Tíminn - 03.02.1976, Blaðsíða 9

Tíminn - 03.02.1976, Blaðsíða 9
Þrið.judagur febrúar 1976. TÍMINN 9 dómsmálaráðherra hefur heitið Ólafur Jóhannesson eða Jóhann Hafstein, leiðbeiningar um það, hvernig hann ætti að úrskurða i máli, sem óumdeilanlega heyrir undir hann, hvað þá að fara að gefa honum fyrirmæli um það, hvernig hann ætti að úrskurða i málinu.” Skrök um Valdimar Stefánsson ,,Nei. Enda eru það skrök ein, að Valdimar Stefánsson hafi gert það. Hann sendi aðeins það skjal, sem Hallvarður Einvarðsson hafði skrifað, skrifað handa rikis- saksóknara i sambandi við rann- sókn þessa máls. Það er þess vegna alveg óumdeilanlegt, að dómsmálaráðherra hafi heimild til þess, að kveða upp úrskurð i þessu máli og hafði heimild til, ef hann taldi málefnislegar ástæður standa til þess, að fella úrskurð lögreglustjóra úr gildi. Og merg- urinn málsins er auðvitað sá, að það liggur fyrir i minnisblaði skrifstofustjóra dómsmálaráðu- neytis, að hann talaði við þann mann, fulltrúa hjá sakadómi, sem með rannsóknina fór, og hann lýsti þvi yfir, að frekari lok- un þessa áfengisstaðar hefði enga þýðingu fyrir rannsókn málsins. Þetta getur háttvirtur þingmaður lesið i greinargerð dómsmálaráð- neytis Hann hefur kannski lesið það hér áðan upp. En það sakar ekki þó að hann lesi það aftur. Þetta er auðvitað höfuðatriðið, að lokun var, úr þvi sem komið var, gersamlega þýðingarlaus fyrir rannsókn málsins. Af hverju átti þá að halda lokun áfram? Atti að fara að beita lokun áfengisstaðar- ins i eins konar hefndarskyni, hafa það sem einhverja hefndar- ráðstöfun, ef einhverjum lög- reglumönnum væri i nöp við þennan veitingastað t.d. af þvi að það hefði verið róstusamt þar eða eitthvað slikt. Þannig má ekki beita þessu ákvæði. Þannig mega yfirvöld ekki beita sinu valdi.” Lögreglustjórinn, en ekki dómsmálaróðherra afléttu banninu ,,Það er fortiðin, sem þekkist frá Nasista-Þýzkalandi og fleiri einræðisrikjum, að þannig megi yfirvöld og dómstólar fara með sitt vald. Kannski dreymir ein- hverja menn um það að þeir tim- ar renni upp á íslandi, að þannig megi fara að. Engu er likara af sumum skrifum sumra blaða en svo sé. Dyggilega vinna þeir i þá átta að grafa undan rótum lýð- ræðisins i þessu landi. Margur málsins, er sem sagt þessi: að lokun, sem hafði staðið i fjóra sólarhringa, var alls ekki lengur þörf vegna rann- sóknar málsins. Á hverju átti þá að byggja? Ef hennar var þörf vegna rannsóknar málsins, þá átti að byggja hana á ákvæðum i réttaríarslögum og taka ákvörðun um það samkvæmt þvi. Það kemur fram i þessari grein- argerð dómsmálaráðuneytis, að til þess treysti sá dómari, sem með málið fór, sér ekki til, taldi ekki ástæðu til. Það kemur einnig fram i þvi plaggi Hallvarðs Ein- varðssonar, sem háttvirtur þingmaður las hér upp áðan. Er það réttaröryggi meðmælanlegt, sem vill láta loka eða halda áfram að loka að geðþótta kannski lögregluyfirvalda. en heimild til þess er ekki i réttar- farslögum réttum. 