Tíminn - 25.02.1976, Blaðsíða 13

Tíminn - 25.02.1976, Blaðsíða 13
Mi&vikudagur 25. febrúar 1976 TÍMINN 13 NOKKURORÐUM ,AFA.... — SIÐASLIÐIÐ sumar, átti Jdnas Jónasson fyrir hönd Rlkisiít- varpsins viðtöl við fólk Uti á landsbyggðinni. — Þessir þættir hafa verið með bezta efni Ut- varpsins og yfirleitt vel að þeim unnið. Við þáttinn á Bakkafirði urðu þó nokkur mistök að ég tel. Hér ræðir urn tvær spurningar, sem Jónas beindi til Barð- strendings sem er búsettur á Bakkafirði. önnur var sú, að hann hefði heyrt, að Þórarinn Hálfdánar- son á Bakka i Bakkafirði,, (það er Afi á Knerri sbr. — Fjall- kirkjan) hafi saumað reyfi utan um kindur, sem hann seldi i skútur. Hin var sú að hann hefði staðið i málaferlum við böm sin. Aðspurður vissi auðvitað ekkert um þetta — enda vist ekki fæddur, á öðru landshomi, þegar afi dó. Áður en ég fer frekar út i þetta — vil ég geta þess að Katrin móðir Gunnars Gunnarssonar skálds og Magnús faðir þess, sem ritar þetta voru systkini (börn Þórarins Hálfdánarsonar og Hómfriðar Sigurðardóttur). — Við Gunnar mundum gamla manninn vel og ekki nema að góðu. Viö Gunnar ræddum þetta og svo talaðist til að ég gerði at- hugasemdir við þáttinn, sem ég gerinú. Þrem vikum siðar lézt Gunnar.... Ég var á Bakkafirði nærri ó- slitið frá fæðingu eða um hálfa öld og þekkti vel margt gamalt fólk, sem hafði verið afa sam- tiða og heföi einhver fótur verið fyrir þessu, þá hefði það áreið- anlega ekkilegið i láginni. Enda var hann ekki sú manngerð „SKÚRKUR”. Ég tel nú þessu reyfamáli svarað, — enda hreinir hálfvitar, sem ekki sæju ef reyfi væri saumað utan um kind. Ég ætla að skjóta hér inn i smá sögu: Afi verzlaði fyrst á Vopnafirði og eitt sinn fór hann með ullina þangað og sinnaðist eitthvað við „faktorinn” i sambandi við inn- leggið. Hann gerði sér þá litið fyrir — setti klyfjarnar á hest- ana og fór með ullina til Seyðis- fjarðar. Vist ýkjulaust tvær dagleiðir. — Þeim samdist vist eftir þetta. Hinni spurningunni, um þessi málaferli við börn sin er þvi til að svara, að hvorugur okkar Gunnars hafði heyrt það, — enda sem hitt rakalaus ósann- indi um látinn mann. Það er svo annað mál að afi átti i málaferlum við systur sin- ar eitthvað út af arfi. (Það er nú vist ekki óalgengt enn i dag i okkar velferðar þjóðfélagi). Gunnar sagði mér aö ekki hefði þetta staðið dýpra en svo, að afi hefði oft heimsótt Margréti systur sina og ekki vit- að annað en að vel færi á með þeim. Og var hún þó stór i stykkinu ekki siður en hann. Annars veit ég ekkert um þessi mál — enda nú liðin tíð. Ég ræddi um þetta við Jónas og mér skildist að sögumennirn- ir heföu verið tveir. É'g fór fram á að fá að vita hverjir þeir voru, en hann vildi ekki gefa þá upp, en vildi að ég gerði minar at- hugasemdir, sem ég nú geri. Ég fer þó nærri um hverjir þeir hafa verið, — en það er mitt mál. Ég reikna með að Jónas hafi gert þetta I góðri trú og svo ágætir, sem þessir þættir hafa verið þá eru þeir vand með farnir og blaðamaðurinn má þar ekki Jeika of lausum hala. Eitthvað um afa gamla á Knerri var efalaustfreistandi til aö vekja athygli — svona sem krydd i þáttinn. Þetta skil ég. Heimildirnar verða þó að vera traustar. — Réttlætisvit- und okkar varðandi gengnar kynslóðir krefst þess. Ég hefi fengizt h'tilsháttar við ættfræði og veit þvi vel hvað ég er að segja. Haðarstíg 22 Rvk., Þórarinn