Tíminn - 25.02.1976, Blaðsíða 9

Tíminn - 25.02.1976, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 25. febrúar 1976 TÍMINN 9 kæligeymslu, frystigeymslu, þvottahúsi og fleira, likt eins og gerist á sjúkrahúsum eða annars staðar þar sem fjöldi fólks er. Þessu máli var hrint i fram- kvæmd árið 1966 og breyttist þá mikið aðstaðan að Sólheimum. Siðar var keypt hús af Kefla- vikurflugvelli og flutt til Sól- heima, þar sem komið var fyrir vistmönnum ásamt ibúðum fyrir konur með börn, sem oft kemur fyrir að eru á Sólheimum, sem aðstoðarfólk ýmist i eldhúsi, Uti á deildunum, eða við aðra starfa. Siðan var byggt hús, sem átti að verða smiðahús, en vegna skorts á húsnæði fyrir aðstoðarfólk, var það einnig tekið fyrir það. Þar var siðar byggt ibúðarhús fyrir aðstoðarfólk, svo að aðstaða þess ásamt aðstöðu vistfólksins hefur batnað á þessum árum svo mikið, aðvandkvæðieru varla á að fá að- stoðaríólk, enda nauðsyn á svona stóru heimili. Á s.l. ári var siöan byggður vatnstankur, sem keypt- ur var frá Noregi úr trefjaplasti og settur saman en skortur hefur verið á köldu vatni, — neyzluvatni fyrirheimilið igegnum árin, enda hafði Lionsklúbburinn látið bora fyrir köldu vatni. Þegar Lionsklúbburinn Ægir byrjaði að hafa afskipti af málum Sólheima voru aðeins þrjár byggingar þar þ.e.a.s. gamla húsið, sem byggt var 1930, vist- mannahúsið, ásamt bragga, sem var sarnkornusalur auk fjóss og hlöðu. En á þeim 19 árum, sem Lionsklúbburinn hefur aðstoðað heimilið hafa verið byggð 8 hús fyrir vistmenn og starfsfólk, auk þess vatnstankurinn og má ætla að verðmæti þessara bygginga í dag sé um 80-90 milljónir. Nú kemur sú spurning, hvaðan þessir peningar hafa komið. Fjáröflun Lionsklúbbsins Ægis hefúr verið á ýmsan hátt og má þar fyrst nefna að fá fé úr styrktarsjóði vangefinna (tappa- sjóði), en sá sjóður hefur fengið fjárframlög af gosdrykkja-og öl- flöskutöppurn, en stór hluti af framkvæmdunum hefur verið fjármagnaður þaðan. Hins vegar hefur klúbburinn ennfremur haft sælgætissölu i mörg ár, svo og kúttmagakvöld, sem þekkt er orðið og fleiri vilja komast að en mögulegt er, og nú seinustu árin haft bingó i sjónvarpi sem hefúr gefið klúbbnum allmikið fé. Auk þess sem Lionsklúbburinn Ægir hefur aðstoðað við allar þær byggingaframkvæmdir, málun húsa, viðhald húsa og fleira og hefur það verið venja i nokkur ár, að Lionsbræður, ásarnt konurn og börnum hafa farið i heimsókn að Sólheimum að vori til og gróður- sett og eru nú þúsundir plantna þar, sem eru i uppvexti. Ennfremur er það tilhlökkunar- efni ekki siður hjá Lionsbræðrum en vistmönnum og öðru heimilis- fólki að litlu jólin eru haldin i litla samkomusalnum einhvern sunnudag I desember, þar sem Lionsmeðlimirnir með Omari Ragnarssyni, Svavari Gests, Sig- fúsi Halldórssyni og öðrum lista- mönnum halda skemmtun fyrir vistrnennina og sýnir vistfólk jafnfrarnt á senunni einhverja leikþætti, sern það hefur æft. Ég hefi sagt i gegnum árin og segi enn. Ég get þakkað fyrir það að hafa fengið tækifæri til þess að vera einr. af Lionsmeðlimum Ægis til að byggja upp og hjálpa til við uppbyggingu að Sól- heimum og hafa eignazt marga og góða vini þar. Og ásetningur okkar