6g segi nei. Það er ekki réttaröryggið, sem við sækjumst eftir. Hitt er svo kannski aukaatriði, sem að visu hefur verið skrökvað upp i þess- um rógsskrifum Visis, að ég hef nú aldrei fellt niður þessa lokun veitingahússins Klúbbsins. Það var nefnilega ekki beðið eftir minum úrskurði þar um. Ja, það skiptir ekki nokkru máli, þó að háttvirtur þingmaður hristi höfuðið, það kannski heyra þeir, sem næstir eru, hringla i ein- hverju, en það kemur ekki nokkurn hlut við mig.” Gerir lítið úr lögreglustjóra ,,Þessi háttvirti þingmaður er að gera svo litið úr og ætlar að gera svo litið úr frábærum og heiðarlegum og margreyndum embættismanni, lögreglustjóran- um i Reykjavik að hann hafi ekki viljað standa við sina sann- færingu, af þvi að hann hafi verið búinn að heyra það hjá starfs- manni dómsmálaráðuneytis að starfsmenn dómsmálaráðuneytis litu svo á, að þetta ætti að falla úr gildi. Þetta er ákaflega ómakleg ásökun i garð Sigurjóns Sigurðs- sonar lögreglustjóra. Hann felldi sjálfur niður lokunina og auðvitað samkvæmt sinni eigin sann- færingu þá. Sjálfsagt þegar hann var búinn að athuga málið betur. Að halda öðru fram væri að gera litið úr þessum hæfa embættis- manni, að hann fari bara eftir bendingu frá dómsmálaráðherra og láti sina sannfæringu lönd og leið, ef hann telur sina lagatúlkun vera rétta. Ég held, að þetta nægi nú i raun og veru um þetta mál, sem ekki er nú stórkostlegt, þvi að þær sakargiftir, sem þarna var um að ræða, bókhaldsóreiða, Sighvatur Björgvinsson skattsvik og þvi um likt. voru þess háttar. að þau stóðu ekki i sambandi við meðferð áfengis i húsinu út af fyrir sig. Það var bú- ið að taka öll. bókhaldsgögn, og það gat ekki torveldað rannsókn málsins að þessu leyti á neinn hátt, þó að húsið væri opið. Það hefði að minum dómi verið bara út i bláinn að halda þvi lokuðu lengur, hrein geðþóttaákvörðun, sem ekki gat stuðzt við málefnis- leg sjónarmið." Ekki óskeikull fremur en aðrir menn Ég hef rakið það ápur, að bréf Valdimars heitins Stefánssonar er aðeins þetta: ,,Hér með sendi ég hjnu háa dómsmálaráðuneyti til athugunar, afrit af skýrslu og umsögn Hallvarðs Einvarðssonar aðalfulltrúa. er hann hefur lagt fyrir mig um mál það, er þar um ræðir.” Ekki eitt aukatekið orð meira enda átti það ekki við. En þvi var skrökvað upp i þessum rógskrifum Visis, að Valdimar heitinn Stefánsson hefði sent dómsmálaráðherra bréf, þar sem hann hafði átalið þetta. En hátt- virtur þingmaður las nokkuð úr skýrslu og umsögn Hallvarðs Einvarðss. aðalfulltrúa, sem er ágætis embættismaður, en er ekki óskeikull fremur en aðrir menn. Og það er nú oft svo, að um laga- skilning og lagatúlkun rikja mis- munandi skoðanir hjá lög- fræðingum. Mér dettur ekki i hug annað en hann hafi sett þetta á blað eftir sinni beztu sannfæringu og sinu sjónarmiði þá. En ég held, að hann hafi hal't rangt fyrir sér i þeirri lagatúlkun, sem hann heldur þar fram. Ég ætla með leyfi hæstvirts forseta að lesa ofurlitið úr þessu skjali. Ég held, að skjalaritarinn hafi verið fram- sýnn þarna og séð það fyrir, að hann átti eftir að verða varasak- sóknari. Þegar hann talar um saksóknara þarna i greinar- gerðinni, þá held ég, að hann eigi við sjálfan sig, aðalfulltrúa sak- sóknara. „Akvað lögreglustjóri þá að leggja þegar bann við frekari áfengis veitingum i þessu veitingahúsi, unz annað yrði ákveðið, og mun hann i þvi efni hafa stuðzt við ákvæði 2. mgr. 14. gr. áfengislaga nr. 82/1969. Sú ákvörðun lögreglustjóra var að áliti saksóknara sjálfsögð og eðli- leg, eins og á stóð. Var það bæði á ýmsan hátt ótvirætt i þágu rann- sóknar málsins auk þess, sem áframhaidandi starfræksia þessa veitingahúss, eins og mál- um þá var komið, var alls endis óviðeigandi frá sjónarmiði al- mennrar réttarvörzlu.” Það er heldur ekki saksóknari, sem sviptir veitingahús leyfi. Ef talið er óviðeigandi, að það haldi leyfi, og fullnægir ekki lengur skilyrðurn, þá er það dómsmála- ráðherra sem það gerir, og hefur gert i slikum tilfellum, þannig að þessi orð eru nokkuð ofsögð hjá skjalaritaranum. Var tvimæla- laust nærtækast að beita fyrr- greindri heimild lögreglustjóra samkv. 2. mgr. 14. gr. áfengislag- anna, enda hæpið, að unnt hefði verið að gripa jafnskjótt til annarrar réttarheimildar til slikra sviptinga, eins og málum var háttað i upphafi rannsókna. Eðlilegt var. að tekið væri fyrir frekari áfengisveitingar i þessu veitingahúsi. meðan rannsókn málsins stæði yíir, eða a.m.k. á meðan hin eiginlega sakadóms- rannsókn, svo sem yfirheyrslur, stæði yfir. Tileíni kynni hins vegar að hafa getað orðið til endurskoðunar á þessu banni á siðara stigi rannsóknarinnar, t.d. óvist, að biða hefði þurft loka svikarannsóknar skattrann- sóknastjóra eða loka bókhalds- rannsókna. Það eru sannarlega nóg vinveitingahús i Reykjavik, og ekki hefði mér verið nokkur eftirsjá i þvi i sjálfu sér, þó að eitt hefði horfið úr sögunni og það stæði lokað enn i dag. En bók- haldsrannsókninni er enn ekki lokið. Átti bannið að gilda enn þann dag í dag? „Telur háttvirtur þingmaður að það hefði verið skynsamleg ráð- stöfun að halda þvi lokuðu allan timann? Nei, ég held nú, að aðal- fulltrúi saksóknara hafi gengið árna fulllangt. Það hefði frekar verið viðeigandi af hans hálfu að benda á, að það ætti að beita þeim úrræðum við rannsóknina. sem i réttarfarslögum eru: lögum um opinberra mála. En einmitt sam- kvæmt þeim ákvæðum var ekki talið heimilt að beita lokun. og ekki þörf á þvi fyrir þýðingu rannsóknarinnar, eins og sá dóm- ari sagði, sem með rannsókn málsins fór. Svo segir: „En ráðu- neytið aflétti þessu banni hinn 20. þ.m." o.s.frv. Ekki viðeigandi að orði komizt. verð ég þvi miður að segja. hjá aðalfulltrúa sak- sóknara. annars ágætum emb- ættismanni, að segja það, að ráðuneytið hafi felit niður bannið. Það er einn aðalkostur á embætt- ismönnum að þeir séu nákvæmir, bæði i orðum og hugs- unum. En eins og ég hef tekið fram, þá var það ekki dómsmála- ráðuneytið, sem felldi niður bannið, heldur lögreglustjórinn sjálfur. Það hefði verið við- kunnanlegra að segja nákvæm- lega rétt frá þessu i skjali, sem gert var af varasaksóknara rikisins. Ég hef ekki talað við Hallvarð Einavarðsson, og skal ekkert segja um það, hvort hann er sömu skoðunar i dag og hann var þá um þessi efni. En undarlegt þætti mér, ef hann hefði ekki þroskazt eitthvað svo- litið siðar að fenginni reynslu i lögfræði og réttarrannsóknum.” Engar greiðslur frá Klúbbnum „Ég ætla nú að láta mér i alveg