Tíminn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 1976næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    29123456
    78910111213

Tíminn - 03.02.1976, Blaðsíða 15

Tíminn - 03.02.1976, Blaðsíða 15
Þriðjudagur :i. febrúar 1976. TÍMINN 15 c NÖTIÐ u ItAÐBESTA \ 1 Ekki fellur tré við fyrsta högg Landfari minn! Mig langar til að biðja þig fyrir bréf, sem hér kemur og reyndar var öörum ætlað, svo sem sjá má. bað er ágætt, að út- varpsþátturinn skuli hafa annað merkara að flytja, og ætti það að gleðja mig jafnt sem aðra. En ekki fellur tré við fyrsta högg, og enn er talað um dag- vistun, þegar það á engan rétt á sér, þvi að átt er við vist en ekki vistun. Ég gæti lagt fram sem fylgiskjal stutta blaðafrétt frá háskólamönnum, þar sem þeir töluðu sjösinnum um vistun, en áttu við vist. Og enn er dag- vistunarstofnana getið i rabbi i Lesbók Morgunblaösins 25. jan. Ég skrifaði þetta bréf i þeim tilgangi, að það næði til ann- arra. Þvi sný ég mér til þin, þar sem mér þykir sú tilvitnun i bréfið, sem lesin var i útvarps- þætti um daginn, næsta litils virði. II.Kr. 17. desember 1975. Stjórnandi þáttarins „Daglegt mál”. Allar stundir góðar! Útvarpið sagði frá samþykkt- um á fundi. Þar var talað um að jafna aðstöðumun. Er það ekki að jafna aðstööu? Svo var talað um að seinlegt væri um of að senda allan póst milli þéttbýlis- staða i landshlutanum til Keykjavikur. Þéttbýlisstaðir — eru það ekki þorpin? Hitt varðar ekki málfarið, þó að póstur sveitamanna tefðist. Honum lá ekkert á. En var raunar ekki átt við póst innanhéraðs eða milli manna eða staða i landshlutan- um? Það er verið að tala um liskinn i sjónum. Þá segir ráð- herra og fiskifræðingar og út- vegsmenn að nú þurfi meiri stjórnun á veiðunum. Ætli þeim gangi eitthvað betur þó þeir kalli þaö stjórnun þegar þeir gefast upp við að hafa stjórn á öllu saman? Hafliði i Sveíneyjum skrifaði um for- mennsku og stjórn á opnum bát- um. Það hefur verið talað um góða og vonda stjórn. fasta- stjórn og óstjórn. Nú fara menn að sjálfsögðu að tala um óstjórnun og sjálfsstjórnun, stjórnunarráð og stjórnunar- völd, st jórnunarfræði og stjórnunarvizku, þvi að þeir hafa að sjálfsögðu stjórnun á þróun málsins. Þetta erekki nema i samræmi við það að borgarstjóri og ráð- herrar og annað stórmenni talar um dagvistunarheimili, og eiga þá við dagvistarheimili sem venjulega eru nefnd dagheimili. Það hefur lengi verið talað um náttstað og sagt að enginn ráði sinum næturstað. Nú er vist bezt að fara að að tala um náttvistunarstað eða nætur- vistunarstað, þar sem við höf- um næturvist. Vistun er auðvit- að að ráðstafa til vistar. Það var spurt, hvort menn væru búnir að vista sig. Svo les ég núna i blaði, að Ind- verjar séu farnir að láta steinbitinn klekja fjórum sinn- um á ári. (Ekki þó ársgrund- velli). Ég hélt, að fiskar hrygndu og létu svo ráöast með klakið, en þetta kann að vera öðruvisi þarna austur frá. Með kveðju Ilalldór Kristjánsson. P.S. Er eyðing fiskanna óhug vekur og öll er stjórnun i fári er gott að finna þann fisk sem klekur fjórum sinnum á ári. En stjórnunarherrunum stjórnun ég fel þvi stjórnunarhollusta er það með natni og sjálfstjórnun nákvæmri vel ég næturvistunarstað. II.Kr. Fyrsti kvenprestur á islandi. Það var fvrir rúmu ári, að fyrsti kvenprestur á Islandi sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir, sótti um prestsembætti að Suðureyri i Súgandafirði. Ekki er að efa að fólki leizt misjafnlega á. að fá konu til prestsstarfa. en svo var með mig. Ég átti ekki gott með að hugsa mér það. en ég held samt að allur fjöldinn hafi ei sett það fyrir sig. og sóknar- nefndin var henni öll mjög með- mælt. Það hafði verið prestlaust á Suðureyri um tima eftir að okkar ágæti sóknarprestur, séra Jóhannes Pálmason tók við embætti i Reykholti i Borgar- firði, svo ég held að gleðin yfir þvi að fá prest hafi verið aðal- atriðið. Svo kom séra Austur Eir, og var henni vel fagnað. Það sáum viö strax, að kona gat sinnt þessu starfi á við hvaða karlmann i prestastétt sem var. Séra Auður er mikil trúkona, full starfsorku og góðum vilja til að gera allt sitt bezta fyrir sóknarbörn sin. Hún heimsótti eldri borgarana og talaði við þá, þótti þeim strax vænt um hana og sóttu vel kirkju til hennar. Kaupfélagsstjóri óskast að Kaupfélagi Hafnfirðinga. Umsóknir sendist til formanns kaupfé- lagsstjórnar, Harðar Zophaniassonar eða starfsmannastjóra S.í.S. Gunnars Grims- sonar, fyrir 15. febrúar. fH ÚTBOÐ Tilboð óskast i smiði 2ja leikskóia við Suðurhóla og Tungu- sel. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frikirkjuvegi 3, gegn 15.000.- kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað, fimmtudaginn 26. febrúar 1976, kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 Hún starfaði með æskunni i barnastúkunni ,,Visi” nr. 71, og hún starfaði að æskulýðsmálum og hélt sunnudagaskóla af mikl- um myndarbrag. Fermingar- börnin tók hún heim til sin einu sinni i viku og kenndi þeim kristindóm, söngva og leiki og var þeim sem félagi. Fermingarathöfnin sjálf á hvitasunnudag var yndisleg. Sjálf óskaði ég þess, að hafa átt hjá henni fermingarbarn, þvi ég tel að það sé þýðingarmikið að börnin skilji hvað fermingar- athöfnin er, og að undirbún- ingur fyrir hana sé góður. Ég held, að nú til dags leggi foreldrar ekki of mikla vinnu i kristilegt uppeldi barna sinna. Mig langar til að minnast á bænadag kvenna, sem konur á Suðureyri héldu hátiðlegan i kirkjunni undir stjórn séra Auðar. Það var ógleymanleg stund. Séra Auður vildi alltaf vera að starfa i þágu kirkju og æskulýðs, en atvinnuhættir á Suðureyri réðu þvi, að hún gat kannski ekki gert eins mikið og hana langaði til. Ég efast ekki um, að séra Auður hefði viljaö starfa lengur á Suðureyri, en hún á börn, sem stunda nám i framhaldsskólum og þá eru dreifbýlisstaðirnir ekki hentugastir til búsetu. Séra Auður Eir er einlæg og góð kona og full af starfsáhuga og vilja til að láta gott af sér leiða. Nú þegar hún sækir um Mosfellsprestakall. fylgja henni góðar óskir og þakkir frá Suðurevri. Virðingarfyllst, Kristin Sturludóttir. Látið SMI miðs TAKA ÚR Y HR H HLOSSI, Skipholti 35 • Simar: 8-13-50 verzlun • 8-13-51 verkstæði • 8-13-52 skrifstofa Auglýsið í Tímanum

x

Tíminn

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-8459
Tungumál:
Árgangar:
79
Fjöldi tölublaða/hefta:
17873
Gefið út:
1917-1996
Myndað til:
28.08.1996
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað: 27. Tölublað (03.02.1976)
https://timarit.is/issue/271048

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

27. Tölublað (03.02.1976)

Aðgerðir: