16
fyrirgóöan niai ^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS ^.............. ' ^ Þung viðurlög í Belgíu: Fimm ára fanqelsi oa 40 milliónir fvrir kartöfluhamstur Reuter/Brussel — Belgíska stjórnin staöfesti á ný reglur, sem í gildi voru I seinni heimsstyrjöld- inni.en iög þessi leggja banna við þvi að hamstra kartöflur, og eru viðurlög viö broti gegn reglum þessum fimm ára fangelsisvist og 40 milljón franka fésekt. Taka reglur þessar aðallega til framleiðenda kartaflna og þeirra, er með öðrum hætti annast út- hlutun þeirra, og erþeim bannað að neita að selja eða afhenda kar- töflur. Mikill kartöfluskortur hef- ur gert vart við sig i Belgiu, og reyndar i allri Vestur-Evrópu, eins og skýrt hefur verið frá hér i blaðinu. Hefur af þessum sökum gripiðum sig mikið kartöflukaup- æði i Belgiu. Stjórnin i Belgiu hefur tilkynnt verðstöðvun á kartöflum, og er verð pr. kiló bundiðvið lOfranka. Þá hefur verið tilkynnt af hálfu stjörnarinnar, að útflutningur kartaflna frá landinu verði veru- lega takmarkaður. Margar verzlanir eru þegar á þotum með kartöflubirgðir sinar, og sums staðar hefur verið gripið til viðtækra skammtana, þannig að hver kaupandi fær ekki að kaupa meira en fimm kiló hverju sinni. Framleiðsla kartaflna i löndum Efnahagsbandalags Evrópu var 20% undir meðalframleiðslu á siðasta ári. Líbanon: Damour á valdi vinstri AAannránið í París: Nánasti samstarfs maðurinn reyndist versti óvinurinn Reuter/Paris — Framkvæmda- stjóra hljómplötufyrirtækis eins var rænt að kvöldi nýársdags og 15 milljóna franka krafizt i lausnargjald fyrir hann. Lög- reglan fann manninn fjötraðan I eldhússkáp á bóndabæ einum suður af Paris 7. janúar. Ránið varð með þeim hætti, að sex menn ruddust inn i fundaherbergi fyrirtækisins, þar sem eigandinn og fjármála- framkvæmdastjórinn sátu á fundi. Fjármálaframkvæmda- stjóranum var sleppt eftir nokkrar minútur, en eigandinn sem fyrr segir numinn á brott. Rannsóknarréttur i Paris hef- ur nú leitt i ljós, að fjármála- framkvæmdastjórinn, sem var náinn vinur eigandans og helzti aðstoðarmaður hans, undirbjó ránið, m.a. með þvi að koma upplýsingum til ránsmannanna. Skipbrotsmennirnir af Berge Istra: Aldrei á sjó aftur Reuter/Kuwae, Okinawa — Skipbrotsmennirnir af norska flutningaskipinu Berge Istra, sem hvarf, er það var á siglingu á Kyrrahafinu 1 siðasta mánuði, sóru I gær, að þeir myndu aldrei aftur á sjó fara. Mennirnir eru báðir af spænsku þjóðerni. Annar þeirra, niu barna faðir, sagði, aö hann myndi frekar ganga hinn þrönga veg bein- ingamannsins heldur en að fara aftur á sjó. Mennirnir tveir velktust um i gúmmibjörgunarbáti i 19 daga, þar til þeim var bjargað. Þeir lifðu á þvi að borða hráan fisk og drekka regnvatnið, og lögð- ust á bæn, og báðu kraftaverk eða englana að bjarga sér. manna Reuter/Damour, Libanon. Allir kristnir ibúar strandborgarinn- ar Damour i Libanon liafa yfir- gefið borgina, og ráða vinstri menn og palestinskir skæruliðar lögum og lofum i borginni. Flest húsin, allar götur frá bananaekrunum niðri við Concorde: Fyrsta far- þegaflugið Reuter/Bahrain — Con- cordc-flugvélin, sem smiðuð var með sameiginlegu átaki Frakka og Breta, fór i fyrsta áætlunarflug sitt I gær, en vél- in flýgurmeð tvöföldum hraða hljóðsins.Fyrstu áætlunarferð- ina fór flugvélin frá Paris til Rio de Janeiro, og feröist menn mcð hinum nýja farar- skjóta, styttist þessi leið um tvær klukkustundir. Þess má geta, að vélin var 19 minútur á undan áætlun I fyrstu ferð sinni. Ekvador: 10 fórust í flugslysi Reuter/Quito. — Björgunar- sveitir fundu I gær 10 manns, sem komizt höfðu lifs af úr flugslysi I Suður-Ekvador þá um daginn. Alls voru 41 far- þegi innanhorðs. Lögreglan i Quito, sem er ekki langt frá slysstaðnum, sagði að hinir 31 og sjö manna áhöfn hefðu veriö látnir, er björgunarmenn komu á slys- staðinn. Vélin var i innan- landsflugi. ströndina og upp i fjallshlfðina ofan við bæinn, standa i ljósum logum, og þykkt reykský grúfði yfir borginni i gærkvöldi. Damour er 24 km