léttu rúmi liggja það, sem að er látið liggja i þessum rógskrifum, að tengsl Framsóknarflokksins eða þá min við Klúbbinn séu fjár- hagslegs eðlis. Ég er sem betur fer það bjargálna, að ég þarf ekki að vera i húsmennsku hjá einum eða neinum, kemst af, þarf ekki að leita á annarra náðir, hvorki Sigurbjarnar i Klúbbnum né neinna annarra auðjöfra. Og ég vil leyfa mér að fullyrða það, að Framsóknarflokkurinn hafi ekki fengið neinar greiðslur frá Klúbbnum. Það er hverjum og einum frjálst og sjálfsagt að fara og fá að skoða reikninga Fram- sóknarflokksins og sjá það. Og það má þessi háttvirti þingmaður gera, og hann má meira að segja hafa bókhaldsfróðan mann, með sér." Aðgerðir dómsmálaráðu- neytisins „Hitt er náttúrlega miklu al- varlegri aðdróttun, sem háttvirt- ur þingmaður fór þó svolitið hjá sér að minnast á, eins og eðlilegt er, sem sé sú, að ég hafi komið i veg fyrir rannsókn eða lagt höml- ur á rannsókn á mannshvarfi og jafnvel gerzt sekur um það að reyna að koma i veg fyrir það, að hugsanlegt mjorð upplýsist og halda þannig verndarhendi yfir mönnum, sem hefðu fengizt við slikt. Þessu atriði- eru nú gerð ærið greinileg skil i greinarg. dómsmálaráðuneytis. Þar er nú i fyrsta lagi ákveðið, að þeim aðal- rannsóknarmanni i Keflavik, sem fór með rannsókn þessa máls, honum var gefið fri, leyfi, orlof frá öllum öðrum störfum i 5 mánuði til þess að geta gefið sig við þessi störf eingöngu. Hauki Guðmundssyni var gefið orlof frá öllum öðrum lögregluþjónsstörf- um i 5 mánuði til þess að hann gæti gefið sig eingöngu að þvi að upplýsa þetta mál. Það var skipaður umboðsdómari, sér- stakur. ágætur maður, Ásgeir Friðjónsson dómari i fikniefna- málum, sem að þar með fékk vald til að rannsaka málið hvar sem var á landinu og setja rétt i þvi hvarsem var á landinu. Bæjarfó- getanum i Keflavik var skrifað bréf sem að ég held að engir venjulegir menn geti skilið öðru- visi, en á þá lund. að það sé verið að ýta á að gera rannsóknina. sem gagngerasta og ýtarlegasta. Það getur kannski verið, að óvenjulegir menn eins og hátt- virtur siðasti ræðumaður geti skilið það á einhverja aðra lund. En hann heíur þó eitthvað önnur öðruvisi skynfæri en venjulegir menn." Bréfið var of langt „Nú það er rétt, að i greinar- gerð dómsmálaráöunevtisins. er ekki birt þetta bréf frá lögmanni þeirra, þar sem að þeir kvörtuðu yfir þeim miska sem að þeir höfðu orðið fyrir i sambandi við gróusögur, sem um þá hefði veriðdreift. Þar eru drepið á ýms atvik til sönnunar þessu. Eina ástæðu fyrir þvi að þetta bréf sem vissulega hel'ði skýrt greinar- gerðin'a var ekki birt var sú. að það er það langt. Brélið er lrá Inga lngimundarsyni hæsta- réttarlögmanni og ég mun rétt hafa getið um það i greinar- gerðinni að þá hafi hann komið með bréf, það er jafnframt sagt i greinargerðinni að hverjum og einum þar á meðal háttvirtur þingmaður Sighvati Björgvins- syni, er heimilt að koma i ráðu- neyti og sjá öll skjöl, sem þar liggja fyrir og þetta mál varða. Og ef til vill hefði verið skynsam- legt fyrir hann að koma áður en hann flutti þessa ræðu hér áðan. En hann getur gert þetta siðar, alltaf velkominn. Ég