Tíminn - 25.02.1976, Blaðsíða 4

Tíminn - 25.02.1976, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Miövikudagur 25. febrúar 1976 Reiður ungur maður Kvikmynd um Elísabetu Elisabet Bagaya prinsessa af Togod, átti eitt frægasta ástar- ævintýri allra tima á klósettinu á Orlyflugvelli viö Paris. Raun- ar er hvergi nærri upplýst að blessuð shllkan hafi átt neitt saman við nokkurn mann að sælda á þeim stað, en fyrrver- andi húsbóndi prinsessunnar sem þá var titluð utanrikisráð- herra Uganda, staðhæfði að ut- anrikisráðherra sinn hafi átt vingott við einhvern náunga á fyrrgreindum stað og það sem verra var, ástmaðurinn átti að hafa verið hvitur á hörund. Slika svivirðu gat Idi Amin ekki liðið utanrikisráðherra sinum og rak stúlkuna þegar úr embætti en hún náði að flýja úr landi. Nú ætlar italskur kvikmynda- stjóri að fara að kvikmynda ævintýri prinsessunnar og mun aðalhlutverkið verða i höndum ungrar fyrirsætu. Flugvallar- yfirvöld á Orly neituðu að hleypa kvikmyndamönnum með tól sin á klósett flugvallar- ins til að filma þar hin umdeildu atriði. Verður þvi að reisa ný salerni i kvikmyndaveri á ítaliu og verða þau nákvæm eftir- mynd samskonar tilfæringa á stærsta flugvelli Frakklands. út um heiminn, og voru reiðu ungu mennirnir óánægðir með stjórnarhætti og margt annað i þjóðfélaginu, og vildu gera gagngerðar breytingar þar á. Marlon Brando er nú kominn um fimmtugt, en ennþá þykir hann aðhyllast þessar kenning- ar, og oft heyrist frá honum gagnrýni á stjórnvöld (sbr. bar- áttu hans til stuðnings við mál- stað Indiána i Bandarikjunum), svo segja má, að hann sé enn við sama heygarðshornið. Hér sjá- um við myndir af honum, — aðra þar sem hann er reiður ungur maður, um það leyti sem hann lék i Waterfront-myndinni, og á hinni myndinni er hann far- inn að missa hárið og hefur fitn- að töluvert, enda er hún tekin 25 árum seinna. Þeirri mynd fylgdi að hann væri ennþá reið- ur „ungur” maður, og er hann þar að gefa yfirlýsingu um að hann ætli — ásamt hinni nýju ástkonu sinni, Lucy Saroyan, að berjast áfram fyrir málstað Indiána i Bandarikjunum, þvi að þeir séu órétti beittir af stjórnvöldum þar i landi. „Við höfnina” (On the Water- front) hét fyrsta kvikmyndin sem gerði Marlon Brando fræg- an. Þar lék hann uppreisnar- gjarnan ungan mann, og var þá strax skipað i flokk þeirra, sem kallaðir voru „reiðir ungir menn”. Þessi hreyfing breiddist Gullgreni t Barnaul i Vestur-Siberiu hefur mönnum tekizt með jurta- kynbótum að rækta grenitré með gulllitum barrnálum. Við erum þvi vön aö sjá ekki aðeins græn, heldur og blá og silfurlit- uð grenitré i görðum. Kannski fáum við einnig innan tiðar gull- greni frá Barnaul. „Það verður að hafa það, reglur ina og talaðu greinilega, ekki eru reglur.” „Má ég borða hjá Ginu. Mamma hennar er búin að sjóða um hundrað kilómetra af spaghetti.”

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.