i Lionsklúbbnum er að halda áfram aö byggja upp Sól- heima,afla fjár og eyða okkar tima og kröftum við að vinna fyrir þá sem minna mega sin i þjóðfélaginu. Þetta er mikil ánægja, og þótt maður hafi stund- um mikið annað að gera, þá þeg- ar vinna þarf fyrir Sólheima, hvort heldur er að fara austur og vinna þar dagstund eða hóa saman nokkrum félögum til að útbúa bingóspjöld er maður ánægður yfir að hafa eytt sinum tima til að vinna fyrir gott mál- efni. Um leið og keypt eru bingó- spjöldin, sem þessa dagana er verið að selja, hefur fólk mögu- leika á góðum vinningi, sem fyrst og fremst eru möguleikar á að hjálpa til við uppbyggingu Barna- heimilisins að Sólheimum. Hver króna, sem þangað fer er vel not- uð og vel varið. TÓNLEIKAR ÁRSINS Þótt árið 1976 sé skammt á veg komið, og starfsár tónlist- arfélaga og-stofnana rétt rúm- lega hálfnað, má nafalaust slá þvi föstu, að sjöttu tónleikar Tónlistarfélagsins verði tónleik- ar ársins (11. febrúar i Austur- bæjarbiói). Þá lék Stradi- vari-kvartettinn bandariski Þrjá strokkvartetta, op. 18 nr. 4 i c-moll eftir Ludwig van Beet- hoven (1770—1827), nr. 8 op. 110 eftir Dmitrij Sjostakovitsj (1906—1970) og K 590 i F-dúr eft- ir Wolfgang Amadeus Mozart (1756—1791). Kammermúsik er æðsta form tónlistar, og strengjakvartett- inn æðsta form stofutónlistar. En Stradivari-kvartettinn er af ýmsum talinn meðal hinna beztu i heimi. „Þeim er allt leik- ur einn — samræmd tónmynd- un, frábær tóngæði, „vibrato” bogadráttur, skirleiki, sam- hljómun og jafnvægi. Ef eitt- hvað gæti kallazt öðru full- komnara væri það hin frábæra samstilling” — hefur tónleika- skráeftir St. Peterburgh Times. Þvi góður strokkvartett leikur sem ein heild. Þótt sérhver fé- laganna I kvartettnum sé „sól- isti” fórnar hann sjálfum sér fyrir heildina (sjá mynd). Félagar Stradivari-kvartetts- ins heita Allen Ohmes (1. fiðla), Don Haines (2. fiðla), William Precuil (lágfiðla) og Charles Wendt (knéfiðla), og hljóðfæri þeirra allra eru Stradivari. Antonio Stradivari (1644—1737) var nemandi Nicolo Amati I Cremona. Nicolo er höfuðsnill- ingur Amati-fiðlusmiðanna. Hann var sonarsonur Andrea Amati, sem gerði Cremona að miðstöð fiðlusmiði í veröldinni (fiðlan er talin hafa þróazt frá lýrunni á 16. öld). Elzta fiðlan, sem merkt er Antonio, Stradi- var, er frá 22. aldursári hans. Á henni stendur „Antonius Stradivarius cremonensis alumnus Nicoli Amati faciebat 1666” (A.S. frá Cremmóna, nemandi Nicolo Amati, smlðaði árið 1666). Siðar merkti hann fiðlur sinar aðéins meö „Stradi- varius”. Hann starfaði án af- láts, lifði spart og náði 93 ára aldri. Hann varð svo auðugur af smiðum sinum að „rikur sem Stradivari” varð orðtæki i Cre- mona. Fiðlur hans voru fegurst- ar og beztar allra fiðla, en menn vita eigi gerla i hverju yfirburðir þeirra eru fólgnir — rekja þá m.a. til lakksins, sem enginn uppskrift hefur fundizt fyrir. Tónninn I þessum hljóð- færum er ákaflega fagur, og engan hef ég heyrt spila eins fallega á fiðlu og Allen Ohmes, 1. fiðlara Stradivari-kvartetts- ins. Antonio Stradivari smið- aði 1116 hljóðfæri, svo vitað sé (fiðlur, lágfiðlur og knéfiðlur), ogaffiðlum hans eru enntil 540. Þeir