suður af Bei- rut. Þjófar og ræningjar óðu um götur borgarinnar á undan inn- rásarliði vinstri manna og skæruliða. Engin merki sáust um, að kristriir ibúar borgarinnar væru þar, og talsmaður falangista sagði, að 6000 manns úr hópi þeirra hefðu flúið til næsta bæj- ar, sem er Saadiyat. Þaðan segjastkristnir menn vera flutt- ir á bátum til yfirráðasvæðis kristinna manna norður af Bei- rut. Talsmaður frelsissamtaka Palestinuaraba, PLO, sagði, að tilgangurinn með þvi að taka borgina, hefði verið sá, að opna birgðaleiðina til Beirut, en hún liggur um Damour, og höfðu ibúar borgarinnar komið i veg fyrir alla flútninga til Beirut. Er talsmaðurinn PLO var spurður um, hvort blóðbað væri i Damour, sagði hann, að erfitt væri að halda aftur af sumum innrásarmannanna, þar sem þeirlitu á töku borgarinnar sem hefndarráðstöfun fyrir árás fal- angista á flóttamannabúðir Palestinuaraba. Mikið er um þjófnaði og gripdeildir i borg- ínm.- Portúgal: Vinstri sinni skot- inn til bana í gær Reuter/Lissabon — Portúgalska lögreglan, vopnuð sjálfvirkum rifflum, skaut ungan vinstri sinna til bana I gær, er hann tók þátt I ólöglegum útifundi i miðborg Lissabon. Fjórir aðrir fundarmanna og einn lögreglumaður særðust i átökunum, sem urðu I kjölfar lög- regluaðgerðanna. Sjónarvitni að atburði þessum segja, að lög- reglumennirnir hafi byrjað skot- hriðina, er vinstri sinnarnir tóku að kasta steinum að þeim. Sá, sem drepinn var, var 23 ára, og þeir sem særðust, voru á svip- uðum aldri. A.m.k. fjórir urðu fyrir skotum, en sjúkrahúsyfir- völd segja þá ekki i mikilli hættu. Til mótmælafundar þessa var boðaö til að leggja áherzlu á kröf- ur um 40 stunda vinnuviku og at- vinnulýðræði. Fyrr i þessum mánuði skutu þjóðvarðliðar fjóra vinstri sinna til bana fyrir utan fangelsi i Oporto i Norður-Portú- gal. Lögreglu- og hernaðaryfirvöld hafa verið ófeimin við að beita skotvopnum i viðureignum við vinstri sinna siðan i hinni mis- heppnuðu byltingartilraun hluta flughersins,25. nóvember sl. Frá útifundi vinstri sinna I Lissa- bon. Ítalía: Gjaldeyrisvið skiptum hætt Reuter/Róm — Mikið fjármála- öngþveiti rikir nú á ttallu, eftir að bankar hættu sölu erlends gjald- eyris. Þessi ráðstöfun var gerð til að verja liruna skakkaföllum vegna spákaupmennsku, sem nú blómstrar I skjóli hins ótrygga stjórnmálaástands i landinu. Tal- ið er, að lokun gjaldeyrisvið- skipta sé cinungis timabundin ráðstöfun, þar sem langvarandi ráðstafanir gætu haft alvarlegar afleiðingar i för með sér. Fréttaskýrendur telja óliklegt, að það verði úr, að efnt verði til nýrra kosninga, þvi að skjótra úr- ræða er nú þörf i gjaldeyris- og efnahagsmálum, en kosn- ingar má fyrst halda 60 dögum eftir að til þeirra hefur verið boð- að, en útilokað er að engar gjaldeyrissölur fari fram á þeim tima. Þvi telja fréttaskýrendur, að vænlegasta leiðin til lausnar stjórnarkreppunni og brýnustu aðsteðjandi vandamála i gjald- eyris- og efnahagsmálum, sé myndun nýrrar samsteypustjórn- ar. öllum spjótum er nú beint að sósialistaflokknum, sem rauf stjórnarsamstarfið, og á hann skorað að jafna deilurnar við kristilega demokrata, svo að hægt verði að koma á starfhæfri samsteypustjórn. Þvi er talið lik- legt, að sennilegasta niðurstaða stjórnarmyndunarviðræðnanna verði samsteypustjórn sósialista og kristilegra demokrata. Leiðtogi sósialista hélt fund með Moro i gær, og sagði að hon- um loknum, að hugsanlegt væri að einhvers konar niðurstaða yrði fengin fyrir föstudaginn n.k. Kommúnistar hafa eindregið skorað á sósialista að mynda samsteypustjórn með kristileg- um demokrötum, og koma þannig i veg fyrir kosningar. V-Þýzkaland: Þingkosning ar 3. okt. Reuter/Bonn — Rikisstjórn Vestur-Þýzkalands hefur ákveðið, að efnt verði til þing- kosninga þar i landi sunnu- daginn 3. október n.k. Al- mcnnar kosningar eru haldn- ar fjórða hvert ár í Vest- ur-Þýzkalandi. KÓPAVOGUR Blaðburðarfólk óskast til blaðburðar i LUNDARBREKKU Umboðsmaður — Simi 4-20-73

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.