V. Magnússon (Þórarinn frá Steintúni) Á sunnudaginn gengust Framsóknarfélögin i Arnessýslu fyrir aimennum fundi um landbúnaðarmái f Aratungu og voru frummælendur Agnar Guðnason, blaðafulitrúi Búnaðarfélags tslands, Jónas Jónsson, ritstjóri, Björn Matthiasson, hagfræðingur og Jónas Kristjánsson, ritstjóri, Eftir framsöguræður voru aimennar umræður og tóku fjölmargir til máls. Fundur þessi var fjölsóttur og voru fundarmenn um 300 talsins. Myndin sýnir fundargesti i Aratungu. KRON krefst jafnréttis við kaupmenn í Reykjavík HHJ-Rvik — Stjórn KRON — Kaupfélags Reykjavikur og ná- grennis —kom saman til fundar á laugardaginn og ræddi þar þá ákvörðun meirihluta borgar- stjórnarinnar I Reykjavik að neita KRON um leyfi til þess að reka stórmarkað i húsnæði StS við Elliöaárvog. Svolátandi samþykkt var gerð á fundi stjórnar KRON: „Stjórn Kaupfélags Reykjavik- ur og nágrennis átelur harölega þá ákvöröun meirihluta borgar- stjórnar Reykjavikur að synja kaupfélaginu um leyfi til að starf- |P ÚTBOÐ Tilboð óskast I tækjabúnað fyrir röntgendeild Borgar- spitalans I Reykjavik. Tilboðin verða afhent á skrifstofu vorri, Frikirkjuvegi 3, Reykjavik. Tilboðin verða opnuö á sama stað þriðjudaginn 6. apríl 1976 ki. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKIAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 rækja vörumarkað i byggingum SÍS við Elliðaárvog. Skipulagsnefnd borgarinnar hafði fallizt á, að unnt væri að leyfa rekstur vörumarkaðs á þessum stað til bráðabirgða og er þvi ljóst aö með synjun sinni eru borgarfulltrúar aðeins að koma i veg fyrir að kaupfélagiö geti keppt viö kaupmenn á jafnréttis- grundvelli. Sérstaklega er þessi ákvörðun borgarstjórnar ámælisverð nú þegar verkalýðshreyfingin stend- ur I allsherjarverkfalli til þess að vernda kaupmátt launa, en kaup- félagið hefur lagt fram áætlanir, sem sýna að með hagkvæmum rekstri vörumarkaðs er hægt að lækka almennt vöruverð um 6 til 10%. Stjórn KRON gerir þá kröfu til borgarstjórnar aö kaupfélagiö, meö á fjórtánda þúsund félags- menn, njóti jafnréttis við kaup- menn til starfsemi sinnar i borg- inni”. Trékyllisvík: Trillur stór- skemmast gébé Rvik — Slðastiiðinn föstudag stórskemmdust tvær tríllur á Finnbogastööum I Trékyllisvik á Ströndum. Mikið sunnanrok var og stóð I 2-3 kiukkustundir, sagði Guðmundur Valgeirsson frétta- ritari blaðsins á staönum. Tveggja til þriggja tonna trilla lyftist hreinlega upp i veöur- ofsanum og fauk yfir tvær aörar trillur. Brotnaði trillan mikið auk þess sem hún skemmdi stýrishús á annarri trillunni sem hún fauk yfir. — Það var um klukkan þrjú á föstudaginn að trilla hófst á loft og fauk yfir aðrar tvær sem stóöu samhliða, sagði Guðmundur Val- geirsson. Ein trillan slapp óskemmd, en hinar tvær eru mik- ið brotnar og skemmdar. Tjónið er mjög tilfinnanlegt fyrir eig- endurna. Sagði Guðmundur að mikið sunnan rok hefði veriö og misvindi mikið. Ekki kvaöst hon- um vera kunnugt um aðfleiri> skaöar hefðu orðið. Framsóknarfélag Ölfushrepps hefur útgófu fréttablaðs HHJ-Rvik. — Framsóknarfélag ölfushrepps, sem stofnað var fyrir tæpu ári hefur það sem af er haidiö uppi þróttmikilli starfsemi undir formennsku Páls Péturs- sonar. Nýjasta afrek félagsins er útgáfa myndarlegs fréttarits, sem flytja mun helztu fréttir úr byggöarlaginu. Fyrsta tölublað ritsins, sem ber með rentu heitið „Fréttablað” er