vildi gjarn- an vilja sjá hann, og ég veit ekki hvort það væri út af fyrir sig nokkur skaði, þó að hann veitti einhverjum timahrak, frá öðrum ónytsamlegri störfum.” Smjattað á gróusögum Það er ákaflega ógeðfellt að þurfa að tala um þetta mál opin- berlega, og þurfa að nefna nöfn i þvi sambandi. Það er svo ógeðs- legt, að maður undrast lundarfar þeirra sem geta lagt sig niður við slikt. Hvort sem menn eru sak- lausir eða sekir, þá eiga margir um sárt að binda i sambandi við svona mál, og það væri gott fyrir þá menn, sem gera það að iðju sinni, að bera út svona gróusögur. að leggja sér á minnið orðið ,,að- gát skal höfð i nærveru sálar". Margar gróusögur eru i gangi, og hafa verið i gangi um ýmis tilvik. sem hafa átt sér stað. Ekki er vist að allir yrðu glaðir, ef upp i þvi yrði farið að hræra, það gæti komið nálægt einhverjum. Og yfir.leitt eru þessar gróusögur ósannar, en gómsætar að smjatta á fyrir Gróu á Leiti og hennar lika. Það hafa verið nefnd hér nöfn, svo að ég verð að gera það lika. Þvi er haldið fram, að ég hafi komið i veg fyrir rannsókn i sambandi við hvarf Geirfinns Einarssonar, en hvarf Geirfinns Einarssonar kom i veg fyrir það, að rannsókn ætti sér stað i sam- bandi við Magnús Leópoldsson og Sigurbjörn Eiriksson." Hver er sannleikurinn? „Hver er nú sannleikurinn um rannsókn i sambandi við þessa menn af hálfu þeirra lögreglu- manna, sem með þetta mál fóru? Magnús Leópoldsson var einu sinni kallaður fyrir, á Lögreglu- stöðinni i Reykjavik, til þess að gefa skýrsluum bifreiðar og þess háttar, og þetta átti sér stað i janúarlok 1975. A.m.k. er ekki hægt að telja, að þessi afskipti ráðuneytisins hafi torveidað og tafið rannsókn málsins. Hvað var þá gert i millitiðinni? Kallað var einu sinni fyrir á Lögreglustöð- inni i Reykjavik. Sigurbjörn Eiriksson var aldrei kallaður fyr- ir.” Engar hömlur „Athuganir á þessum efnum. sem hér um ræðir. stóðu aðallega i jan. og febr. Rannsóknarmenn- irnir frá Keflavik liöfðu húsnæði lánað i Lögreglustöðinni i Reykjavik og lögreglumanninn Rúnar Sigurðsson sér til aðstoð- ar. Aðstoðarmanninn höfðu þeir a.m.k fram i mailok frá 10. des.. og húsnæðið e.t.v. eitthvað leng- ur. Ekki bendir þetta nú til þess. að yfirvöld hafi viljað leggja hömlur á þessa rannsókn eða koma i veg fyrir hana. Lögreglu- maðurinn Rúnar Sigurðsson. sem var þarna til aðstoðar. fullyrðir. að það hafi aldrei verið ýjað að þvi við sig, að rannsóknir mætti ekki lengur beinast að Magnúsi Leopoldssyni og Sigurbirni Ei- rikssyni. Rannsóknarmönnunum úr Keflavik virðist þvi ekki hafa verið það ofarlega i huga. eða þá aðþeir hafi verið þöglir sem gröf- in um það. Að þvi er Haukur Guð- mundsson rannsóknarlögreglu- maður sagði Jóni Evsteinssyni i sima frá Reykjavik, þar sem hann var til aðstoðar sakadómi tsvo og allar skýrslur. sem að málinu sneru og voru i hans hönd- um), minnir hann. að siðasta at- hugun, sem beinzt hafi að þeim Klúbbmönnum hafi verið gerð 5. marz. Ég held. að ljóst sé af þvi, sem ég hef litillega rakið hér. að ég hef ekki revnt að torvelda rannsókn þess, enda er ég satt að

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.