fjórmenningar eru allir kennarar við tónlistardeild Há- skólans i' Iowa, og hafa leikið saman siðan 1960. Leikur þeirra er dæmalaust fágaður og sam- stilltur, en býr samt yfir mikl- um krafti og dýnamik, þegar á þarf að halda. Að vanhugsuðu máli mættu það þykja undur mikil að slik fágun skuli koma frá landi bilasalanna og Bahama-stuttbuxnanna, en svo er þó ekki — i Bandarikjunum er saman komin mest kunnátta allra landa I listum jafnt sem visindum, þótt við fyrstu sýn virðistmenningin drukkna I öllu skruminu. Fyrst fluttu þeir félagar c-moll kvartettinn op. 18 nr. 4 eftir Beethoven. Þessi kvartett er auðteknastur allra kvartetta Beethovens, og um leið jafn- beztur hinna sex op. 18 kvart- etta. Um hann er sögð sú saga, að kunningi Beethovens hafi bent honum á óleyfilega mis- hljóman knéfiðlu og lágfiðlu i 9. og 10. takti finale-kaflans, og spurt með hvaða rétti hann leyfði sér slikt. Beethoven neit- aði I fyrstu, að mishljóman þessi væri yfirleitt fyrir hendi, en sagði siðan, þegar ekki var um að villast: „Ég leyfi það”. (Menn hafa ranglega kennt heyrnarleysi tónskáldsins um — þessir kvartettar voru samdir á árunum 1798—1800). Næst var fluttur kvartett Sjostakovitsj nr. 8 op. 110. Þótt ég þekkti þennán kvartett alls ekki „hitti hann beint i mark”, hann er afar áheyrilegur, eins og raunar mikið af tónlist Sjostakovitsj, sem er uppfinn- ingasamt, striðið og brellið tón- skáld, þótt alvarlegurséi bland. Siðasta á efnisskránni var kvartett Mozarts K 590 I F-dúr. Þetta er siðasti kvartett tón- skáldsins, saminn 1790, ári áður en Mozart dó. Hann er einn hinna svonefndu prússnesku kvartetta, sem Mozart samdi fyrir Friðrik Vilhjálm II Prússakeisara, eftirmann Frið- riks mikla. Friðrik þessi lék á knéfiðlu, þótt hálfgerður þurs væri aö öðru leyti, og þess vegna er hlutur þess hljóðfæris mikill i prússnesku kvartettunum. í flutningi Stradivari-kvartetts- ins var F-dúr kvartettinn bezta verk hljómleikanna — þegar vel er leikið er Mozart óviðjafnan- legur. Þeir, sem halda að hann sé „hafður til uppfyllingar” hafa ekki heyrt honum gerð viö- unandi skil. Tónleikum þessum var tekið með miklum og verðskulduðum fögnuði, sem vonlegt var. Var þá leikið aukalag, molto adagio úr kvartett bandariska tón- skáldsins Samuels Barber (f. 1910). 22.2. Siguröur Steinþórs son. „Það eru engin mikilmenni til, drengur minn — aðeins mikiir starfshópar”. Einbeitt menningarstefna Kammermúsikklúbburinn hélt 3. tónleika þessa starfsárs fimmtudaginn 19. febrúar i Bú- staðakirkju. Þar léku Manúela Wiesler (flauta), Helga Ingólfs- dóttir (sembal) og Pétur Þor- valdsson (knéfiðla) fjórar flautusónötur eftir Jóhann Sebastian Bach (1685—1750), nr. IV i C-dúr fyrir flautu og grunn- bassa (bassocontinuo), og nr. II i Es-dúr, III i A-dúr og I i h-moll fyrir flautu og sembal. Fyrr i vetur (16. nóvember 1975, sjá Timann 26. nóvember) fluttu sömu hljóðfæraleikarar hinar tvær sónöturnar (Nr. V i e-moll og VI i E-dúr) ásamt partitu fyrir einleiksflautu á vegum Kammermúsikklúbbsins. Stjórn Kammermúsikklúbbs- ins hefur þannig tekið upp ein- beitta menningarstefnu i verk- efnavali sinu og gefið Reykvik- ingum kost á að að heyra allar sex flautusónötur Bachs i ágæt- um flutningi Manúelu Wiesler og félaga. Hér er brugðið frá „potpourri-stefnunni”, sem löngum hefur rikt i menningar- málum vorum, en hún hefur „eitthvað fyrir alla” að mark- miði sinu. Um þá stefnu og ár- angur hennar er dæmisagan um Nasreddin og asnann, sem margir þekkja. Ef fullur árangur hefði átt að nást af sónötuflutningi Kammermúsikklúbbsins hefðu þurft að fylgja samræmdar að- gerðir gagnrýnenda og tón- menntamanna, félagar klúbbs- ins vissu nú allt um Bach sjálf- an, eða a.m.k. timabilið 1717-23, þegar þessar sónötur voru samdar, tónfræði sónatanna, sögu og þróun flautunnar, sembalsins og grunnbassans, sónötur yfirleitt, o.s.frv. Þvi aðalmunurinn á heimspeki menningar- og „potpourri”- stefnanna er sá, að helzti (og oftast eini) tilgangur hinnar siðarnefndu er afþreying, nefni- lega að drepa timann fyrir mönnum, en tilgangur hinnar er uppfræðsla með afþreyingu. Þvi miður brugðust kjölfarsaðgerð- irnar i þetta sinn, en hver veit nema næstu menningartangar- sókn verði betur fylgt eftir. „Potpourri-stefnan” er þvi miður alls ráðandi i útvarpi voru og i sjónvarpi, þótt dæmi finnist um hið gagnstæða. Útvarpsdagskráin er að visu „menningarleg” sem slik — þar er talsvert af góðu efni, en i of smáum brotum. Dagskráin er samtiningur af hinu og þessu — tónlist og töluðu máli héðan og hvaðan — án takmarks og til- gangs. Enda getur enginn sagt með sanni: „Ég ætla að hlusta á útvarpið i kvöld,” nema kannski á fimmtudagskvöldum, sem eru leikritakvöld útvarpsins, og annað hvert föstudagskvöld, þegar tónleikum Sinfóniuhljóm- sveitarinnar er útvarpað. Oll önnur kvöld eru sundurlausir poppþættir, erindi, tónleikar, snakkþættir, harmónikulög, út- varpssögur, danslög, iþróttir, harmónikulög — það eru of fá gullkorn i dritnum til að það borgi.sig að eyða i þau tima, og liklega verður þetta aldrei verulega gott fyrr en farið verður að útvarpa á tveimur rásum a.m.k. Höfuðkostur sjónvarpsins eins og það er nú er sá, að mað- ur nennir nánast aldrei að horfa á það. Þó væri það til stórra bóta, ef tekin væri upp markviss stefna i kvikmyndamálum, þannig að i sjónvarpinu yrði samfelld kvikmyndahátið, þar sem teknar væru fyrir Bogy- myndir, Chaplinmyndir, Berg- mann-myndir, Carey Grant myndir og.W.C. Fields-myndir, svo eitthvað sé nefnt. Auk þess virðist sjálfsagt að sýna þær 140 Perry Mason myndir, sem til eru, i staðinn fyrir þær hörmu- legu eftirlikingar, sem mönnum er nú boðið upp á, og virðast vera sérsmiðaðar fyrir fólk með sérþarfir. Eins og áður sagði eru flautu- 'sónötur Bachs sex að tölu, þar af þrjár fyrir flautu og grunn- bassa, og þrjár fyrir flautu og sembal. Hinar þrjár siðar- nefndu þykja merkilegri músik, þótt allar séu þær ágætar, enda taldar beztu kammerverk Bachs fyrir blásturshjóðfæri. Þó er I. sónatan i h-moll fyrir flautu og sembal talin mest þeirra allra. Manúela Wiesler er afburða flautisti og iék af dæmalausri fimi og öryggi, og samleikur þeirra Helgu Ingólfs- dóttur með ágætum (og þeirra allra þriggja i fyrstu sónöt- unni). Voru þessir tónleikar mjög til fyrirmvndar i alla staði. 22.2. Sigurður Steinþórsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.