tiu slður i A4-broti og er fjölritað. Þar er fyrst gerð grein fyrir Framsóknarfélagi ölfushrepps og tilurð þess. Þá er grein um afla, sem borizt hefur á land i Þorlákshöfn og kemur þar i ljós, að afli hefur farið mjög minnk- andi. Næst segir frá nýjum verzlunum i Þorlákshöfn og siðan kemur itarleg grein um ýmis sveitar- og félagsmál, sem efst eru á baugi, svo sem leit að heitu vatni^ skipulags- og byggöamál, og gerð varanlegra gatna. Þá er sagt frá Þorlákshafnarveginum nýja,eneins og blaðalesendum er kunnugt heíur mikill styrr staöið um veginn til Þorlákshafnar. Þessu næst eru greinar um iþróttamál og leikstarfsemi og loks segir frá almennum fundi um lendhelgismálið, sem haldinn var i Hveragerði að tilhlutan Fram- sóknarfélaganna i Hveragerði og ölfushreppi. — Við fjölrituðum þetta fyrsta tölublað I 400 eintökum, sagði Samúel Þ. Samúelsson ritstjóri blaðsins og ábyrgðarmaður, I við- tali við Timann, og fólk hefur tek- ið blaðinu mjög vel og margir hafa haft þau orð um, að mikil þörf heföi verið á sliku blaöi. öll vinna við blaðið er unnin i sjálf- boðavinnu en við ætlum að reyna aö afla auglýsinga i þaötil þess að hafa upp i kostnaö. Við dreifum blaðinu ókeypis til fólks i byggðarlaginu og ætlum lika aö senda öðrum Framsókn- arfélögum i kjördæminu.þeim til hvatningar, sagði Samúel aö lok- um. (,Myndir úr Fjallkirkjunni" eftir Gunnar Gunnarsson fimmtudagsleikrit útvarpsins Fimmtudaginn 26. febrúar kl. 20.15 verður flutt i útvarpið leik- ritið „Myndir úr Fjallkirkjunni” eftir Gunnar Gunnarsson, i leik- gerð þeirra Bjarna Benediktsson- ar frá Hofteigi og Lárusar Páls- sonar. Lárus er jafnframt leik- stjóri og sögumaður. Með helztu hlutverk fara Þorsteinn ö. Stephensen, Valur Gislason, Helga Bachmann, Rúrik Haraldsson og Anna Guðmunds- dóttir. „Fjallkirkjan”, sagan af Ugga Greipssyni, kom út i þrem hlutum árin 1923-26, frumsamin á dönsku, eins og raunar flestar sögur Gunnars. Þar er að finna ein- hverja eftirminnilegustu persónu i islenzkum bókmenntum á þess- ari öld, Ketilbjörn á Knerri, „hann afa minn með nefið”, eins og Uggi kallar hann. Persónur allar i „Fjallkirkjunni” eru yfir- leitt skýrt dregnar og verkið hentar vel til leiks. Gunnar Gunnarsson fæddist á Valþjófsstað i Fljótsdal eystra árið 1889 og lézt á s.l. ári. Hann stundaði nám i lýðháskólanum I Askov, var búsettur i Danmörku frá 1907 til 1939. Þá Tlóf hann búskap á Skriðuklaustri i Fljóts- dal og bjó þar til 1948, er han flutti til Reykjavikur. Fyrsta bók Gunnars ,, Móðurm inning . Nokkur kvæði”, kom út 1906, en „Borgarættin” er sennilega fræg- asta verk hans. Hún var gefin út á árunum 1912-14 og var kvikmynd- uð á Islandi 1919 með islenzkum og dönskum leikurum. Sögur Gunnars hafa verið þýddar á mörg tungumál. og hann má vafalaust telja einn af stórbrotn- ustu höfundum islenzkum á þess- ari öld. Leikrit eftir Gunnar Gunnars- son, áður flutt i útvarpinu eru: „Bræðurnir” 1932, ..Reiðarslag" 1959, „Bragðarefirnir" 1964 og „Myndir úr Fjallkirkjunni" 1964. Sjávarútvegsráðuneytið 23. febrúar 1976. Rækjuveiðar á Breiðafirði Þeir aðilar, sem ætla að stunda rækjuveiðar á Breiða- firði á komandi vertið verða að sækja um veiðileyfi til\ sjávarútvegsráðuneytisins fyrir 3. niars n.k. Umsóknir, sem berast eftir' þann tima verða visast ekki teknar til greina.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.